Leita í fréttum mbl.is

,,Dýr myndi Hafliđi allur !“

 

 

 

 

 

Margt er bruđliđ hjá Ríkinu og líklega ađ flestra mati, og kannski sérstaklega í kringum ţau embćtti sem ćtti bara ađ leggja niđur. Ţađ er margt gert í nafni íslensku ţjóđarinnar, sérstaklega í seinni tíđ, sem er óíslenskt og óekta frá ţjóđlegu sjónarmiđi, og til eru ţeir sem telja sig jafnvel finna Davos-bragđ af ţessu og hinu !

 

En spyrja má ? Var ţađ til dćmis einhver ţjóđarnauđsyn ađ henda öllu út af forsetasetrinu vegna ţess ađ nýr forseti hafđi veriđ kosinn ? Endurnýja hluti ţar í hólf og gólf ? Og fá svo reikning á ţjóđina yfir 120.508.269 kr. fyrir vikiđ. Ţar af fyrir innréttingar og uppsetningu ţeirra 45.473.718 kr ? Heimild var sögđ gefin fyrir 86 milljónum, en ţađ endađi í 120,5 milljónum. Var virkilega allt ţarna á setrinu orđiđ svona hrćđilega slitiđ og illa fariđ og ţjóđinni til skammar - eđa var nýjungagirnin svona mikil ?

 

Ţađ vita ţađ allir sem vilja hugsa raunhćft, ađ viđ höfum ekkert međ ţetta forsetaembćtti ađ gera. Ţađ er lafhćgt ađ koma málum fyrir í litlu stjórnkerfi eins og okkar, án ţess ađ vera međ einhverja sérstaka toppfígúru ţar. Viđ eigum ekki ađ elta snobb, hégóma og orđuveitingasiđi erlendis frá og áttum aldrei ađ byrja á ţví. Ţađ var líklega helst embćttis-mannakerfiđ sem vildi fá kóngslega eftir-öpun og krúsidúllur upphefđarsýkinnar inn í dćmiđ frá upphafi. Og ţađ hefur alla tíđ kostađ sitt. Snobb er aldrei ódýrt !

 

Ég minnist ţess ađ í vasabók sem afi minn lét eftir sig, hafđi hann skrifađ ,,Ekkert sem er óţarft er ódýrt !“ Ţađ var hans niđurstađa og enn er hún í fullu gildi ţegar dómgreind er höfđ međ í slíku mati. Međan alls stađar vantar fjármuni til brýnna verkefna er peningum skóflađ í gyllingar og gćlumál innan kerfisins, og svo fá trúlega einhverjir orđur fyrir allt basliđ í kringum óţarfann. Ţađ er hinsvegar öllum til vansa sem ađ slíku koma !

 

Af hverju ţurfum viđ Íslendingar alltaf ađ vera ađ elta alls konar vitleysur frá útlöndum ? Ţađ er sannarlega full ţörf á ţví ađ spyrja ţess. Dómgreind okkar ćtti ekki ađ ţurfa ađ vera frosin ţó ađ viđ séum Íslendingar. Hversvegna förum viđ svo illa međ ávexti erfiđis okkar og framtaks og raun ber vitni ? Af hverju gerum viđ ekki samfélag okkar betra međ samhjálp og félagshyggju í stađ ţess ađ sundra allri samstöđu međ grćđgi og spillingu. Vegna hvers fćr ţjóđarheildin ekki ađ njóta áunninna gćđa betur en raun ber vitni ?

 

Getum viđ ómögulega ţroskađ međ okkur sjálfstćđa hugsun og fariđ okkar eigin leiđir, í samrćmi viđ ţá skynsemi sem Skaparinn gaf okkur ? Eđa gaf hann okkur kannski enga skynsemi eđa höfum viđ kannski glatađ henni ? Ţađ mćtti stundum halda ţađ !!!


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.2.): 28
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 368733

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 659
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband