13.9.2025 | 10:48
Er leiðandi fólk að þjóna þjóð sinni heilshugar ?
Sú spurning hefur sótt á mig sem og aðra, hvort forustufólk í íslenskri pólitík yfir línuna, sé í raun fært um að axla sitt hlutverk með eðlilegum hætti í þágu þjóðarheilla ? Þá er einfaldlega átt við það hvort þetta fólk hafi þá hæfni til að bera, að geta tekið ábyrgð á lífs-hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og til framtíðar ?
Ég hef nefnilega sívaxandi efasemdir um getu þessara aðila til að skila þessu höfuðverkefni sínu með ásættanlegum hætti. Ekkert forustufólk virðist hafa komið fram í íslenskri pólitík um mjög langt skeið, sem getur talist yfir meðallag að hæfni á viðkomandi sviði. Við eigum til dæmis enga stjórnmálamenn sem hafa látið af störfum vegna aldurs, með orðstír sem er talinn óumdeildur og almennt viðurkenndur sem gildismikill í þjóðlegum skilningi !
Slíkir einstaklingar virðast bara ekki til. Hinn norski Einar Gerhardsen var kallaður Landsfaðirinn á sínum tíma sem forsætisráðherra, og það var almennt litið svo á, af miklum meirihluta norsku þjóðarinnar, að hann stæði undir því virðingarheiti. Svo spyrja mætti : Hvar er íslenski Landsfaðirinn ? Hann hefur aldrei verið til. Sennilega er dýrkunin á Jóni Sigurðssyni, sem margfaldaðist eftir dauða hans, komin mikið til af því að enginn hefur komið fram sem jafnast á við hann á stjórnmálasviðinu og hann lést fyrir næstum 150 árum !
Það er að vísu vel þekkt staðreynd á Íslandi að stjórnmálaforingjum hafi verið lyft hér hátt af eigin flokkum, en aðeins með þeim hætti. Og sú lyfting er ekki mikils virði eða merkileg í þeim skilningi sem hér er til umfjöllunar hvað almennt viðhorf snertir. Enginn íslenskur stjórnmálaleiðtogi hefur áunnið sér óumdeilda virðingu allrar þjóðarinnar, fyrir að sýna sérstaka umhyggju fyrir þjóðarhag fyrir almannaheill, hér í þessu landi !
Enda hafa þeir pólitísku flokksforingjar sem hér hefur lengstum borið mest á, miklu frekar verið umhyggjusamir forsjármenn sérhagsmuna, eins og allar vendingar í íslensku valdasamfélagi hafa vitnað skýrt um alla tíð. Sumir þeirra hafa búið við, - allt að því - persónudýrkun í eigin flokkum, og kannski sérstaklega einn þeirra, en það varð á engan hátt þjóðinni í heildarskilningi til nokkurs ávinnings. Það varð líka ljóst mjög snemma á valdaferli þess manns að hann var enginn fulltrúi heildarhagsmuna !
Nei, við Íslendingar höfum yfirleitt ekki átt nein sérstök stórmenni í pólitískum skilningi, nema þá kannski Jón Sigurðsson, og ekki hafa vonir um slíka hæfnis-hvalreka á íslenskum stjórnmálafjörum vænkast hin síðari ár. Þar virðast bara hafa verið meðalskussar á ferð eða gagnslítið vogrek á þeim fjörum - frá sjónarmiði þjóðar-heilla. Og af hverju er útkoman slík ? Af hverju hjakkar þetta forustulið okkar bara í ómerkilegu fari, allri þjóðinni til vansa og virðingar-leysis, jafnt inn á við sem út á við ?
Það vantar ekki að flest af þessu fólki er hámenntað á skólavísu, það eru svo sem ýmsar gráður til staðar, en eitthvað vantar samt og það virðist nokkuð mikið. Eru gráðurnar kannski orðnar, sérstaklega í seinni tíð, að ávísun á litla innistæðu ? Er hæfnisgetan kannski bara blekking, að miklu eða mestu leyti ?
Af hverju virðist vanta svona mikið upp á að heilbrigð trúmennska við land og þjóð, og raunveruleg hæfni forustuliðsins sé eins og eðlilegt ætti að vera ? Er þetta lið kannski alltaf í því hlutverki fyrst og fremst að þjóna eigin sjálfi og jafnframt erlendum hagsmunum, í anda þeirrar ótakmörkuðu sérgæsku sem virðist ráða nánast öllu núorðið í þessu landi ?
Það skyldi þó aldrei vera ? Það er hart að þurfa að horfa upp á það að enginn sómi Íslands, sverð og skjöldur, hafi látið á sér kræla í næstum hálfa aðra öld, í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Við virðumst bara hafa átt fólk allan þann tíma á þessu sviði, sem sýnist mestanpart hafa verið að snúast í kringum sitt eigið framaferli. Það er að langminnstu leyti þessu liði að þakka að þjóðin gat brotist út úr fátækt til skaplegrar velmegunar. Aðalástæðan fyrir þeim framförum fólst í dugnaði þjóðarinnar sjálfrar á sínum tíma. Hún gerðist sjálf sinn eiginn sómi, sverð og skjöldur og sú staðreynd er og mun lengi vera stolt okkar Íslendinga !
Nú er hinsvegar svo komið að unga kynslóðin í landinu virðist ekki hafa á nokkurn hátt sambærilegan metnað til þjóðarþarfa og gamla kynslóðin. Allir virðast vilja hafa það gott, en án þess að leggja þar mikið framlag til. Hver og einn virðist hugsa sér að slíkt framlag eigi að koma frá öðrum. Eigingirni og sjálfselska virðist komin í hæðir miðað við fyrri tíð og fórnfýsi í þjóðlegum skilningi er vart mælanleg. Hvað á að halda okkur uppi og fleyta okkur til lifandi framtíðar, ef staðreyndin er kannski sú að þúsundir þjóðarþegna nenna ekki lengur að vinna, vilja bara vera á bótum og helst lifa á erfiði annarra ?
Í ríkiskerfinu er - að margra ætlun og sögn - fullt af fólki að taka laun, sem er þó ekki að skila neinu í sameiginlegan þjóðhagslegan sjóð. Ef það reynist rétt, lifir það bara á framlagi annarra og það gengur bara ekki. Engin velmegun varir við slíkar aðstæður. Eins er það álit margra varðandi borgarkerfið, að allt of mikið sé þar um fjarvistir frá vinnu og skort á skilvirkni í vinnuframlagi !
Það er því löngu tímabært, að farið verði með nákvæmum hætti í rannsókn hvað þessa annmarka samfélagsins snertir og síðan þarf að fjarlægja viðverandi afætur frá þeim arðráns-spenum sem þær hafa legið á og hreiðrað um sig við, að því er virðist með þegjandi samþykki kerfis og valda-aðila. Stöðugar hyglingar slíkra veitinga-valdsmanna til fylgismanna á kostnað samfélagsins hafa á margan hátt farið illa með fjárhag okkar og samrýmast á engan hátt eðlilegri stjórnsýslu !
Það er ekki nóg að ganga um með gráður og stæra sig af þeim og það í verulega ríflegum ótíma. Menntaður er í raun og veru aðeins sá maður sem sigrað hefur sjálfan sig. Menntun sem er ekki að skila sér, nema kannski í fjölgun afætna í samfélagskerfinu, er einskis virði. Slík menntun styrkir ekkert nema ófrjósamt egó, sem vill sýnilega búa við ævilanga framfærslu sem koma á frá öðrum. Það er forustulið þjóðarinnar sem á að sjá til þess að þjóðin leggist ekki í leti og úrkynjun. Og það forustulið má undir engum kringumstæðum falla sjálft í sambærilegar ómennskugrafir !
Og einmitt þessvegna verðum við umfram allt að kjósa okkur bitastæða fulltrúa á þjóðþingið og til starfa í borgarstjórn og í sveitarstjórnir um land allt. Þar þarf að vera fólk sem hefur þann manndóm í sér að geta leitt þjóðina til góðra verka og gæfuríkrar framtíðar eða til hvers er fólk að bjóða sig fram til slíkra starfa ? Eins og staðan er, vantar sýnilega mikið á að íslenska þjóðin búi við frambærilegar og eðlilegar aðstæður hvað þetta snertir og þar þarf skilyrðislaust að koma til þróun endurhæfingar framboðsaðila sem vísar í rétta átt í þessum efnum, hvað ábyrgð og þjóðrækni varðar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er leiðandi fólk að þjóna þjóð sinni heilshugar ?
- Sérfræðingasúpan ,,naglasúpa allsnægtanna !
- Heiða Björg fær ,,Marshallhjálp !
- Nokkur orð um stríðsglæpinn mikla í Libýu !
- Gjörbreytt þjóðarásýnd ?
- Erum við undirlægjuþjóð allrar fávisku ?
- ,,Upplausn Bandaríkjanna !
- Hin rangsnúna framvinda ytra og innra arðráns !
- Saga síðustu 80 ára : Litið yfir svið þar sem lítið er um frið !
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 70
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 1186
- Frá upphafi: 397655
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 1054
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)