Leita í fréttum mbl.is

Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !

 

 

Hver er frumskylda kjörins þjóðarleiðtoga ? Auðvitað að tryggja sem best velferð þjóðar sinnar í óstöðugum heimi. Hvernig sinna svo ráðandi leiðtogar þjóða þessari skyldu sinni ? Ekki sérlega vel, margir hverjir. Þó virðist Volodímír Selenski, sem kallaður er forseti Úkraínu, eiga metið í því að hafa þjónað erlendum öflum alfarið á kostnað eigin þjóðar með hörmulegum afleiðingum !

 

Þegar ásókn ESB og Nató jókst til austurs, þvert ofan í öll gefin loforð, ýtti það verulega undir spillinguna í Úkraínu sem var þó ærin fyrir. Oligarkar landsins höfðu auðgast gífurlega á kostnað þjóðar-innar og múturnar munu hafa streymt að sem aldrei fyrr. Landið var orðið eins og Balkanskagi 1914, púðurtunnan í Evrópu. Það virðist alltaf þurfa að vera einhver púðurtunna í Evrópu. Þrátt fyrir hátt menntunarstig og alla upplýsingu virðast Evrópumenn seint ætla að sýna þá skynsemi sem þeir ættu að hafa. Glóra heimsins er jafnvel fjarlægari þeim en fólki í öðrum álfum !

 

Rússum fór strax að hætta að lítast á ásælnina að vestan, sáu að stefnt var að því að gera Úkraínu að nýlendu ESB, ekki síst til að bæta úr auðlindaskorti og orkuleysi miðstjórnarveldisins í Brussel. Auk þess voru haukarnir í Nató að færa áhrifasvæði hins alræmda hernaðar-bandalags til austurs og það alveg að landamærum Rússlands. Það var eitthvað verulega illt að eiga sér stað og ganga í endurnýjun gamalla lífdaga !

 

Og eftir valdaránið í Kiyv 2014 var augljóst að hverju var stefnt. Fasista-klíka í anda Stepans Bandera var sett til valda þar að tilhlutan Vesturveldanna og hafist handa um að efla úkraínska herinn sem mest í þeim hernaðaranda sem réði í Berlín árið 1941. Reynt var að villa um fyrir Rússum á allan hátt og ýmsir samningar gerðir við þá, en allt var það á sviksamlegum forsendum, eins og bæði Angela Merkel og Francois Hollande hafa viðurkennt, líklega í iðrandi eftirþönkum sínum. Framvinda mála var vægast sagt að verða geigvænleg fyrir friðinn í álfunni !

 

Kiyvstjórnin byrjaði að ofsækja íbúa austurhéraða landsins sem flestir eru Rússar, eins og verið hefur um aldir. Það var gert til að ýta Rússum af stað út í stríð. Að því kom að þar ríkti borgarastyrjöld, því íbúar þessara héraða hófust handa sér til varnar, eins og þeir voru í fullum rétti með að gera gagnvart níðingslegum stjórnvöldum !

 

Þannig liðu um það bil 8 ár í einskonar styrjaldar-þrátefli, en ekkert var gert til að leita að lausnum á neinn hátt. Að lokum sáu Rússar sér ekki annað fært en að koma þjóðsystkinum sínum í þessum héruðum til hjálpar. Þeir fóru af stað inn í Úkraínu. Síðan hefur enn meira stríð verið í gangi og mannfall margfaldast og margir aðilar í vestanverðri álfunni staðið í því að halda ófriðareldinum við !

 

Fyrrnefndur Selenski hefur í öllu virtst koma fram sem dansandi strengjabrúða Vesturveldanna og borgað blóðskatt sinnar eigin þjóðar í þeirra þágu ótæpilega. Fullyrt er þó, út frá mörgum heimildum, að hans eigin efnahagur hafi ekki skaðast í öllum þessum hamförum. Rússar hafa fyrir allnokkru lýst því yfir að þeir séu til í allt, ef svo fer að ekki verði gefið eftir með þá ásælni sem kom þessum vandræðum af stað, og fátt bendir til annars en þeir meini það fullkomlega. En hjartalausa klíkan í Brussel virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað allsherjar styrjöld við Rússland þýðir í raun ?

 

Hatur milli þjóða er aldrei gott, en hatur og hræðsla margra Vestur-Evrópuþjóða gagnvart Rússum er sjúklegt fyrirbæri. Í því tilfelli virðist engin hugsun beinast að lausnum, ekkert friðarferli vera í gangi og engin heilbrigð hugsun vera til staðar. Og nú eru Pólverjar farnir að heimta kjarnorkuvopn, það er að segja gjör-eyðingarvopn – sér til varnar, að sögn. Er geðveikin að breiðast svona út og hvaða vörn er í kjarnorkuvopnum og það gegn kjarnorkuveldi ?

 

Allt sem menn þóttust hafa byggt upp eftir síðustu heimsstyrjöld, til varnar nýjum Ragnarökum, virðist vera fúnað niður í feigðartætlur. Sameinuðu þjóðirnar hafa glatað virðingu allra og koma engu til leiðar lengur. Nató hefur sýnt sína réttu ásjónu og fæstu friðelskandi fólki hugnast hún. Fyrri heimsveldisstaða Bandaríkjanna er orðin að víkjandi staðreynd og það gerir Bandaríkin einfaldlega að hættulegasta og ófyrirleitnasta ríki heimsins. Ráðast þau kannski næst á Íran ?

 

Enginn veit hvað verður eða getur orðið, hvenær sem er. Öryggið er að verða hverfandi á heimsvísu. Hin knýjandi spurning er, getur eitthvað orðið villuráfandi heimi til bjargar ?


« Síðasta færsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 374691

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband