Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
27.5.2017 | 09:22
Úrkynjun Bandaríkjanna og kristindómur auðhyggjunnar !
Í Bandaríkjunum eru sennilega til staðar mestu hræsnarar sem fyrirfinnast á jörðinni. Víða er hræsni manna vissulega mikil en líklega þó hvergi eins og í Bandaríkjunum !
Bandaríki Norður Ameríku eru ríki sem tekið hafa meiri auð frá öðrum ríkjum jarðar en dæmi eru til um. Arðrán Bandaríkjanna um allan heim er svo mikið að öll hin margauglýsta góðgerðastarfsemi þeirra í þágu annarra, vegur bókstaflega talað ekki neitt í þeim samanburði !
Það er eins og ádeiluvísan góða : Til að öðlast þjóðarþögn / þegar þeir aðra véla / gefa sumir agnarögn / af því sem þeir stela, - hafi beinlínis verið ort með framferði Bandaríkjanna í huga. Þar smellur allt saman og lýsir hræsninni og inngróinni helgislepjunni sem liggur yfir bandarísku þjóðlífi eins og lamandi snara fuglarans !
Afkomendur fólksins sem flúði vestur yfir haf, frá kúgun og misrétti gamla heimsins, hafa sannarlega ávaxtað allt það vel - þarna fyrir vestan sem flúið var frá !
Andi Mayflowerfaranna er löngu horfinn úr bandarísku þjóðlífi, andstæðan ríkir þar !
Glæpir eru yfirvaðandi, byssan hefur völdin, jafnvel í grunnskólunum, fangelsin eru yfirfull og miskunnarlaust peningavaldið stjórnar öllu. Allir beygja sig fyrir því, allt frá snauðasta skítahreiðri upp í sjálft hið kolsvarta Hvíta hús !
Og á sama tíma tala ýmsir bandarískir forustumenn í andlegum efnum fjálglega um Bandaríkin sem kristið ríki ! Þeim virðist gjörsamlega fyrirmunað að sjá tákn tímanna og skilja að bandarískur kristindómur er að stórum hluta fallinn undir drottinvald dollarsins og Kristur með sinn boðskap er þar að mestu utan dyra !
Ef Babylon er til á jörðinni í dag, þá er hún sannarlega holdtekin af því ríki sem við þekkjum sem Bandaríki Norður Ameríku. Við getum séð það á svo mörgu !
Ræður andi kristindómsins framgangi mála í Bandaríkjunum ? Nei, síður en svo, auðhyggjan ræður í Bandaríkjunum, óheftur kapitalismi er þar nánast allsráðandi afl.
Og hver er þá stefnan, hvert er stefnt með þessum alræðis kapitalisma - til himnaríkis - eða helvítis ? Svari því hver fyrir sig ? Ávextirnir af breytninni sýna væntanlega hvaðan þeir koma og hvert er stefnt !
Hver sagði : Annaðhvort þjónið þér Guði eða Mammón, þér getið ekki þjónað báðum ? Og hvar skyldu Bandaríkin nú vera stödd í þjónustunni við Mammon, skyldi hún geta verið öllu meiri en hún er ?
Amerískir prestar og trúarlegir forstöðumenn, sem býsna margir myndu flokkast undir það að vera svonefndir prosperity preachers, segja svo sem margt fallegt um amerískan kristindóm. Þeir segja: Ameríska þjóðin er sannarlega þjóð sem trúir á Guð ! Þeir segja:
Við lifum í Guðs eigin landi. Þeir segja: Valdamesta land í heimi er einnig eitt af þeim trúuðustu ! Og margt, margt fleira er sagt í þessum dúr, þó sannleikurinn sé víðs fjarri í þessum efnum og í raun allur annar !
Og í hverju skyldu þá áhrif þessarar valdamestu þjóðar veraldarinnar skila sér til góðs fyrir kristindóminn á heimsvísu ? Af hverju hafa gífurleg Mammons-áhrif þessa syndum spillta ríkis flætt árum saman um alla heimsbyggðina, henni til ómælanlegs skaða, en kristindóms-áhrifin frá Guðs eigin landi verið svo lítil í þeim samanburði að trúleysi og afguðadýrkun hefur stórlega aukist á sama tíma ? Og það einkum í þeim heimshlutum sem mest hafa verið undir áhrifum Bandaríkjanna, í Vestur Evrópu og víðar ?
Í meira en sjötíu ár hafa Bandaríkin setið hræsnis og hrokafull á tróni heimsvalda-stefnu sinnar, deilt og drottnað - og sett óafmáanlegt bölvunarmark sitt á heiminn á þeim tíma. Af hverju hefur úrkynjun og uppreisn gegn öllum góðum gildum farið hamförum á þessum sama tíma, af hverju hefur afkristnun og virðingarleysi gegn öllu sem heilagt ætti að teljast, margfaldast á þeim tíma ? Það er vegna þess að það sem er látið vaka á yfirborðinu er aðeins falskur gljái. Undir niðri er falsið og svínaríið algerlega ólýsanlegt !
Kristindómur Bandaríkjanna hefur verið sveigður markvisst undir takmarkalausa þjónustu við peningaöflin í landinu og það þykir ekkert athugavert lengur. Fjöldi kristniboða í þessu maðksmogna Mammons landi lifir í slíkum vellystingum og veltir sér í þvílíkum peningum að það ná engin orð yfir það. Og það gera þeir í hungruðum og blæðandi heimi, þar sem heilu þjóðirnar hafa ekki í sig og á !
Þetta heimslystarfólk virðist ekki hafa mikla andlega sýn til himnaríkis. Það vill sjáanlega taka öll gæðin út hérna megin. Það vill njóta alls í botn hér, þó Orð Guðs segi að ólýsanleg séu þau laun sem bíði trúrra manna á landi lífsins ..!
Það ætti því enginn að undrast þó maður spyrji : Hversvegna er þetta fólk sem telur sig vera í andlegri forustu í kristnum söfnuðum svona óstjórnlega gráðugt í efnislegar vellystingar ?
Eitthvað vantar þarna verulega á eðlilega hluti. Lúxuslífið á þessum trúarleiðtogum er æpandi andstæða við hófsama framgöngu Krists og fordæmi hans allt. Þessir svokölluðu leiðtogar passa sig ævinlega á því að setja ekki fram gagnrýni á neitt sem heft gæti efnalega velgengni þeirra. Þeir eru Saddúkear í eðli og anda, reiðubúnir til allra málamiðlana sem gefa þeim efnislegan ávinning !
Sumir þeirra tala ekki lengur um neitt nema peninga. Í raun og veru staðfesta þeir þannig að þeir eru ekki í þjónustu Guðs heldur Mammons. Sá sem dýrkar fjármagnið er þjónn Mammons !
Þeir Guðsmenn sem hafa óhikað gagnrýnt það sem hefur verið í gangi, og á lítið sem ekkert skylt við sannan kristindóm, hafa fengið að heyra það óþvegið, ekki síst frá fölskum leiðtogum, þessum prosperity preachers, mönnum sem eru eins og Hananja spámaður !
Þó að slíkir menn hafi áður staðið fyrir geysilega ávaxtaríkri þjónustu við Guðsríkið og verið viðurkenndir fyrir tákn og undur því samfara, hættu menn að hlusta á þá þegar þeir fóru að boða afturhvarf til réttra siða og hlýðni við Guðs lög !
Fyrst var William Branham rakkaður niður á allan hátt og síðan var á svipaðan hátt komið fram við David Wilkerson. Þessir menn vildu ekki taka þátt í spillingar-veislunni, neituðu að taka þátt í Mammonsþjónustunni !
Þeir voru trúir sínum málstað og vitnuðu um það sem þeir vissu satt og rétt, eins og þeir fáu sem vöruðu við hérlendis fyrir íslenska efnahagshrunið. Þeir spilltu gleðinni í hallarglaumi helvítisaflanna. Þeim var því útskúfað og reynt að þegja þá í hel !
En það mun sannast þó síðar verði að þessir menn höfðu rétt fyrir sér og þjónuðu Guði með þeim óeigingjarna hætti í Bandaríkjunum sem fæstir gera núna !
David Wilkerson segir í bók sinni Set the Trumpet to Thy Mouth að dómurinn yfir Bandaríkjunum hafi þegar verið felldur og það sé bara tímaspursmál hvenær honum verði fullnægt. Þrátt fyrir stórkostlegar gjafir, gífurlega hagsæld og hlunnindi í áranna rás, hafa Bandaríkin fallið á prófinu sem lagt var fyrir þau, af hálfu Guðdómsins. Þau áttu að verða heiminum til góðs en áhrif þeirra hafa orðið þveröfug. Þeirra bíður óhjákvæmilegt fall !
Það dugir ekki einu sinni fyrir Bandaríkin að iðrast eins og Nínive. Dómurinn er fallinn og honum verður ekki breytt. Enn eitt táknið um ógæfuna sem koma skal er komið fram. Það er valdataka hins dæmalausa forseta sem - þrátt fyrir hin stóru og hrokafullu orð um að hann ætli að gera Bandaríkin mikil aftur, mun í raun draga þau enn dýpra niður í svaðið áleiðis til endanlegrar glötunar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2017 kl. 18:28 | Slóð | Facebook
20.5.2017 | 11:38
Pælingar vegna valdaskiptanna í Frakklandi !
Nýkjörinn forseti Frakklands Emanuel Macron flýtti sér til Berlínar strax og hann hafði tekið við embættinu. Hann þurfti þar trúlega að hitta óformlegan yfirboðara sinn, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en eins og allir vita er Þýskaland voldugasta ríkið í Evrópu-sambandinu og ræður þar málum mikið til núorðið. Það kann því að fara svo að menn fari að tala um Stór Þýskaland á komandi árum !
Það sem Þjóðverjum tókst ekki að vinna með vopnavaldi í tveimur heimsstyrjöldum, hefur þeim nú mikið til tekist að höndla með yfirburðum í fjármálalegri getu á evrópskum vettvangi. Forustuhlutverk þeirra í málum Vestur Evrópu er nú óumdeilanleg staðreynd.
Frakkar sem í upphafi voru að jöfnu við Þjóðverja, eða jafnvel öllu heldur taldir í aðalforustu Evrópu-sambandsins, hafa dregist mikið aftur úr þeim og hafa orðið að sætta sig við það í stöðugt auknum mæli vegna pólitískrar vangetu forustumanna sinna og efnahagslegra þrenginga heimafyrir.
Það er eflaust beiskur biti fyrir Frakka að una stöðugt vaxandi valdastöðu Þýskalands innan Evrópu-sambandsins, en kannski skiptir það ekki svo miklu máli fyrir hinn nýkjörna forseta þeirra sem er víst mikill Evrópusambandssinni. Hugur hans er því kannski fullt eins mikið bundinn við Brussel og París og kannski er hann tilbúinn til þess að taka sérstakri tryggð við Berlín vegna hollustu sinnar við Brussel ?
Ástæðan fyrir útgöngu Breta úr Evrópu-sambandinu kann að vera sú að hluta til, að þeim hugnist ekki sú staða sem þar er komin upp við vaxandi forræði Þýskalands !
Sú var tíðin að utanríkisstefna Breta miðaðist við það að ekkert eitt ríki réði öllu á meginlandinu. Þeir áttu hreint ekki lítinn þátt í að þar héldist það sem þeir kölluðu jafnvægi og það jafnvægi varð auðvitað að vera þeim þóknanlegt.
En Bretar hafa nú um langa hríð búið við slaka leiðtoga og þegar forustan heimafyrir er léleg verður oft þrautaráðið að skríða í það skjól sem boðið er upp á.
Það kom hinsvegar nokkuð fljótt í ljós að Bretar fundu sig ekkert sérlega vel við stórborðið í Brussel. Þeir náðu því aldrei að samlagast hávaldaklíkunni þar og voru þar stundum eins og ljóti andarunginn !
Frakkar hafa löngum fundið sig nokkuð í andstöðu við Breta og umsagnir sumra háttsettra franskra pólitíkusa hafa stundum opinberað nokkra andúð á grönnunum handan sundsins, sem þykja oft nokkuð stífir og stirðbusalegir í samskiptum. Þá hafa átt það til að falla orð um lousy cooking og fleira í ergelsi samskiptanna. Frakkar hafa líka sem Bretar búið við frekar lélega leiðtoga í seinni tíð og það hefur sett mark sitt á stöðu þeirra !
En meðan bresk og frönsk viðhorf voru meira og minna að takast á í hinum ýmsu málaflokkum, virðast Þjóðverjar hafa getað í mestu rólegheitum siglt fram úr þeim sem afgerandi forustuþjóð að völdum í Brussel. Og nú er svo komið að Bretar hafa sagt sig úr klúbbnum og Frakkar hafa verið að skrúfa sig dálítið upp í fýlu út af hinum mjög svo breyttu valdahlutföllum, sem hafa dregið úr vægi þeirra á ráðstjórnar-sviðinu í Brussel !
Fróðlegt verður því að sjá hvernig hinn nýi forseti þeirra kemur til með að taka á málum gagnvart því forræði Þjóðverja innan Evrópu-sambandsins sem er staðreynd í dag !
Emanuel Macron er raunar nánast óskrifað blað, og jafnvel þó nýstofnaður flokkur hans vinni góðan sigur í komandi þingkosningum, er vandséð hvernig hann geti unnið Frakkland upp úr núverandi stöðu til meiri vegs og virðingar á þeim tíma sem hann ætti að hafa til þess. En það mun allt koma í ljós hvernig honum tekst til !
Í staðreyndaljósi Sögunnar má hinsvegar telja það nokkuð ógnvekjandi hvernig nýir menn geta komist til valda, mjög svo skyndilega, óreyndir og nánast óþekktir. Hætt er við að með slíkum hætti geti komið fram menn sem enginn vildi hafa á valdastóli þegar til lengdar léti !
Aldrei er það vænt til vinnings í gæfusóknarmálum, að fólk stökkvi á eitthvað sem enginn veit hvað er og kjósi óþekktu stærðina bara vegna þess að aðrir valkostir séu taldir svo slæmir. Slíkt hefur stundum haft illar afleiðingar svo ekki sé fastar að orði kveðið !
Atgervi þeirra þjóðarleiðtoga sem kastljós fjölmiðla beinist helst að um þessar mundir er í besta falli mjög umdeilanlegt. Við getum talað um ýmsa í því sambandi og kannski er nærtækast að benda á það sem kalla mætti embættisleg óreiðumál hins nýja forseta Bandaríkjanna. Hann virðist eiga erfitt með að höndla hlutverkið sem hann tók að sér og þar á sýnilega margt eftir að gerast enn og valda titringi víða á næstunni !
Og raunar er það svo, að þegar litið er yfir þann söfnuð sem hér um ræðir, fer ekki hjá því að Angela Merkel kanslari Þýskalands virðist vera með hæfari leiðtogum nú um stundir og kannski er það svo. Hinsvegar er það líka sýnilegt að aðrir leiðtogar veita henni ekki sérlega mikla samkeppni í þeim efnum !
Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum hvað þetta varðar í komandi tíð !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook
13.5.2017 | 11:32
Um misnotkun á hugtökum !
Þegar siðferðilegir mælikvarðar eru ekki lengur metnir sem skyldi, og mannfrelsið virðist að stærstum hluta skilgreint út frá réttindum til siðleysis, fer ekki hjá því að almennt skyn á gildi hins góða raskast frá því sem áður var. Allt þarf sína undirstöðu og þegar engin slík er til staðar, standa menn ekki á neinu og sökkva í svikafen sjálfskaparvítanna !
Fegurð er eitt af því sem flestallir hafa lofað í aldanna rás og er vissulega jákvætt fyrirbæri, en á okkar tímum er tjáning manna um fegurð orðinn vitnisburður um brenglað hugtaka-viðhorf þar sem talað er um hluti sem eru t.d. sagðir ógeðslega fallegir !
Að sjálfsögðu getur ekkert sem er í rauninni fagurt um leið verið ógeðslegt og þaðan af síður er eðlilegt að nota neikvætt hugtak sem aukna áherslumeiningu á jákvætt hugtak. Slík tjáning er því vottur um ruglingslega og uppreisnarkennda hugsun !
Eftir síðustu áramót sagði einn helsti handboltamaður þjóðarinnar í viðtali í fjölmiðlum, um Frakka fyrir leikinn 21. janúar : Þeir mega vera með jákvæðan hroka, þeir hafa efni á því, þeir hafa unnið fyrir því !
Þetta þótti mér undarlega mælt. Í fyrsta lagi er jákvæður hroki ekki til. Hroki er alltaf neikvæður. Að tala um að menn hafi efni á því að sýna hroka er einkennilegur framsetningarmáti og segir kannski meira um persónuleika þess sem viðhefur slík ummæli en það sem hann er að tala um. Það vinnur heldur enginn fyrir því að fá að vera með hroka. Slíkt framferði er engum manni til ávinnings og sérhver maður tapar á því að viðhafa hroka. Sagan sýnir okkur það gegnumsneytt þó fæstir vilji draga réttan lærdóm af reynslunni og sama ferlið endurtaki sig æ ofan í æ !
Hroki er í rauninni höfuðsynd og hinar gömlu forréttindastéttir sem viðhöfðu hann sem ótæpilegast á öldum áður, töpuðu stöðu sinni fyrst og fremst vegna hrokafullrar framkomu sinnar við aðra og einkum þá sem undir þá voru settir. Að lokum fengu þeir sem yfirgangurinn bitnaði á meira en nóg og gerðu uppreisn og byltu plágunni af sér og tóku völdin - en fóru svo þegar tímar liðu sjálfir að sýna öðrum hroka !
Maðurinn virðist alltaf eiga í vandræðum með sjálfan sig og það á ekki hvað síst við þegar hann er í sífelldri uppreisn gegn Skapara sínum og öllum þeim höfuðreglum sem skilað geta honum trúverðugu og tilgangsríku lífi !
Þeir sem hafa viljað halda í hrokann hafa notað alllengi annað orð sem segja má að hafi verið silkisaumað utan um hrokaferlið og þá er talað um stolt !
Stoltið sem dulbúið hrokahugtak er hugsað til þess að virka á alla á jákvæðan hátt, og gerir það reyndar oft einkum þó þegar það er notað á vægari stigum umræðu. Menn segjast vera stoltir af sínum, stoltir af þessu og hinu og þar fram eftir götunum !
En hvar endar stoltið, það sem kalla má grímuklætt hrokaferli, og hvar tekur það grímulausa við, veit það nokkur ?
Og hvernig er hugsunarlegri stöðu mála komið þegar menn eru farnir að tala um jákvæðan hroka ? Er það ekki skýr ábending um ótrausta hugtaka-undirstöðu og vöntun á siðlegum mælikvarða, sem er reyndar tímanna tákn í hinum hátt uppspennta og allsráðandi nútíma ?
Hvenær byrjaði slíkur hugtakaruglingur, var það kannski þegar menn fóru í kvenréttindabaráttunni að tala um jákvæða mismunun ? Eiga menn eftir að fjalla á sama hátt um jákvæða grimmd, jákvætt ofbeldi, já, og jafnvel jákvæða nauðgun ?
Hvar getur rangsnúinn skilningur á réttum hugtökum, sem hlýtur að valda sálarlegu undirstöðuleysi, endað annarsstaðar en í sjálfheldu siðleysunnar ?
Við þurfum að skilja hugtökin sem við notum og beita þeim rétt í máli okkar með þeim hætti að þau séu jafnan á hreinu og auðskilin bæði okkur sjálfum og öðrum - eftir inntaki sínu !
Þannig viðhelst ekki hvað síst rétt undirstaða undir heilbrigt samfélag !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook
5.5.2017 | 22:50
Andi vorsins
Mjúklega um landið læðist líkt og kisa að mús,
vorsins andi vængjaður og vildistíðarfús.
Bráðum mun hann bjóða öllum bjart og opið hús !
Bráðum mun hann leiða lífið létt í gleðidans,
vaxta af krafti í verkum öllum vilja sérhvers manns.
Ekki bregst að örvast getur allt í veldi hans !
Ekki bregst að upp hann vekur allra manna þor,
þeir sem voru þungstígir fá þar sín léttu spor.
Erfitt væri árið hvert ef aldrei kæmi vor !
Erfitt væri allt á lífsins ævistunda för
ef við sæjum seint og illa sólskinsdaga kjör.
Vorið okkur veitir best hin vonarhlýju svör !
Vorið er í vitund okkar valin sólartíð,
eftir vetur aftur skína yndisljósin blíð.
Náttúran með nýjum blóma nærir þjóðarlýð !
RK
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 575
- Frá upphafi: 365473
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 491
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)