1.9.2009 | 21:17
" Málsvarar fólksins " ?
Athygli hefur vakið hvað ýmsir arkitektar frjálshyggjustefnunnar innan Sjálfstæðisflokksins hafa í seinni tíð reynt mikið til að koma fram sem " málsvarar fólksins ". Það er sama hvort í hlut á Bjarni Benediktsson, Pétur Blöndal, Kjartan Gunnarsson eða Hannes Hólmsteinn Gissurarson, já, eða sjálfur ofurgúrúinn Davíð Oddsson. Allir eru þeir að reyna með einum eða öðrum hætti að samsama sig fólkinu sem líður í dag fyrir pólitískar gjörðir þeirra. Mikið hefði það nú verið gott ef þeir hefðu sýnt slíka tilburði meðan þeir voru við völd, í stað þess að hafa það nánast eitt í sigtinu að hygla sérútvöldum.
Bjarni hefur nú komist að raun um að sjálfstæði landsins sé heilagt og dýrmætt, en því miður sá hann það ekki fyrr en eftir að flokkur hans hafði átt höfuðþáttinn í því að efnahagsmál okkar komust á erlenda gjörgæslu ; sem þýðir náttúrulega að við erum ekki lengur sjálfstæð eins og við vorum.
Pétur Blöndal talar mikið um vanda heimilanna og nauðsyn þess að leysa hann, en vandinn er að mestu tilkominn vegna þeirrar feigðarstefnu sem hann hefur alla tíð blóðsvarið sig til að standa fyrir. Og nú er svo komið, að Kjartan Gunnarsson, já, ég sagði Kjartan Gunnarsson, er farinn að skrifa miklar vandlætingargreinar í blaðið sitt um hvernig mokað sé úr skítnum sem flokkur hans skildi eftir sig og hann og félagar hans í Landsbankanum.
Sem betur fer tók Jón Baldvin Hannibalsson heldur betur í lurginn á honum og sýndi með fullum rökum fram á dæmalausa siðblindu varðandi umrædd mál. Fleiri hafa séð ástæðu til að benda á það hvað Kjartan er vanhæfur til að fjalla um þessi mál og er það vel. Hannes Hólmsteinn hefur mætt á Austurvelli til að reyna að standa þar sem maður meðal fólksins, en varð að forða sér inn í þinghúsið, því mótmælendur vildu víst enga óværu í sínum hópi.
Davíð hefur einnig reynt að taka sér viðlíka stöðu, en Sagan á eftir að greina ábyrgð hans varðandi einkavæðingu bankanna og fjölmargt annað sem gerðist á hans valdatíma og það er ætlun mín að þá verði fátt eftir af fyrri dýrðarljóma þessa mjög svo ofmetna leiðtoga.
Málsvarar fólksins - já, ef slíkir menn ætla sér að gerast málsvarar fólksins, þá er margt farið að ganga verulega öfugt fyrir sjónum manns. Við vitum hverjir þessir menn eru, þeir hafa allir tilheyrt þeirri valdaklíku sem jók hér mismunun meira en þekkst hefur, tók auðlindir þjóðarinnar hernámi og færði eignarhald þeirra yfir á sérgæðinga og braskara, kastaði fjöreggi sjálfstæðis og þjóðlegs öryggis í fúlan pytt, steypti afkomu þúsunda manna í vítahring böls og skulda og hjó niður undirstöður heimilanna í landinu.
Svo ætla þessir þjónar frjálshyggjunnar, hins blinda auðvalds græðginnar, allt í einu að fara að faðma að sér fólkið í einskærri umhyggju, þegar ófreskjan sem þeir sköpuðu er búin að rústa öllu mannlegu öryggi í landinu ?
Nei, málsvarar fólksins geta slíkir menn aldrei orðið. Þeir eru úlfar í sauðargæru og verðskulda ekkert traust - aðeins ískalda, rammíslenska fyrirlitningu alþjóðar.
Látum ekki glepjast af ósannindavaðli þeirra og falsáróðri. Það voru þeir sem ollu hruninu, það voru þeir sem sýndu ábyrgðarleysið mikla sem leiddi til þess að baráttu kynslóðanna var stefnt hér í algeran voða.
Vigdís Hauksdóttir þingkona hins nýja, engilhreina Framsóknarflokks, talaði fyrir nokkru um föðurlandssvikara........ hvað skyldi henni finnast um forvera sína, Framsóknarmennina, sem tryggðu Sjálfstæðismönnum meirihluta á þingi til að vinna með stefnu sinni þau þjóðarspjöll sem unnin hafa verið ?
Skyldi hún eitthvað hugsa um þá hluti ? Nei, sennilega ekki mikið, það er auðvitað of hvimleitt og ergjandi að vera að spá í það.
Kannski telur hún sig bara starfa undir nýrri kennitölu í dag og pólitísk ábyrgð Framsóknarmanna sé orðin hrein og tær og fögur.
En froðubað sýndarmennskunnar þvær ekki burtu vesaldóm Framsóknarmanna, sem lágu hundflatir fyrir fótum Davíðs keisara og hjálpuðu honum hver um annan þveran við að brjóta niður stoðir félagshyggju og jöfnuðar í samfélaginu, svo að Ísland varð á fáum árum undir þeirra stjórn að velferðarríki andskotans !
Velferðin var nefnilega smátt og smátt einokuð af auðmönnum á kostnað þjóðarinnar, eins og uppsetning kvótakerfisins spáði fyrir um.
Forusta Sjálfstæðisflokksins er sennilega í nokkurri tilvistarkreppu þessa stundina. Flokkurinn hefur verið svo lengi við völd, að hann hefur ekki enn höndlað lýðræðislegt hlutverk sitt sem stjórnarandstöðuflokkur. Forustan er eins og fyrrverandi stjórn í VR, telur sýnilega að eignarréttur þeirra á völdunum sé og eigi að vera viðurkenndur - hefðin mæli með því.
En þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið þessa þjóð nokkuð lengi á asnaeyrum og talið henni trú um að einkavæðing væri af hinu góða, mun þó enn nokkuð langt í land með að flokknum takist að einkavæða völdin og lýðræðið í landinu.
Ég, fyrir mitt leyti, gæti þó alveg trúað þeim sem þar fara með ráðin, til að stefna að slíkum markmiðum, eftir það sem á undan er gengið.
Kannski á þjóðin enga raunverulega málsvara lengur í þessu auma liði sem nú situr á þingi og virðist sanna þar getuleysi sitt á hverjum degi, en séu þeir einhverjir, þá er þeirra áreiðanlega ekki að leita í þingliði Sjálfstæðismanna, það eitt er víst og satt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 149
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 718
- Frá upphafi: 365616
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 629
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 142
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)