Leita í fréttum mbl.is

Gjörbreytt ţjóđarásýnd ?

 

 

Líklega er Noregur eitt af ţeim löndum Evrópu sem höfđu bestan orđstír hér áđur fyrr. En sá orđstír virđist ţví miđur ađ mestu liđin tíđ. Ríkidćmi Norđmanna hefur, ađ margra mati og ţá sérstaklega á seinni árum, orđiđ ţeim ađ mikilli sjálfselskusnöru og sjáanlega flćkt ţá inn í einhverskonar siđferđilegt mann-dómsfall. Velmegunin virđist hafa gert ţá óvenju harđsvírađa og sérgóđa gagnvart erfiđleikum annarra og ţungri lífsbaráttu ýmissa ţjóđa. Ţađ virđist alveg um ađ rćđa gjörbreytingu frá ţví sem ţekkt var áđur, enda sýnast Norđurlöndin öll komin í nokkuđ svipađ far !

 

Norska ţjóđin sem var hér áđur oftast einna fyrst til ađ rétta út hjálparhönd ţegar neyđ ríkti einhversstađar, virđist nú lokuđ inn í sérlega efnahagslega sterkum ríkiskastala og pólitísk stjórnvöld hennar virđast mestu Natósleikjur sem fyrir-finnast á evrópskri grund og er sú einkunn engri áđur ţekktri norrćnni hugsjón til virđingarauka. Ţar fara tauhálsar topp-krataklíkunnar fyrir, menn sem margir telja ađ séu komnir svo langt frá öllum alţýđurótum ađ ţađ virđist nema heilum eđa hálfum ljósárum. Ţjóđin virđist komin inn í einhverskonar limbó-ástand og varla vita hvar hún er stödd í yfirstandandi tíma !

 

Ţar sem mannvinurinn og göfugmenniđ Fritjov Nansen var í huga umheimsins hér áđur sem andlit Noregs, virđist nú Jens Stoltenberg vera búinn ađ koma sér fyrir, og landsfađirinn Einar Gerhardsen virđist horfinn á bak viđ ásjónu Jonas Gahr Störe. Hin góđa og mannkynsvćna norska ímynd virđist hafa stórskaddast undir ofurvaldi hernađarlegra leiđsögumanna Nató, sem nú virđast ráđa öllu sem ţeir vilja í Noregi !

 

Hernađarbandalags viđbjóđurinn virđist hafa unniđ sér afgerandi einsýnan stuđning međal núverandi valdamanna í Noregi. Friđarhugsjónir fyrri daga sýnast hafa misst sitt fyrra vćgi í landinu og sjálfstćđisandi ţjóđarinnar virđist hafa veriđ sendur vestur um haf í pössun ţar. Enda spretta herstöđvar nú upp eins og gorkúlur á hinum stórvaxandi skítahaug ómennskulegrar sérgćsku og eiginhags-munasemi í Noregi og breyta landi og ţjóđ í andstćđu sína !

 

Hvađ getur hafa valdiđ slíku karakterfalli hjá heilli ţjóđ og ţađ ţjóđ sem var fyrir skömmu virt og mikils metin í samfélagi ţjóđanna ? Svariđ er Mammon ! Stóraukin Mammonsdýrkun og sérgćska hjá ţjóđ sem auđsćldin virđist hafa truflađ langtum meira en góđu hófi gegnir. Okkar gömlu frćndur og vinir eru ekki lengur eins og ţeir voru. Óhćfir leiđtogar sem lúta erlendum bođum og bönnum hafa líka bćtt verulega á ógćfumálin. Ţađ virđist margt hafa lagst ţar á sömu ógerđarsveifina, hinni fyrrum ágćtu ţjóđ til falls og bölvunar !

 

Ţađ er önnur ţjóđ í Noregi en var, og hún virđist nú sitja södd og vćrukćr viđ sína kapitalísku kjötkatla og gefa skít í umheiminn. Andi manna eins og Hauge, Björnsons, Ibsens og annarra ţjóđlegra göfugmenna virđist ekki svífa yfir vötnum norsks samfélags í dag. Ţar virđist eiginlega ekkert eftir af hinum fyrrum mikla manngildis arfi. Eyđileggingar-máttur Mammonslegrar yfirgangshneigđar í öllum samfélagsmálum hefur sýnilega fariđ yfir stjórnunarsviđ ţjóđfélagsins eins og jarđýta allrar svívirđingar. Ţađ er sárt fyrir norrćnan mann ađ horfa upp á slíkt gildisfall !

 

Nú eru ţađ auđveldis auđmennirnir sem drottna yfir norsku samfélagi međ sín sálarlausu grćđgisviđhorf, og mesta samsteypa auđvaldsríkja í heiminum, Bandaríkin, eru tignuđ og lofuđ í hvert reipi af norskri elítuhirđ hinnar sívirku sjálfselsku, sem bađar sig í allsnćgtum og auđlegđ upp á hvern dag, eins og rómverska yfirstéttin gerđi, uns hún gerđi út af viđ sjálfa sig međ ćgilegu siđleysi sínu og djöfullegri úrkynjun !

 

Nú er norskur auđur notađur, ekki til ađ efla friđ í heiminum eđa grćđa sár, heldur til ađ dreifa vopnum og peningum til ađ skapa undirstöđu fyrir styrjöld og dauđa. Stađa mála virđist ađ sumu leyti hafa fariđ í heilan hring. Mađur sem tekinn var af lífi í Noregi áriđ 1945 sem svikari viđ land sitt og ţjóđ, myndi - ađ margra hyggju - fagna hástöfum í dag, ef hann gćti séđ stöđu mála nú og líklega telja sig og sína liđsmenn sigurvegara dagsins !

 

Ţau myrku öfl - sem nú dansa í kringum gullkálfa norskrar tilbeiđslu og fjármuna-dýrkunar, geta vafalaust eyđilagt á sama hátt hvert einasta mannsamfélag sem fyrirfinnst á jörđinni, og ţar er ekkert gott eđa gćfulegt á ferđinni – ađeins fullkomiđ niđurbrot heilbrigđra lífshátta og mannlegra dyggđa, og ţađ hjá ţjóđ sem ađ flestra áliti átti allt gott skiliđ fyrir tiltölulega skömmu. Svona getur fariđ fyrir öllum sem kjósa ađ ganga hart fram í ţví ađ keyra niđur eigiđ gildi og hefja sig međ hroka í augum ljótra lagsbrćđra í vondum félagsskap !


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 133
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 910
  • Frá upphafi: 395726

Annađ

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 778
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband