Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2025

Lítilsháttar söguleg samanburđarfrćđi !

 

 

Ţađ mun seint falla í gleymsku hvernig Japanar hegđuđu sér, ţegar ţeir réđust á Pearl Harbor, fyrirvaralaust og án stríđsyfirlýsingar, 7. desember 1941, á sunnudagsmorgni, međan ţeir voru međ samningamenn ađ störfum í Washington til ađ vinna ađ lausn á ágreiningsmálum Bandaríkjanna og Japans. Roosevelt forseti sagđi í ţingrćđu sinni um atburđinn, ađ ţessi árás ţeirra myndi lifa í vansćmd alla tíđ !

 

Viđ ţessa níđingslegu árás hvarf einangrunarstefnan í einu vetfangi út í buskann í Bandaríkjunum, og segja má ađ Japanar hafi samstundis kallađ yfir sig logandi hatur Bandaríkjamanna međ ţessu siđlausa og sviksamlega athćfi. Ţađ hatur mun eflaust hafa átt sinn ţátt í ţeirri ákvörđun bandarískra stjórnvalda síđar ađ kjarnorkusprengjunum var varpađ á Japan. En jafnvel Dwight D. Eisenhower taldi ţađ hafa veriđ óţarfar árásir ţví japanska ţjóđin hefđi ţegar veriđ sigruđ. En menn vildu prófa nýja vopniđ og fyrrnefnt hatur lagđi trúlega sitt til ţess ađ ţađ var gert. Nokkur hundruđ ţúsund japönsk líf skiptu ekki máli í ţeim reikningi !

 

En Japanar höfđu hinsvegar leikiđ sama leikinn áđur og Pearl Harbor var ekki neitt einstakt tilfelli um slíkan ódrengskap ţeirra og svikrćđi. En ţađ hefur ekki veriđ haft hátt um ţađ. Í stríđi Rússa og Japana 1904 réđust Japanar fyrirvaralaust á Rússa, án stríđs-yfirlýsingar, ađ nóttu til, í Port Arthur á Leotung-skaga og eyddu herskipum Rússa ţar. Í stríđinu sem á eftir fylgdi höfđu Japanar allt ađ ţví tífaldan herstyrk á móti Rússum, og Bretland lagđi Japönum liđ eins og ţađ frekast gat, út af ótta viđ Rússa vegna heimsveldis-hagsmuna sinna á Indlandi og víđar !

 

En Rússar voru á ţessum tíma mjög vanbúnir til ţessa stríđs og einn foringi ţeirra sagđi ,, Hér verđur enginn sigur, en viđ munum kunna ađ deyja !“ Rússneska keisarastjórnin var ađ nálgast sitt endadćgur og öll stjórn farin ađ verđa í molum. Anatoly Stessel yfirmađur Rússa í Port Arthur er jafnvel talinn hafa brugđist skyldum sínum og svikiđ stađinn í hendur Japana međ ótímabćrri uppgjöf. Hann bar ákvörđun sína um hana ekki undir neinn og til voru bćđi verulegar matarbirgđir og skotfćri !

 

Margir rússneskir foringjar voru ćfir yfir framferđi Stessels en gátu ekki hindrađ ţađ. Japanar eyddu svo flota Rússa í Tsushima-sundi, en ţrátt fyrir sigrana fór svo ađ lokum ađ stríđiđ varđ ţeim svo kostnađarsamt ađ ţeir höfđu sjálfir frumkvćđi ađ friđarsamningum !

 

Ţegar Japanar hegđuđu sér međ ţessum sviksamlega hćtti gagnvart Rússum, vakti ţađ fögnuđ víđa í Evrópu og sem fyrr segir studdu Bretar ţá af fremsta megni. Fáir töluđu ţá um svikrćđi og óheiđarleik Japana, en dáđst var ađ svokallađri hreysti ţeirra og dirfsku. Evrópskir fjölmiđlar fjölyrtu fjálglega um ađ ţarna hefđi Evrópuţjóđ í fyrsta sinn orđiđ ađ lúta lágt í stríđi viđ Asíuţjóđ. Enginn sá ástćđu til ađ minnast á Genghis kahn og herskara hans sem flćddu allt vestur í Evrópu á fyrri tíđ og sópuđu öllu á undan sér. Menn skemmtu sér hinsvegar yfir óförum Rússa !

 

Ţarna sýndi sig ljóslega ţađ Rússahatur sem löngum hefur markađ Vestur-Evrópuríki og hefur líklega aukist á okkar dögum frekar en hitt. En meginafliđ í ţví hatri er hrćđslan viđ risann í austri. Hernađarhyggja Japana keyrđi sig mjög upp í ţessu stríđi ţeirra viđ Rússa og eftir ţađ stefndu ţeir leynt og ljóst ađ ţví ađ útvíkka veldi sitt og Vesturveldin sáu ekki viđ ţeim !

 

Japanar sátu ţó á sér í fyrri heims-styrjöld, enda töldu ţeir sig ekki orđna nógu sterka ţá til mikilla útţenslu-athafna. En eftir 1930 fóru ţeir ađ fćra sig upp á skaftiđ međ sífellt meiri yfirgangi og töldu líklega ekkert vera sér um megn. Ţeir vćru synir sólarinnar og útvaldir til yfirráđa. Kóreumenn og Kínverjar fengu fyrst ađ kenna á ofstopa ţeirra og árásargirni !

 

Síđan kom ađ ţví ađ Bretar fengu réttmćtt endurgjald frá Japönum fyrir hjálpina 1904. Ein mesta hernađar-auđmýking Breta fyrr og síđar, fall Singapore, átti sér stađ er japanskur herafli tók hiđ mikla virki ţeirra í sókn frá landi, niđur Malakkaskagann. Öll vörn Breta hafđi miđast viđ árás af sjó, svo heimskulegt sem ţađ var, enda fór allt í handaskolum hjá ţeim !

 

Ţeir höfđu enga frambćrilega forustu-menn á stađnum og hlutu af hálfu Japana miklu verri útreiđ en Rússar höfđu fengiđ 1904. Ţađ var Bretum mátulegt eftir tvöfeldni ţeirra og alla framgöngu er ţeir voru ađ ćsa Japana gegn Rússum á fyrrnefndum tíma. Hershöfđingjar Breta voru á ţessum tíma margir hverjir, ekkert nema flottrćflar af ađalsćttum sem reyndar löngum fyrr, og höfđu litla hćfni til ađ bera. Singaporevirkiđ féll ekki hvađ síst vegna afgerandi vanhćfni ţeirra og getuleysis !

 

En Japanar viđhöfđu síđar alveg sömu hernađarsiđi gegn Bandaríkjamönnum í árásinni á Pearl Harbor, og ţeir höfđu lćrt ađ beita í stríđinu gegn Rússum 1904. Sagan endurtekur sig gjarnan. En alltaf verđa eđlilega einhver frávik í ţeim efnum, ţó oftast megi greina orsakir framvindunnar út frá fyrri atburđum. Til ţess ađ skilja betur vandamál yfir-standandi tíma ţarf ţví alltaf ađ líta til Sögunnar eftir leiđsögn. Í hinum liđna tíma og ţeirri atburđarás sem ţar átti sér stađ, felast oftast bestu skýringarnar !

 

Vestur-Evrópuríkin fögnuđu sigri Japana 1904 vegna óvildar sinnar til Rússa, en fengu verđskulduđ laun fyrir ţađ í seinna heimsstríđinu, jafnt Bretar, Frakkar sem Hollendingar. Ţeir misstu nýlenduveldi sín í Asíu af völdum Japana, urđu auđmýktir og yfirbugađir stríđsfangar, jafn hjálpar-vana og ađrir !

 

Ţessir hvítu guđir sem veriđ höfđu, misstu ţannig allt áhrifavald sitt í augum innfćddra og gátu, sem betur fer, aldrei aftur náđ fyrri stöđu. Afleiđingin leiddi til mikillar sjálfstćđisvakningar ţjóđa í öllum nýlenduheimi Asíu og niđurbrots á kúgun Evrópuţjóđa ţar !

 

Árásin á Pearl Harbor var hinsvegar fordćmd af Evrópuríkjunum og mikiđ talađ um svikrćđi og óheiđarlega framkomu Japana. Ţó er líklegt ađ Bretar hafi undir niđri ekki veriđ svo mjög óánćgđir, ţví árásin ţýddi ađ ţar međ voru Bandaríkjamenn komnir í stríđiđ međ ţeim og Rússum, eins undarleg og sú útkoma mála var í raun !

 

Breskt fjármálavald hafđi ekki átt svo lítinn ţátt í ţví ađ keyra Hitlersríkiđ upp gegn uppblásinni bolsévíka-hćttunni, en vopnin snerust illilega í höndum ţeirra sem ţar höfđu völdin og ţví fór sem fór. En hlutverk Breta í heimsmálunum er nú ekki lengur sérlega mikiđ á stóra sviđinu, ţó ţeir reyni löngum ađ spila sig eins gilda og ţeir frekast geta !

 

Og íslensk stjórnvöld ćttu nú ađ hafa vissan skilning á ţeirri minnimáttarkennd sem ţar býr ađ baki, ţví alltaf eru ţau ađ spila sig stćrri en nokkur skynsemi mćlir međ, ţó ţau hafi nákvćmlega enga burđi til ţess og munu aldrei hafa !


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 274
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 1105
  • Frá upphafi: 376062

Annađ

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 908
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband