Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018
22.12.2018 | 11:17
Hvað eru jólin ?
Já, hvað eru jólin ? Eru þau fæðingarhátíð Frelsarans, verslunarhátíð kaupmanna, hyllingarhátíð Mammons eða bara einhver uppskrúfaður tilbúningur sem ekkert gildi hefur ? Þú sem lest þessar línur, hefur þú gert það upp í þínum huga hvað jólin tákna fyrir þig ?
Ytri gildi hafa á yfirstandandi tímum náð afgerandi valdastöðu gagnvart innri gildum. Það efnislega og veraldlega hefur tekið flest andleg gildi í bóndabeygju sérgæskunnar nú á tímum. Peningaleg sjónarmið ráða ríkjum og efnishyggju-dýrkunin hefur að sjálfsögðu líka spillt andlegu gildi jólanna.
Þúsundir landsmanna virðast hafa pyngju í hjartastað og veraldleg hagsæld virðist að sama skapi hafa kælt sálir margra talsvert niður fyrir frostmark. Sent allan náungakærleik út á gaddinn. Þá er lítið andlegt eftir á þeim bæjunum !
Gróðurlaus eyðimörk andlegrar fátæktar virðist víða vera farin að færast upp á bæjarhólana. Næsta stig þeirrar eyðingar verður innanbæjar og er þegar farin að valda andlegum usla þar. Og hvernig þá ? Við eyðingu siðagildanna magnast öll upplausn. Hjónaböndin halda ekki, fjölskylduböndin slitna og heimilin hætta að vera til sem það sem þau voru - verustaðir friðar og samstöðu !
Ef jólin eru helguð þeirri hugsjón að vera fæðingarhátíð Frelsarans, eru þau jafnframt helguð uppbyggingu hjónabanda, fjölskyldubanda og heimilisbanda. Allra þeirra kærleiksbanda sem innifela það besta fyrir mannlífið !
Þar er vissulega andleg helgun góðra siðagilda til staðar, með ótvíræða blessun fyrir mannssálina. En spurningin er, hvort við viljum, í veraldlegu róti samtímans, stuðla að eflingu þeirrar kærleikshugsjónar í okkar samfélagi ?
Eða viljum við og erum við samþykk því að jólin eigi að vera hátíð andstæðra og öfugra gilda, þar sem sjálfselska og græðgi sitja í öndvegi ? Viljum við hafa þar kaupmennskubrag á öllu, að allt sé þar metið til verðs ? Viljum við að Mammon ráði þar og ríki og ætlum við að dansa þar í kringum gullkálfinn ?
Eða erum við ef til vill heiðingjar ? Erum við montin af því hvað við höldum okkur vera upplýst og menntuð og vísum þar af leiðandi Guði burt úr okkar sálarhúsum ? Viljum við segja, í samræmi við guðlausan tíðarandann, að við séum engum háð nema eigin löngunum og eigin frelsi til að njóta hvers sem er ?
Er það sá heiðingjaháttur sem á að ráða framgöngu okkar og gjörðum ?
Hvar erum við á vegi stödd ? Eru ekki jólin einmitt góður tími til að gera sér grein fyrir því ? Hvert stefnum við með lífi okkar og starfi ? Erum við að byggja upp eða rífa niður ? Verður samfélag okkar betra þegar við kveðjum en það var þegar við komum inn í það ? Verður framlag okkar einhvers virði, höfum við lagt gott til mála ?
Spurningarnar eru margar og ef við viljum vera heiðarleg gagnvart okkur sjálfum, ættum við að spyrja okkur þeirra og krefjast ærlegra svara. Og kannski er einmitt rétti tíminn á jólunum til að við gerum það upp við okkur hverskonar manneskjur við erum eða viljum vera, hvað við stöndum fyrir eða viljum standa fyrir og hvort við viljum byggja upp eða rífa niður ?
Viljum við brotin hjónabönd, sundraðar fjölskyldur og rústuð heimili ? Viljum við slíka og þvílíka upplausn í samfélagi okkar, upplausn sem verður til vegna uppreisnar gegn öllum heilbrigðum siðagildum ? Uppreisnar sem verður til vegna þess að við erum í mörgu að þjóna allt öðru valdi en við eigum og ættum helst að þjóna ? Er ekki tímabært að skoða þetta allt í ljósi sannleikans og taka nýja og heilbrigðari stefnu, í trú og von ?
Enginn ætti að fara þannig með líf sitt - að hann svíki sjálfan sig og sína sálarheill. Viljum við ekki öll stefna til fyrirheitna landsins, eftir brautinni helgu ? Er ekki lending að lokum - í ljóssins ríki - það sem við þráum öll ?
Ég óska hverri lifandi sál gleðilegra jóla í Guðs friði !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook
15.12.2018 | 13:35
Að fórna miklu fyrir lítið !
Oft hafa kjör kvenna verið slæm í gegnum söguna, en á öllum öldum hafa samt helstu hetjur lífsins verið konur. Þær hafa varið lífið og viðhaldið lífinu, iðulega alið börn sín upp við óbærilegar aðstæður og sigrast á meiri erfiðleikum en nokkur fær skilið í dag. Skaparinn einn veit um öll þau afrek sem þær hafa unnið í liðnum tíma !
Meðan karlar með völd stunduðu það margir hverjir helst að tortíma lífi, voru konur verjendur og brautryðjendur lífsins. Þannig var það lengi vel öllum góðum gildum til blessunar. En því miður sýnast konur hafa fjarlægst það lífsvarnarhlutverk á seinni tímum og nú virðast þær margar hverjar telja það spor til aukins frelsis, ekki síst þær sem meira eru menntaðar á veraldlega vísu, að tortíma lífi strax á frumstigi þess !
Þar virðist gengið gegn þeim anda sem mest og best hefur prýtt konur jarðar frá fyrstu tíð. Sú himintenging er rofin og þar með sýnist slitin hver sú taug sem þroskar, göfgar og uppfyllir mannlega sál. Og fyrir hvað ? Að því er best verður séð - fyrir veraldlega upphefð á markaði hégómans !
Það virðist undarlega siðblind afstaða, að halda því fram að konan ráði alfarið yfir eigin líkama, þegar hún hefur leyft öðrum að hafa þau afnot af honum, sem leitt hefur til þess að nýtt líf hefur kviknað. Hinn aðilinn að getnaðinum hlýtur að eiga einhvern rétt gagnvart því lífi sem er á leiðinni og það getur ekki verið rétt að annar aðilinn, annað foreldrið, ráði því alfarið hvort það líf fái að njóta sinnar verðandi tilveru. Það ætti að vera augljóst í öllu siðferðilegu samhengi málsins !
Það getur aldrei verið rétt þegar einhver pólitísk valdhugsunar sjónarmið eru látin villa fyrir og spilla siðferðilegum rökum og þeir sem þannig tala hljóta að vita betur. Það breytir engu með það þó kvenréttinda sjónarmið eigi í hlut. Það sem er rangt verður aldrei rétt !
En það er hinsvegar ljóst að heimurinn í dag er ekki trúr þeim siðagildum sem fyrri tímar grundvölluðu og hafa lengst af verið leiðsögn til betri mála. Nútíminn virðist helst vilja ryðja öllum siðaboðum úr vegi og þar með hafna óvéfengjanlegum lífsrétti hinna ófæddu !
Margar betri eigindir mannlífsins sem hafa svo lengi blómstrað best í hjörtum kvenna, virðast ekki gera það á sama hátt og áður. Breyttar aðstæður í tíðarandanum virðast hafa farið illa með það pund sem löngum hefur verið rómað sem áskapaðir kostir kvenna. Konur virðast þannig hafa spillst og verið spillt í seinni tíð !
Nútímakonur virðast alls ekki eins sterkar andlega eins og formæður þeirra. Siðlegur bakhjarl er líklega að mörgu leyti veikari og vondur tíðarandi, skapaður af sameiginlegum hroka beggja kynja, karla og kvenna, bætir þar ekki um. Enginn göfgast í meðlætinu og lítillæti vex greinilega ekki með aukinni menntun !
Menntun kvenna í núinu þarf að geta skilað einhverju öðru og betra en því sem þær læra af ósiðum karla. Höfuðmál hverrar kynslóðar karla og kvenna, á auðvitað að vera að vinna lífinu brautargengi saman, og eyða ekki kröftunum í að sundra því sem áunnist hefur, með innbyrðis stríði kynjanna hvort við annað !
Það er svo með nútímann, að þó hann hafi víða búið konum betri kjör efnalega en þær hafa nokkurntíma búið við áður í veraldarsögunni, eru þær líklega óánægðari í dag en þær hafa nokkru sinni verið. Sálarleg staða þeirra sýnist vera full af rótleysi og þær virðast eiga erfitt með að vita hvað þær vilja. Einkum sýnist sú greining eiga við um konur á Vesturlöndum, þar sem hin ytri velsæld er mest !
Konur í okkar heimshluta virðast hafa veitt of mörgu viðtöku á of stuttum tíma og komast sýnilega ekki yfir að melta það með þeim hætti, að það skili þeim raunhæfum ávinningi og auknum styrk. Sálarleg vandræðastaða er aldrei ávísun á trúverðuga velferð !
Það virðist til dæmis hreint ekki æskilegt takmark í huga menntaðrar Vesturlandakonu sem er á fullri ferð til veraldlegrar upphefðar, menntuð og komin með völd og áhrif, að fara að eiga barn. Það gæti að hennar mati líklega eyðilagt fjölmörg tækifæri til frama og farið illa með ferilskrána. Nei, barneignir eru ekki forgangsatriði í heimi hinnar menntuðu og metorðastritandi nútímakonu. Það eitt er víst !
En ef það verður nú samt af barneign, líklega vegna kynbundinnar frekju mótaðilans, hefur hin nýbakaða móðir að öllum líkindum lítinn sem engan tíma fyrir barnið sitt. Það er trúlega flest annað mikilvægara í hennar augum en það að sinna hvítvoðungi. Svo það verður annarra verkefni og kannski vantar þá eitthvað á kærleikssambandið sem löngum áður var svo rómað, þar sem hin gefandi móðurást var allt í öllu !
Það er því meira en hugsanlegt að í náinni framtíð verði hin mikla og göfuga móðurmynd nokkuð öðruvísi í lífi margra en hún hefur verið í gegnum liðnar aldir !
Það gætu þessvegna bráðlega heyrst í einhverjum viðtölum sjónarmið sem ekki hefur borið mikið á áður í sambandi við konur. Eitthvað í líkingu við eftirfarandi tón : ,, Ja, hún mamma, hún er forstjóri í einhverju fjandans fyrirtæki, ég hef aldrei náð neinu sambandi við hana og reikna ekki með því að ég geri það héðan af !
Til mikils er barist eða hitt þó heldur, þegar svo hart er sótt eftir því veraldlega og efnishyggjumarkaða, því hégómlega og yfirborðskennda, að hið mikla og manngildisríka lífsmál gleymist að mestu og hverfur í skuggann !
9.12.2018 | 11:25
,,Viðkvæmnin er vandakind !
Pólitíkin er alltaf söm við sig, fölsk og tækifærissinnuð. Það mátti svo sem vita það að ýmsir á þeim vettvangi myndu reyna að nota Klausturbars málið til að drýgja sitt pund með einum eða öðrum hætti. Það er hinsvegar engum til sæmdar að taka þannig á málum. En það verða oftast einhverjir til þess að vilja græða á annarra glópsku !
Þeir sem hafa óneitanlega orðið viss fórnarlömb óvæginnar umræðu, þar sem menn fóru langt fram úr sjálfum sér í samfélagi við Bakkus, þurfa að kunna sér hóf í lýsingum af vanlíðan sinni og kvöl út af því sem gerðist. Þar virðist farið nokkuð mikið offari og tilfinningasemin ráða frekar en skynsemin !
Ég á til dæmis erfitt með að trúa því að þúsundir Íslendinga hafi hringt út af þessu máli í tiltekna manneskju. Dramatíkin er oftast tiltölulega stutt frá pólitíkinni og reynslulýsingar geta auðveldlega orðið mjög yfirdrifnar. Betra er að hafa báða fætur á jörðinni og heilsteypta hugsun þegar rætt er um vandmeðfarin mál !
Ef þjóðþingið er að verða nánast óstarfhæft út af þessu leiðindamáli, hlýtur að vera eitthvað meira að þar en hægt er að rekja með sanngirni til þess - eins og sér.
Það er eins og kýlin séu mörg og orðin býsna aum viðkomu, sum jafnvel sprungin !
En útilokun á mannlegum samskiptum er sjaldnast leið til að græða sár og þó að sumir þingmenn vilji meina að þeir taki afskaplega nærri sér allt sem fer afvega í málum þings og þjóðar, verða þeir að geta haft samskipti við fleiri en jásystkini sín, ef út í það fer. Það er lýðræðisþroski að geta umgengist fleiri en þá sem standa manni næst og eru manni mest sammála. Sá sem ekki getur slíkt á lítið erindi á þing !
Maðurinn er ekki fullkominn og verður það seint. Klausturbars-málið er eitt af þeim dæmum sem undirstrikar það. Sumir verða berir að fordómum þegar þeir sleppa fram af sér beislinu, en aðrir verða berir að fordómum þegar þeir fordæma þá. Eitt er þó ljóst í umræddu máli sem mörgum öðrum. Áfengisneysla er ekki eitt af því sem á samleið með skynsemi og ábyrgðarkennd. Það vita flestir en drjúgmargir af þeim drekka samt !
Ranghverfa persónuleikans kemur oft fram þegar fólk er orðið ölvað. Þá segir það og gerir margt sem það mundi aldrei gera ódrukkið. Og merkilegt nokk það er enginn sérstakur kynjahalli á slíkri framkomu við slíkar aðstæður. Það hendir bæði konur og karla. Einhversstaðar stendur líka að það sé mannlegt að hrasa !
Í feilsporum fólks þarf því ekki að liggja eitthvað sem kallar á sérstaka hefnd eða útskúfun. Sumum er að vísu gjarnt að líta svo á, og við vitum að langrækni er víða til en sjaldnast þó til að bæta málin. En þeir sem hafa gæskumál samfélagsins helst sem sína stefnuskrá ættu samt að vera eitthvað nær fyrirgefningunni en aðrir !
Fólk sem missir traust vegna afglapa sinna verður að hafa einhverja möguleika til þess að afla sér þess að nýju. Annað er óforsvaranlegt. Margir hafa bætt ráð sitt og orðið betri menn eftir framin mistök. En þeir verða það varla ef þeim eru allar bjargir bannaðar til slíks !
Leiðin til endurhæfingar liggur alltaf í gegnum erfiða reynslu, beiskju, sjálfsásökun og samviskubit. En stundum vinnast fagrir sigrar á þeirri leið og dæmin eru mörg um slíkt, raunveruleg og skálduð, en öll úr heimi mannlífsins. Gleymum því ekki að séra Ketill varð að Gesti eineygða !
Hlustum því ekki of mikið á raddir sem virðast vilja búa til öfgakennda framvindu úr ömurlegum uppákomum, tala annarsvegar um ofbeldismenn og stilla hinsvegar upp píslarvottum. Sannleikurinn býr ekki í slíkum sviðsmyndum. Það má ekki kæfa hann með tilfinningaflóði í fjölmiðlum. Og allt gengur yfir eins og þar stendur.
Gamli húsgangurinn varðandi vandamál og erfiðleika mannlífsins gildir enn sem fyrr:
Þó að blási stundum strangt
stormur raunafrekur.
Ekki þarf að þykja langt
það sem enda tekur !
Ætli okkur sé ekki öllum skyldast að reyna að læra til góðs af því sem fyrir okkur og aðra kemur !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook
2.12.2018 | 14:45
Þegar dómgreindin hverfur !
Það er svo að sjá, að sumir menn hafi getað hugsað sér að halda með mjög sérstökum hætti upp á 100 ára afmæli fullveldisins og sú umsögn gæti átt við tiltekna fulltrúa á þjóðþinginu. Klaustursbars-uppákoman var með miklum ólíkindum og sýnir kannski í mörgu hvað yfirborð mála er oft blekkjandi og langt frá því sem undir liggur !
Seint hefði maður samt trúað því að umræða á jafn lágu plani og vitnast hefur, gæti átt sér stað í slíkum hópi sem hér um ræðir. Þar virðist slíkt glóruleysi hafa verið til staðar að furðu vekur. Jafnvel þó Bakkus hafi komið eitthvað við sögu er það enganveginn einhlít skýring. Það er eins og persónuleikar viðkomandi fólks hafi farið gjörsamlega á hvolf og misst allt dómgreindar-samband og ranghverfan ein ríkt á sviðinu. Enn sem fyrr tekur veruleikinnn öllum skáldskap fram !
Auðvitað er enginn fullkominn og öllum getur orðið á. En þarna var farið verulega langt yfir strikið og flestum er brugðið. Og orðbragðið sem var þarna viðhaft um fjarstatt fólk er með þvílíkum hætti að það ætti hvergi að teljast boðlegt. Og þeir sem töluðu svona eru menn sem talið hefur verið að væru með það á hreinu hvernig bæri að hegða sér. Allt er þetta með þeim ólíkindum að því hefði seint verið trúað, ef ekki lægju fyrir órækar sannanir um að þetta gerðist í raun og veru !
Það vekur líka athygli að það er kona í hópnum. Þetta eru ekki bara karlar. Og enginn í hópnum hreyfir mótmælum við rægjandi umræðunni, hvorki konan né karlarnir. Það er eins og einhver allsherjar biturleiki brjótist þarna fram, þvert á allar siðareglur varðandi mannlega framkomu. Var fólk alveg að springa, hafði það haldið svona lengi einhverri reiði í sér, varð það að fá útrás og það með þessum hætti ?
Og þetta gerist á opinberum stað, þar sem aðrir eru viðstaddir. Þó er ekki skeytt neitt um það og jafnvel talað hátt. Hvað segir þessi uppákoma okkur um móralinn innan þingsins ? Er þetta ekki eitthvað sem segir okkur sitt um þann vinnustað ? Var ekki einhverntíma sagt um bæjarbraginn á öðrum Glæsivöllum, ,,í góðsemi vegur þar hver annan ? Er þetta kannski birtingarmynd um eitthvað slíkt þó góðsemin sé fjarri ?
Liggur ekki ljóst fyrir, eftir þessa nöturlegu uppákomu, að það þarf að semja nýjar og strangari reglur sem kveða skýrt á um það - að þegar menn vanvirða sjálfa sig og aðra og raunar allt það sem þeir eiga að standa fyrir, eigi þeir skilyrðislaust að segja af sér ? Kerfið á auðvitað hvorki að verja svona framgöngu né uppdregin réttindi þjóðkjörinna fulltrúa sem hegða sér með algjörlega ósæmilegum hætti !
Það má draga margan lærdóm af því sem þarna gerðist. Viðkomandi fólk mun vafalaust gera það og vonandi viðhafa þar harða sjálfsskoðun sem full þörf er á. Ef til vill nær það að vinna sér traust á ný, en erfið verður gangan að því marki. Og aldrei verður þetta mál þurrkað burt með öllu !
Fyrst og síðast er allt þetta mál í meira lagi ömurlegt og vekur sér í lagi upp þá spurningu viljum við hafa svona fulltrúa fyrir okkur á þingi ?
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 17
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 586
- Frá upphafi: 365484
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 499
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)