Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024
30.7.2024 | 17:45
Allt er á hverfanda hveli þó Kamala sviðinu steli !
Augljóst er að margt hefur breyst við það, að Joe Biden var látinn draga sig í hlé og Kamala Harris er nú sögð fara fram fyrir Demókrata. Þegar ljóst þótti að Biden myndi að öllum líkindum tapa fyrir Trump, var stemmningin fyrir framboði hans fljót að falla saman, og maður hefur gengið undir manns hönd í baktjalda og bakvalda-sveitinni til að gera karlgreyinu það ljóst að hann hefði mjög takmarkaða möguleika til sigurs og yrði að víkja !
En hvað felst í framboði Kamölu Harris ? Ekki hefur nú virtst vera mikil ánægja með hana ? Er hún ekki umdeild í meira lagi ?
Er hún ekki bara annar fulltrúi Djúp-ríkisins, vopnasölu hringanna og markaðs-hyggjustjórnar manndrápanna ? Og kemur kannski einhver nýr frambjóðandi fram á flokksþinginu og hirðir vinninginn við nefið á henni, einhver mun frambærilegri en hún ?
Það getur svo sem margt gerst enn þó fari að saxast á tímann. En það er afskaplega nöturlegt fyrir heiminn, að flest meiri-háttar mál þurfi að bíða þar til búið er að útkljá hver verður næsti forseta Bandaríkjanna. Verður stríð eða friður, rústa Bandaríkin enn einu þjóðríkinu og senda það aftur á steinöld ? Fer ekki sú glæpasaga að verða fullskráð í blóðuga annála mannkynssögunnar ?
Geta þeir Washington, Adams og Jefferson aldrei fengið að hvíla í friði ? Fá þeir aldrei grafarró vegna þess hryllings sem skapast hefur af afrekum þeirra frá fyrri tíð og hefur verið umsnúið á versta veg ? Bandaríkin hafa skotið Rómaveldi langt aftur fyrir sig í styrjöldum og glæpa-verkum í seinni tíð. Það kemst enginn í neinn samjöfnuð við þann feril sem þau eiga síðan heimsveldisstefnan var tekin upp, fljótlega eftir borgarastyrjöldina. Hin sigruðu Suðurríki urðu þannig fyrsta arðrænda nýlenda Bandaríkjanna. Þar komst Washingtonvaldið fyrst á bragðið !
Það er löngu orðið ljóst að Bandaríkin eru ekki vinsæl á heimsvísu. Þau ríki sem fylgja þeim eru þrælslega undirgefin þeim og þarf ekki að fara langt til að sjá það. Ekkert ríki í þeim hópi er í raun sjálfstætt.Sjálfstæði þeirra allra er geymt í merktum skúffum í læstum skjalaskáp í Pentagon undir forskriftinni Hinir hlýðnu og undirgefnu ! Þar er ekkert tileinkað lýðræðislegum stjórnarháttum, aðeins fullkominni þjónkun við bandarískt vald um heim allan !
Engin þjóð sem fylgir heimsvalda-sinnuðum forskriftum verður vinsæl til lengdar í þessum heimi. Það er hægt að kúga og kreista og klípa, múta og tæla og blekkja, en ekki endalaust. Bandaríkin hafa fylgt röngum forskriftum það lengi, að flestir eru farnir að sjá þar úlfinn í gegnum uppsettar ímyndir. Traustið til valdsins í Washington er orðið lítið á heimsvísu og aðeins hinir hlýðnu og undirgefnu fylgja því núorðið og halda sig þar á grasi. Að því kemur að það verður ekki lengur talið gildandi til gengis !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook
27.7.2024 | 10:31
Hinar manngerðu mannlífshættur !
Við fáum stöðugt aðvaranir um hættur tölvutækninnar. Allt okkar líf er orðið háð þessari tækni sem getur brugðist okkur hvenær sem er. Engin trygging er lengur fyrir hendi hvað öryggi snertir. Allt er í hers höndum og fjandinn er laus !
Tæknin er farin að stjórna með sínum hætti og öll heimsumferðin, viðskiptalíf og allt annað byggist á hæfni einstaklinga til að kunna á tölvur og takka. Mistök hljóta að eiga sér stað. Það þarf ekki neina gervigreind til þess að svo verði !
Allt tölvufarganið í kringum fólk í nútíma samfélagi er farið að virka sem tifandi tímasprengjur og ekkert dregur þar úr ráðandi helstefnuhugsun. Og fleiri og fleiri gefast bara upp og hverfa af sviði lífsins og taka jafnvel svo og svo marga með sér !
Frelsi manna, sjálfstæði þjóða, heilbrigð siðagildi, allt hefur þetta verið brotið niður á síðustu árum af satanískum tíðaranda sem virðir ekki neitt nema eigin græðgi. Maðurinn færist stöðugt meira frá því að vera maður í það að vera djöfull !
Er þess að vænta að einhver siðbót verði ? Má búast við því að ábyrgð og dómgreind í formi fjöldahreyfingar fari af stað í siðbótarbyltingu gegn dauðastefnu tækni-brjálaðs tíðaranda ? Nei, það er ekki nein sýnileg merki um slíkt. Mannkynið lætur allt sem illt er, knýja sig nær og nær hyldýpinu, hinni ystu nöf !
Stjórnvöld víðasthvar eru verst allra með forhert ábyrgðarleysi, kúgun, lygar og mannréttindabrot á allan hugsanlegan máta, ekki síst á Vesturlöndum, þar sem rótfest siðleysi og friðleysi er að verða algjört.
Sé stutt á einn rangan takka getur meira en lítið gerst og afleiðingarnar orðið skelfilegar og það þarf kannski bara einn yfirspilaðan gráðuvitleysing til að valda slíku og við eigum þá í þúsundatali !
Margmilljónaþjóðir eru svo úrkynjaðar orðnar, að engir nothæfir leiðtogar koma þar fram lengur, aðeins forríkir frekjudallar með takmarkaða greind og enn takmarkaðri siðvitund !
Svo sitjum við uppi með ókosti allra okkar gerviþarfa, og þeirrar rugluðu samfélags-myndar sem springur framan í okkur með tölvutækni sinni einhvern daginn með svo alvarlegum hætti, að enginn takki virkar lengur og þá má líklega loka sjoppunni !
Mörg er orðin mannlífs gloppan
margt um hættur vitni ber.
Hvenær lokar siðlaus sjoppan
sem er okkar veröld hér ?
24.7.2024 | 12:16
Nýja nýlendustefnan fær ekki staðist !
Vestur-Evrópuríkin lifðu lengi á nýlendu-arðráni. Jafnvel Danmörk á ljóta sögu í þeim efnum. Bretland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía og Ítalía, öll eiga þessi ríki svívirðilega fortíð í nýlenduarðráni og skefjalausri kúgun og allskyns mannréttindabrotum á öðrum þjóðum. Þýskaland var seint til á nýlendu-veiðarnar, vegna síðbúinnar sameiningar landsins heimafyrir, en var ekki síður gráðugt þegar það stökk af stað í sína ætisleit !
Fyrri heimsstyrjöldin fór ekki síst í gang vegna samkeppninnar í kringum nýlendu-arðránið. Sumar þjóðir töldu sig hafa orðið afskiptar og vildu að málum yrði skipt upp á nýtt. Auðvaldsríkin voru full öfundar og óvildar hvert í annars garð. Þýskaland var ekki sátt með að sitja bara uppi með eyðimerkur og ómerkilega eyja-skika úti í hafi meðan aðrir dönsuðu á demöntum og gulli !
Ekki var það kommúnismi sem hratt fyrri heimsstyrjöldinni af stað, ekki frekar en þeirri síðari. Það var græðgi auðvaldsins sem var höfuðgerandi þeirrar illu fram-vindu. Allir vildu meira í sinn hlut af nýlendugróða og rangfengnum tekjum. Þar var enginn að halda á lofti neinum lýðræðisfána eða hreinum hugsjónum. Allt var heltekið græðgi og nýlendutíminn gamli er og verður ævinlega mikill og stór skammarblettur á heiðri flestra vestrænna þjóða !
ESB er á okkar tímum hið blóðþyrsta og síhungraða stórbatterí miðstjórnarflækju-kerfis, sem þarf stöðugt meira fjármagn. Og hvaðan á það fjármagn að koma, þegar tekjur aðildarríkjanna dragast saman og hagvöxturinn dvínar ? Þannig er nýja nýlendustefnan tilkomin á teikniborðum búrokratanna í Brussel. Og Úkraína varð bráðin, eins og forðum hjá nazistunum. ESB hefur fjárfest gífurlega í Úkraínu og var á fullu við að leggja landið algerlega undir sig fjármálalega, þegar aðstæður breyttust heldur til hins verra fyrir allt hið þrauthugsaða gróðabrall !
Stjórnvöldum í Rússlandi varð loks nóg boðið með stöðugan ágang Kiyv-fasistanna á rússneska íbúa austurhéraðanna, enda þá búið að vera stríð í gangi gegn þeim, allt frá 2014. Og Rússar sendu herafla inn í austurhéruðin og sögðu ,,hingað og ekki lengra, nú er nóg komið ! Af hverju í ósköpunum höfðu þeir beðið í 8 ár, héldu þeir að hægt væri að semja um málið, semja við aðila sem fram til þessa hafa svikið alla samninga sem við þá hafa verið gerðir ?
En nú voru Rússar samt búnir að ákveða sig. ,,Við erum til í allt við þessar aðstæður, sögðu þeir og meintu það víst. Svo mjög fannst þeim hafa verið að sér þrengt. En ESB er hungrað valdabákn sem vill fá fullan arð af sínum fjárfestingum. Það var nefnilega skipulagt valdarán í Úkraínu 2014 til að ná fram ávinningi af nýrri nýlendustefnu og blóðsugur af Brusselltagi láta ekki bráð eins og Úkraínu frá kjafti sleppa. 80 milljarða dollara fjárfesting verður að skila arði. Í því sambandi er enginn að hugsa um lýðræði eða mannréttindi úkraínsku þjóðarinnar, fátækustu þjóðar Evrópu. ESB og Nató komu upp leppstjórn fasista í Kiyv sem hefur til þessa þjónað þeim og engum öðrum !
En sú þjónusta hefur kostað sitt. Kiyvstjórnin hefur verið óspör á úkraínskt blóð fyrir blóðsugurnar í Brussel. Það hefur ekki vantað að fórnirnar fyrir skurðgoðin þar hafa verið miklar. En það undarlega er, að stærstur hluti úkraínskra flóttamanna hefur flúið til Rússlands. Það segir líklega sitt um það hverjir eru að ofsækja hverja og hvert fólk telur sig geta flúið og á náðir hverra !
Vesturveldin hafa aldrei lært að lifa af sínu. Þau gengu fyrir arðráni í marga mannsaldra og hafa aldrei afvanist því að arðræna aðrar þjóðir. En nú er fastara fyrir en oftast áður. Og þó að gömlu níðingaríkin hafi safnast saman í eitt miðstjórnarskrímsli, til að viðhalda yfirgangi og kúgun í heiminum, mun það ekki duga til.
Ný nýlendustefna verður ekki lengur meðtekin með nokkrum hætti. Í þeim efnum er komið að skuldadögum í margháttuðum skilningi. Endurtekning á fyrri yfirgangi Vesturveldanna fær ekki með nokkru móti staðist í þeim margpóla heimi sem nú er að taka yfir !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook
Þó að Moskvuréttarhöldin fyrir stríð kölluðu fram gífurlega holskeflu áróðurs og hatursumræðu á Vesturlöndum gegn Sovétríkjunum, er enginn vafi á því til dæmis, að hin nýju stjórnvöld í Bretlandi lærðu sitt af því sem þau leiddu í ljós. Bretar voru komnir í nauðvörn eftir Munchensamninga Chamberlains, sem voru úrslitatilraun auðvaldsheimsins til að beina Hitler í austur !
Frakkland steinlá fyrir nazistaherjunum, enda fimmta herdeildin búin að rústa þar öllu fyrirfram, í stjórnmálalífi, her og allri þjóðlegri vörn. Jafnvel stríðshetjur úr fyrra stríði drógust með og eyðilögðu orðspor sitt gjörsamlega. Pierre Cot fyrrverandi flugmálaráðherra Frakklands ritaði síðar bókina Sigur landráðanna (Triumph of Treason) og lýsti þar hvernig franska fimmta herdeildin hafði hegðað sér undir landráðaforustu Lavals, hers-höfðingjanna Weygands og Pétains og Trotzkistans Doriot og annarra slíkra svikara. Þar laut franskur heiður lágt !
Leppstjórn nazista var í framhaldi mála látin taka við í Frakklandi. En hinum megin við sundið varð Chamberlain að segja af sér, enda yfirlýsing hans eftir Munchensamingana orðin argasta öfugmæli, ,, Sjá, ég færi yður frið um vora daga ! Þarna stóð þessi hástéttar - Breti eins og strípaður asni, nýkominn frá Munchen, og veifaði tryggingarvíxlinum sínum, pappírs-blaði undirrituðu af Adolf Hitler !
En hver átti að mynda nýja stjórn ? Íhaldsflokkurinn átti engan boðlegan mann sem ekki hafði skriðið fyrir Hitler. En, annars, það var reyndar einn til, afdankaður fylliraftur sem allir höfðu eiginlega afskrifað, hann var enn að rífa kjaft gegn Hitler. Kannski væri hægt að notast við hann ? Þar sannaðist enn sem fyrr viska fornsagnanna þar sem segir : ,,Áttak næsta völ /nýtra drengja / nú er úlfshali / einn á króki. En notast varð við það sem völ var á og úlfshalinn var einn í boði. Þannig komst Churchill á koppinn !
Nýja stjórnin sagði strax skilið við undangjafarstefnuna. Hún fór strax í að gera fimmtuherdeildarfólk um allt Bretland skaðlaust. Handtökur voru framkvæmdar í stórum stíl og voru svo umfangsmiklar, að með þeim tókst að lama landráðahreyfinguna að miklu leyti. Í fyrirvaralausri árás á aðalstöðvar Sambands breskra fasista náðust mörg mjög þýðingarmikil skjöl og miklar upplýsingar. Þar voru einnig allmargir fimmtuherdeildarmenn teknir fastir við sínar klækjakúnstir !
Sir Oswald Mosley foringi breska fasistaflokksins var handtekinn á heimili sínu. Aðrir handteknir voru til dæmis, John Beckett, fyrrverandi þingmaður og stofnandi Peoples Party, sem voru Samtök gegn Sovétríkjunum, sem hlynnt voru nazistum; A. H. Ramsay höfuðsmaður, íhaldsþingmaður frá Peebles; Edward Dudley Elan, embættismaður í einu ráðuneytinu og kona hans frú Dacre Fox; og síðast en ekki síst Sir Barry Domvile flotaforingi, fyrrverandi yfirmaður hernjósna flotans. Hann var formaður leynifélags nazistavina í landinu er nefndist The Link og skipulagt hafði verið með aðstoð Heinrich Himmlers og Gestapo. Samþykkt voru landráðalög sem lögðu dauðarefsingu við landráðum !
Árið 2017 kom út bókin Hitler´s Munich Man eftir Martin Connolly, en hún fjallar einmitt um feril Barry Domviles. Staða mála var ekki beint glæsileg í Bretlandi við valdatöku Churchillstjórnarinnar upp úr 10. maí 1940, þegar búist var við innrás Þjóðverja á hverri stundu. Sennilega hefur enginn forsætisráðherra Breta komið þjóð sinni í annan eins vanda og Chamberlain hafði gert er hann sagði af sér 10. maí !
Hefðu Sovétríkin ekki verið sú ógn í austri sem leiðtogar nazista-Þýskalands töldu, er nánast víst að Þjóðverjar hefðu gert innrás í Bretland. En þar sem þeir töldu Breta nánast afgreidda og búna að vera, ákváðu þeir að snúa geirum sínum að þeim óvini sem þeir óttuðust meira. Þar með opnuðu þeir að fullu á þá framvindu sem varð. Sovétmenn og Bretar urðu þannig sjálfkrafa bandamenn !
Og þegar Japanar, tæpu hálfu ári seinna, opnuðu á sína heimsku með árásinni á Perluhöfn, voru öxulveldin farin að reyna að gleypa allt of stóra bita. Sovétríkin stóðu í Hitlers - Þýskalandi og Bandaríkin stóðu í Japan. Þeim bitum varð aldrei kingt og rennt niður !
Yfirstandandi tilraun auðvaldsheimsins og Djúpríkisins til að herja á Rússland í gegnum Úkraínu, er líka dæmd til að mistakast. Þar hefur í raun verið um að ræða endurtekningu þeirrar atburðarásar sem fór svo illa út af sporinu í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú ætla Nató og ESB að leiðrétta fyrri mistök, enda sömu skuggaöfl að verki og forðum, bak við tjöldin. Framvindan sýnir að menn hafa ekkert lært af fyrri óförum !
Gamla planið var að efla Hitlers-Þýskaland til árásar á Sovétríkin, en nú var hugmyndin að beita Selenski-Úkraínu gegn Rússlandi. En reikningsskekkjurnar létu ekki á sér standa og hernaðurinn hefur gengið illa fyrir fasistana í Kiyv, þrátt fyrir allan fjárausturinn og vopna-sendingarnar að vestan. Sömu ljónin eru enn í veginum og forðum og þau hafa enn fullan vilja og styrk til að verja sig og það sem þeirra er !
Bitinn er enn allt of stór og líklegur til að verða það áfram, og kannski ekki síst vegna þess, að háþróuð kjarnorkuvopn, eru nú hreint ekki svo lítill hluti af vopnabúri hins rísandi Rússlands, sem eflist með hverjum degi !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook
18.7.2024 | 13:49
Sovéski heraflinn var fær um, - og rússneski heraflinn er fær um að verja sitt land og sína þjóðbræður !
Sennilegt er, að það sé mat mjög nálægt réttu raunlagi, að um tíu sovéskir hers-höfðingjar í seinni heimsstyrjöldinni hafi verið mun færari en nokkur hershöfðingi Vesturveldanna í sömu styrjöld. Þar vil ég nefna Giorgi K. Zukhov, Konstantin K. Rokossovski, Alexander M. Vasilevski, Ivan S. Konev, Nikolai F. Vatutin, Andrei I. Yeremenko, Vassili I. Chuikov, Feodor I. Tolbukhin, Rodion Y. Malinovski og Ivan K. Bagramyan !
Einn af þessum hershöfðingjum féll í styrjöldinni. Það var Nikolai Vatutin sem var drepinn l944 í fyrirsát úkraínskra fasista, skoðanabræðra þeirra manna sem fara nú með völdin í Kiyv !
Allmargir aðrir sovéskir hershöfðingjar koma líklega nokkuð fast á hæla þessara manna, svo sem Nikolai N. Voronov, Vassily D. Sokolovski, Kirill A. Meretskov, Kirill S. Moskalenko,, Matvej V. Zakharov, Leonid A. Govorov, Mikhail Y. Katukov, Pavel A. Rotmistrov, Sergej M. Shtemenko, Ivan D. Chernjakhovski, o.fl !
Ivan Chernjakhovski lést af sárum er hann fékk í nágrenni Königsberg, er Rauði herinn var í sókn sinni þar á leiðinni til Þýskalands. Hann var yngsti hershöfðinginn í sögu sovéska heraflans, en þegar búinn að sanna mikla faglega hæfni !
Vestrænir hershöfðingjar komast þarna eiginlega ekki í neinn samjöfnuð. Eisen-hower hefur líklega aldrei í eigin persónu strítt á vígvelli, og það er haft fyrir satt að Patton hafi ekki sagst geta virt hann sem hermann. Omar Bradley, Douglas MacArthur og fleiri bandarískir hers-höfðingjar voru lítið meira en meðalhæfir foringjar, en sambönd og pólitík fleytti þeim langt upp eftir tignarröðinni. Þar var einhverju öðru en vígvallareynslu fyrir að fara !
George S. Patton jr. var eiginlega í raun eini hershöfðingi Vesturveldanna sem var líklega harður stríðsmaður í eðli sínu, maður sem fann sig líklega hvergi betur en á vígvelli. En hann var hinsvegar með eindæmum hrokafullur maður og sjálfs-elskur, kunni ekki mannasiði og lét illa að stjórn. Hann lést með undarlegum hætti af slysförum rétt fyrir jólin 1945, og að því er virðist, veit eiginlega enginn hvað gerðist í raun í því meinta slysi og varla verður það skýrt héðan af !
Það er hinsvegar vitað nú að Montgomery marskálkur gerði allskonar vitleysur í sinni herstjórn, var sérgæðingur fram í fingurgóma og eindæma falskur gagnvart öllum samstarfsmönnum sínum. Nánast allir bandarísku hershöfðingjarnir voru búnir að fá miklu meira en nóg af honum og monti hans áður en stríðinu lauk. Jafnvel sumir breskir foringjar þoldu Montgomery alls ekki. Hann varð heimsfrægur fyrir annarra tilverknað og verðskuldaði frægð sína áreiðanlega að mjög litlu leyti !
Churchill setti hann í toppsætið fyrir sóknina við El Alamein rétt áður en hún hófst. Auchinleck sem undirbjó sóknina var fjarlægður. Áður hafði Wavell verið tekinn þar frá stjórn, en hann hafði staðið sig vel við miklu verri aðstæður, og margt bendir til að báðir þessir hershöfðingjar hafi verið mun færari fagmenn í hermennsku en Montgomery !
,,Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá segir spakmælið og í gjörspilltum aðalshyskisheimi Bretaveldis var það venjan frekar en hitt, að gefa einhverjum óverðugum ávextina af sigrum og afrekum sem einhverjir menn af lágum stigum unnu. Og ekki var staðan í þeim efnum miklu burðugri í Frakklandi. Þar var stöðugt dekrað við óhæfa drullusokka vegna bláa blóðsins og það langt fram eftir nítjándu öldinni, löngu eftir byltinguna !
Enginn fyrrnefndra hershöfðingja Sovét-ríkjanna hefði átt nokkra möguleika til frama á sviði herstjórnar, ef keisara-stjórnin hefði þá verið við lýði í Rússaveldi. Þeir voru alþýðumenn að uppruna, kraftmiklir menn og einbeittir, menn sem stefndu vægðarlaust að lokatakmarkinu, fullum sigri á nazista-ófreskjunni. Þeir voru ekki úrkynjuð afkvæmi aðals og langtíma forréttindaliðs blóðlausra aumingja !
Þeir stóðu sig, og það var kjarni málsins. Auðvaldsfjölmiðlar á Vesturlöndum voru með yfirlýsingar í sífellu um að Rauði herinn væri búinn að vera, þar sem bestu hershöfðingjar hans hefðu verið teknir af lífi í hreinsunum. En þar réði óskhyggjan ein. Umræddir menn voru bara bestir í augum fjandríkja og óvina Sovétríkjanna. En hershöfðingjar sanna yfirleitt gildi sitt mest og best með hæfni sinni og trúmennsku sinni við land sitt og þjóð !
Fjölmiðlar Vesturveldanna litu algjörlega framhjá því, að umræddir menn voru í raun ekkert nema fimmtuherdeildarmenn. Þeir höfðu þjónað undir valdabrölt Trotzkys, vestrænt auðvald og jafnframt erindreka þýsku nazistastjórnarinnar, og að lokum verið handteknir og dæmdir sannir að sök sem landráðamenn !
Þannig urðu örlög Túkhatsjevskys, Gamarniks, Uborevitch, Putna, Jakirs, Eidemans, Korks, Feldmans og Primakovs. Átta þeirra voru leiddir fyrir herrétt hæstaréttar Sovétríkjanna, dæmdir til dauða og skotnir innan sólarhrings. Jan Gamarnik skaut sig áður til að forðast handtöku eins og Tomski hafði gert á undan honum !
Fimmta herdeildin, svikaherdeildin, sem hafði gert sig gildandi í falli allra þeirra ríkja sem Þýskaland nazismans réðist á í byrjun styrjaldarinnar, var ekki til staðar í Sovétríkjunum árið 1941, til að vinna sitt óþurftarverk. Hún hafði verið þurrkuð út í tíma !
Það gerði gæfumuninn, fyrir það ríkjasamband sem allur auðvalds-heimurinn hafði stefnt að til margra ára, að þurrka af yfirborði jarðar. Til þess var Hitler vakinn upp úr helvíti, en hann sveik þá sem ólu hann og ætluðu honum ákveðið styrjaldarhlutverk Napóleons í austurvegi. Hann vildi fyrst herja í vestur og því fór sem fór. Það vill löngum verða svo, að það sé varasamt mál að vekja upp djöfla, ala þá hjá sér, með sér, og í sér !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook
15.7.2024 | 17:45
Um framtíðarveruleika ofskólunar !
Ljóst er að lengi verður hægt að finna upp nýjar fræðigreinar, þó að þær muni ekki skila neinu í aukningu á framleiðslumálum eða undirbyggingu samfélagsins með verðmætasköpun að takmarki. Sífellt umbúðameiri ofskólun einstaklinga með gráður upp á vasann verður því að óbreyttu stöðugt þyngri baggi fyrir samfélagið allt !
Nýjar ofskólunargreinar geta sem best orðið eftirfarandi :
Fræðafræði, þekkingaröflun og skipulag varðandi allar fræði-greinar. Mun skila af sér að loknu námi fullgildum fræða-fræðingum sem munu fá viðurkennda gráðu í alfræðihugsun.
Efirlitsfræði, víðtæk stjórnun á öllum eftirlitskerfum og mun gefa gráðuvald í þeim efnum sem tekið verður gilt í öllu ríkiskerfinu.
Alhliða sérfræði, sérfræðimenntun sem ná mun yfir alla sérfræði og gefur skipulags-vald til að samhæfa alla stjórnun í þeim efnum.
O.s.frv.O.s.frv.O.s.frv.O.s.frv....................................................!!!
Ísland er nú alfarið undir ábyrgðarlausu valdi sérfræðinga, sem eru ekki valdir af fólkinu. En fulltrúar fólksins, valdir af því, skýla sér stöðugt á bak við sérfræði-álit. Við dælum út fólki linnulaust í gegnum framhaldsskólana og háskólana, langt umfram þarfir þjóðfélagsins. Og hvað á þetta fólk að gera ? Það fer beint í eftirlitskerfið sem endalaust getur bólgnað út og bætt við sig !
Kornungt fólk er kynnt í fjölmiðlum sem - til dæmis - náttúruvársérfræðingar. Hvað skyldu þeir vera orðnir margir ? Raddir þeirra sumra í útvarpi virðast svo bernskar, að þær gætu bent til þess að þeir væru lítið meira en þrettán ára og enn gangandi með skólatöskur og það á grunnskólastigi !
Hagfræðimenntaðir unglingar virðast eiga að vakta markaðinn og reyna að sjá út hvað hann tekur til bragðs, eins og hann sé lifandi skepna, en ekki undir stjórnun manna. Þannig var það líka fyrir hrun, þá störfuðu greiningardeildir innan bankanna til að sjá fyrir efnahagsleg áhlaupsveður í tíma, með forustufólk á margmilljóna-kaupi á mánuði hverjum. Litlar sögur fóru af því eftir á hvernig til tókst með þær efnahagsvarnir. En þær fóru auðvitað beint í ruslið, enda gagnslausar með öllu !
Rúllettan er samt greinilega komin af stað aftur. Lærdómsgráður eiga að segja alfarið til um manngildi, þó þær hafi í rauninni afskaplega lítið um það að segja. Flestallir landsmenn hafa þó komist í kast við lærða asna með lítið vit og þurft að borga sitt vegna glópsku þeirra sumra !
Skóluð innrétting er oft með þeim hætti núorðið, að þar virðist ekki nein undirstaða mannlegrar hæfni til eins eða neins. Og hvað er þá eiginlega verið að byggja upp ? Sumum finnst reyndar að það sé frekar verið að byggja niður, og ef svo er, þá er vægast sagt ógæfuleg framvinda í gangi í málum og býsna margir rangir reikningar gerðir í kerfinu !
En við höldum samt ótrauð áfram að byggja samfélagið upp sem pýramída á hvolfi, þó allir ættu að vita hvernig það hlýtur að enda. Hefur það kannski verið með slíkum hætti sem öll fyrri hámenningarskeið Sögunnar hafa endað í velferðarstrandi og hrunið þannig niður á langtíma flatneskju eymdar og úrkynjunar í kjölfarið, jafnvel svo öldum skipti ?
Þarf ekki að stíga fast og ákveðið á bremsur varðandi ofskólun og mennta-dýrkun, áður en öllu er stýrt í efnahagslegt þrot og raunverulegri þjóðarvelferð er tortímt ? Átrúnaðarfullur menntakeisarinn í landinu stefnir nefni-lega í það, senn hvað líður, - að verða nakinn hvað raungildi og þjóðlegan ávinning snertir og skila engu nema eigin nekt !
Og hvar stöndum við þá, með allan menntahrokann,ófær til allrar viðreisnar ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook
11.7.2024 | 12:50
,,Labour íhaldið er lítið skárra !
Nú er Tony Blair, fyrri tíðar fallin stjarna, farinn að ráðleggja Keir Starmer hvernig halda beri á málum. Sennilega gæti Starmer varla fengið verri ráðgjafa. Tony Blair er úrelt fyrirbæri og hann skildi ekki vel við. Sennilegt er, að valdatími íhaldsins eftir þá félagana Blair og Brown, hafi einkum komið til vegna þess að fólk var hætt að treysta Verkamanna-flokknum til eins eða neins, eftir valdaferil þeirra tvíburanna. Þeir spiluðu sig alveg út úr þjóðarsálinni !
Blair er bara umhugað um að vernda sína pólitísku arfleifð. En hún er nú ansi mikið minni en hann heldur. Ferill hans í innflytjendamálum var aldrei beysinn og hann var, engu síður en aðrir forsætis-ráðherrar Breta á síðari árum, algjör undirlægja Bandaríkjanna og fylgdi þeim í einu og öllu. Það varð Bretum til áfram-haldandi og enn frekari niðurlægingar í Írak og víðar. Nú vill Blair að Starmer fylgi hans forskriftum, líklega svo hans forusta verði ekki til að kasta rýrð á valdatíma Blairs sjálfs og sýna í enn opnara ljósi þau mistök sem þá voru gerð af forustu flokksins !
Framtíðarsýn Blairs eftir fimmtíu ár virðist vera að þrjú risaveldi verði þá leiðandi, Bandaríkin, Kína og ef til vill Indland. Manngreyið minnist ekkert á Rússland sem er að ná vopnum sínum á ný sem rísandi veldi. Hann virðist ekki sjá, að Bandaríkin eru þegar í dag hnignandi veldi, svo maður tali nú ekki um 50 ár héðan í frá. Svona spámenn eigin óska-drauma geta nú ekki talist merkileg fyrirbæri, og Blair hefur aldrei verið merkilegur maður, jafnvel ekki þegar hann var talinn á toppnum og menn héldu að hann hefði eitthvert manndómslegt innihald !
Maðurinn fékk drjúgan valdatíma en skildi ekkert eftir sig nema Gordon Brown, sem var síst betri leiðtogi. Þeir voru báðir lítið annað en hægrisinnaðir strákar sem komust á sviknum forsendum til valda í röngum flokki og reyndust eigin þjóð til lítils gagns.
Sem ungir menn þóttust þeir þó róttækir og ætluðu sjálfsagt margt að gera, en grundvöllurinn var í raun annar en þeir héldu. Þessvegna varð stefnan nokkuð önnur þegar fram í sótti. Enda hrósaði Margaret Thatcher sér víst síðar af því að hafa skapað persónuna Tony Blair og margt hefur líklega verið vitlausara sagt !
Þegar maður hugsar til þess að Bandaríkin og Indland óskipt voru áður nýlendur Breta og jafnframt hvað Bretar arðrændu Kína þar að auki, finnst manni nokkuð sérstakt hvað Bretum varð eiginlega lítið úr þessari yfirburðastöðu sem þeir höfðu á heimsvísu. Og það auk alls arðráns þeirra í Afríku. Nú eru Bretar bara undirmálsþjóð með land sitt fullt af vandamálum, meðal annars vegna ósamstæðra þjóðfélagshópa, sem eiga að mestu leyti litla sem enga samleið, eins og sannast betur með hverju ári !
Hlutverk Breta, varðandi yfirráð á heims-vísu, er löngu liðin tíð og bresk stjórnvöld ráða sem fyrr segir ekki á nokkurn hátt við innanlandsmál sín núorðið og virðast hrekjast til og frá eftir hverjum kenningavindi, enda eru þeir margir vindarnir sem þar blása núorðið, og sumir gætu þessvegna talist hættulegir gagnvart öryggismálum ríkisins !
Breska heimsveldið varð fljótt að skipulagslausum óskapnaði eftir seinna stríðið og móðurlandið skipti um íbúalega samsetningu í kjölfarið. Bakslag Breta, í öllu vægi frá fyrri tíð, er með ólíkindum og á reyndar upphaf sitt í skuldastöðu þeirri sem þeir komust í gagnvart Bandaríkjunum strax í fyrra stríði. Síðan hafa Bretar naumast séð til sólar í einu eða neinu !
En hér var meiningin að tala um frekar lítilsverðan framagosa sem enn er að reyna að gera sig gildandi, þó hann hafi líklega aldrei staðið sjálfur sérlega fast í fætur stefnulega séð og jafnan verið tæki-færissinni í húð og hár. Sumir kjósa ef til vill að spyrja, hvað var Tony Blair sem stjórnmálamaður ? Var hann á einhvern hátt trúverðugur í raun eða var hann bara lýðskrumari ? Ekki er hægt með nokkru móti, að sjá það á ferli hans, að hann hafi nokkurntíma verið eða sé heilsteyptur maður að inntaki og gerð !
Það er heldur ekki svo að sjá, að breskir pólitíkusar í seinni tíð hafi verið miklir bógar. Myndu sumir ekki hika við að telja þá undantekningalítið verulega lélegan söfnuð. En þegar slíkir vilja fara að leiðbeina þeim sem nú eru í forustu, ætti það að geta sagt okkur töluvert um aftur-förina á þessu sviði, á ekki lengri tíma !
Ef Keir Starmer hygðist gera Tony Blair að ráðgjafa sínum og læriföður, væri það vísasti vegurinn fyrir hann til pólitískrar brotlendingar. ,,Labour íhaldið er hinsvegar lítið betra en Tory íhaldið í Bretlandi, enda kom það strax í ljós með stjórn Attlees 1945 og hefur allar götur síðan átt heldur skítugan feril við stjórn, einkum þó í utanríkismálum !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2024 kl. 10:20 | Slóð | Facebook
8.7.2024 | 15:15
Prestar fara prestur koma !
Sú var tíðin að prestar þessa lands sáu um uppfræðslu ungdómsins og heimsóttu öll heimili og kynntu sér stöðu mála í uppfræðslumálunum. Oft kallaði það á erfiðar ferðir, ekki síst að vetri til, og ferðast þurfti í flestum tilfellum ríðandi á hestum. Ríða þurfti yfir vatnsföll og óbrúaðar ár og ófáir hafa þeir verið prestarnir sem drukknuðu við slíkar aðstæður !
Árið 1906 fannst síra Þorvaldur Bjarnarson helfrosinn í vök á Hnausakvísl, hafði verið einn á ferð og enginn gat þar bjargir veitt. Þar fór góður maður á grimman hátt. Vötnin tóku líka marga presta og sumir fórust á sjó því þeir stunduðu líka róðra sér og sínum til bjargræðis. Prestsstarfið var sannarlega ekkert kvennastarf í þá daga, en nú er öldin önnur !
Við gjörbreyttar aðstæður og algjöra umbyltingu frá vosbúðar-störfum presta á fyrri tíð, í það skrifstofustarf sem prestar stunda í dag, hafa guðfræði-menntaðar konur bókstaflega runnið á færibandi framagirninnar inn í kirkjuna og hafa þar nú nánast tekið öll völd. Margir telja það ávinning út frá jafnréttis sjónarmiðum nútímans, en að mínu mati er það alls ekki neinn ávinningur fyrir kirkjuna sem slíka !
Stefnan er ekki upp á við og fram heldur niður á við og aftur. Það virðist því miður margt vera mikið viðvörunarefni í málum kirkjunnar í dag. Boðunar áherslur kvenna, og einkum áhrif frá svokallaðri kvennakirkju, hafa - að minni hyggju, gert kirkju, sem þarf að vera lifandi og kröftug, erfitt um vik, með að þjóna hlutverki sínu á réttan hátt og á hreinum grundvelli Orðsins !
En dauðri kirkju, kirkju sem er stofnun í eðli sínu og andlega dauð, geta kerfissinnaðar konur vafalaust stýrt, engu síður en kerfissinnaðir karlar. Það má líka sjá á ýmsu að kirkjan sem slík virðist alfarið á vafasamri braut, enda er þar sýnilega enginn andlegur eldur fyrir hendi í dag og verður vafalaust ekki meðan andi kvennakirkjunnar ræður þar ríkjum, með yfirborðskenndri flaðurhyggju við heiminn, og veraldlegum glansumbúðum tískutjáningar og andlegrar úrkynjunar !
Lifandi kristni á að sjálfsögðu enga samleið með neinum hégóma, en hégóminn sem hér um ræðir, er hættulegt fyrirbæri sem haldið er uppi af tíðaranda sem færist stöðugt lengra frá því að vera kristinn og getur ekki orðið neinu samfélagi manna til gildisauka !
Prestsstarf í réttum anda er köllunar-starf. Enginn á að gerast hirðir í kristnum söfnuði án þess að hafa köllun til starfsins. Sá sem ætlar að þjóna sem hirðir fyrir Guðs hjörð og hefur ekki köllun til þess, getur aldrei sinnt því starfi í réttum anda. Ábyrgð hans gagnvart Guði er því mikil og reikningsskil þeirrar ábyrgðar munu verða kröfumikil á efsta degi. Allt brotaferli gagnvart Guði og mönnum hefur sína skuldadaga að lokum !
Þeir sem sjá það ekki sem takmark að loknu þessu jarðneska lífi, að vera á leið til himins, virðast hafa sitt endanlega takmark tengt öðrum stað. Ef svo er, má það heita dapurleg útkoma fyrir hverja viðkomandi sál. Varla mun vera til þyngri örlagastaða, en að starfa sem prestur án þess að trúa á Guð. Og víst er um það, að nógir virðast þeir vera sem afvegaleiða í dag, utan kirkju sem innan !
Það er vandi......!
Það er vandi að vera prestur,
vaxta pund á Herrans akri.
Byggjast upp við bænalestur,
breyta eftir göfgi stakri!
Helgast þeim sem himnum ræður,
halda velli í öllum nauðum.
Leiða systur lífs og bræður,
líta eftir Drottins sauðum!
Það er vandi að vera prestur,
vilja sannri köllun hlýða.
Vera eins og vinur bestur,
vita glöggt hvar undir svíða!
Koma strax og sárum sinna,
sýna trú er alla virðir.
Fórnarlundar verkin vinna,
vera í öllu góður hirðir!
RK
5.7.2024 | 10:25
Þá er komið að því !
Lengi hefur maður haft sterkan grun um að það kæmi að því að álögur á íslensku þjóðina færu að aukast stórlega vegna aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Og nú er greinilega komið að því. Milljarðar eru farnir að flæða út úr landinu vegna stuðnings við Nató og Úkraínu. Hefur litla stórþjóðin efni á slíku ráðslagi ?
Hvernig er ástand innviða okkar ? Búið að rústa heilbrigðiskerfinu okkar af mjög einbeittum brotavilja einkaframtaksins, vegakerfið versnar með degi hverjum vegna skorts á viðhaldi, rányrkja á ríkiseignum í fullum gangi af hálfu íhalds og Framsóknar, eins og verið hefur lengi, með hundslegum undirlægjustuðningi Vg !
Eftirlitsmafíukerfið bólgnar stöðugt út og leggst eins og drepandi farg yfir alla nýsköpun og framleiðsluþætti, hærri skóla-stig lækka gæðastaðla sína vegna aukins kostnaðarþunga, sem þýðir að stöðugt innihaldsrýrari menntagráðum fjölgar, sjávarútvegurinn er sem fyrr í hörðum ræningjahöndum og jafnvel grásleppan orðin ránsfengur græðgisafla, landbúnaðurinn fær stöðugt veikari undirstöðu hvað heilbrigt, atvinnulegt öryggi snertir. Þannig er staðan með nánast alla íslensku ,,velferðina í dag !
Samfélagið er allt orðið að pýramída á hvolfi. Alls staðar vantar peninga til eðlilegs viðhalds þjóðfélagslegra nauð-synjamála og það virðist bara til málamynda reynt að berja í brestina. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur kastað fjöreggi lands og þjóðar út og suður og nú er því varpað í austur. Ísland er orðið mun frekar en áður var, arðrænd nýlenda Bandaríkjanna og Nató !
Alltaf hefur það nú kostað sitt að vera í einhverri mafíu, en nú er staðan orðin sú að Bandaríkin eru ekki eins fjárhagslega sterk og þau voru, og nú vilja þau að fylgiríkin leggi meira í hinn sameiginlega varnarsjóð ,, hins frjálsa heims eins og það heitir á þeirra máli. Og það mun eflaust sanna sig, að Natóskatturinn er vísast og að öllum líkindum kominn til að vera. Íslendingar verða því að herða sig við vinnuna og afla meiri fjár fyrir Mammonsöflin og heiðnu guðina úti í Brussel !!!
Lífsbarátta 300 þúsund manna þjóðar úti í hafi, á nú að snúast um það, og líklega svo til eingöngu, að halda uppi töpuðu stríði sem sagt er háð af 45 milljón manna þjóð austur í heimi, en það er bara ekki rétt. Úkraínska þjóðin er bara þolandi í þeim hörmungum sem þar hafa verið í gangi og hefur aldrei verið höfð með í ráðum. Stuðningur við Nató mældist þar aldrei yfir 20% á landsvísu og það var jafnvel viðurkennt af hálfu forustumanna þessa stríðsæsinga bandalags !
Úkraínska þjóðin býr hinsvegar við þá bölvun að vera undir forræði fasista-stjórnar eftir utanlandshannað valdarán fyrir 10 árum. Stríðið í Úkraínu er því stríð fasistastjórnarinnar í Kiyv, sem er alfarið undir yfirstjórn Nató, og var sett ólöglega til valda á fyrrnefndum tíma af Atlantshafsbandalaginu, sem vildi þenja valdsvæði sitt til austurs, þvert á fyrri samninga og loforð !
Og nú skilst manni að stjórnvöld 150 milljón manna þjóðar, sem við Íslendingar höfum alltaf átt hagkvæm viðskipti við, og stundum lífsnauðsynleg, hafi gefið út þá tilkynningu að litið sé hér eftir á Ísland sem óvinaríki. Við höfum lokað þar á milliríkjasamskipti sem hafa alla tíð skilað okkur drjúgum viðskiptalegum ávinningi. Þeir finna jafnvel fyrir því á Akranesi þessa dagana. Og rof þeirra tengsla hefur alfarið verið gert fyrir Nató, en ekki með neinum hætti fyrir þjóðlega hagsmuni Íslands !
Er það ekki dálítið öfugsnúin framvinda í ætlaðri sjálfstæðisbaráttu okkar, að ná þeim stöðupunkti að vera í mun verri viðskiptastöðu á heimsmælikvarða nú en nokkru sinni áður - eftir 80 ára baráttu við öflun fleiri markaða og efnahagslegra samskipta ?
Og það er fleira sem hefur gengið stórlega til baka hjá okkur sem þjóð sem vill væntanlega halda sóma sínum og reisn gagnvart umheiminum. Fjórða valdið í þessu landi virðist nú í aumustu stöðu sem það hefur komist í. Þar er engu orði trúandi lengur og allt kerfið sýnilega undir fullu áróðursvaldi erlendis frá, í nafni hagsmunatengdra valdablokka bandarísks og Brusselísks fjölmiðlunar-alræðis. Það virðist vera unnið hörðum höndum að því á fréttastofum um allan hinn vestræna heim, að gera alla að stöðugum neytendum lyga og falskra upplýsinga. Sannleikur virðist ekki til umræðu lengur á Vesturlöndum og hvergi talinn nothæfur til daglegrar brúkunar !
Ríkisstjórn íhaldsins frá 2017, með stefnulausum en þjónustuglöðum tagl-hnýtingum sínum, hefur reynst þjóðinni hin versta sending úr ónefndum stað. Ekkert hefur miðað í rétta átt á þessum tíma, enda virðast bara hafa verið óþjóðlegir ræningjar við stjórnvölinn. Og þegar litið er yfir stjórnmálasviðið, er það eins og rótnöguð flatneskja !
Þar er engin hæð í landslaginu, allt fullkomlega flatt af aumingjaskap og vesalmennsku. Enginn flokkur er að standa sig og allir þeir sem eiga að vera kjörnir fulltrúar almannahagsmuna í landinu, snúast í kringum sjálfa sig og eigið egó og vita ekkert í sinn haus. Þjóðin flýtur bara á froðu sem búin er til af þeim framasjúku vitleysingum sem þykjast vera umboðsmenn hennar !
Og svo er það sem verst er, að það er ekki lengur hægt að vera stoltur af því að vera Íslendingur. Það er algerlega búið að taka þá ánægju burt úr lífi manns. Og það er helvíti hart !
Og því spyr ég oft sjálfan mig núorðið : ,,Af hverju gat ég ekki fæðst sem Færeyingur og fengið að vera stoltur af þjóðerni mínu !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2024 kl. 16:51 | Slóð | Facebook
2.7.2024 | 11:26
Um villuráfandi þjóðir og afnám dómgreindar !
Sú var tíðin að okkur Íslendingum fannst að Norðmenn væru okkar nánustu frændur og mikið var gert úr þeim tengslum. Nú vitum við flestir betur. Færeyingar eru líklega okkar nánustu og bestu frændur og Danir eru okkur, jafnvel nákomnari þegar á allt er litið, en Norðmenn. Það hefur sýnt sig í mörgu !
Það er því sannarlega margt orðið öðruvísi en það var. Og við skulum gera okkur fulla grein fyrir því, að heimurinn er ekki sá sami og hann var, áður en styrjöldin skellur á sem nú er að nálgast okkur hröðum skrefum og fátt virðist ætla að hindra. Það virðist margt benda til þess að tíminn í dag minni á tímann árið 1914. Styrjöldin sem hófst þá, var ekki í byrjun sú ógn í augum fólks sem hún varð. Menn voru kærulausir og gerðu sér enga grein fyrir þeim hryllingi sem framundan var !
Við skulum því ekki láta gamlar fullyrðingar um frændsemi og vináttu milli þjóða spilla sýn okkar til þess sem veruleikinn er að segja okkur upp á hvern dag. Kaldur veruleikinn segir okkur nefnilega, að það eru Nató, Bidenstjórnin bandaríska og ESB sem eru aflvakar þess stríðs sem nú er verið að trekkja upp !
Og á bak við stríðsæsingastefnu þessarar auðvaldsþrennu er sú staðreynd að Vesturveldin eru að missa valdatök sín á heiminum. Hin afar illræmda heimsvalda-stefna Bandaríkjanna er að renna sitt skeið. Fjölpólastaða í málefnum heimsins er að taka við, þar sem ofríki eins ríkis verður ekki liðið lengur !
Og nú er hægt að sjá betur en nokkru sinni fyrr, hvað allt kjaftæði hins svokallaða frjálsa heims, um frelsi og lýðræði inniheldur í raun. Þar er ekkert sem heldur vatni og langt síðan einhver heilbrigð innistæða var þar til í þeim efnum. Vesturveldin, sem hafa skapað langtíma heim arðráns og yfirgangs gagnvart öllum öðrum, þola ekki lýðræðislegan framgang mála þegar hann rís gegn hagsmunum þeirra. Þá verður svar þeirra ofbeldi og styrjöld !
Norðurlöndin öll hafa kastað frá sér fyrri stefnumiðum og tekið sína örlaga-ákvörðun. Það hefur orðið þeirra val að styðja vígbúnaðaruppbyggingu og heimsófrið. Þau stefna sínum þjóðar-fleyjum inn í storminn sem er að koma. Þar hefur öllu fyrra starfi friðarstefnu og milligöngu í deilumálum verið hent á haugana. Umrædd ríki munu að verðleikum uppskera eins og þau sá !
Ekkert framlag af hálfu mannlegrar dóm-greindar, mælir með því að við Íslendingar eltum þessar margyfirlýstu frændþjóðir okkar inn í kjarnorkueldinn, þó þau fáryrði séu til, og löngum viðhöfð við líkar aðstæður, að sælt sé sameiginlegt skipbrot !
En íslensk stjórnvöld fylgja sama glötunarferlinu og frændþjóðirnar á meginlandinu og það í einu og öllu, og það mun hafa sínar afleiðingar fyrir land og þjóð. Færeyingar sýna þó að þeim er það hugstæðast sem löngum fyrr, að hlynna að eigin þjóð og hafna því að fara í stríð við aðrar þjóðir og láta þannig nota sig !
En svo við víkjum aftur orðum sérstaklega að Norðmönnum, þá hafa þeir hreint ekki verið okkur Íslendingum sérlega hliðhollir í málum síðustu áratugina. Afskipti þeirra af ýmsum miklum þjóðþurftar og nauð-synjamálum okkar, hafa ekki undirstrikað neinn sérstakan velvilja af þeirra hálfu til okkar. Það hefur til dæmis sýnt sig í gegnum landhelgismál okkar, að þar hefur ráðið og ræður annað en velvild afstöðu Norðmanna til okkar !
Slík viðhorf af þeirra hálfu hafa líklega markast töluvert af því, að norsk stjórnvöld hafa nánast alla tíð verið gegnsósa af þrælslund til Nató. Og við munum líklega flest eftir því að Nató gerði ekki neitt fyrir Ísland í land-helgismálunum. Þar voru hinsvegar Bretar bakkaðir upp og það réði afstöðu Norðmanna í okkar garð. Þjóðlegur manndómur í Noregi virðist varla lengur vera til. Í Natónorskum anda, hafa öll opinber tengsl Norðmanna við Íslendinga oftast orðið býsna viðskiptalega köld og ópersónuleg !
Þó hefur samt verið svo, að maður hefur fylgst nokkuð með norskri sögu, þó fátt hafi vakið manni þar hrifningu á þessum marglofuðu frændum okkar, um langt skeið. En maður kannast svo sem við nöfn margra Norðmanna, svo sem Vidkun Quisling fyrrverandi hermálaráðherra, Jens Hundseid fyrrverandi forsætisráðherra og fleiri. Og maður kannast svo sem við feril slíkra manna. Já, og svo kannast maður nokkuð við feril Jens Stoltenbergs fyrrverandi for-sætisráðherra !
Norðmenn Natóandans virðast því miður, að mörgu leyti opnir fyrir ýmsu, sem maður á erfitt með að skilgreina með öðrum hætti en þeim, að þar sé um að ræða nálgun við nasisma. Og ef svo er, verður það að teljast mikil þjóðleg afturför !
Hvað skyldu menn eins og Fridtjov Nansen, Jan Baalsrud, Gunvald Tomstad og Peder Morset segja, ef þeir gætu séð hvað orðið er úr öllu því í dag sem þeir gáfu líf sitt og starf fyrir ? Og auk þeirra margir fleiri sem voru Norðmenn undir stórum staf heilbrigðra þjóðlífshátta ?
,,Skömm er óhófs ævi segir máltækið og ,,Margur verður af aurum api, slík spakmæli geta sem best átt við aðstæður í Noregi eins og þær virðast horfa við í dag. Norðmenn halda víst í miklum velsældarhroka sínum, að samfélagsveisla þeirra muni standa um alla framtíð. En það er mikill misskilningur !
Það er þegar ljóst, að í andlegum skilningi er ríkidæmi Norðmanna orðið að bölvun þeirra, syndabyrði og sálarfjötrum. Þjóðleg heilbrigðisstaða þeirra er því á förum, inn í tómleika og andlegt niðurbrot, og það er að öllum líkindum verðskulduð niðurstaða !
Alveg eins og einstaklingar, geta þjóðir í heilu lagi gengið af göflunum og það virðist sannarlega vera að gerast í dag með nánast allar Norðurlandaþjóðirnar. Dómgreindarleysið þar og víðar í Vestur-Evrópu virðist orðið svo almennt, að það er eins og fólk ætli sér bara að taka fagnandi á móti þriðju heimsstyrjöldinni ? Og kannski gerir það það. En það verður áreiðanlega það síðasta sem það gerir !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 576
- Frá upphafi: 365474
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 492
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)