5.3.2025 | 00:01
Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
Líklegt er að lífskjör fólks um alla Vestur-Evrópu muni rýrna talsvert í ýmsum efnum á næstu árum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Það er fyrirsjáanlegt að stefna á að auknum vígbúnaði og það mun sannarlega kosta sitt. Ef framlög ríkja heimshlutans til hernaðarþarfa hækka almennt úr 2% í 5% til að byrja með, erum við að tala um verulega fjármuni !
Slík kostnaðaraukning stríðsvæðingar mun að sjálfsögðu koma niður á samfélagslegri velferð með ýmsum hætti. Það eiga þannig öll ríki Vestur-Evrópu að stefna að því að verða grá fyrir járnum, samkvæmt yfirlýsingum herskárra leiðtoga, sem flestir hafa raunar sýnt sig afar slaka sem slíka. Og lafhægt er fyrir lufsur af slíku tagi að afsaka alla óstjórn og allan skort á góðum lífskjörum, með því að það þurfi miklu meiri framlög til varnarmála en áður og þjóðirnar verði að sætta sig við skert velmegunarskilyrði, þar sem þær þurfi að geta varið sig. Sú afsökun mun óspart verða notuð til að verja fjármagni til annars en almenningsþarfa !
Og svo fer framlagið náttúrulega úr 5% í 7% og áfram, því hvenær geta menn verið öruggir ? Og lengi verður þannig hægt að halda þjóðum í ótta og ugg við að þær þurfi stöðugt meira og meira sér til varnar. Þannig myndast vítahringur for-heimskunnar, svo engin dómgreind kemst lengur að. Og vígbúnaðarkapphlaup endar yfirleitt með styrjöld, staðbundinni eða ótakmarkaðri !
Vopnabúr Vestur-Evrópu eru nú hálftóm eða meira, eftir allar vopnasendingarnar til Úkraínu og hvað skyldi nú hafa orðið af öllum þeim vopnum sem fóru þangað og hvaða gagn gerðu þau þar, annað en að viðhalda blóðugu stríði samkvæmt kröfu Vestur-veldanna, ESB og Nató ? Það eru sumir mjög fyrir það, að græða með því að láta öðrum blæða, og fasistastjórnin í Kiyv hefur sannarlega látið Úkraínu-mönnum blæða samkvæmt fyrirmælum vestan að. En Rússar eru ósigraðir enn og verða það líklega áfram, enda vita þeir að þeir þurfa stöðugt að vera á verði gegn þeim sem svífast einskis og svíkja alla gerða samninga !
Litlu ríkin í Vestur-Evrópu, sem hafa eðlilega mjög lítið vægi í hinu stóra hernaðarlega samhengi, eru að vanda herskáust og hvetja mest til ögrandi aðgerða. Jafnvel Danmörk er farin að hegða sér eins og þegar Kristján IV stökk fram í 30 ára stríðinu í fullum herklæðum forðum daga. En ekki hafði kóngurinn sá nú mikið annað en skömm upp úr því flandri og hefði betur setið heima í makindum eins og Dönum er tamast !
Og athyglisvert er að Rússar komu hvergi nærri 30 ára stríðinu og samt varð stríð, mitt í hinni friðsælu Vestur-Evrópu sem var náttúrulega aldrei friðsæl ! Þá gátu Vestur-Evrópuríkin sem sagt staðið í stríði árum saman og það án þess að hægt væri að kenna Rússum um það ? Já, það vantaði ekkert upp á það. Þá var þessi hluti Evrópu nánast einn vígvöllur í áratugi. Svo tóku við stríð Lúðvíks XIV í aðra áratugi !
Sagan kennir okkur að það var sjaldnast neitt í gangi í þessum stórlega ofmetna heimshluta annað en stríð. Það þurfti ekki Rússa til og reyndar er það hræðslan við Rússa sem heldur þessu ósamstæða liði Vestur-Evrópu þjóðanna saman og lítið annað. Annars væru þjóðir þar, samkvæmt fyrri venju, áreiðanlega að troða illsakir hver við aðra. Það má því segja að tilvist Rússa hafi þannig fyrst og fremst tryggt innbyrðis frið í Vestur-Evrópu lengi vel. Svo til einhvers gagns virðast þeir þá vera, grey skammirnar !
Vestrænar fréttastofur eru iðnar við að tala um allsherjar innrás Rússa í Úkraínu. Sú túlkun er beinsleikt upp úr gefinni línu ,, a full scale invasion, og eiginlega látið í það skína að allur rússneski heraflinn sé þannig að berjast í Úkraínu. En það er langur vegur frá því. Rússar hafa ekki beitt sér þar af neinni fyllstu hörku. Það er enginn Stalingrad stormur þar í gangi. Þeir mala þetta hægt og bítandi og meta stöðuna frá degi til dags. Þeim liggur ekkert á, því tíminn hefur unnið með þeim og þeir vita það vafalaust !
Stóraukin herþjónustuskylda í ríkjum Vestur-Evrópu mun líka koma til með að draga niður velferðarstöðu, þegar tug-þúsundir manna eiga að standa tilbúnir dags daglega til að mæta ,,hugsanlegri árás. Slíkt getur nú farið taugalega með stöðugri liðssveitir en þar er völ á. Nútíma stríð er ekkert nema hryllingur og minnsta mál að murka líftóruna úr milljónum manna á augnabliki. Og það er eins og sumir vilji fá þau Ragnarök fram !
Að hverju er eiginlega stefnt með herskárri heimtingu um meiri og meiri víg-búnað, þar sem mesta gargið kemur frá smáþjóðum sem hafa í raun ekkert að segja og ættu að eiga allt sitt undir friði, en virðast þó æsa mest til ófarnaðarstefnu á komandi árum ? Aðeins Færeyingar virðast halda þar sinni dómgreind, enda eru þeir í hvívetna virðingarverð þjóð og sannarlega okkar bestu vinir, þó við eigum tæpast þá vináttu skilið eins og við alla jafna högum okkur, bæði við þá og aðra !
Ísland er nefnilega hreint ekki barnanna best í herskáu smáþjóðaklíkunni. Hér hefur tíðkast í áratugi, að þeir sem vilja kenna sig mest við sjálfstæði hafa alltaf setið á svikráðum við það sama sjálfstæði. Og ekki síst vegna þess, eru forustusauðir okkar, nánast undan-tekningarlaust, eins og stöðugt fleiri eru farnir að átta sig á, meðal verstu fíflanna í ófriðarkór glóru-leysingjanna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
- Fulltrúar bandarískrar spillingar taka vestur-evrópska spilli...
- Þjóðlíf undir nöturlegum nýlendustimpli !
- Styrkjamálið til flokkanna !
- ,,Útilokunarstjórnmál ?
- ,,Dýr myndi Hafliði allur !
- Samfélög byggi sitt á ábyrgð og réttlæti !
- Nokkrar pælingar um stöðu mála !
- ,,Á allur heimurinn bara að vera til þjónustu fyrir ætlaða ör...
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.3.): 266
- Sl. sólarhring: 271
- Sl. viku: 778
- Frá upphafi: 372075
Annað
- Innlit í dag: 241
- Innlit sl. viku: 712
- Gestir í dag: 233
- IP-tölur í dag: 229
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)