Leita í fréttum mbl.is

Alltaf versna kerfiskýlin !

 

 

 

Úlfar Lúđvíksson ţótti nokkuđ skeleggur í starfi sínu sem lögreglustjóri á Suđurnesjum. Hann var oft ómyrkur í máli í fjölmiđlum ţegar hann lýsti ađstćđum sem ekki voru bođlegar. Schengen ađildin er eitt ţađ vitlausasta sem hefur veriđ tekiđ upp hérlendis og mikil ţörf er ađ losa sig frá ţví glaprćđi. Ráđherrar ţeir sem unnu ađ ţví ađ koma ţeirri bölvun á hérlendis, ţóttust fljótlega hvergi nćrri hafa komiđ og ásökuđu ađra. Bersögli Úlfars varđandi Schengenađildina og fleiri afglöp ráđamanna virđist hafa leitt til ţess ađ óhćf yfirvöld hafa taliđ ástćđu til ađ losa sig viđ hann. Ţađ ferli er flestum kunnugt og ađ margra mati til skammar !

 

Mađur sem ţykir standa sig vel í starfi og bendir međ fullum rökum á ríkjandi vankanta í kerfinu á ađ fá stuđning, en ekki ađ vera hrakinn úr stöđu sinni af einhverjum pólitískum sérhagsmunaástćđum, sem virđast skilja sig frá öllu dómgreindarlegu samhengi. Enginn Allrason mun hafa ort eftirfarandi vísu ţegar hann heyrđi af framgangi mála, enda blöskrađi honum sem og fleirum hvernig komiđ var fram viđ lögreglustjórann :

 

Yfirvöldin á sig kúka,

oft ţau skađa land og ţjóđ.

Úlfar karlinn fékk ađ fjúka,

frammistađan var svo góđ !

 

Ţađ fer ađ verđa mjög erfitt fyrir venjulegan íslenskan ríkisborgara ađ skilja fyrir hvađ ríkisstjórn og alţingi standa í ţessu landi. Innra öryggi virđist brotiđ niđur jafnt og ţétt međ niđurrifskenndum og öfugsnúnum laga-setningum. Fyrir nokkrum árum var haft eftir manni sem ţekkti vel til mála í kerfinu, ađ utanríkismálaráđuneyti Íslands vćri alfariđ gengiđ í ESB og Brusselţjónkunin vćri ţar í hćstu hćđum. Embćttisliđiđ ţar vćri sem sagt hugarfarslega komiđ inn í ESB. Margt bendir til ţess ađ sú umsögn sé ekki úr lausu lofti gripin !

 

Ţađ er löngu ljóst ađ margt er ađ í íslenska ríkiskerfinu. Ţar virđist víđa gengiđ um á skítugum skóm og íslensk ţjóđrćktarhugsun yfirleitt vera víđs fjarri. Ţó ađ sumir vilji kenna sig ţar viđ viđreisn mála er sú tenging fölsk og full af lýđskrumi. Verslunarauđvaldiđ í höfuđborginni horfir löngunaraugun til ESB og ţar er engin ţjóđhollusta ađ baki, ađeins sérgćskufull grćđgishugsun. Pólitísk öfl eru líka til stađar sem sjá lítiđ annađ en skurđgođiđ í Brussel, ţeirri borg sem virđist nćst ţví ađ vera Babylon okkar tíma !

 

Evrópsk framvinda mála um ţessar mundir er međ ţeim hćtti ađ heimurinn stendur forviđa. Jafnvel Norđurlönd hafa veriđ slegin út og eru nú sem óđast ađ glata ţeim orđstír sem ţau höfđu á árum áđur. Brusselfasisminn hefur sýkt ţau og gert ţau ađ andstćđu ţess sem ţau voru. Sósíaldemókratískur svikrćđisandi réttlínu-skođunar, jafnvel í seinni tíđ sveigđur ađ fasistískum markmiđum, svífur ţar nú yfir öllum vötnum og allt virđist aftengt lýđrćđislegum framgangi. Ţađ virđist vera litiđ á ţjóđhollusta hérlendis sem heimsku ţví allt eigi ađ hafa sitt verđ !

 

Ísland er galopiđ fyrir öllu innstreymi sem er hćttulegt og ţjóđskađsamlegt í fyllsta máta. Enginn virđist mega vera ţar á verđi á heilbrigđum forsendum. Höfuđ-borgin virđist orđin ađ sjóđandi seiđkatli rangra viđhorfa og glćpsamlegrar framvindu. Útlendir glćpahópar virđast líta á Stór-Reykjavíkursvćđiđ sem útvalinn kjörreit fyrir sig og sína, enda virđist lítiđ hamla ţeim ţar. Ofbeldisaukningin er međ ólíkindum á síđari árum og virđist stöđugt vaxa međ blóđugum afleiđingum fyrir ţá sem ţar búa. Sveđjur og hnífar og hvađeina er á lofti ef orđi er hallađ !

 

Ískyggilegar horfurnar kalla á íslenska ţjóđvarnarviđleitni, en samt er haldiđ áfram á sömu braut glóruleysis og siđferđilegs gjaldţrots af hálfu yfirvalda, ţó viđvörunarbjöllur glymji án afláts. Alţingi situr og situr og situr, en ţjóđlegt og uppbyggingarlegt framtak virđist ţar hverfandi og sama hvert litiđ er. Inga Sćland og hennar flokkur virđist einna helst vera herleitt viđhengi af hinum ríkisstjórnarflokkunum og bara til pólitískrar uppfyllingar. Af sitjandi ríkisstjórn virđist ţví afskaplega lítils góđs ađ vćnta fyrir land og ţjóđ !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 199
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 1083
  • Frá upphafi: 383571

Annađ

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 935
  • Gestir í dag: 181
  • IP-tölur í dag: 178

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband