Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016
26.8.2016 | 23:15
Vald að ofan, vald að neðan !
Saga mannkynsins er meira og minna saga þeirra sem hafa kúgað aðra og haldið völdum með ofbeldi og yfirgangi. Á öllum öldum hefur alþýða manna, plebejarnir, barist fyrir almennum mannréttindum gegn græðgisfullum klíkum sérréttindasinna, hinna óseðjandi patrísea !
Smám saman mynduðu yfirgangsseggirnir stéttavald aðals og forréttinda og þóttust hafa þegið vald sitt að ofan frá guðum þeim sem þeir sögðust trúa á. Síðan var almenningur knúinn til að berjast í öllum þeim styrjöldum sem hin spillta yfirstétt stofnaði til og var það kallað að verja föðurlandið !
Í rómverskri sögu kemur fram í ræðu Tíberíusar Gracchusar alþýðuforingja hver staða plebeja var 130 árum fyrir Krist : Herforingjar vorir hvetja liðsmenn sína til að berjast fyrir grafir og ölturu forfeðra sinna. Sú herhvöt er ósönn og innantóm. Þér getið hvergi bent á ölturu feðranna. Þér eigið enga forfeðragröf. Þér berjist og deyið til þess að færa öðrum auð og sællífi. Þér eruð kallaðir drottnarar heimsins en þó eigið þér hvergi eitt fótmál lands !
Þannig talaði Tíberíus Gracchus en patrísear drápu hann fyrir umbótastefnu hans. Gajus bróðir hans sem líka var kosinn alþýðuforingi hlaut sömu örlög um áratug síðar. Þeir bræður urðu píslarvottar í hugum almennings og umbótastefna þeirra vann á hægt og sígandi. Á ýmsum tímaskeiðum varð höfðingjavaldið að láta undan síga fyrir kröfum alþýðunnar um viðurkennd mannréttindi, en jafnan sótti í sama horfið þegar þeir úrkynjuðust sem áttu að verja þau réttindi, en það vildi löngum fara svo.
Enn í dag er spilað á margskonar blekkingastrengi af misvitrum forráðamönnum þjóða og friði spillt á svipaðan hátt og löngum fyrr.
Milljónir manna hafa verið sviptar lífi á þeim forsendum að þurft hafi að verja föðurlandið og jafnvel þeir sem ráðast á aðrar þjóðir segjast einatt gera það til varnar eigin landi. Áróðursbrögðin eru ævaforn og ekkert virðist geta breytt því háttalagi manna að standa í styrjöldum og það jafnvel að sögn - í þágu friðarins !
Í byrjun 20. aldar var ríkisstjórnarstaða þess ráðherra sem sá um hernaðarleg málefni skilgreind sem hermálaráðherra, en þegar fram í sótti þótti sú skilgreining ekki nógu heppileg og eftir það voru allir stríðsmálaráðherrar nefndir varnarmálaráðherrar.
Allir voru sem sagt að verja sig en gegn hverjum ?
Tveir menn hafa líklega búið við mest hatur hægri manna á síðari tímum. Það eru auðvitað þeir menn sem hafa veitt valdi að neðan mest brautargengi. Það eru þeir Maximilien Robespierre og Vladimir Lenín.
Enn í dag, á tíma sem er kenndur við mikla menntun og áður óþekkta vídd varðandi alla upplýsingu, sitja menn í svipuðu fari og áður varðandi afstöðu til mála.
Fjölmargir styðja hið guðlega vald konunga og forréttindastétta og sumir án þess að gera sér grein fyrir því. Lýðræðið er vanvirt víða í ræðu og riti af mönnum sem vita ekki hvað þeir gera. Þeir virðast svo bundnir af helsi fyrri alda að þeir geta ekki sætt sig við valdstjórn sem kemur að neðan. Reynt er jafnan á margvíslegan hátt að koma böndum á lýðræðið, svo það skaði sem minnst forréttindi hinna útvöldu, sem eru auðvitað patrísear nútímans.
Beint lýðræði er hugtak sem fær marga forréttinda-sinnaða hlöðukálfa til að skjálfa á beinunum. Það er nefnilega svo erfitt mál að beisla slíkt lýðræði. Það er komið í verklega framkvæmd áður en hægt er að setja því skorður.
Á Íslandi var barátta alþýðunnar við forréttindaliðið oft hatrömm, en hér var á sama hátt og erlendis patríseavald við lýði. Menn hétu ekki greifar, barónar og lávarðar hér, en hliðstæðurnar með sama vald í höndum voru til hér í fullum hertygjum. Það var stórbændavaldið og kirkjuvaldið sem lagði sameiginlega klafa á allt mannlegt frelsi.
Tuttugasta öldin breytti stöðu mála en það þurfti baráttu til. Hugsjónastefnur utan úr löndum sem heiðruðu það vald sem kemur að neðan, það vald sem kemur frá alþýðunni, frá fólkinu sjálfu, ruddu veginn hér sem annarsstaðar. Nú halda margir að þau réttindi sem unnust þar hafi verið sjálfgefin !
Og patríseaklíkurnar stunda sem löngum fyrr sína moldvörpustarfsemi. Þær grafa undan lýðræðinu og öllu valdi fólksins yfir eigin málum. Þær stefna sem ávallt fyrr að valdi að ofan, konungsvaldinu alræmda, valdi hins eina útvalda yfir öllum öðrum, misréttinu í sinni svörtustu mynd, viðbjóði allra alda frá dögum Nimrods !
Verjumst öllum skollabrögðum patrísea og sérgæskusinna, þeirra sem alltaf vilja hefja sig yfir aðra og virðast þrá það eitt að koma öðrum í ánauð og lifa á svita annarra.
Höldum vörð um lýðræðið og tryggjum áfram að það vald ráði sem kemur frá fólkinu sjálfu og fæðist fram í raunveruleika hins almenna lífs !
20.8.2016 | 13:49
Að viðhalda lýðræðislegri vöku !
Það er alltaf þörf á nýliðun í lýðræðislegu starfi, en best er auðvitað að reynsla og þroski í félagslegu starfi geti átt fulla samleið með ferskleika nýrra sjónarmiða. Við þurfum öll að gera okkur grein fyrir því að veröldin er ekki eitthvað sem kallast getur fast viðmið, þar er allt breytingum undirorpið.
En þegar einhverjir eru búnir að koma sér svo vel fyrir á heimslega vísu, að það fer ákaflega notalega um þá, vilja þeir yfirleitt engu breyta. Það sem þeir halda að sé og vilja að sé ríkjandi ástand, þjónar þeim best. Fólk í slíkum sporum verður afturhaldssamt og andvígt framfarasinnuðum sjónarmiðum.En það áttar sig ekki á því að breytingarnar gerast samt og hljóta óumflýjanlega að eiga sér stað.
Hver ný samtíð elur af sér breytt viðhorf og þó að afturhaldssinnuð stjórnvöld hafi oft getað tafið fyrir framrás breyttra sjónarmiða, nær krafa tímans fram með einum eða öðrum hætti. Sums staðar með hægri en sterkri undiröldu, annars staðar, þar sem kúgun hefur kannski verið þess meiri, með skyndilegri flóðöldu sem sópar öllu gamla draslinu burt í einum svip. Slík skyndibreyting þjóðfélagslegra aðstæðna er oft kölluð bylting og heitir það líka með réttu.
Það er óþekkt í sögunni að byltingar í þessum farvegi komi frá hægri. Hægri viðhorf eru sem fyrr segir í eðli sínu íhaldssöm og beinast fyrst og fremst að því að halda í það sem er, halda í þann feng sem fortíðin hefur skilað í hendur manna, oft með þeim hætti að um hreinan ránsfeng er að ræða. Við þær aðstæður skapast ótti í hópi sérhagsmunaafla við allar breytingar sem hugsanlega gætu orðið til þess að ránsfengurinn verði tekinn af mönnum í krafti einhverrar réttlætisvakningar, sem vill uppgjör við gamalt ranglæti.
Félagslegar vakningar í þjóðfélagslegum skilningi, sem beinast að leiðréttingum á fornu misrétti, nokkurskonar skuldaleiðréttingar, koma yfirleitt frá vinstri. Öflin sem standa fyrir rétti hins almenna manns til að geta gengið uppréttur, eru vinstrisinnuð og fæðast meðal fólksins sjálfs. Í gamla tímanum var allt vald í krumlum kónga og aðals, forstokkaðra hægrimanna sem pláguðu og mergsugu mannfólkið. Þessvegna er saga mannsins fyrir tuttugustu öldina fyrst og fremst saga forréttindahópa sem nutu valda og allrahanda fríðinda. Almennur mannréttur komst hvergi að !
Það var samt stöðugt reynt að brjóta þá samþjöppuðu afturhalds-skjaldborg yfirvalda þeirra tíma sem réði og skammtaði jafnan öðrum skít úr hnefa og sagan greinir frá mörgum merkilegum tilraunum til þess. Seinni hluti nítjándu aldar sótti þar í sig veðrið eftir að fyrri hluti þeirrar aldar hafði verið að mestu lokað kerfi fyrir áhrif Metternichs og annarra steinrunninna forustumanna afturhaldsins.
1848 léku vindar mannfrelsis og mannvitundar um Evrópu alla og álfan lék á reiðiskjálfi. Þrýstingurinn var orðinn svo mikill að yfirvöld urðu að láta undan síga í mörgum löndum fyrir framrás breytinganna. En víða var þeirri frelsissókn mætt með fullu hervaldshelsi og vægðarlausu ofbeldi afturhaldsins.
Þegar hin afar íhaldssömu yfirvöld í Austurríki höfðu ekki bolmagn til að sigra ungversku frelsishreyfinguna undir forustu Kossúths, tók Nikulás I Rússakeisari, útvörður afturhaldsins í Evrópu, til sinna ráða. Hann sendi rússneska heri yfir steppurnar til að bæla niður ungverska frelsisandann. Honum rann þar blóðið til skyldunnar, að hjálpa keisaranum í Vínarborg til að halda sínu svo afturhaldið í álfunni væri tryggt. Rússnesku blóði var hiklaust úthellt til að varðveita austurrísk yfirráð yfir örlögum annarrar þjóðar. Svo blint og blóðugt var afturhaldið á þeim tíma !
En atburðirnir 1848 settu sitt mark á öldina og framrásin varð ekki stöðvuð. Hún tafðist að vísu, en safnaði í sig krafti með hverju árinu, þrátt fyrir svívirðilegt sérhagsmuna stjórnvaldsferli Estrups og annarra slíkra víða um lönd.
Og að því kom að alda hinnar almennu mannréttindakröfu reis svo hátt að hún varð ekki stöðvuð. Það var fyrst og fremst í gegnum hina félagslegu framrás tuttugustu aldarinnar, í gegnum hugsjónir verkalýðshreyfingar og heildarhyggju sem hið ómennska sérhagsmunaveldi tók að láta undan síga og sannarlega var löngu kominn tími til þess að það félli í sína bölvuðu syndagröf.
En látum okkur ekki detta það í hug að sérhagsmunaófreskjan sé dauð. Hún hefur áfram mikil völd í þessum heimi, sérstaklega fyrir áhrif illa fengins peningalegs gróða, og hún liggur hvarvetna í leyni og bíður átekta, bíður færis til að mylja niður hinn almenna mannrétt og skapa það sem hún kallar eðlilegt ástand á ný. Við skulum því jafnan vera þess minnug að afturhaldið þráir í raun stöðuna eins og hún var fyrir 1848 !
Lýðræði er ekki eitthvað sem vinnst til fullnustu. Engin ein kynslóð getur tryggt þar sigur til frambúðar fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Sérhver kynslóð verður þar að axla sína skyldu. Unga kynslóðin má ekki líta svo á að réttindi hennar hafi verið tryggð af kynslóð mömmu og pabba. Veröldin breytist og viðhorfin með, nýir tímar krefjast nýrra og óslitinna vanda til að sópa uppsafnaðan skít af gangstéttum mannfrelsisins. Lýðræðið þarfnast þess að vakað sé yfir því og sú vaka er í þágu allra sem vilja stefnu mannlegrar velferðar með hreinum hætti yfir línuna !
Höldum þeirri vöku í öllum lýðræðislegum kosningum, hvort sem er til sveitarstjórna eða þjóðþinga. Það er stór gildisliður í því að varðveita hinn almenna rétt mannsins til að hafa áhrif á sín eigin örlög og þar með grundvallaratriði í allri heilbrigðri hugsun varðandi samfélagslega velferð !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook
10.8.2016 | 14:54
Orð skulu standa !
Framsóknar í festinni
fáir hanga sælir.
Það er lík í lestinni,
lyktin af því fælir !
Undarlegt er það með Framsóknarflokkinn hvað hann getur orðið límdur við formenn sem hafa sparkað undan sér fylginu og dingla pólitískt séð í lausu lofti.
Á sínum tíma þurfti að losa flokkinn úr einræðistökum Jónasar frá Hriflu sem hafði þokast svo til hægri að hann var orðinn viðskila við stefnu flokksins. Og þó að Hermann og Eysteinn hefðu vinninginn í þeim átökum voru þó fjölmargir grónir Framsóknarmenn Jónasarmenn til æviloka. Samt hafði Jónas raunverulega hætt að vera Framsóknarmaður þegar hann lagðist undir íhaldið !
Halldór Ásgrímsson færði Framsóknarflokkinn svo mikið til hægri á sínum tíma að mörgum fannst um tíma að eðlilegast væri bara að flokkurinn yrði í heilu lagi sameinaður íhaldinu. Hann gæti bara verið nokkurskonar Framsóknardeild í afturhaldsflokknum !
Og nú hefur Sigmundur Davíð, sem virtist svo andlega skyldur Bjarna Ben lengi vel að þeir voru sem pólitískir Síamstvíburar, misst tiltrú í þjóðfélaginu og orð hans og gerðir að mati fjölmargra reynst stefna í sitt hvora áttina. En þó að hann yrði að segja af sér sem forsætisráðherra gat hann setið áfram sem formaður Framsóknarflokksins !
Af hverju ? Eru gerðar minni kröfur siðferðilega til manns sem gegnir því embætti, er allt í lagi að hafa mann sem formann þar sem gengur ekki að hafa í landsstjórninni ?
Það er skrítin siðmennt, en víst er að Framsóknarmenn hafa ekki tekið af skarið í þeim efnum. Fyrst í stað heyrðust að vísu nokkrar raddir um að þetta gengi ekki, en þær virðast hafa verið kveðnar niður. Nú virðast Framsóknarmenn ætla að styðja sinn formann hvað sem tautar og raular. Hann virðist á góðri leið með að verða bæði píslarvottur og dýrlingur í þeirra augum. Og sumir þeirra verða líklega gallharðir Sigmundarmenn til æviloka úr þessu !
En hvað með kosningarnar í haust loforðið mikla sem gefið var í vor til að friða þjóðina, loforðið um flýtingu á þingkosningunum ?
Verður það haldið eins og Sigurður Ingi segir enn eða verður það svikið ? Sigmundur Davíð virðist ekki hrifinn af því loforði, enda þarf enginn að vera hissa á því að hann vilji ekki kosningar í bráð. En að svíkja slíkt loforð og fá svo kosningar yfir sig hálfu ári seinna er trúlega bein leið til að minnka minnkandi fylgi enn meir og frekar !
Það hefur lengi verið gamalt grundvallar-orðtak í landi okkar, að orð skuli standa. Hver sem gengur á bak orða sinna er talinn minni maður fyrir vikið. Og full ástæða virðist til að spyrja hver sé í raun formaður Framsóknarflokksins, er það sá foringi sem virðist vilja standa við það sem sagt var í nafni flokksins í vor eða er það sá foringi sem virðist ekki vilja það ?
Undir hvaða forustu ætlar Framsóknarflokkurinn að ganga til kosninga í haust, á hundrað ára afmælisári sínu !
4.8.2016 | 17:18
Að leiðrétta bábiljur !
Það er víst gömul og ný saga, að margir fyrrverandi valdamenn una lítt þeim dómi sem felldur er yfir feril þeirra og vilja koma þar að leiðréttingum og endurmati. Margir fyrrverandi einræðisherrar í ríkjum Afríku og víðar hafa kvartað sáran yfir því að hafa notið lítillar sanngirni af hálfu sagnfræðinga og sögutúlkenda, eftir að þeim hefur verið steypt af stóli og gerræðisverk þeirra afhjúpuð.
Svo það er ekkert nýtt að maður sem hefur haft mikil völd á hendi, ef til vill um langan tíma, hafi allt aðra sýn á veruleikann en flestir aðrir og þoli illa alla gagnrýni.
Kannski er viðkomandi ósáttur við sjálfan sig vegna þess að hann sér eftir á, að hann hefði átt að fara fram með öðrum hætti en hann gerði, og treystir sér ekki til að horfast í augu við eigin feril eins og hann horfir við og vill fá að breyta þar niðurstöðum sér til afbötunar ? Kannski er þar líka um einhverskonar siðvillt sjónarmið að ræða ?
En þegar afdankaðir valdamenn fjalla um slík efni, heitir það víst í sumra munni að leiðrétta bábiljur. Þá telja þeir sig þurfa að færa söguna í réttan búning, í það horf að þeir geti verið sáttir. En þá er gjarnan farin sú leið að horfa framhjá þeim staðreyndum sem óþægilegar þykja og hreint ekki til þess fallnar að gefa þá mynd sem óskað er eftir. Og hafa ber það skýrt í huga í þessu sambandi að enginn er hæfur til að vera dómari í eigin sök.
Einn frambjóðandinn í nýafstöðnum forsetakosningum var sem kunnugt er gamall stórvaldsmaður í þjóðmála-pólitíkinni, maður sem löngum var talinn vilja koma sínu fram og rúmlega það. Hann reið þó ekki feitum hesti frá þessum forsetakosningum og hafnaði þar í fjórða sæti, áreiðanlega nokkuð langt undir eigin væntingum. Hann lét þó hafa það eftir sér að kosningum loknum, að hann hefði fengið ágætt tækifæri til þess í kosningabaráttunni að leiðrétta ýmsar bábiljur og líklegt er að þar hafi hann átt við mál varðandi eigin feril, enda liggur ljóst fyrir að valdaferill viðkomandi manns hefur verið vægast sagt umdeildur meðal þjóðarinnar.
Hann á þó eins og flestir hans líkar sína sauðtryggu áhangendur sem fullvíst er að myndu kjósa hann alla tíð hvernig sem mál stæðu og hvað sem hann gerði. Slík er fylgispektin !
En hverjar skyldu nú bábiljurnar vera sem þessum frambjóðanda var svo mikið í mun að leiðrétta ? Skyldu þær kannski vera eitthvað af því efni sem finna má í hinni viðamiklu Rannsóknarskýrslu Alþingis og telst til sögulegra staðreynda varðandi íslenska efnahagshrunið ? Það skyldi þó aldrei vera ?
Og hvað skyldu slíkir menn vera að meina þegar þeir tala um bábiljur með þessum hætti ? Jú, þeir eru líklega að vísa til einhverrar vitleysu sem sé í gangi vegna þess að menn séu illa upplýstir um mál. Og auðvitað á þá sá sem vill vera dómari í meintum eigin sökum, að upplýsa og fræða aðra um hlutina og því sem hann segir eiga menn náttúrulega að trúa !
En þannig ganga hlutirnir hinsvegar ekki fyrir sig í hörðum heimi staðreyndanna. Til þess hafa svokallaðar bábiljur verið allt of margar og allt of stórar, valdatími viðkomandi manns allt of viðamikill og langur. Höfuðábyrgð þjóðlegra ófara í hruninu verður því tæpast vísað annað !
Viðkomandi maður var fjarri því að verða kosinn forseti Íslands. Enginn þarf að furða sig á því. Hin mikla valdafortíð skilaði honum aðeins fylgi tæplega 14 Íslendinga af hverjum hundrað og verður það að teljast rýr eftirtekja. Það sýnir líklega ljóst að stærstur hluti íslensku þjóðarinnar lítur ekki á þá fortíð með jákvæðum augum.
Dramb er falli næst segir máltækið og mörgum hefur orðið hugsað til þess varðandi feril umrædds manns, en á valdatíma sínum þótti hann oft sýna drjúgmikinn hroka.
Það er aldrei gott þegar menn sækja svo fast til valda að það skaðar bæði þá sjálfa og aðra. Til þess eru vítin að varast þau.
Vonandi helgar umræddur maður ketti sínum sem mest tíma sinn eftirleiðis !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 118
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 687
- Frá upphafi: 365585
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 599
- Gestir í dag: 114
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)