Leita í fréttum mbl.is

Stöđugar atlögur ađ lýđrćđinu !

 

 

Ţađ er satt ađ segja fátt sem bendir til ađ Donald Trump sé lýđrćđissinni. Og ţađ er mjög vafasamt ađ hann höndli ţađ hlutverk ađ vera forseti áđur en yfir-standandi kjörtímabil hans rennur út. Allar gerđir Trumps á forsetastóli undirstrika ţađ ađ hann er forstjóri og sem slíkur virđist hann taka allar sínar ákvarđanir. Til ađ höndla forsetaembćttiđ međ réttum hćtti, ţurfa menn sem gegna ţví ađ búa yfir hugsjónalegum lýđrćđislegum skilningi, en sú hćfni er augljóslega ekki gefin Donald J. Trump !

 

Nú ţykir mörgum ljóst ađ Trump sé međ hugmyndir um ađ sniđganga stjórnarskrá Bandaríkjanna međ einhverjum hćtti, svo ađ hann geti veriđ lengur viđ völd. En tíminn vinnur ekki međ Trump í ţeim efnum, ţví Elli kerling er á nćsta leiti viđ hann og getur ţessvegna fellt hann hvenćr sem er, engu síđur en ađra. Auk ţess eru allar líkur á ţví ađ vinsćldir hans muni fara dvínandi, ţví gerrćđisleg uppátćki hans eru mörg býsna tvíeggjuđ og koma líka niđur á efnahag Bandaríkjanna og afkomu alls almennings ţar !

 

Trump er mikiđ ólíkindatól og eiginlega til alls vís. Hann stendur í raun ekki fyrir neitt nema eigin hag. Bandaríkin eru verkfćriđ sem hann vill geta notađ til ađ verđa stćrri, sterkari og ríkari en allir ađrir. Valdagrćđgi mannsins er sýnilega óţrotleg og svo virđist sem hann höfđi mest til ţess sem lćgst er í mannseđlinu nánast í hvert sinn sem hann tjáir sig. Ađferđ af ţví tagi til almenningsvinsćlda, er ekki líkleg til ađ haldast lengi, ţví hún verđur fljótt leiđigjörn og ófćr um ađ standa undir sér. Trump er hreint út sagt og ţađ ađ margra mati óvenju óforskammađur lýđskrumari og afar ólíklegt ađ hann verđi ţeim ţjóđum sem búa í Bandaríkjunum til nokkurrar blessunar á nokkurn hátt !

 

Ef hćgt er ađ tala um einhverja stjórnarstefnu hjá Trump, ţá virđist hún helst geta falist í stöđugum atlögum ađ lýđrćđislegum grundvelli ţess stjórnkerfis sem sagt er ađ hafi viđgengist til ţessa í Bandaríkjunum. Samt er eins og sumir neiti ađ horfast í augu viđ ţađ sem stađreyndir og ţađ jafnvel menn sem skilyrđislaust ćttu ađ vita betur. Ţannig getur nálćgđ viđ valdiđ blindađ ólíklegustu menn. Í raun og veru er mađur af ţví tagi sem Trump er, ákveđin ógn viđ ţau gildi sem margir vilja meina ađ séu og eigi ađ vera bandarísk. Ţađ mun áreiđanlega koma betur í ljós ţegar valdatími mannsins fer ađ styttast og tilraunir hans til fram-lengingar á honum verđa augljósari. Menn eins og Trump verđa gjarnan ţrćlar valdsins !

 

Bandaríkin hafa lifađ sína heimsveldistíđ og hafa ţrammađ um stóra sviđiđ í heimsmálunum í 80 ár á sífellt skítugri skóm. Ţolinmćđin gagnvart yfirgangi ţeirra minnkar í öllum heimsálfum. Jafnvel Kanada sćttir sig ekki lengur viđ allt. Heimsmyndin er gjörbreytt og valdahlutföll hafa raskast verulega. Ţađ eru nákvćmlega engar forsendur í dag fyrir einhverja valdasókn af hálfu Bandaríkjanna á heimsvísu, en hugsanlega verđur ef til vill einhverjum ţumalskrúfum beitt á bak viđ tjöldin gegn Dönum, Mexikóbúum og Kanadamönnum. En ađ herja á fyrri vinaríki mun sannarlega ekki gera Ameríku mikla aftur !

 

Forstjórinn eđa kóngurinn í Hvíta húsinu virđist vera áttavilltur í meira lagi í raunheimum dagsins. Stefnuleysiđ er yfir-ţyrmandi klaufalegt og málin virđast bara slettast tilviljunarkennt í öllum greinum út og suđur. Yfirskallaörninn virđist í raun ekkert vita hvađ hann vill eđa kemur til međ ađ gera. Allt er í pólitísku uppnámi og allt getur gerst. Jafnvel sjálf Natóhöll hins vestrćna samtryggingarvalds hristist til og skelfur. Trump er tifandi tímasprengja fyrir heiminn í yfirstandandi tíma !

 

Viđ ţessar ótryggu og öryggislausu heims-ađstćđur, algerlega skapađar af vestrćnum ríkjum, virđast  Rússar hafa hafist handa um gífurlega aukningu á sölu jarđgass til Kína, auk ţess sem ţeir virđast ćtla sér ađ margfalda hernađar-mátt sinn, ţjóđum sínum og Rússlandi öllu til varnar, á ţeim óvissutímum sem nú hafa veriđ trekktir upp um veröld alla. Nýja nýlendustefnan verđur ekki ţoluđ. Ćtti ţađ ekki ađ segja okkur, ađ Vesturlönd séu ţá komin í ţá stöđu, međ Nató og ESB í forgrunni, ađ uppskera eins og ţau hafa til sáđ ?


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 109
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 840
  • Frá upphafi: 379638

Annađ

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 636
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband