Leita í fréttum mbl.is

,,Fyrst ţú sást ţađ !“

 

Einu sinni reyndi mađur nokkur fátćkur ađ efnum, ađ drýgja föng sín međ ţví ađ hnupla lambslćri í vinnu sinni hjá kaup-manninum í viđkomandi ţorpi. Ţađ gerđist ţegar menn voru ađ fara úr vinnu í hádegismat eđa ađ loknum vinnudegi. Hann skellti lćrinu undir peysu sína og ćtlađi međ fenginn heim, en ţá ţurfti ţađ nú ađ gerast ađ kaupmađurinn sá til hans álengdar og ţótti eitthvađ einkennilegt viđ hollinguna á honum. Hafđi ţá lćriđ sigiđ svo ađ hćkillinn stóđ út um buxnaklaufina, sem var óvart opin. Vitađ var ađ mađurinn átti til nokkuđ mikla hirđusemi, svo kaupmađur kallađi til hans höstuglega ,,skilađu ţví sem ţú hefur tekiđ !“ Mađurinn svarađi samstundis: ,, Sjálfsagt, fyrst ţú sást ţađ !“

 

Stundum dettur mér ţessi saga í hug ţegar sagt er frá ţví ađ glćpir hafi komist upp og menn hafa játađ brot sín og afsakađ breytni sína á allar lundir – fyrst ţađ komst upp um ţá. Margir leiđtogar hafa beđist afsökunar á glćpum sem framdir hafa veriđ af ríkjum ţeirra bćđi út á viđ og inn á viđ. Kaţólska kirkjan hefur margsinnis beđiđ afsökunar á glćpum sem ţjónar hennar hafa framiđ og verđur ţó aldrei öllu til tjaldađ sem átti sér stađ undir ţeim formerkjum, enda er ţar um ađ rćđa eina ljótustu sögu sem til er og nćr hún yfir margar aldir myrkurs og skelfinga !

 

Ástralir og Nýsjálendingar hafa beđiđ frumbyggja afsökunar á međferđinni á ţeim á fyrri tímum. Danir hafa veriđ ađ biđja Grćnlendinga afsökunar á ţeim brotum sem fyrri stjórnvöld Dana frömdu gagnvart ţeim, og meira ađ segja íslenska ríkiđ hefur fariđ í svipađ ferli gagnvart ţeim viđbjóđi sem fulltrúar ţess létu viđgangast gagnvart ýmsum smćlingjum ţessa lands á sínum tíma. Ţannig má nefna margt til viđbótar í óendanlegri glćpasögu okkar villuráfandi og guđlausa mannkyns. Og halda menn svo ađ međ ţessum afsökunum eigi líklega allt ađ teljast klárt og kvitt !

 

Nei, ţađ er mikill misskilningur ađ svo sé. Hér er bara um ađ rćđa kattarţvott og yfirborđstilgerđ af lakasta tagi ? Ţarna verđur ekkert gert upp ađ fullu fyrr en á efsta degi og ţá verđa líka hinir raunverulegu afbrotamenn vaktir upp og kallađir fyrir dóm. Og ţá verđur engu leynt eđa undan stungiđ, allt verđur lagt fram af ţví yfirvaldi sem enginn getur véfengt og allt veit. Ţá mun filma allífsins flytja sinn vitnisburđ og menn munu standa frammi fyrir öllu ţví sem ţeir gerđu og héldu ađ enginn vissi. Allt ranglćti, öll svik, allt sem óhreint er, verđur hreinsađ út úr ţessari veröld, ásamt ţeim sem eiga sér enga bjargar von lengur og verđa ađ hverfa ađ eilífu úr lífheimi Guđs Náđar !

 

Ţađ er engin sönn iđrun fólgin í orđunum ,,fyrst ţú sást ţađ.“ Ţar er ađeins um viđurkenningu brotavalds ađ rćđa, sem gerir sér grein fyrir ţví ađ ţađ ţýđir ekki ađ ţrćta. Ţađ hefur komist upp um hann og stađa málsins er orđin sú ađ best er ađ gera ekki illt verra úr ţví sem komiđ er. Hćkillinn stendur út úr buxnaklaufinni !

 

 

Sum brot eru kannski ekki ýkja stór, en önnur eru yfirtaks stór og sá sem dćmir á hinum efsta degi dćmir allt og alla af fyllstu réttvísi. Ţar verđur engin spilling til stađar – og ţeir sem aldrei hafa ţjónađ öđru en egói sínu og eigin hag, koma ţar ekki lengur viđ sögu. Einkunn ţeirra verđur núll. Til stađar er ađeins hiđ fullkomna réttlćti, lagt fram af Almćttinu í blessunarţágu ţeirra sem lífiđ eiga ađ erfa !


« Síđasta fćrsla

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.10.): 49
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 400284

Annađ

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 669
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband