Leita í fréttum mbl.is

Postuli sérhagsmunanna !

 

 

Nú ţarf íhaldiđ ađ kjósa sér nýjan formann og nú bítast tvćr konur um embćttiđ, ţví enginn karl treystir sér í ţann slag viđ núverandi ađstćđur, aldrei ţessu vant. En ţađ vantađi postulann fyrir sérgćskuhjörđina ţó enginn Páll eđa Pétur vćri í bođi, og nú á ađ velja leiđtogann um komandi helgi. Á lands-fundi verđur hann svo krýndur og karađur, af til ţess kjörinni samkundu !

 

Og sem fyrr segir, verđur ţá forustusćti íhaldsins komiđ í kvenmannshendur, ţví ţađ ţykir líklega tímabćrt á ţessum kvennavaldstímum. En áđur hefur stađa ţessi alltaf veriđ setin af körlum. Sumum ţótti löngum sem konur ćttu dálítiđ erfitt međ ađ komast áfram í ţessu eitilharđa hagsmunabandalagi sér-gćđanna, en ţrátt fyrir ţađ er nú svo komiđ, ađ í ţessa vanheilögu postulastöđu verđur nú valin kona, hvernig sem ţađ kemur svo til međ ađ skila sér !

 

Ţessi niđurstađa tekur nú líklega miđ af ţví ađ nútíminn hefur sýnt ţađ ljóslega, ađ sérgćskuhneigđir kvenna eru síđur en svo minni en hjá körlum. Ef einhver munur er ţar á, eru ţćr líklega jafnvel meiri núorđiđ hjá konum. Ţćr geta alveg slegiđ körlunum viđ í grćđgi og frekju, ekki síst ţegar peningar eru annarsvegar, og ţađ segir náttúrulega íhaldi nútímans ađ ţađ sé alveg hćttulaust ađ hafa konu viđ flokksstýriđ og ţví sé lafhćgt ađ velja umrćddan sérhagsmunapostula úr ţeirra hópi !

 

Íhaldiđ hefur alltaf haft sterka stöđu í ţessu landi, vegna ţess ađ ţar er sér-gćđingum bođiđ upp á ţá eiginhags-munagćslu sem höfđar frekast til ţeirra. Ţađ er varđgćsla forréttinda og sjálfstćđis ţeirra sem vilja níđast á öđrum í skjóli slíkrar ađstöđu !

 

Margir ganga nefnilega í ţetta samfélags-eitrađa hagsmunabandalag vegna ţess ađ ţar telja ţeir sérhagsmunum sínum best borgiđ í skjóli samtryggingar og sérgćsku. Eigingirnin drottnar nefnilega yfir vötnum Valhallar allar stundir. Ţađ segir sig sjálft, ađ hugsjónir koma ţar ekkert viđ sögu og hafa aldrei gert !

 

Hugtakiđ jafnađarmenn byggist á sjónar-miđum félagshyggju, en skiljanlega hlýtur ţá andstćđan einhversstađar ađ vera til. Og andstćđan er auđvitađ íhaldiđ. Ţađ eru ţeir sem ţví tilheyra sem kalla má ójafnađarmenn samfélagsins. Í Íslendinga-sögunum og Sturlungu kemur fram hverjir spilltu alltaf friđsamlegu lífi fólks. Ţađ voru ójafnađarmennirnir, og enn eru ţeir iđnir viđ ađ ota sínum tota, skapa ófriđ og mismunun hvar sem ţeir fara !

 

Og nú er valkyrja ađ komast til valda í Valhöll. Ţađ verđur auđvitađ allt ađ vera upp á heiđna og harđvítuga siđi í kringum Valhöll, ţar sem einherjar íhaldsins berjast um fjárráđin í samfélaginu og beita ţar öllum svikabrögđum. Og víst er ţar söfnuđurinn ađeins sjálfum sér líkur. Ţađ skiptir ţví, frá ţjóđhagslegu sjónar-miđi séđ, nákvćmlega engu máli hvor frambjóđandinn verđur kosinn !

 

Sú útvalda mun vafalítiđ ţjóna sínu hlutverki eins og ćtlast er til innan hagsmunabandalagsins, en ţó mun sú konan sem kosin verđur, líklega ekki koma til međ ađ sitja lengi sem formađur. Ţađ mun annar valdhafi bíđa fćris, ef ađ líkum lćtur. En víst er, ađ sem postuli sérhagsmunanna verđur konan sem kosin verđur bókfćrđ í Valhöll eftir lands-fundinn sem arftaki Bjarna, hvort sem í hlut mun eiga Guđrún Hafsteins eđa Áslaug Arna !


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 23
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 955
  • Frá upphafi: 371320

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 797
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband