Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
7.11.2024 | 00:44
Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
Nú eru forsetakosningarnar í Banda-ríkjunum loksins að baki og úrslit liggja fyrir. Þau eru hinsvegar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Báðir frambjóðendurnir voru óhæfir miðað við eðlilega siðlega mælingu, eftir gömlum og góðum gildum. Biden-stjórnin var búin að vinna sér svo mikið til óhelgi, að þess var engin von að hún fengi áframhaldandi völd. Hún hafði nánast klikkað í öllu !
Biden sjálfur hefði kolfallið ef hann hefði verið áfram í kjöri, en guðfeður Demókratavaldsins sáu að síðustu að það var vonlaust mál að bjóða hann fram aftur. Þeir gripu því í örvæntingu sinni til þess að bjóða upp á varaforseta hans og þóttust sjá einhverja von í því, en Kamala Harris var með Biden-arfleifðina á bakinu og fulltrúi hennar, og það var slæm fylgja. Auk þess var hún þar fyrir utan ekki nógu sterkur frambjóðandi á eigin forsendum !
Þrátt fyrir að Trump sé stórhættulegt ólíkindatól og enginn viti í raun fyrir hvað hann stendur eða hvað hann komi til með að gera, hefur hann samt unnið kosningarnar, ekki síst fyrir einstaklega aumlega frammistöðu bandarískra stjórn-valda á Bidentímanum. Samt var Trump ábyrgur fyrir einni verstu aðför að lýðræðislegu stjórnkerfi Bandaríkjanna, árásinni á þinghúsið, og ræður hans margar hverjar hafa einkennst af verulega innantómum frösum og ódýrum lýðskrumara-töktum !
Það er eins og Trump hafi eitthvert karlaraups hreðjatak á Bandaríkja-mönnum, og geti dregið mikinn hluta þeirra með sér hvert sem er. Þegar menn fara í stórum stíl að kjósa með þeim hætti að dómgreindin er skilin eftir heima, er ekki von á góðu. En Trump náði líklega það sterkum tökum að það dugði honum til sigurs, vegna þess að andstæðingar hans klúðruðu svo miklu á margan hátt og vandræðagangur þeirra í framboðsmálum var áberandi veikleika-merki. Því fór sem fór !
Enginn veit þó hvað framundan er. Bidenstjórnin er talin hafa leynt undanfarið ýmsum erfiðum vandamálum, svo vitneskja um þau spilltu ekki fyrir, málum sem hefði þurft að taka á fyrir kosningar. Það þýðir einfaldlega að margur vandinn mun fljótlega skella á með fullum þunga að afloknum forseta-skiptunum. Það verða því varla neinir sæludagar hjá nýja forsetanum þegar hann hefur tekið við !
Trump þarf að leysa ríkisskuldavanda upp á næstum 36 trilljónir dollara, vaxtaskuldir ríkisins eru yfir trilljón á ári og hækka enn, viðskiptahallinn á ári er hátt í tvær trilljónir og óreiða nánast á öllum fjármálum ríkisins. Og vegna heimsvalda-stefnu liðinna ára og bullandi hernaðar-hyggju og herstöðva út um allan heim, eru útgjöld Bandaríkjahers nú orðin líklega á bilinu 800 til 900 milljarðar dollara á ári. Það er því ekki víst að Trump hafi til dæmis mikla fjárhagslega burði í það fyrst um sinn, að byggja bandaríska múrinn á landamærunum að Mexíkó og það gæti svo farið að hin lofaða gullöld hans fyrir hönd Ameríku dragist eitthvað á langinn líka. Það hefur alla tíð verið auðveldara mál að gefa loforð en standa við þau !
Ólíklegustu og ólíkustu menn vænta ólíkustu hluta af Trump. Það sýnir best að enginn veit hvað hann kemur til með að gera. Eða hvaða samsvörun í þeim efnum er hægt að fá frá mönnum sem nú keppast við að óska Trump til hamingju með sigurinn, manneskjum eins og Netanyahu, Selenski, von der Leyen, Orbán og Bjarna Ben og fleiri mætti nefna ? Allir hafa sínar væntingar til Trumps, en hvað mun koma til með að koma út úr þeim ? Það veit sennilega enginn eins og er og kannski allra síst Trump sjálfur !
Bandaríkin eru ólíkindaríki og Trump er ólíkindatól. Það er kannski viss samsvörun þar á milli. En heimurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og Trump skilur þær áreiðanlega ekki, frekar en svo margir aðrir svokallaðir leiðtogar á Vestur-löndum. Það er heldur enginn meiriháttar leiðtogi til á Vesturlöndum að mannkostum til og hefur ekki verið nú um langa hríð !
Og Trump er ekki að neinu leyti persónuleiki sem breytir þar niðurstöðum til betri vegar. Það mun að öllum líkindum koma í ljós fyrr en síðar. 5. nóvember 2024 gæti því alveg í fullum skilningi fengið þann dóm Sögunnar að hafa verið mikill örlagadagur, ekki bara í sögu Bandaríkjanna, heldur í sögu alls heimsins !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook
3.11.2024 | 10:38
Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
Ástæðan fyrir sjálfsvígum í samfélaginu virðist að stórum hluta vera sú, að fólki líst ekki á þróun þess, stöðu þess og áherslur. Það finnur sig ekki lengur eiga heima innan þeirrar framvindu sem það telur að sé að eiga sér stað. Framtíðarsýnin verður myrk hjá því og vonin deyr smám saman fyrir því að það geti átt möguleika á hamingjuríku lífi. Heimsmyndin er heldur ekki til að lífga upp á neitt í þessu sambandi og virkar stöðugt neikvæðari !
Ungt fólk er sérstaklega viðkvæmur hópur í þessu tilfelli, því sívaxandi sérgæska í samskiptum fólks fer illa í það, og ýtir undir það viðhorf að hver maður sé í raun einn á báti. Enginn sé til staðar til að hjálpa og samfélagið sé orðið kalt og kærleikslaust. Þú verðir bara að spjara þig í gráðugri hákarlavöðu nútímans, uppfullri af frjálshyggju og markaðs-öfgum, og verjast því með hörku að verða étinn upp til agna efnahagslega af öðrum. Varla sé hægt að tala um heilbrigt samfélag við slíkar aðstæður, miklu frekar gróft og græðgisvætt einstaklinga-þjóðfélag !
Margt ágætis fólk sem hefur verið að berjast sinni lífsbaráttu og lagt hart að sér við að skapa sér og sinni fjölskyldu góðar lífsaðstæður, hefur orðið fyrir því að missa börnin sín út í svartnætti óreglu og erfiðleika sem hefur jafnvel endað með sjálfsvígi. Það hefur ekki gefist neinn tími fyrir uppbyggileg, félagsleg samskipti í harðskeyttri lífsbaráttunni, og þegar hinn efnalegi sigur er kannski í sjónmáli eða í höfn, er annað farið sem var óendanlega mikilvægara og verður aldrei endurheimt !
Þá er fórnarkostnaðurinn orðinn hærri en nokkur getur staðið undir, jafnvel þó líf sé fengið með þeim ytri gæðum sem sóst var eftir. En samfélag okkar í dag virðist óhikað stefna þessa leið. Félagslegar og samfélagslegar dyggðir eru hrópaðar niður af sérgæskumönnum Mammonshyggjunnar og peningaöflin hamast við það að brjóta manngildið niður og keyra auðgildið upp. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa og þær geta aldrei orðið annað en illar !
Þegar manneskjur eru komnir í þann vítahring sálarkreppu og einsemdar að mestu leyti af mannavöldum, að þær líta á samfélagið sem sívaxandi ógn og geta ekki lengur hugsað sér að vera hluttakendur í því, ættu hættumerkin vissulega að vera orðin mörg og þau eru það sannarlega !
En hraðinn í nútímanum, eftirsóknin til hinna efnislegu gæða, veldur því að fólk sér oftast ekki hvað er í gangi fyrr en það er orðið um seinan. En ein sál hefur þá endanlega orðið úti, mitt í hringiðu hinnar fjölmennu samfélagsbræðslu sem er orðin nornaketill neikvæðra afla. Skaðinn er skeður. Svo bera margir sárin frá því sem gerist við slíkar aðstæður til æviloka !
Slíkir harmleikir eru miklu fátíðari í samfélögum sem byggja á félagshyggju og samhjálp, þar sem fólk er vakandi fyrir þörfum hvers annars. En í peninga-brjáluðu samfélagi týnist mörg manneskjan og á sér engan samastað. Þannig samfélag höfum við Íslendingar satt best að segja verið að hamast við að skapa mörg undanfarin ár !
Fyrirmyndin er líklega að mestu fengin frá Ameríku, hins óhóflega neysluríkis, sem gleymir svo oft mannlegum þáttum lífsins í græðgi sinni eftir efnahagslegum ytri gæðum. Af þessum sökum hafa aldrei verið til fleiri auðmenn á Íslandi en einmitt í dag og líklega flestir á vafasömum forsendum, þó almennings-kjörin eigi jafnt sem fyrr erfitt uppdráttar !
Akur lífsins á Íslandi er orðinn býsna kaldur. Það sækir frostkuldi að rótum þar og fátt yljar með afgerandi hætti. Og lyklabörnin verða þar úti, mörg hver, önnur búa ævilangt við afleiðingarnar af þeim skorti á umhyggju sem þau bjuggu við fyrstu lífsárin, meðan báðir foreldrarnir voru úti að vinna fyrir stöðugt meiri ,,nauðþurftum. Þau verða að mæta lífinu, kalin á sál og sinni !
Það eru afleiðingar tilveru sem miðast hefur fyrst og fremst við efnishyggju en ekki tilveru félagslegra samskipta. Sumir halda að leikskólar komi að fullu í staðinn fyrir heilbrigða móðurást, en svo er ekki og getur aldrei orðið, jafnvel þó sumir þeirra þyki góðir !
Í hverju því tilfelli þar sem manneskja verður úti í samfélaginu er vissulega um harmleik að ræða, og þegar samfélagið er orðið svo snautt af samhjálp og heilbrigðri félagshyggju, að öll hjálp er sem í skötulíki, virðast oft allar bjargir bannaðar. Varnarráð kerfisins virðast oft frekar miðuð við að skapa öðrum vinnu, en að hjálpa þeim í raun og veru sem þurfa á hjálp að halda. Þessvegna verður útkoma þeirra bjargráða sem gripið er til oft svo nöturleg og í mörgum tilfellum verulega ómanneskjuleg !
En það þurfa margir á hjálp að halda vegna sálarlegrar neyðarstöðu. Og við slíku þarf að bregðast með skilningsríkum hætti og forða fólki frá þeirri samfélagsógn sem í slíku býr. Hvert líf sem glatast vegna hraðsóknar gráðugra viðhorfa efnishyggjuafla eftir vindinum, er líf sem hefði trúlega verið hægt að bjarga, ef fólk hefði í tíma getað tekið sér mannlegri stöðu og stillt lífsgæðakröfum sínum í meira hóf sjálfs sín vegna og samfélagsins !
,,Aðgát skal höfð í nærveru sálar segir ævafornt spakmæli. Í því býr viska aldanna og gildið er og verður óhrekjandi. Félagsleg samkennd er ekki hátt metin eða skrifuð í íslensku nútímaþjóðfélagi. Vegna þess hafa margir þurft að líða. Algera hugarfarsbreytingu meðal þjóðar-innar þarf til þess að fólk - almennt talað nái að skilja, að hugsun fyrir sálarheilli velferð heildarinnar, þarf alltaf að byggjast á hugsun fyrir sálarheilli velferð hvers og eins !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
- Verum íslensk og styðjum ekki stríðsvindana !
- Fjallað um fyrirsjáanlega brotlendingu !
- Svolítil gáta um ótiltekið land ?
- 17. júlí 1944 Ganga hinna sigruðu !
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 42
- Sl. sólarhring: 89
- Sl. viku: 708
- Frá upphafi: 354132
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 425
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)