Leita í fréttum mbl.is

Sagan af Mefíbóset

Hver var Mefibóset ?  Mefibóset er mađur sem sagt er frá í Heilagri Ritningu og saga hans er athyglisverđ og getur sagt okkur ýmislegt ef viđ gefum okkur tíma til ađ rýna í hana og opna okkur andlega fyrir ţví sem hún hefur ađ geyma.

Sál konungur var afi Mefíbósets, Jónatan fađir hans var sonur Sáls en jafnframt fóstbróđir Davíđs. Konungdómurinn var frá veraldlegu sjónarmiđi nćr Jónatan en Davíđ, en Jónatan var ekki neinn venjulegur mađur. Hann var laus viđ öfund og eigingirni, hann skildi ađ Davíđ var útvalinn af Guđi og gerđist vinur hans algjör, já, ekki bara vinur, heldur fóstbróđir.

Ţeir Davíđ voru blóđbrćđur og samband ţeirra helgađ međ sáttmála, sáttmála sem var innsiglađur međ blóđi ţeirra sem gagnkvćm lífstíđarskuldbinding. Vinátta ţeirra var ţví gegnheil og sönn af beggja hálfu.

Biblían greinir ekki frá ţví hve oft Jónatan hefur bjargađ lífi Davíđs međ ţví ađ vara hann viđ hćttum frá hendi Sáls, en mikil raun hlýtur ţađ ađ hafa veriđ fyrir Jónatan ađ upplifa ađ fađir hans var í andstöđu viđ Drottin og sóttist eftir lífi fóstbróđur hans.

Jónatan skildi ađ Davíđ var útvalinn af Guđi og undir sérstakri blessun Hans. Ţađ var atriđi sem enginn mátti mistúlka eđa ganga framhjá. Jónatan var trúr sonur í öllu ţví sem honum bar ađ vera, en ţegar hann varđ ađ velja milli föđur síns og Guđs, valdi hann Guđ. Ţađ segir okkur mikiđ um ţađ hvílíkur mađur Jónatan var og víst mćtti hver mađur óska sér ţess ađ líkjast honum ađ hreinleika hugar og hjarta.

Ţau urđu ćvilok ţessa ágćta manns ađ hann féll í orustunni á Gilbóafjalli sem hermađur ásamt brćđrum sínum tveim, en Sál konungur svipti sig ţar lífi. Hann hafđi svívirt konungdóm sinn og köllun sína og endalok hans hlutu ţví ađ verđa ömurleg. Örlög hans ćttu ađ vera öllum mönnum eftirminnileg og víti til varnađar.

Ísbóset sonur Sáls varđ konungur eftir föđur sinn yfir Ísrael, en konungdómur hans varđ skammćr, ađeins tvö ár. Ţá var hann myrtur af eigin mönnum. Benjamínsćtt hafđi ţar međ runniđ sitt skeiđ á konungsstóli og  tími Davíđs og ćttar Júda var kominn. Davíđ var tekinn til konungs yfir öllum Ísrael og ríkti yfir landi og ţjóđ í 40 ár.   

Mefíbóset sonur Jónatans var 5 vetra er fregnin kom um fall föđur hans og afa. Fóstra hans flýđi međ hann, en í ofbođinu féll hann og varđ lami á báđum fótum. Hann dvaldi á stađ ţeim sem Lódebar hét, alinn upp viđ hatur til Davíđs konungs, sem var sagđur óvinur ćttar hans. Ţiđ getiđ ímyndađ ykkur hug Mefíbósets til Davíđs, ţví eflaust hefur hann veriđ orđinn beiskur í lund,vegna mótlćtis og fötlunar.

En skyndilega gerist ţađ ađ hann er sóttur til Lódebar, eftir fyrirmćlum konungsins, hins mikla óvinar, og kallađur til samneytis viđ hann í höllinni, sem vinur, sem međlimur hinnar konunglegu fjölskyldu. Ţvílík breyting !

Mefíbóset hafđi veriđ alinn upp viđ lygar og röng viđhorf, hann varđ ađ snúa frá öllu sem hann hafđi vanist viđ í Lódebar - Sannleikurinn var allur annar - hann var í blóđsáttmála viđ konunginn og hefđi aldrei ţurft ađ flýja neitt. Hann var ekki dauđur hundur - hann var lifandi mađur međ dýrmćt réttindi sem honum voru áunnin fyrir fćđingu hans. Hann ţurfti bara ađ vita af ţeim, taka viđ ţeim. Hann ţurfti ađ ţekkja sannleikann og hćtta ađ hlusta á lygarnar í heiminum umhverfis. Hćtta ađ trúa myrkrinu og leita fram í ljósiđ. Ţannig er ţađ líka međ okkur öll.

Áreiti heimsins er mikiđ á sálarlíf okkar og alla hugsun. Okkur hćttir til ađ vilja blanda blóđi viđ tíđarandann, sama hversu rangsnúinn og illur hann er. Heimurinn lamar okkur, lýgur ađ okkur, vill halda okkur í ömurleika Lódebar-ástands Mefibósets, ţar sem viđ erum réttlaus, beiskjufull og heiftrćkin, ţar sem viđ nćrum óvild í hjarta okkar, jafnvel til ţeirra sem síst eiga ţađ skiliđ.

Viđ ţurfum ţví ađ komast frá Lódebar. Viđ ţurfum ađ vita ađ Guđ hefur gert sáttmála viđ okkur í gegnum Jesú Krist, sannan blóđsáttmála sem er endurleysandi og eilífur ađ gildi.

Viđ erum í sporum Mefíbósets í Lódebar međan viđ trúum lygum heimsins, en viđ erum í höll Konungsins, sitjum til borđs međ honum, ţegar viđ játum Jesú Krist sem leiđtoga lífs okkar og höldum af trúfesti í hans klćđafald.

Ţađ er eina leiđin fyrir okkur - upp á viđ til ţess ljóss sem er hiđ Eilífa Líf.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband