Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025
6.1.2025 | 16:56
Litlar, leiðitamar þjóðir !
Bretar þóttu eiginlega lengi vel allra þjóða útsmognastir í því að draga nýlenduþjóðir á asnaeyrunum með loforðum og gylliboðum sem sjaldnast náðu til veruleikans. Síðasta mannsaldurinn hefur þó komið mjög afgerandi í ljós, eins og í flestu af því sem til vansa er, að þar hafa Bandaríkin farið langt fram úr þeim, og ólíklegt er að nokkur þjóð eigi nokkurntíma eftir að sækja lengra í óheiðarlegra og svívirðilegra framferði gagnvart öðrum þjóðum en einmitt þessir ,,Lærisveinar Breta númer 1 !
Bandarísk alríkisstjórnvöld hafa mjög ástundað það í áratugi að taka yfir sjálfstæði smáþjóða með þeim hætti að forustumenn þeirra gera sér í fæstum tilfellum grein fyrir því að sjálfstæði þeirra og þjóðlegt frelsi er farið. Það virðist orðið svo eðlilegt framhald mála í augum slíkra minileiðtoga að koma fram sem viðhengi Bandaríkjanna, að það telst víst engin þörf að láta slík mál fara fyrir utanríkismálanefnd eða jafnvel sjálft þjóðþingið !
En smáríkjaforustumenn belgja sig oft allra manna mest út af þjóðernishroka og þúfnakóngadrambi og þykjast jafnan tala fyrir hönd sjálfstæðustu þjóða í öllum heiminum. Minnimáttarkennd þeirra hefur þá iðulega snúist upp í stórmennsku-brjálæði og íslenskir forustumenn hafa sumir hverjir fengið alvarlegan snert af slíkri sýkingu eins og slepjuleg ummæli þeirra á upptrekktum hátíðastundum hafa oft og tíðum borið með sér !
Íslendingar hafa svo sem vitað er, stundum fengið hástemmt hrós frá bandarískum stjórnvöldum fyrir afskap-lega mikla þægð. Við erum sagðir vera vinaþjóð, jafnvel staðföst vinaþjóð, og það hefur komið fyrir að sjálfur Bandaríkjaforseti hafi tekið á móti íslenskum ráðamönnum með brosi á vör, um leið og hann hefur viðrað hundana sína. Það er líklega ekki ónýtt að fá að njóta slíkrar náðar, svo maður tali nú ekki um viðurkenninguna sem í henni felst, hjá heimsdrottnum hinnar algóðu forsjónar, sem situr að mati heilaþveginna þægðarskinna í Hvíta húsinu í Washington !
Allar þjóðir eru jafnan metnar af öðrum þjóðum á grundvelli dyggða sinna og þeirrar kröfu sem þær dyggðir geta gert til virðingar. Það er hinsvegar ljóst að sú innistæða okkar erlendis hefur rýrnað umtalsvert í seinni tíð, vegna þess sem kalla mætti að sé okkar eigin gildis-felling á dyggðum okkar og sjálfstæðis-legri reisn. Menn geta nefnilega ekki hegðað sér eins og þeir séu einir í heiminum og geti gefið skít í álit annarra, hvernig svo sem þeir hlynna að sínum heimagarði og bregðast eigin dyggðastefnu !
Allt hefur nefnilega sitt andstæða mat og tvennt er jafnan til þegar mál eru skoðuð og gerð upp. Stundum er því talað um sumar þjóðir sem alveg heilalausar tagl-hnýtingadruslur bandarískrar heimsvalda-stefnu. Þá er líka vísað til slíkra sem lítilla, leiðitamra þjóða, sem eigi sínar viðkomumála skúffur í einhverjum skáp í bandaríska alríkis stjórnkerfinu, undir tilvísunarorðum sem kunna að vera eitthvað í líkingu við skammstöfunina CPU, sem stendur þá fyrir eitthvað sambærilegt við Complete Property of USA !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook
3.1.2025 | 21:42
Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Íslenskar samsteypustjórnir hafa löngum fengið það orð á sig, að þar hafi einhver aðilinn að samstarfinu verið svona fyrst og fremst til uppfyllingar varðandi þing-mannatölu og meirihlutatryggingu á alþingi. Menn geta velt því fyrir sér hver kunni að vera í því hlutverki í þeirri ríkisstjórn sem nú hefur sest í valda-stólana ?
Fyrr á árum var sjálfstæðisflokkurinn, í krafti stærðar sinnar, eins og eitruð planta fyrir alla samstarfsflokka. Hann bólgnaði út við að hafa ríkisstjórnar-valdið en samstarfsflokkarnir minnkuðu að sama skapi. Þeir urðu yfirleitt alltaf ósköp leiðitamir við íhaldið og urðu svo að gjalda fyrir það. En nú er margt breytt í pólitískum efnum og flestar fyrri stefnufestustoðir orðnar í lausara lagi og undirstöðujarðvegurinn lítið annað en sandur !
Hið fasta flokksfylgi fyrri ára er liðin tíð og nú virðist nánast allt kjörfylgi vera á fleygiferð í samfélaginu, líklega eftir því hver er talinn bjóða best. Þjóðin virðist að margra mati verða stöðugt tækifæris-sinnaðri og opnari fyrir markaðslegum tilboðum. Gamli Framsóknarflokkurinn virðist til dæmis ekki sérlega markaðshæfur tilboðsgjafi lengur. Hann er orðinn litli flokkurinn á þingi og líklegur til að verða það áfram uns hann dettur þar út endanlega sem leifar frá liðinni tíð !
Íhaldið í landinu er hinsvegar orðið þrískipt fyrirbæri. Það er hið ættar-tengda, bláa íhald í gamla sjálf-stæðisflokknum sem svo lengi réð þar öllu, en nú er flokkurinn varla lengur helmingur þess sem hann var og íhaldið þar því svipur hjá sjón !
Svo er verslunar og Brusselþjónkunar-íhaldið, sem virðist mjög sérhagsmuna-drifið klofningslið úr sjálfstæðisflokknum og talið raungerast í óþjóðleika sínum í öfugmælinu viðreisn, og svo virðist nýtt, sennilega nokkuð þjóðlegt íhald í gömlu gervi, vera að rísa á legg og vinna sér stöðu, í svonefndum Miðflokki !
Í samanlagðri þingmannatölu þessara flokka felst svo nærri því meirihluti á þingi í þrískiptu íhaldsfylgi og kannski gætum við átt eftir í náinni framtíð að sjá slíka samstjórn sem hægrisinnað bölvunarvald gagnvart almannaheillum í þessu landi ?
Vinstri grænir voru síðasta samstarfslið sjálfstæðisflokksins, sem var líklega að flestra mati, herleitt af honum til óhæfuverka gegn almennum þjóðar-hagsmunum. Íhaldið fékk sýnilega í gegnum þá samninga þá stöðu, að margra hyggju, að fá að rótast um í ríkisfjármálum að vild, gegn því að tiltekin manneskja fengi að vera forsætisráðherra. Sú pólitíska herleiðing stóð að mestu í sjö ár og henni lauk með því að Vond og glórulaus íhaldsundirlægja þurrkaðist út af þingi, vegna þjóðlegrar andstöðu, og það - að nánast almennu áliti - með skömm !
Flokkur fólksins þarf að vera vel á verði. Hann má ekki láta nota sig til neinna ranglætisverka gegn fólkinu í landinu. Ef hann ætlar að vera varnarvirki fyrir almannahagsmuni, verður hann í það minnsta að gera sér grein fyrir að hann er kominn í stjórnarsamstarf sem býður ýmsum hættum heim og það er staðreynd !
Einkum vegna þess að félagsskapurinn hlýtur að teljast vafasamur, svo ekki sé meira sagt. Stefnulegur ágreiningur getur auðveldlega komið upp og þá líklega helst milli Flokks fólksins og hinna tveggja. Og það er söguleg staðreynd að þegar valkyrjur fara í hár saman er sjaldnast von á góðu. Vond og glórulaus örlög ættu vissulega að geta hrætt í hverju því samstarfi sem er kannski ekki að fullu byggt á þeim heilindum sem þyrftu að búa að baki, svo vel fari !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
- Valkyrjustjórn eða valkvendastjórn ?
- Hverfum ekki inn í hringiðu hégóma og græðgi !
- Um sjálfsmorðssinnaða framvindu heimsmála !
- Hin endalausa blóðtaka mannkyns-ódáðanna !
- Engin þjóð hagnast á fjandskap við Rússa !
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 88
- Sl. sólarhring: 242
- Sl. viku: 1254
- Frá upphafi: 363746
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 1090
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)