21.2.2025 | 00:05
Þjóðlíf undir nöturlegum nýlendustimpli !
Ofbeldisverknaðir í íslensku samfélagi eru verulega hrollvekjandi ábendingar um það að við séum ekki á góðri leið. Það er orðið svo mikið um slíkt, að skilaboðin sem það sendir þjóðinni eru vægast sagt skelfileg. Kerfið virðist standa ráðþrota gagnvart ömurlegu ásigkomulagi margra ein-staklinga meðal borgara landsins, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Þar virðast ekki vera nein úrræði fyrir hendi til að mæta þeim harða veruleika sem verður samt að mæta. Það virðist ný Sturlungaöld ofbeldis horfa við íslenskri þjóð !
Við höfum sem þjóð orðið fyrir manntjóni og erum að verða fyrir manntjóni, vegna þess að við erum með í höndum okkar fullt af andlega veiku fólki sem þarf að hjálpa og ætti raunar ekki að ganga laust. Kerfið virðist ekki kunna nein svör við þeim vanda. Fólk í slíku ástandi hefur jafnvel verið vistað af hálfu yfirvalda í fjölbýlishúsum úti í bæ. Sérsveitin hefur svo kannski verið send á það þegar upp úr hefur soðið og hegðun farið í það horf sem búast mátti við. Og þá getur og hefur líka orðið manntjón !
Það er ótalmargt að í innviðamálum kerfisins. Það vantar stórlega hjálpar og heimilisúrræði fyrir andlega veikt fólk í samfélaginu, því virðist bara vera hent út á götuna og peningar virðast hvergi til þegar slíkur vandi er annarsvegar. En á sama tíma er milljörðum úr okkar ríkisfjárhirslu varið í hernaðarbrölt erlendis og aðstoð við fólk annarra þjóða sem er á hrakhólum vegna stríðsreksturs !
Þar eru um að ræða mál sem við berum enga ábyrgð á og höfum ekki valdið að neinu leyti. Íslenska örþjóðin getur ekki tekið að sér að vera samviska heimsins og síst af öllu gagnvart annarra glæpum. En meðan samt er verið að hjálpa annarra þjóða fólki í stórum stíl og ausið fjármagni í þá hluti, er fólkinu okkar, íslensku fólki, fólki sem á bágt og er veikt, úthýst með öllu og engin úrræði í boði fyrir það í hinu svokallaða íslenska velferðarkerfi !
Það vantar fjármagn í svo til alla okkar innviði. Nánast alls staðar hefur verið illa staðið að því að halda þeim við. Peningarnir hafa annaðhvort ekki verið til - og ef þeir hafa verið til - hafa þeir verið settir í eitthvað annað sem þótt hefur meira knýjandi. Erlend heimtufrekja hefur gengið fyrir. Pólitíkin hefur verið spillt og ábyrgðarlaus um langa hríð og svokallað hrun virðist ekki hafa bætt þar um að neinu leyti. Vinnubrögð eru að flestra mati jafn glórulaus og þau voru fyrir hrun - innan þings sem utan - og það í öllum flokkum, og enginn virðist þar öðrum skárri !
Svo er það höfuð spursmálið : Erum við sjálfstæð þjóð eða erum við það ekki ? Ef við værum sjálfstæð þjóð myndum við vera frjáls að því að nota þjóðarfjármuni okkar í að styrkja innviði okkar og viðhalda hér því þjóðfélagi sem fyrri kynslóðir höfðu byggt upp með miklum dugnaði og súrum sveita. Okkar erfiði og okkar þjóðarfé ætti því að skila sér til góðs fyrir okkar fólk !
En þar sem við erum í veruleikanum ekki sjálfstæð þjóð og yfirráðin yfir ríkiskassanum eru líklega meira eða minna, annaðhvort í Brussel eða í Washington, fara fjármunir okkar annað en þeir ættu að fara. Við höfum komið okkur í þá stöðu sem Færeyingar munu seint eða aldrei koma sér í, og þessvegna eru innviðir samfélagskerfisins að grotna niður hjá okkur. Við erum með öðrum orðum nákvæmlega í þeirri arðránsstöðu sem fyrri nýlendur heimsins fundu sig oftast í, eigin hag til sárustu bölvunar !
Það er svo sem ekkert nýtt að þjóðir fái ekki notið ávaxta af erfiði sínu. En í okkar tilfelli eru það meintar vinaþjóðir okkar sem kúga, hrella og arðræna. Við erum í flestum efnum að öllu leyti fórnarlömb þeirra. Það má jafnvel ekki tala þar um misræmið milli orða og gerða. Okkur er beinlínis sagt og fyrirskipað, að við eigum og séum skyldug til að vera slík fórnarlömb og ekki nóg með það, heldur að við eigum skilyrðislaust að líta á það sem mikinn heiður fyrir okkar þjóð ?
Og á meðan slíku fer fram, gera þessar ætluðu vinaþjóðir okkar allt sem þær geta til að sparka okkur aftur inn í torfkofana, með því að arðræna okkur eins og þeim er frekast unnt, með aðstoð þeirra afla hérlendis sem alltaf hafa verið reiðubúin að veita þeim ótakmarkaða þjónustu. Þó er þar talað um sjálf-stæðisstefnu, en það er bara blekking og yfirvarp. Í þeim falska framgangi felst enn sem fyrr hættulegasta ógnunin við velferð íslensku þjóðarinnar !
Við þurfum að hugsa um fólkið okkar, þjóðsystkini okkar, fyrst og fremst. Það er okkar frumskylda. Margir rata í ógæfu og misstíga sig á lífsleiðinni. Í samfélagi þar sem manndómur og manngæði eiga að vera til staðar, ber að taka utan um slíkt fólk og hlynna að því. En við erum ekki að gera það með þeim hætti sem sómi er að !
Það ætti að vera hverjum ærukærum Íslendingi sárt að þurfa að horfa upp á þær blekkingalausnir sem í þeim efnum virðast helst viðhafðar. Það virðist enginn staður til fyrir andlega veikt íslenskt fólk sem sannarlega þarfnast hjálpar og það er skammarlegt mál. Þessvegna verðum við fyrir manntjóni, eins og hryggilegt dæmi austan af fjörðum hefur nýlega sýnt og sannað !
Að senda milljarðaupphæðir út úr landinu til að aðstoða við stríðsrekstur, vopnakaup og aukna ofbeldisframvindu erlendis er algerlega óíslenskt athæfi. Við svíkjum með því mannlegar skyldur okkar hér heima, sem er ekkert nema bölvun fyrir land og þjóð. Fyrsta skylda okkar og frumskylda er og á að vera bundin tryggðaböndum við okkar eigið fólk, íslensku þjóðina. Þar að auki höfum við engin efni á því að hegða okkur með ómennskuhætti stríðsæsinga og eigum ekki sem friðelskandi fólk að gera það !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Þjóðlíf undir nöturlegum nýlendustimpli !
- Styrkjamálið til flokkanna !
- ,,Útilokunarstjórnmál ?
- ,,Dýr myndi Hafliði allur !
- Samfélög byggi sitt á ábyrgð og réttlæti !
- Nokkrar pælingar um stöðu mála !
- ,,Á allur heimurinn bara að vera til þjónustu fyrir ætlaða ör...
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 322
- Sl. sólarhring: 336
- Sl. viku: 1373
- Frá upphafi: 370687
Annað
- Innlit í dag: 286
- Innlit sl. viku: 1167
- Gestir í dag: 266
- IP-tölur í dag: 263
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)