Leita í fréttum mbl.is

Sól tér sortna !

 

 

Núverandi forseti Bandaríkjanna virđist hafa mjög sérkennilega nálgun viđ lýđrćđishefđir ţjóđarinnar og ţađ er erfitt fyrir marga ađ lesa út úr hegđun hans eđlilega hollustu viđ lýđrćđisleg gildi. Ţađ er til dćmis enganveginn auđvelt ađ meta ţađ svo, ađ nćrri áttrćđur mađur komi til međ ađ breyta öllum heiminum til fylgis viđ ţá hugmynd ađ gera Ameríku mikla aftur. Ţađ ţarf nokkuđ mikiđ til slíks eftir 80 ára heimsvaldasinnađa, einpólunarstefnu Bandaríkjanna og öll ţau miklu feilspor sem ţar hafa veriđ tekin !

 

Ţađ eru vafalítiđ yfirgnćfandi líkur á ţví ađ heimsbyggđin, utan Bandaríkjanna, hafi mjög takmarkađan áhuga fyrir ţví ađ gera Ameríku mikla aftur og ţađ á kostnađ annarra ríkja. Og spyrja má hversvegna Ameríka sé ekki lengur svo mikil sem hún var ? Hvađ hefur leitt til ţeirrar hnignunar eftir 80 ára ofurvaldsstöđu á kostnađ umheimsins ? Yfirgangur Bandaríkjanna um allan heim í ţessi 80 ár hefur ađ langmestu leyti valdiđ hnignun ţeirra og afturför. Ţađ er gamli rómverski hrokinn sem er meginorsökin og hefur ţar spillt málum umfram flest annađ. Stórveldi hrynja oftast innanfrá eins og sagan sannar best !

 

En ţađ er ljóst ađ Donald Trump lítur ekki á mál ţannig, ađ Bandaríkin ţurfi eitthvađ í raun ađ laga í eigin ranni. Ţađ er ţví algjörlega borin von ađ hann leiđi eitthvert endurreisnarstarf innan bandaríska alríkisins, enda leitar hann brotalamanna fyrir hnignun ţess alls stađar annars stađar en ţar sem ţćr er ađ finna !

 

Valdatími Trumps styttist međ hverjum deginum og mađurinn er kominn til ára sinna. Ţó ađ bćgslagangur hans sé mikill í núinu, er yfirlýst verkefni hans miklu meira en svo, ađ hann verđi fćr um ađ koma ţví af á ţeim skamma tíma sem hann hefur til ţess, ef hann heldur ţá heilsu og starfsgetu yfir ţann tíma. Margir valdahópar í Washington hugsa sér nú bara ađ halda sjó međan Trump er forseti og komast í gegnum ţann viđsjárverđa tíma. Ólíklegt er einnig ađ arfleifđ Trumps verđi međ ţeim hćtti sem yrđi honum ađ skapi. Miklu frekar yrđi sá tími líklega öđrum víti til varnađar !

 

Ţađ er eftirtektarverđ stađreynd, ađ milljónir manna trúđu ţví fyrir valdatöku Trumps ađ hann yrđi einhver friđar-höfđingi. Ţađ var hinsvegar ekkert trúverđugt í málflutningi Trumps varđandi slíkt. Hann ćtlađi svo sem ađ gera ţetta og hitt, en allt á ţeim forsendum sem bandarísk yfirvöld gáfu sér. Hann vildi leysa hvern vanda međ formúlunni : „Ég kom, Ég sá, Ég sigrađi !“ Egóiđ var eins og löngum fyrr allt í öllu, hjá ţessum sjálfhverfasta forseta sem komiđ hefur fram til ţessa í allri stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Slíkur leiđtogi hlýtur ađ teljast hćttulegur !

 

Bandaríkin geta ekki haldiđ áfram ađ hóta öllum öllu illu, nema fariđ sé ađ vilja ţeirra. Ţađ gengur einfaldlega ekki lengur. Stefna Trumps, sem virđist eingöngu og fyrst og fremst, taka miđ af slíkum stjórnarháttum, mun óhjá-kvćmilega leiđa til vaxandi ófriđar og síđan líklega kjarnorkustyrjaldar. Ađrar ţjóđir vilja einfaldlega ekki lengur ţurfa ađ lifa alfariđ og deyja í ţessum heimi á bandarískum forsendum. Bandaríkin eru sem betur fer ekki allur heimurinn !

 

Leikrćn tilţrif Trumps, ţar sem hann reynir ađ nota herafla Bandaríkjanna til ađ vekja ótta og virđingu, virka ekki lengur eins og ţau gerđu kannski í eina tíđ. Skipun hans um ađ bandarískir kjarnorkukafbátar fćri sig nćr Rússlandi, breytir afskaplega litlu. Hvar eru ţá ţeir rússnesku og hver er stađa ţeirra ? Kjarnorkuvopnabúr Rússa er líklega alveg nćgilegt til ađ rústa heiminum margsinnis og Rússar hafa fullan rétt til ađ verjast áganginum ađ vestan međ öllum ţeim varnarvopnum sem ţeir hafa yfir ađ ráđa !

 

Ef Trump heldur ađ Rússar ćtli ađ dansa eftir hans pípu, misskilur hann illa stöđu mála. Rússland lćtur ekki lífshags-munamál sín og sinna ţjóđa í hendur Bandaríkjanna, ekki fremur en Ísland gerđi ţađ gegn Bretum hér um áriđ. Ţó blásiđ sé til nýrrar nasista-krossferđar gegn Rússlandi í gegnum ESB og Nató, eru engar forsendur fyrir sigri í slíkri styrjöld. Allir munu ţar tapa og eyđing lífs og landa verđur meiri en nokkur getur ímyndađ sér. Ţá leiđ fara engir nema geđveikir menn !


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 134
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 939
  • Frá upphafi: 392301

Annađ

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 803
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband