25.6.2008 | 18:17
HVERS EIGA BÖRNIN AÐ GJALDA ?
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á síðustu árum hafa menn farið að flækja saman algildum siðalögmálum og yfirlýstum mannréttindum þannig að algjör óskapnaður hefur af því hlotist. Það virðist orðin sígild aðferð fólks sem vill koma sér á framfæri fyrir víðsýni, fordómaleysi, frjálslyndi og hvað það nú heitir, að stunda það helst að gera lítið úr heilbrigðum siðalögmálum.
Innan fjölmiðla virðast slík gildi eiga sér núorðið verjendur fáa, því allt gengur út á að þjóna kröfum tíðarandans sem stöðugt virðist verða blindari og siðvilltari.
Þau siðalögmál sem hafa alla tíð verið burðarásar eðlilegs mannfélags, eru nú sniðgengin með ýmsum hætti og jafnvel talin þröskuldar í vegi mannréttinda.
En við skulum ekki gleyma því, að heilbrigð og eðlileg siðagildi hafa ætíð verið límið í samfélagsbyggingunni og það mun sannast að þegar það vantar mun ýmislegt fara að hrynja. Þá gæti margt glatast sem fæstir vildu án vera.
Í hvaða stöðu er þjóðfélagið komið þegar afbrigðilegir minnihlutahópar krefjast þess í nafni mannréttinda, að lífsmáti þeirra sé blessaður í bak og fyrir af öllum ?
Ekki virðist boðið upp á neitt lýðræðislegt val varðandi afstöðu, því sá sem ekki samþykkir er sagður á móti mannréttindum og fullur af mannfjandsamlegum fordómum. Uppstillingin er algjör, ber steinveggur að baki hvers og eins og aftökusveitin tilbúin með fingur á gikk !
Og nú er það meira að segja orðin aðferð sumra að flagga kærleiksboðskap Krists sem vopni í baráttu gegn eðlilegum siðagildum. Þeir sem það gera ættu að huga að því að sannur kærleikur getur aldrei orðið afbrigðilegur. Hann er það eðlilegasta af öllu eðlilegu. Sannur kærleikur ver ekki eða afsakar það sem rangt er. En hann segir við hverja brotlega sál : " Far þú og syndga ekki framar !
Kirkjuleg yfirvöld hafa tvístigið varðandi þessi mál, enda verið hart að þeim sótt. Vegna ágangsins hafa þau ekki treyst sér til að standa að málum með ótvíræðum hætti á réttum grundvelli, sem er eða á að vera Orðið. Innan vébanda kirkjunnar eru þeir líka til sem tala þannig að það mætti halda að þeir hefðu aldrei lesið Biblíuna eða vissu yfirleitt af tilvist Bókar Bókanna.
Og hugtökin sem áður voru á hreinu fyrir mannlegum skilningi, eru nú stöðugt gerð myrkari og torskildari, ekki síst fyrir börnin, sem allir segjast þó vera að vernda. Hvernig verður föður og móður hugtak skilgreint í komandi tíð, þegar kolrugluð mannréttindaumræða verður fyrir fullt og allt búin að rústa heilbrigðri fjölskyldugerð ? Hvernig eiga saklaus börnin að skilja þær flækjur sem fullorðið fólk skapar með vítaverðu og ábyrgðarlausu framferði ?
Eitt barn á föður og móður í sambúð, annað á tvo pabba í sambúð, það þriðja á tvær mömmur í sambúð, og allt á þetta að heita jafn eðlilegt og sjálfsagt. Allt kynlíf, hverju nafni sem það nefnist, á að eiga guðdómlegan rétt á sér í nafni mannréttinda og fordómaleysis. Sjá menn virkilega ekki hvert þessi stefna leiðir þjóðfélagið ?
Hún er sannarlega ekki ávísun á hreina og tæra gleði, það eitt er víst !
Það vita allir, að börn verða aðeins til með náttúrulegum hætti í gegnum samlíf karls og konu. Náttúran sjálf undirstrikar hvað eðlilegt er í þessum efnum.
Leyfum börnunum að alast upp við eðlileg skilyrði og fyllum þau ekki af rugli !
Við eigum ævagamla málshætti sem vísa á sannindi sem gengnar kynslóðir hafa numið í gegnum rök reynslunnar. " Það lærir barnið sem fyrir því er haft ", " Lengi býr að fyrstu gerð " o.s.frv.
Þegar við kennum börnunum okkar að líta á það sem er óeðlilegt sem eðlilegan hlut, erum við að leiða þau á braut ófarnaðar.
Við erum þá að flækja þau inn í nokkuð sem getur auðveldlega skapað ævilanga togstreitu í sálarlífi þeirra. Það er nefnilega innbyggður í hverja heilbrigða manneskju frá upphafi ákveðinn grundvallar skilningur á því hvað er rétt og hvað er rangt.
Þegar við brjótum gegn þeim skilningi finna börnin okkar fljótt að við erum ekki sjálfum okkur samkvæm. Þau sýna okkur nefnilega mjög snemma að þau vilja hafa hreinar línur. En við bjóðum þeim ærið oft upp á annað en hreinar línur. Þegar við gerum það, erum við að höggva til þeirra en ekki að hlífa þeim eins og okkur ber að gera.
Hugtök þurfa að vera skýr og ekki síst þegar börn eiga í hlut. Þegar föður og móður hugtakið er ekki lengur skýrt og eðlilegt eins og það var, verður það til þess að fjölskyldumyndin afskræmist og það mun leiða til siðferðilegrar veiklunar á samfélagsgerðinni, sem smám saman mun brotna niður.
Heilbrigð siðalögmál geta aldrei strítt gegn eðlilegum og réttmætum mannréttindum. Þau vernda þvert á móti heilbrigt mannlíf og hafa frá öndverðu verið til þess sett. Svokölluð "mannréttindi" sem krefjast afnáms heilbrigðra siðalögmála, geta hinsvegar aldrei verið eðlileg. Þjóðfélag sem gengst inn á að heimila slík " mannréttindi " er komið út á braut siðleysunnar. Afleiðingar þess geta aldrei orðið góðar.
Setjum börnin okkar í forgang og hugum að framtíð þeirra með þeim hætti sem alltaf hefur verið gert - með eðlileg siðalögmál að leiðarljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)