Leita í fréttum mbl.is

Tillitsleysiđ gagnvart lífinu !

 

Ţađ situr töluvert í mér ađ kona ein talađi á ţingi um miđjan maí 2019, um tilbeiđslu á fóstrum. Einhvernveginn fannst mér mjög óviđeigandi ađ slík orđ kćmu frá konu. Margir myndu halda ađ konur myndu verja lífiđ á frumstigi sínu umfram ađra, en ţađ hefur sýnt sig ađ svo er ekki, ţó margar konur kunni ađ gera ţađ. Hinsvegar virđast ţćr konur sem hćst hafa í umrćđu dagsins vera á annarri skođun og tala, ađ ţví er virđist, háđslega um tilbeiđslu á fóstrum. Ömmur ţeirra hefđu nú tćpast tekiđ undir slík orđ !

 

Sú var tíđin ađ taugin milli móđur og barns ţótti sterkust líftaug í öllum heimi og móđurástin var rómuđ sem einn hinn ćđsti kćrleikur sem til vćri. Sést ţađ af ótal sögulegum dćmum, eins og í sögunni af dómi Salómons konungs forđum. En nú er vissulega margt orđiđ međ öđrum hćtti en var. Verulega breyttur tíđarandi virđist hafa skipt út sálarlegum innréttingum margra kvenna og jafnvel stillt ţeim upp í andstöđu viđ sérstök mann-kćrleikamál kvenna sem gilt hafa í gegnum ár og aldir !

 

Ţađ er dapurlegt mál ef svo er. Fósturdeyđingar á Íslandi hafa nokkuđ lengi veriđ ađ mér skilst í kringum ţúsund talsins og sennilega allnokkuđ yfir ţađ hin seinni ár. Dráp á börnum eiga sér stađ víđar en ţar sem stríđ geisa og margir hér á landi mótmćla ţá hástöfum, sem eđlilegt er. En dráp á börnum eru líka hér í okkar samfélagi. Í flestum tilfellum hefur ţví veriđ flaggađ, ađ ţeir verknađir séu framdir af félagslegum ástćđum ? Ţá er víst átt viđ ađ móđirin sé til dćmis í námi og hafi bara ekki ráđ eđa tíma til ađ eignast barniđ sem hún gengur međ. En hvernig varđ hún ófrísk og hvar var ábyrgđin fyrir nýja lífinu ţá ? Gekk hún kannski fyrir horn í roki og varđ algerlega óforvarandis ţunguđ í ţrumandi hviđu ? Ćtli hún hafi ekki lagt meira til málanna en ţađ ?

 

Ţegar ljóst verđur ađ í mörgum tilfellum er fósturdeyđingin beinlínis notuđ sem getnađarvörn, fer ekki hjá ţví ađ ábyrgđar-ţátturinn virđist orđinn býsna ábyrgđarlaus. Hvađ gerđist, var Bakkus međ í spilinu, var ekkert hugađ ađ ţeim afleiđingum sem viđkomandi kynlíf gat haft í för međ sér ? Og á lausnin á tilsköpuđum vanda tveggja ábyrgđarlausra persóna svo ađ bitna á ţriđja ađila málsins, ţeim eina sem alsaklaus er ? Á hann sem sagt ekki ađ fá ađ lifa ?

 

Frelsi er mjög ofnotađ hugtak og ţar međ líka misnotađ. En athuga ber, ađ ekkert frelsi er án ábyrgđar. Ţegar samţykkt er á ţingsamkundum ađ leyfa fósturdeyđingar međ lögum, finnst mér ađ ţađ megi alveg eins kalla ţađ ađ lögleiđa glćpi. Ađ tortíma lífi sem er á leiđ inn í heiminn og er ađ vaxa í móđurkviđi, sem á ađ vera besti verndarstađur ţess, er ađ minni hyggju óverjandi verknađur !

 

Margar konur virđast samt fullyrđa, ađ ţćr eigi ađ hafa allan rétt til ákvörđunar um slíkt og ađrir, svo sem verđandi feđur, eigi ekki ađ hafa ţar nokkurn rétt. Ţarna ţykir mér einkennileg og vćgast sagt eigingjörn og öfugsnúin réttlćtiskennd á ferđinni, og ađ mínu mati sýnir heilbrigđ réttlćtiskennd sig aldrei međ slíkum hćtti. Ég hef alltaf haft sterka skođun fyrir rétti lífsins og vil ađ hann sé virtur í hvívetna. Ţađ á hvergi ađ níđast á lífi og síst ţví lífi sem getur ekki variđ sig og er ţví faliđ öđrum til verndar !

 

Ég veit ađ varđveislu lífsins er illa komiđ í ţessum heimi, enda er ég löngu hćttur ađ hlusta á fréttir ţví endalaus lestur og lýsingar á drápum á fólki er mér ekki ađ skapi. Ţađ virđist nú vera orđiđ helsta verkefni fréttamanna ađ tíunda ţann viđbjóđ og ekki vildi ég gera slíkt ađ minni vinnu. Svo mikiđ er orđiđ um dráp á börnum ţar sem stríđ geisa, ađ mér virđist ţađ taka hugsun flestra frá drápum á börnum í móđurkviđi, en allt eru ţetta viđbjóđslegir glćpir. Sumir virđast líka heldur vilja hugsa um ţađ sem fjćr er en ţađ sem nćr er og kannski vćri frekar hćgt ađ setja skorđur viđ !

 

Heiđin siđfrćđi sem er auđvitađ engin siđfrćđi, kallar marga hrćđilega bölvun yfir samfélög manna í dag og Mólok rís ţar upp á nýjan leik og heimtar sem fyrr hiđ saklausa líf. Andinn frá Karţagó er illur og djöfullegur en barnafórnir verđa aldrei réttlćttar. Og allt ranglćti fćr sinn dóm ađ lokum. Ţađ er ţví miđur ekki annađ ađ sjá, en siđferđilega séđ sé mannkyniđ - ekki síst á Vesturlöndum, komiđ ađ ţeim ţolmörkum, ađ ţađ stendur tćpast lengur undir ţví ađ vera ţađ sem kallađ hefur veriđ mannlegt !

 

 


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 38
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 399145

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband