Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Ein lítil saga - sögđ í tilefni opnunar Kántrýseturs á Skagaströnd

 

Hallbjörn Hjartarson, títtnefndur kúreki norđursins, er fyrir margra hluta sakir merkilegur mađur. Ég get trútt um ţađ talađ ţví hann er föđurbróđir minn og okkar samskipti hafa veriđ talsverđ í tímans rás. Ţegar ţessi óborganlegi frćndi minn fór ađ byggja upp gamla Kántrýbć, var ég viđ vinnu ţar vikum saman sem smiđur.

Ţađ var skemmtilegur tími. Hallbjörn var fullur af eldmóđi og stóđ bókstaflega á haus alla daga í verkinu og hugmyndirnar sem hann fékk voru óteljandi, margar hverjar leiftrandi af frumleika, nýtni og útsjónarsemi.

Hann var međ kollinn fullan af ţví hvernig ţetta og hitt átti ađ vera. Ţađ var ţegar alskapađ í höfđi hans eins og Aţena í höfđi Seifs. Ţegar ađ ţví kom ađ setja dúk á gólfiđ í salnum, hafđi hann löngu áđur orđiđ sér úti um dúk eins og hann hafđi hugsađ sér hann. Sagan af ţví hvernig hann fann ţann dúk og fékk hann hundrađ prósent út á krít er lyginni líkust.

En ţarna stóđ frćndi á miđju gólfi og vildi fara ađ koma dúknum á sinn stađ.

Ég sagđi honum ađ ţađ yrđi ađ rykbinda gólfflötinn fyrst, ţví ţađ vćri ófćrt ađ leggja dúkinn á yfirborđiđ eins og ţađ vćri. Ţađ ţyrfti ađ grunna undirflötinn og undirbúa hann fyrir límiđ.

Frćndi hugsađi sig um andartak og sagđi svo:

" Ég er međ málningu uppi á lofti sem ég er búinn ađ geyma fyrir Friđjón málara í mörg Herrans ár, ég tek hana bara, ţađ er jafngott ađ hann borgi eitthvađ upp í geymslukostnađinn ! "

Ađ svo mćltu hvarf hann eins og elding upp stigann og síđan kom hann von bráđar niđur aftur međ málningarkollur af öllum stćrđum og gerđum. Ţađ gekk ekki lítiđ á fyrir honum í öllu ţví brambolti. Ég var ađ setja rimlagrind utan um ofn í salnum og gaf tiltektum frćnda auga, ţví mér fannst hin besta skemmtun ađ fylgjast međ honum.

Ţađ var eins og áhuginn og starfsviljinn léđu honum vćngi ţar sem hann snarsnerist ţarna um sjálfan sig nokkra stund, svo hljóp hann fram í neđri salinn og kom aftur um hćl međ tíu lítra hvíta plastfötu og skellti henni á mitt gólfiđ. Svo byrjađi hann ađ hella úr hverri kollunni af annarri í ţessa fötu og ţar voru sjáanlega allir litir metnir ađ jöfnu. Ţegar ţessar birgđir af málningarafgöngum Friđjóns voru ađ fullu tćmdar í fötuna, ţreif frćndi prik og hrćrđi af krafti í ţessari regnbogablöndu sinni og brá ţar á međan fyrir býsna fjölskrúđugum blćbrigđum.

Eftir mikla hrćringu varđ útkoman sú ađ einhverskonar appelsínulitur varđ ráđandi í blöndunni. Frćndi rauk nú til og greip málningarrúllu og teipađi hana kyrfilega á langt skaft og ţar međ átti sko ađ grunna gólfiđ í hvínandi hvelli.

Hann var í hvítum, nýlegum strigaskóm viđ ţetta, en ţegar hann var ađ koma sér í rétta stöđu, gera sig kláran í slaginn, steig hann eitt skref til baka og ég sá hann setja fótinn óvart beint ofan í stóru fötuna !

Hann stóđ eitt andartak eins og gróinn niđur, međ annan fótinn á gólfinu en hinn í fötunni. Ég sá ekki betur en hann skipti litum !

Svo rykkti hann fćtinum upp úr fötunni og byrjađi ađ rúlla málningunni af buxum og skóm međ miklum látum eins og best hann gat.

En árangurinn varđ hinsvegar sorglega lítill.

Hann var skrítilega breytilegur til ganglimanna, ţarna sem hann stóđ svona óranslitađur upp til hnés á öđrum fćtinum. Eitt augnablik var hann eins og hann vissi ekki hvađ hann ćtti til bragđs ađ taka.

Svo kipptist hann viđ um leiđ og frumlegri samhćfingarlausninni laust niđur í kollinn á honum og hann skellti hinum fćtinum međ ţađ sama ofan í fötuna og sagđi fastmćltur : " Hann skal ţá verđa eins ! "

Og síđan fékk seinni fóturinn sömu skúringuna međ rúllunni og ţar međ voru mál jöfnuđ og " alt í orden " á ný !

Svo byrjađi frćndi ađ grunna gólfiđ á fullu - sjálfur ţokkalega grunnađur til hnés á báđum fótum !

Og liturinn komst á gólfiđ og dúkurinn í framhaldi eins og ráđ var fyrir gert, en hvađ varđ um skó sem eitt sinn voru hvítir og annađ sem breytti um lit í ţessum bardaga veit enginn nema kúrekinn sjálfur.

Já, Hallbjörn Kántrý er vissulega mjög sérstakur karakter " hér á landi á " !

 

 


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 120
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 365587

Annađ

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband