1.7.2025 | 09:27
Líklega það versta sem minningu Washingtons hefur verið gert !
Það efast varla neinn um það að George Washington hafi verið mætur maður. Flest bendir til þess að hann hafi verið samviskusamur og heiðarlegur maður, trúr og skyldurækinn í störfum sínum í hvívetna. Kveðjuræða hans þegar hann hvarf frá forsetaembættinu er slík, að hefðu Bandaríkin metið hana og haft hana að grundvelli stefnu sinnar gagnvart umheiminum, væri áreiðanlega öðruvísi um að litast í heiminum í dag og miklu betra !
George Washington er eitt af þeim mikilmennum sem 18. öldin gaf mannkyninu. Og þau voru hreint ekki svo fá. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Sá mesti heiður sem sýna átti Washington, af hálfu eigin þjóðar, hefur fyrir alllöngu breyst í andstæðu sína. Hin nýja höfuðborg ríkjabandalagsins sem verið var að reisa, var því miður nefnd eftir honum !
Það er aldrei gott þegar menn eru hafnir upp á stalla og byrjað að dýrka þá. Það er sama hver er í þeim efnum, hvort sem talað er um Abraham Lincoln, Thomas Jefferson eða George Washington; hvort sem talað er um Pétur mikla, Vladimir Lenin eða Josef Stalin; hvort sem talað er um Marlborough, Wellington eða Churchill, Lúðvík XIV, Napóleon eða de Gaulle eða aðra !
Allt voru þetta menn en ekki guðir. Þeir voru breyskir og brutu af sér, misjafnlega mikið þó, en enginn þeirra hefði átt að vera hafinn á stall eða smurður til varðveislu eða lagður til hvílu í einhverju stærðarinnar grafhýsi. Ljóst er að sumum þeirra hefði ekki verið nein þægð í slíku. Látinn leiðtogi er iðulega notaður af eftirmanni sínum og valdaklíku hans í áróðursskyni, en öll slík upphafning er viðbjóður og siðferðileg afvegaleiðing sem ætti hvergi að sjást eða líðast. Í allri manndýrkun felast margvíslegar tál-snörur sem spilla dómgreind og heilbrigðri afstöðu til manna og málefna !
En það er víst sama hver þjóðin er, þegar hégóminn er annarsvegar. Jafnvel á Íslandi eru svo stórir og miklir steinar á gröfum stórkaupmanna, bankastjóra og annarra peningamanna, að það gæti hugsanlega orðið þeim til fyrirstöðu á hinum efsta degi. Arfleifð manna felst ekki í jarðneskum leifum þeirra og enn síður í þeirri efnishyggju sem þeir líklega lifðu eftir. Arfleifð þeirra er það sem lifir áfram með þjóðum þeirra eftir þeirra dag og ekki síst ef það fær að ávaxta sig til góðs. Í því er hin sanna arfleifð fólgin og aðeins þannig getur hún orðið til blessunar í lífi annarra !
Það er dapurleg staðreynd, að í augum umheimsins er Washington valdið löngu orðið illræmt svo ekki sé meira sagt. ,,Það grær ekkert gott í Washington er víða sagt í fullvissu þeirra orða.
,, Pentagon er púðurtunna heimsins er líka sagt á okkar dögum. Sú arfleifð sem kennd er við George Washington er ógn í augum fjölmargra þjóða þessa heims, og margar eru þær þjóðir sem hafa orðið fórnarlömb þess valds með hræðilegum hætti, ekki síst á síðustu árum. Washington er því orðið alræmt nafn á heimsvísu, þó maðurinn sem höfuðborg Bandaríkjanna er kennd við, hafi vissulega verið ágætur maður !
Svona illa er hægt að halda á málum, að minningarmörk snúast alveg við og glata ætlaðri góðri merkingu. Slík hörmungar útkoma er eitthvað sem fyrsti forseti Bandaríkjanna George Washington á alls ekki skilið og hefði aldrei átt að vera talin arfleifð hans í augum umheimsins. Stefnu hans var hinsvegar ekki fylgt, eftir dauða hans af hans eigin ríki, og afleiðingarnar hafa orðið algjör hryllingur á heimsvísu. Þeirri ógæfu Bandaríkjanna og heimsins alls verður ekki breytt héðan af, enda líklega skammt til endalokanna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
- Afneitun á íslenskum fjölbreytileika !
- Nokkur orð um ,,fallega ævikvöldið !
- Sól tér sortna !
- Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !
- ,,Nú verða allir góðir menn að standa saman !
- Gegn aftökugleði tíðarandans !
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 157
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 393981
Annað
- Innlit í dag: 142
- Innlit sl. viku: 1078
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 139
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)