Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016
19.3.2016 | 10:25
EHF- Eiginhagsmuna frjálshyggja !
Þegar pólitískir varðhundar einkaframtaksins tryggðu lagalega með lævísum hætti það sem þeir kölluðu nýjar leikreglur á sviði atvinnulífsins, hið svokallaða ehf EinkaHlutaFélag, var að mínu mati í raun og veru verið að búa til allt annað ehf, eða hina alræmdu EiginHagsmuna-Frjálshyggju, sérhagsmunagjörning sem firrti rekstraraðila nánast allri ábyrgð á því sem þeir voru að gera hverju sinni.
Þá fengu óvandaðir fjármagnseigendur og fyrirtækjabruggarar nánast ótakmarkað skotleyfi á samfélagsheildina með þeim hætti að uppsöfnuðum skuldum ábyrgðarlauss reksturs var miskunnarlaust skotið yfir á skattgreiðendur !
Þar með hófst fyrir alvöru hinn siðvillti dýrðartími kennitöluflakkaranna. Og ástæðan fyrir því að aldrei hefur verið tekið á því forkastanlega svindli sem þar á sér stað er að þeir sem það stunda eiga alltaf sína hauka í horni í skúmaskotum kerfisins ! Sjá menn virkilega ekki hverjir það eru sem alltaf verja þennan viðbjóð ?
Það er stöðugt talað um að endurvekja traust eftir hrunið, því jafnvel ólíklegustu menn neyðast til að viðurkenna að almennt talað var traust stórlega skaddað á umræddum örlagatíma. Já, það er talað um skort á trausti, en það er hinsvegar lítið sem ekkert gert til að byggja upp traust á ný. Spillingin virðist orðin í meira lagi landlæg, jafnt í kerfinu sem í almennum viðskiptum. Verslunarlegt arðrán hefur síður en svo minnkað og svindl og svínarí gagnvart hagsmunum neytenda er daglegt brauð !
Það virðist sem það sé staðfastur vilji valdaelítunnar í stjórnarkastalanum syðra, að sjá til þess með öllum ráðum að almenningur njóti ekki neins af því ríkidæmi sem náttúru-auðlindir okkar búa yfir og eiga að geta skapað þjóðinni til velsældar. Hinir útvöldu eiga að njóta þeirra gæða og ekki aðrir. Það koma stöðugt fram ný og ný dæmi um svívirðilegt siðleysi þeirra sem vaða í peningum hérlendis, peningum sem í flestum tilvikum eru illa fengnir !
Blóðpeningar eru aldrei ávísun á hamingju og ég bið þess af heilum hug og öllu hjarta að allir þeir sem auðgast hafa hér á landi á óheiðarlegan hátt, í gegnum spillingu og stuld á þjóðareignum og allrahanda fjármálamisferli, á undanförnum óþverratíma óþjóðlegrar græðgishugsunar, fái að gjalda þess á fullum forsendum !
Það varð hér hræðilegt hrun sem olli víðtækri mannlegri ógæfu, en enn hefur enginn axlað ábyrgð á einu eða neinu. Engin siðbót hefur átt sér stað innan stjórnmálaflokka. Afneitun ábyrgðar er og hefur verið viðvarandi hjá íhaldi og Framsókn. Það er ein ömurlegasta upplifunin í kringum hrunið að verða vitni að því að fjöldi manna tók flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.
Menn reyndust á hinu þjóðlega manndómsprófi - samkvæmt mínum skilningi, miklu frekar vera sjálfstæðisflokksmenn en Íslendingar. Og fastir í sinni afneitun á því sem gerðist tala slíkir menn um hrunið eins og það hafi verið náttúruhamfarir !
En það var ekki náttúran sem sleppti þar fram af sér beislinu, hrunið varð af mannavöldum. Hrunið varð einkum vegna takmarkalausrar græðgi ríkra manna í meiri auð og algers ábyrgðarleysis þeirra gagnvart velferð og öryggi eigin þjóðar og jafnframt svívirðilegs sofandaháttar og sviksemi þeirra sem áttu að gæta þjóðarhagsmuna á sinni stjórnarvakt.
Það var hinn óhefti kapitalismi sem fékk að flæða yfir landið með tilstyrk aukins orkuflæðis siðleysis og hroka frá einum versta græðgis-getnaði sínum frjálshyggjunni !
Og enn í dag sjást hér og þar djöfulleg dæmin um það skítlega eðli og það skollabúða hugarfar sem skapaði fyrst og fremst forsendurnar fyrir hið hrikalega efnahagshrun og skaddaði samfélagsheild okkar meira en dæmi eru til um í seinni tíð. Almennir þjóðarhagsmunir eru hvarvetna í vörn fyrir botnlausum ágangi þeirra sem svífast einskis og sýna stöðugt í græðgi sinni að mikið vill meira.
Tryggingafélögin ætluðu að bæta hluthöfum sínum upp arðleysið eftir hrunið, því auðvitað áttu slíkir aðilar ekki að taka á sig nein skakkaföll vegna þess. Það áttu bara aðrir að gera. Og menn skulu gera sér grein fyrir því að þó að klíkan þar hafi látið undan síga fyrir kröftugum mótmælum almennings og réttlátri reiði fólks, er víst að lítil sem engin hugarfarsbreyting er þar að baki. Græðgin bíður bara færis !
Dæmin eru mörg og ég tel að á alþingi Íslendinga séu nú í dag engir raunverulegir og trúverðugir varðgæslumenn til staðar fyrir almannahag á Íslandi. Þar virðast bara vera leikhópar að störfum, æfðir í einhverjum tilbúnum hlutverkum sem ríma ekki lengur við íslenskt mannlíf til sjávar og sveita. Þar virðist ekki lengur vera fyrir hendi nein þjóðleg jarðtenging við líf fólksins í landinu. Fjölmenningarfarsóttin ríður þar sýnilega húsum hvern dag og gengur fyrir öllu í hugsanaheimi íslenskra þingmanna !
Þar er þetta fólk sem hefur verið kosið til að ávaxta velferð okkar og öryggi, allar stundir á kafi í flóttamanna-kjaftæði eins og það sé samviska heimsins holdi klædd. En gagnvart vaxandi fátækt á Íslandi og allskonar aukningu á samfélagsmeinum sem hafa orsakast vegna félagslegrar afturfarar, virðist það vera orðið meira og minna ónæmt og það sem verra er - samviskulaust !
Þetta er fólkið sem hefur á sinni vakt látið misskiptingu og ranglæti stóraukast í þjóðfélaginu og nítt niður félagslegt jafnræði jöfnum höndum ýmist með afskiptum eða afskiptaleysi. Ég spyr bara, er íslensk þjóð virkilega orðin svo heillum horfin að hún verðskuldi svo afspyrnu lélega fulltrúa sem raun ber vitni - á sjálfu þjóðþinginu ? Nei, ég trúi því ekki, við hljótum að geta gert okkur vonir um betra hlutskipti !
Ég segi því enn og aftur, við þurfum að fá nýtt fólk inn á þing, fólk af annarri gerð, fólk sem vill starfa fyrir þjóðina og hefur hjarta fyrir slíku starfi !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook
12.3.2016 | 13:27
Nokkur orð um forsetakjör !
Það fer ekki leynt að það virðast ýmsir vilja taka að sér að gegna embætti forseta Íslands. Sumir hafa þegar gefið kost á sér og aðrir segjast vera að hugsa málið. Eftir því sem frambjóðendum fjölgar kemur alltaf betur og betur í ljós hvað sú aðferð að kjósa forseta landsins í einni umferð er vitlaus og lýðræðislega skökk. Auðvitað þurfa að vera tvær umferðir og kjósa í þeirri seinni milli þeirra tveggja sem hæsta atkvæðatölu fá í fyrri umferðinni. Þá er það nánast tryggt að forsetinn verður kosinn með meirihluta atkvæða á bak við sig og lýðræðislegu valdi hans gefinn traustur bakgrunnur.
Það ættu allir sæmilega skynsamir menn að geta séð að ein umferð þar sem margir frambjóðendur eru í kjöri, getur leitt til þess að forsetinn verði kosinn með algjörum minnihluta atkvæða og það jafnvel þessvegna allt niður í 15%, svo valdsumboð hans frá þjóðinni verður afskaplega veikt. Og þá er eðlilegt að spurt sé hverjum það sé eiginlega í hag að hafa svona heimskulegar kosningareglur við forsetakjör ? Hverjir vilja hafa hér forseta sem fær svo veikt umboð að hann mun ekki geta staðið í lappirnar ?
Ef það væri einhver bakfiskur í löggjafarsamkundunni væri auðvitað búið að breyta reglunum til samræmis við eðlilegt lýðræðislegt kjör. En alþingismenn virðast yfirleitt vera með hugann annars staðar en hann ætti að vera. Þeir pæla helst í einhverjum smámálum tengdum tískumenningar-uppátækjum, en geta hvorki tekið á heilbrigðismálum þjóðarinnar sem eru í ólestri eða flugvallarstaðsetningu svo eitthvað sé nefnt. Stóru málin bíða og staðan versnar varðandi lausn þeirra meðan röflað er fram og aftur um ómerkileg auka-atriði og snobbmenningar-tengdan tittlingaskít !
Það er hinsvegar frómt frá sagt fullkominn vansi að þessari brotalöm lýðræðisins hjá okkur sem felst í núverandi reglum um forsetakjör og eins því að menn sem verða ráðherrar sitji líka sem þingmenn og séu þannig bæði fulltrúar framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Það undrar mann eiginlega mest að þeir skuli ekki líka vera gerðir að hæstaréttardómurum svo þeir geti verið með allt kerfisklabbið í eigin höndum. Sjálfsagt eru þeir til sem myndu vilja flokka slíkt fyrirkomulag undir kerfislega hagræðingu og einföldun valdsins, en lýðræðislegt verður það aldrei !
Það er líka að mínu mati úrelt regla að gera alla kjörgenga til embættis forseta Íslands 35 ára gamla. Hækka þarf umsvifalaust þann aldur upp í 50 ár. Við þurfum að hafa reynslubolta í þessu embætti, ekki einhvern nýskriðinn út úr háskóla með gráðu í farteskinu og lítið annað. Við þurfum helst að vita einhver deili á þeim sem býður sig fram, þekkja hann af góðum verkum o.s.frv. Sá sem orðinn er 50 ára ætti að geta átt einhvern marktækan feril að baki sem segir væntanlega sitt um kosti hans og hæfileika. Enginn hefur heldur verið kosinn forseti til þessa yngri en fimmtugur !
Það er líka atriði í því að hækka kjöraldur forsetans, að það ætti líklega að geta komið í veg fyrir að við séum hugsanlega með þrjá til fjóra forseta á eftirlaunum. Við getum ekki verið með slíka kostnaðarliði gangandi á meðal okkar til fleiri ára í margföldum mæli. Það hefur nefnilega verið séð til þess að eftirlaun háttsettra embættismanna ríkisins séu rífleg svo ekki sé meira sagt !
Einnig tel ég að það þurfi að hækka tölu meðmælenda með forsetaframboði úr 1500 undirskriftum í 5000. Slíkar tölur þarf auðvitað að uppfæra eftir því sem þjóðfélagið breytist varðandi mannfjölda og annað. Það er augljóst að einhver sprellikarl gæti sem best safnað 1500 undirskriftum í Reykjavík 101 bara til að gera at eins og sumir kalla það. Það má ekki gera það allt of auðvelt fyrir slíka aðila að leika sér með það að gera lýðræðinu óleik. Kosningar eru almannaréttindi sem ber að umgangast með tilhlýðilegri virðingu.
Forsetinn er æðsti þjónustumaður þjóðarinnar í þessu landi og almenningur borgar laun hans sem og annarra vakthafandi embættismanna. Reglur varðandi kjör hans eiga að ríma við ráðdeild og eðlilegt lýðræðislegt skipulag eins og best verður séð á hverjum tíma. Við eigum aldrei að festa okkur við úrelt skipulag þegar ljóst er að betri kostir bjóðast til áframhaldandi þroskaleiðar.
Við Íslendingar þurfum umfram allt að eiga raunhæft val við forsetakjör þegar sú skylda hvílir á okkur. Forsetakjör er lýðræðislegur skyldugjörningur en ekki skemmtiþáttur. Það er leitt til þess að vita að sumir virðast gefa kost á sér til kjörs eingöngu til að auglýsa sjálfa sig og vekja athygli. Þar getur verið um að ræða einstaklinga sem eiga ekki nokkra möguleika á því að verða kjörnir í embættið. Við ættum öll að vera farin að þekkja þá sögu.
En það er óhjákvæmileg fylgja lýðræðisins að sá réttur hvers einstaklings sem í boði er gegnum það, er líka gefinn þeim sem kunna kannski ekki með hann að fara. Við verðum að búa við það, en jafnframt hafa þá dómgreind til að bera - að kjósa forseta hverju sinni af ábyrgð og hollustu gagnvart heilbrigðum gildum og framtíðarhagsmunum lands og þjóðar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook
5.3.2016 | 09:52
Um siðræn rök og samviskufrelsi !
Í öllu því efnishyggjuæði og tækniframfaraflóði sem ráðið hefur för í heiminum undanfarin ár, hefur farið lítið fyrir andlegum gildum og skyldi engan undra. Þar sem Mammon er settur í hásæti er fátt tignað annað en peningjahyggjan hörð og köld, þar sem viðkvæðið er að allt skuli sett á markað. En þó að siðferðileg viðmið hafi verið á miklu undanhaldi á seinni árum og samviska manna virst vera orðin allt að því almenn söluvara, er siðferði samt enn til og samviska líka !
Og þau góðu gildi sem þar ráða för munu vissulega snúa aftur þegar tímar iðrunar og afturhvarfs hefjast eins og löngum áður. Þegar maðurinn hefur fengið nóg af spilltum lífsháttum og spilltu umhverfi, fer hann að taka til hjá sér. Það getur tekið tíma og illgresið hrúgast auðvitað upp í lífsgarðinum á meðan, en að því kemur að þörfin fyrir tiltekt nær knýjandi stöðu. Þá fyllast menn vilja til að bjarga síðasta óspillta blómstrinu í garðinum frá því að hverfa undir illgresið að fullu og öllu og berjast að því marki og bjarga sál sinni um leið !
Það er í raun saga mannsandans í hnotskurn, að snúa aftur frá sínum illu vegum þegar allt virðist vera að hverfa til heljar, þegar djöfullinn virðist vera að hrósa fullkomnum sigri, að rísa þá upp til baráttu fyrir eigin sálarheill og annarra. Hinn niðurbrotni mannsandi brýst þá upp úr svartnætti sorans og iðrast synda sinna og ranginda. Þá endurnýjast hann við náð og miskunn Skaparans og nær að sjá til sólar á ný !
Það hafa alltaf verið til marktækar vörður á vegferð lífsins og meðal þeirra eru siðferði og samviska. Réttir vegvísar eru til og munu finnast ef vilji er til að lúta leiðsögn þeirra. En sá sem reikar um veginn, fullur af hungri sjálfsins eftir veraldlegum hégóma, hugar hinsvegar ekki að neinum kennileitum og sér engar vörður sem vísa honum leið. Hann er á valdi annarlegra afla sem búa í honum sjálfum og leiða hann afvega - í öfuga pílagrímsför !
Maðurinn er sem sköpun margslungið fyrirbæri. Í honum býr svo margt, bæði gott og illt. Eitt sinn var kveðið um kunnan alþingismann : Mér er um og ó um Ljót/ég ætla hann vera dreng og þrjót./ Í honum er bæði gull og grjót/ hann getur unnið mein og bót/. Og þannig er það með okkur flest.
Það er stöðug glíma háð í sálarlífi mannsins, þar sem öflin tvö takast á, hið góða og hið illa. Séra Ketill fer víða hamförum og það er hreint ekki alltaf sem hann breytist í Gest eineygða. Hið illa hrósar stundum sigri í lífi einstaklinga og þá er glötunin það eina sem við tekur !
En hvernig er það með samviskufrelsið ? Hvernig ávaxtar maður það innra með sér og varðveitir það óspillt af margvíslegum fjötrum og felligildrum samtímans ? Fyrst og fremst er í þeim efnum nauðsynlegt að ánetjast engu því sem bindur menn við einhæfa sýn á menn og málefni. Að ganga ekki ungur að árum og óþroskaður til liðs við eitthvað sem maður veit í raun ekki hvað er. Að fjötrast ekki þröngri hugsun eiginhagsmuna og sjálfsdýrðar. Menn þurfa að halda áfram að vera frjálsir í hugsun meðan þeir ganga veginn og hafa sýn af vörðunum og læra að halda horfi með hjálp þeirra. Til þess eru þær settar að halda okkur á réttri leið !
Maður sem er til dæmis innmúraður félagi í leynireglum eða stjórnmálaflokki er ekki frjáls, hvorki að samvisku né sannfæringu. Hann verður fljótt bundinn af þeim sjónarmiðum sem ráða þar og gegnsýra allt umhverfi hans. Hann fer alltaf að verja eitthvað sem hann ætti ekki að verja og brátt kemst það upp í vana að hagræða sannleikanum í þágu hagsmuna. Þetta ferli sýnir sig um allan heim, hérlendis sem erlendis. Þar skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli hvort um er að ræða frímúrararegluna, mafíuna eða bara Sjálfstæðisflokkinn. Kjarni málsins er að menn eiga ekki að leggja neitt sem varðar eigið samviskufrelsi í annarra hendur, að fjötra það aldrei rangri ábyrgð sem þeir geta ekki tekið á sig sem heiðarlegir menn !
Samfélög nútímans á Vesturlöndum eru stefnulaus og hafa að mestu týnt vörðum sínum og vegvísum. Ágirnd í auð og völd og hóflaus peningagræðgi hefur þar lengi tröllriðið öllu og ekkert mettar þá hít sem þar er til staðar. Siðleysið er orðið þrúgandi vandamál í samtímanum og lausnin er aðeins ein. Við verðum að finna gömlu göturnar aftur, hamingjuleiðina einu og sönnu, finna vegvísana um réttlætið og sannleikann sem þar standa og munu alltaf standa. Við þurfum að læra gömlu fræðin upp á nýtt og rita þau á hjörtu okkar eins og fyrri kynslóðir gerðu á tímum siðbótar og afturhvarfs !
Mörgum hugnast illa að leggja á sig fórnir og vilja ná takmarki sínu án þeirra. En raunverulegir sigrar vinnast aldrei nema með fórnum. Og leiðin til baka úr villu verður aldrei öðruvísi en vegur reynslu og þrenginga. Það er engin auðgengin braut til bjargar fyrir þá sem vilja snúa sér frá altari gullkálfsins, hætta að dansa þar og huga að því sem æðra er !
Maðurinn er skapaður með frjálsan vilja. Hann getur tortímt sálu sinni með því að gefa sig alfarið að því sem illt er og opnar honum glötunarveginn að fullu og öllu. Hver maður sem gengur þá leið fyrir breytni sína, kallar yfir sig stærsta ósigur sem ein mannsál getur beðið á vegferð sinni. Þar er um að ræða veg hins endanlega dauða !
En maðurinn getur líka valið að fylgja framrás lífsins með fórnfúsu hjarta og verða síðan um eilífð aðnjótandi þeirrar blessunar sem tekur við, þegar hann fær að ganga sem sigurvegari inn í ljósheima þess lífs sem þekkir engan dauða !
Það er þó alveg ljóst, að enginn mun ná því marki án siðrænnar framgöngu í samviskufrelsi !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 111
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 680
- Frá upphafi: 365578
Annað
- Innlit í dag: 107
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)