21.1.2025 | 21:58
Endurreisn ómennskunnar !
Í breskri sögu er talað um árið 1660 sem endurreisnina. Þar er talað út frá konungssinnuðum viðhorfum. Margt var þá gert mörgum til óþurftar, þegar hatursfullt og hefndarsjúkt fyrri tíma vald komst að kjötkötlunum á ný fyrir aumingjadóm þeirra sem tóku við af Cromwell. Þessi svokallaða endurreisn fólst meðal annars í því að grafa upp lík látinna foringja þingsins, forustumanna þjóðarviljans, og hengja þá eða hálshöggva löngu dauða. Það var gert við lík Olivers Cromwell !
Sama var gert við lík John Bradshaws og Henry Iretons. Það var viðhöfð aftaka jarðneskra leifa þessara manna á aftöku-staðnum Tyburn. Líkin voru látin hanga og síðan tekin niður og afhöfðuð. Höfuðin voru sett á staura. Talið er að höfuð Cromwells hafi þannig verið á staur til 1684 á þaki Westminster Hall bygging-arinnar, þar sem hin réttmætu réttarhöld yfir Karli I fóru fram !
Eina stormasama nótt fyrrgreint ár fauk höfuðið til jarðar. Það var hirt upp af varðmanni sem tók það heim með sér. Síðan mun það hafa verið í höndum safnara og meðförum safna allt til 1960. Þá þótti sumum saga þeirrar meðferðar orðin bæði ljót og löng. Svo ólíklegt sem það er, voru þeir Bretar til sem skömmuðust sín fyrir hönd ríkis og þjóðar fyrir þessa ómannlegu meðferð hinna jarðnesku leifa, þó það sé reyndar ekki beinlínis trúlegt. Svo fór því að lokum að höfuðkúpan var jarðsett í skóla í Cambridge þar sem Cromwell hafði stundað nám á sínum tíma !
Annar og meiri var manndómur Karls V., keisara hins Heilaga Rómverska keisara-dæmis, gagnvart látnum andstæðingum en Karls II. Englandskonungs. Þegar hertoginn af Alba, hinn alræmdi og grimmi hers-höfðingi hans, vildi fá að vanhelga gröf Lúthers, brenna lík hans og dreifa ösku hans í vindinn, svaraði Karl V : ,, Látið hann vera. Hann hefur þegar mætt dómara sínum. Ég er í stríði við þá sem lifandi eru, en ekki við dauða menn. Sú umsögn verður ætíð heiður fyrir Karl V. !
Fróðlegt væri að vita hvað menn eins og Thomas Fairfax (1612-1671), George Monck (1608-1670, Charles Fletwood (1618-1692), John Lambert (1619-1684) og fleiri hafa hugsað eftir 1660, vitandi af þrælslegri meðferð hins endurreista konungsvalds á líkamsleifum fyrrum félaga þeirra og vopnabræðra. En það er sannleikur að jarðneskar leifar sumra helstu verjenda enska þingræðisins gegn einræðistilburðum vanhæfs konungs voru þannig leiknar. Slík var bresk manndóms-hyggja árið 1660. Fyrrnefndir félagar þeirra lifðu nógu lengi til að geta hugleitt þá ómennsku sem sýndi sig þar og aftur var komin til valda í ,,þingræðislandinu mikla eða hitt þó heldur. !
En líklega var manndómstími nefndra manna búinn að vera 1660 þó þeir tórðu lengur. Því eftir það lifðu þeir að mestu sem hver önnur konungsþý og til lítils gagns fyrir þjóð sína, eða eins og skuggar þess sem þeir voru taldir vera meðan manngildi þeirra virtist óskert til staðar. En þannig fer fyrir mönnum miklu víðar en í Bretlandi. Slíkur manndómsbrestur þekkist um allan heim. Það er líklega með verstu örlögum þegar það gerist, að menn lifa með slíkum hundshætti - mennsku sína og þar með sjálfa sig !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook
18.1.2025 | 15:34
,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
Hvaða stöðu hefur Ísland ? Erum við sjálfstætt ríki í fullri merkingu þess orðs ? Er Íslandi stjórnað af íslenskum yfirvöldum eða koma fyrirmæli þar að lútandi erlendis frá ? Koma þau frá Washington eða koma þau frá Brussel ? Erum við kannski beintengd stjórnunar-lega séð við Pentagon, Nató og ESB ?
Hver skyldu nú vera svörin við þessum spurningum ? Hvað skyldu þeir vera margir í landinu sem verða bara fokreiðir, ef þeir heyra svona spurningar ? En hver eru svörin og hver er sannleikurinn ? Eitt er víst, að sú staðreynd liggur á borðinu, að íslenska þjóðin er ekki eins stór og haldið er fram ,,af sumum og hún er ekki eins sjálfstæð og haldið er fram ,,af sumum. Og hún er því miður, allt of mikið, undir fjarstýringu bæði frá Evrópu og Ameríku ?
Við tölum og yrkjum um feðurna frægu, sem forðuðu sér frá konungskúgun í Noregi og sigldu út í frjálsræðisheiminn mikla hingað ! En sá frjálsræðisheimur hefur aldrei verið til, hvorki fyrr né síðar. Friðsamir Keltar, landnemar þeir sem fyrir voru á Íslandi, voru þess í stað rændir eigum sínum og bústofni af frjáls-ræðishetjunum góðu og gerðir að þrælum !
Gyllingarmynd Ara fróða var aldrei sönn, enda vissi hann það best sjálfur og sagði að menn skyldu hafa það í gildi sem sannara reyndist. Hann var kúgaður til að skrifa út frá ákveðnum forsendum sem voru falskar, að fylgja valdboði sem var langt frá því að þjóna frelsinu, en hefur líklega vonað að sannleikurinn sigraði að lokum !
Ef Kolskeggur Ýrberason gæti komið fram á sjónarsviðið í dag, gæti hann vafalaust sagt íslenskri þjóð frá því hvernig lygar og blekkingar voru látnar hjúpa fyrstu sagnir um landnám Íslands og fela þá ljótu sögu sem vissulega átti sér þá stað. En vitnisburður Kolskeggs bíður síns tíma, þar til öll mannanna verk verða gerð upp í þágu sannleikans við lok tímanna. Þá verður mikil hreinsun framkvæmd, þegar allar lygarnar og höfðingi þeirra fá sinn dóm !
Eins og forfeður Bandaríkjamanna fóru með indíánana, fóru okkar forfeður með hina kristnu fyrirlandnáms landnema, drápu, rændu og þrælkuðu. Svo það er trúlega margt líkt með skyldum í slíkum efnum. Kolskeggur Ýrberason og Æri Fákur voru líklega báðir píslarvottar. Þeir voru báðir sviptir því frelsi sem þeim bar með réttu og drepnir af böðlum þeirra yfirgangsmanna sem létu síðan skrifa söguna eins og þeir vildu hafa hana !
Það hefur allt sínar skýringar, og inngróin fylgispekt svo margra afkomenda litlu ræningjanna við afkomendur stóru ræningjanna, eltir sínar rángjörnu rætur inn í þá myrku sögu sem reynt hefur verið með öllum ráðum að kæfa, og halda í fullu þagnargildi ásamt þeim blóðs-úthellingum sem með fylgdu !
En þeir sem elska arðrán, þjófnaði og ofbeldisverknaði gagnvart friðsömu fólki, koma alltaf upp um illt eðli sitt og bera því vitni á lífsleiðinni. Þar sitja sem fyrr við kjötkatlana, burgeisar blóðugrar framvindu, og heimta hámarksgróða og hærri hámarksgróða af öllu því sem þeir koma höndum yfir. Óþokkar allra landa sameinast þar áfram og ævinlega í glæpsamlegum hneigðum sínum gegn öllu því sem heiðarlegt og gott getur talist !
Flest fylgiríki Bandaríkjanna eiga ljóta fortíð, fortíð ofbeldis, mismununar, þrælahalds og viðbjóðs af öllu tagi. Valdsmenn slíkra ríkja hafa undan-tekningarlaust sína óhreinu fylgju og hún stjórnar að mestu gerðum þeirra. Í félags-skap forsmánar og falskra viðurkenninga líður þeim best. Þeir setja alla daga sitt böðulsverka brennimark á veröldina. Heimur versnandi fer sem fyrr, og sjaldan hefur hraðari afturför merkt tímann bölvun sinni meira, en á þeim fjórðungi sem senn er liðinn af yfirstandandi öld !
Vestræn ríki þykjast öllum ríkjum betur skila réttum niðurstöðum í kosningum og tala niður til allra annarra ríkja í þeim efnum. Forsetakosningarnar í Banda-ríkjunum fyrir fjórum árum urðu samt að heimshneyksli og maðurinn sem nú er að setjast á þann valdastól margsagði þær hafa verið falsaðar og gildislausar. En það er ekki hægt að tala lýðræðið niður og svo upp aftur eftir hentugleikum og það af sömu aðilum. Eftirleikinn þekkja allir og menn ættu því að vita af því skemmdarverki á lýðræðinu sem unnið var og verður líklega aldrei bætt !
Ljóst er að tvennar síðustu alþingis-kosningar hérlendis voru gallaðar í framkvæmd og skiluðu hugsanlega röngum niðurstöðum. En það virðist bara vera reynt að afsaka það af hlutaðeigandi yfirvöldum. Og það er meira en undarlegt, að eftir því sem menntunin er meiri hjá þeim sem sjá yfirleitt um hlutina, virðist útkoman verða lélegri. Gráðurnar virðast ekki vera að skila sér í gæðum þó þær skili sér vafalaust í launum. Og það er eins og brotalamir á réttu lýðræðisferli séu ekkert mál, hvorki í Bandaríkjunum né hjá lærisveinaríkjum þeirra !
Við Íslendingar virðumst ekki vera að fylgja réttum reglum með okkar mál og síst á allra síðustu árum. Enda er vitað, að góðir siðir eru oftast síður teknir upp en ósiðir. Og ósiðir erlendis frá flæða bókstaflega talað inn í landið í straumi sem ekkert afl virðist ráða við !
Og svo virðist það þjóðlegt vandamál í stöðugt vaxandi mæli, og kannski er það eitt af því versta fyrir okkar framtíðar-horfur á grundvelli mannlegs heilbrigðis, að meint fyrirmyndarríki íslenskrar stjórnmálaelítu er svo sannarlega ekki neitt fyrirmyndarríki !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.1.2025 kl. 17:15 | Slóð | Facebook
15.1.2025 | 10:07
Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
Þegar allt það sem Norðurlönd hafa staðið fyrir í meira en öld hefur verið svikið af þeim sjálfum, mun það sjálfkrafa leiða til tortímingar og úrkynjunar viðkomandi þjóða. Ekkert varir til frambúðar í þessum heimi og þegar öll norræn manndómsgildi hafa verið svikin er ekkert eftir. Stöðugt aukin siðspilling í umræddum löndum mun tiltölulega fljótt eyða öllu heilbrigðu atgervi og ekkert verður skilið eftir. Allt verður annað og verra en það var !
Það var virðing og gæfa yfir stefnu Norðurlanda meðan þau stóðu að friðsamlegum milliríkjamálum og fengu gott orðspor fyrir slíkan málflutning. Þau voru þá eins og bjarmi vonar yfir hafi þjóðanna. En nú er spillingaralda auðvaldsyfirgangsins gengin yfir Atlants-hafið frá vestri, og hefur fært hina sönnu arfleifð Norðurlanda í kaf !
Það mun skiljanlega ekki leiða neitt gott af sér og það mun fljótt sýna sig. Norðurlöndin hafa ákveðið að segja skilið við fyrri stefnu friðar og manndómsheilla og gerast stríðshækjulönd Bandaríkjanna. Í því felst mikið mennskuhrap. Og auðvitað eru kratar þar fremstir í flokki og sem Íslendingur finnst mér sem andi fram-liðinna Stefaníufylgjenda svífi þar hlakkandi yfir vötnum vesalmennskunnar !
En sú tíð mun koma að mikil alda mun ganga yfir Atlantshafið frá austri til vesturs, sem ægileg afleiðing af sprengjugosi á ónefndum stað. Hún mun rísa í ótrúlega mikla hæð og þegar hún nær ströndum Bandaríkjanna mun hún ganga í það minnsta 30 kílómetra inn yfir landið. Það verður skelfilegur atburður. Þá mun endurgjaldið fyrir voðaölduna sem kom úr vestri verða greitt að fullu frá hinum gamla heimi !
Bandaríkin eiga dóm yfir sér og það styttist í hann. Engin þjóð sem hefur leyft sér að ganga fram gegn rétti annarra þjóða með þeim hætti sem Bandaríkin hafa gert, kemur vel út í mannkyns-sögunni eða getur gert það. Afleiðingar illra verka skila sér alltaf að lokum. Rómverski yfirgangurinn fær alltaf sín verðugu endalok og þau verða því verri sem hann var meiri og stóð lengur yfir. Slík endalok bíða með óumflýjanlegum hætti Bandaríkjanna. Jafnvel eitthvað í líkingu við iðrun Níniveborgar gæti ekki lengur breytt þar neinu. Dómurinn er þegar fallinn !
Á sínum tíma flykktist kúgað fólk frá Evrópu í stórhópum vestur yfir Atlants-hafið í hið meinta frelsi þar. Og það byrjaði strax á því að kúga og drepa þá sem þar voru fyrir og einskisvirða lífs-rétt þeirra. Þeir glæpir sem þá voru framdir bíða enn uppgjörs. Þar byrjaði hin svívirðilega uppsöfnun ranglætisins !
Villimennirnir sem komu urðu nefnilega fljótt miklu meiri villimenn en þeir sem fyrir voru. Og eftir eyðingu rauðu þjóðanna og menningar þeirra, skrifuðu þeir söguna í framhaldi mála að eigin smekk, yfirfulla af lygum og ljótum dómum um fólkið sem bjó fyrir í landinu. Vitnisburðirnir sem gengu þar á móti náðu aldrei fram, því þar var búið að þagga niður allar raddir með skefjalausu ofbeldi. En sannleikurinn lætur aldrei kæfa sig til fulls, hann leitar fram að lokum og krefst réttar síns með því valdi sem ekkert getur hnekkt !
Yfirgangsvaldið í Washington er ekki á neinn hátt vænlegt fyrir heimsfriðinn. Ein fjölmenningarþjóð, sundurleit sem mest getur verið, hefur engan rétt til að tala niður til umheimsins og þrælka hann eins og Bandaríkin hafa gert svo lengi. Það kallar á uppsafnað hatur sem að lokum kann að koma alls staðar frá. Sagan býr yfir heimshrópi af slíku tagi. Heimshrópið sagði á sínum tíma - Niður með Assyríu, niður með Babýlon, niður með Róm og nú segir það á sama hátt með fullum rétti : Niður með Bandaríkin !
Eigi mannkynið að fá að lifa á þessari jörð við frið og samvinnu landa á milli, verða heimsvaldasinnaðar yfirgangsþjóðir að hverfa að öðru og missa sín ofurvöld. Taglhnýtingar þar á bæ, af því tagi sem Norðurlöndin virðast nú því miður orðin, munu þá verða að hylja þjóðarásjónur sínar með skömm. Yfirgangsþjóðirnar munu verða sigraðar af sjálfum höfuðskepnum heimsins. Jörðin mun fyrir anda Skapara síns rísa gegn slíkum ríkjum og eyða valdshroka þeirra. Náttúruöflin munu þar þekkja sínar skyldur og koma til með að framfylgja þeim. Spádómsorð hins skapaða lífs segja það og staðreynd þeirrar framvindu mun sanna sig áður en yfirstandandi öld verður á enda runnin !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook
12.1.2025 | 13:50
Útþenslustefna Bandaríkjanna !
Það er nú að verða flestum ljóst, að hugmyndir Donalds Trumps komandi Bandaríkjaforseta um að gera Ameríku mikla á ný, er hugsuð á kostnað undirlægjuþjóða Bandaríkjanna í Nató og víðar. Stærsta eyja heims er nú í sigtinu og vald Dana þar er ekki neitt sem veldur manni eins og Trump áhyggjum. Hann býður sennilega bara Mette og Lars Lökke í heimsókn í Hvíta húsið og málin verða trúlega leyst yfir góðum málsverði af dönsku svínakjöti, þó engin danska verði töluð yfir borðum !
Það standast auðvitað engir Natóþjóða forsprakkar heimboð í Hvíta húsið og varla eru Mette og Lars Lökke þar neinar undantekningar. Og náttúrulega verða sjónarmið Grænlendinga sjálfra hreint ekki mikið til umræðu á svo hásivilíseruðum fundi. Danir tala þar bara fyrir þá á háensku og kannski svolítið fyrir sjálfa sig í leiðinni !
Trump býður sem sagt í Grænland, en ekki heyrist að hann bjóði neitt í Ísland. Af hverju skyldi það nú vera ? Er það kannski vegna þess að hann telur Kana eiga hér svo til allt, ef gjörla er að gætt ? Það skyldi þó aldrei vera ! Menn bjóða skiljanlega ekki í það sem þeir telja sig eiga. Og hvernig á að gera Ameríku mikla á ný nema með því að hirða eitthvað af þeim sem eitthvað eiga ? Í þeim hópi verðum við Íslendingar sennilega ekki taldir mikið lengur, enda fjármálagæsla þjóðarbús handhafa hér glórulaus með öllu og virðist ekki ætla að batna með nýrri stjórn !
Margt er líka orðið svo þvert á alla eðlilega mannasiði í heimi þessum, að sumir gætu þessvegna hugsað sér að spyrja, af hverju kaupir Trump til dæmis ekki bara Mexíkó eða tekur landið og flytur íbúana, þessar skitnu 100 milljónir, yfir til Gvatemala og Nicaragua og ríkjanna þar suður og austur af, og sleppir því að byggja múrinn mikla ? Myndi það ekki stuðla bærilega að því að gera hina bandarísku Ameríku mikla á ný samkvæmt hinni rísandi stór-hugmyndafræði ?
Trump karlinn er eins og allir vita bandarískt ólíkindatól af furðulegasta tagi. Enginn veit hverju hann getur tekið upp á og flestir skjálfa á taugum og beinum vegna þess. Hin umboðslausa Úkraínustjórn þurfti víst að fá Þorgerði viðreisnarvalkyrju í skyndiheimsókn og tveggja milljóna evrusjóð með henni af íslensku þjóðarfé, bara til að hanga á löppunum. Þvílíkt ástand fyrir svona virkilega stórsjálfstæð ríki eins og Ísland og Úkraínu !
Grænland er stór biti, stór og girnilegur biti. Washingtonvaldið slefar ekki svo lítið yfir hugmyndinni um amerískt Grænland. Skítt með 36 trilljóna dollara ríkishallann þegar slíkur hvalreki er í sjónmáli. Trump leysir málið. Kannski hann verði sér úti um hagstætt vinaþjóðarlán í Rússlandi, Kína eða Norður-Kóreu, þegar hann hefur losað um tengslin við Natógrúppuna og gert heila galleríið að staurblönkum, Vestur-Evrópuþjóða klúbbi, líklega með hernaðarlega getu á brusselísku núlli !
,,Trump er hinn taktíski snillingur sem leysir allt, segja þeir sem þora ekki að halda öðru fram. En snilld hans er líklega bara tilbúin oligarkasnilld og felst líklega helst í því að taka eitthvað í heimildarleysi. Það er háttur tillits-lausra auðmanna sem ganga um veröldina á skítugum, vestrænum auðvaldsskóm, og hafa lengi gert. Þar er Trump líka á heimavelli sem forstjóri en varla sem forseti !
Hvað er svo framundan ? Margir spyrja þess og auðvitað veit enginn neitt þegar 100% ólíkindatól sest að völdum. Sumir kynnu að vilja halda því fram að það ættu að vera til lög sem bönnuðu að slík ólíkindatól öðluðust einhver allsherjar-völd, en það væri náttúrulega í fyllsta máta ólýð-ræðislegt og þar við situr. Margir njóta lýðræðislegs frelsis og það jafnvel margir sem síst ættu að gera það. Það er víst eitt af hinum stærri harmsefnum heimsbyggðarinnar !
Bandarísk stjórnvöld eru löngu orðin alræmd um heim allan fyrir óvirðingu sína gagnvart lýðræðiskosningum í öðrum löndum. Ef þeim líkar ekki niðurstaðan eru kosningarnar sagðar hafa verið svindl og allt í fölskum dúr. Lagt er fé til höfuðs þjóðhöfðingjanum og öllum gullforða viðkomandi lands stolið. Svo er leiðtogi stjórnar-andstöðunnar viðurkenndur sem sigurvegari og honum boðið til Washington og þar fær hann eflaust klassamáltíð í Hvíta húsinu með eigin þjóðarrétti, og gefur svo á eftir, líklega sæll og saddur, leyfi sitt til allra bandarískra afskipta af málum síns eigin lands !
Slík vinnubrögð hafa sem vitað er margsinnis verið viðhöfð, enda orðin þaulæfð í höfuðríkinu mikla og þrælkunn í öðrum löndum. Og afleiðingar andstöðu við slík áform eru svo sem alkunn líka og alræmd að sama skapi. Því ef menn láta sér ekki segjast og hlýða og halda kjafti, er alltaf hægt að splundra og sprengja og senda viðkomandi vandræðaland í rústum til steinaldar, með samþykki klappliðs á lýðræðisþinginu mikla í Vostúni !
Hákarlinn hakkar þannig í sig sardínur heimsins án þess að viðhafa nokkurt lýðræðislegt viðbit fyrir eigin kjaft. Græðgi hans er orðin takmarkalaus og ekkert virðist geta stöðvað yfirgang hans. Heimurinn er mun verri bara fyrir það að þessi valdníðsluvargur er til. Frumherjar Bandaríkjanna myndu annarlega ekki vilja sjá hvernig barnið þeirra hefur breyst í hrollvekju heimsmálanna á síðari tímum. Og nú er staðan sú, að enginn veit svo sem hver getur orðið næsta fórnarlamb hroll-vekjunnar, en kannski má ætla að Danmörk verði næsta sardínan fyrir gleypuganginn og græðgina á matarborði hinnar miklu Ameríku ?
Að Grænlandi gengnu inn í herbúðir Trumps, liggur ljóst fyrir að samsvarandi rök fyrir öryggishagsmunum Banda-ríkjanna gætu gilt fyrir hvaða landtorfu sem er í veröldinni, eða sem sagt fyrir afganginn af heiminum ! Þá ætti líka flestum að verða ljóst, og það jafnvel vanhugsandi vesalingum og það jafnvel á Íslandi, að skilningur bandarískra stjórnvalda í dag á lýðræði, er greinilega eitthvað allt annað en afgangurinn af heiminum telur það vera !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2025 kl. 17:20 | Slóð | Facebook
9.1.2025 | 13:23
,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
Við Íslendingar erum nokkuð sérstök þjóð þó við teljumst til örþjóða. Það finna meira að segja ýmsir aðrir en við sjálfir og löngum er margt hjalað um landann, bæði innanlands og erlendis. Stærstur hlutinn af því afþreyingar málæði er náttúrulega hégóminn einber, en eitthvað verður fólk að hafa fyrir stafni og aldrei getur allt af því verið vitlegt sem þá er gripið til. Sumir segja ,, betra er illt að gera en ekkert en ekki er ég nú sammála þeirri speki og vísa henni til sinna vafasömu föðurhúsa !
En sem sagt, við Íslendingar erum sannar-lega með réttu örþjóð, þó minnimáttar-kenndin hafi svona af og til í það minnsta, smitað okkur af andstæðunni sem er auðvitað stórmennsku-brjálæði. Við ætlum oft að sigra heiminn, reyndum það jafnvel í eitt sinn í fjármálasnilli, sem reyndist svo bara botnlaus lántaka ófyrirleitinna skólastráka í innlendum og erlendum bönkum. En jafnvel forseti lýðveldisins trúði á þá snilli og sagði þar margt ókomið enn. Og einn ráðherra, sem enn dansar á valdagólfinu, úthúðaði dönskum manni sem var gagnrýninn á snilldina, en sá var nú bara raunsær eins og Dönum var oftast tamt að vera !
Á síðustu árum höfum við svo með stórmennskubrjálæðislegum töktum blandað okkur inn í stórveldaslaginn og lagt þar líklega af mörkum ófáa milljarðana til vígreifra vopnakaupa og annarra hernaðar-þarfa, að sögn fyrir lýðræðið í heiminum. Við sönnuðum þar rétt einu sinni, að við erum voldugusta smáþjóð í heimi, en að vísu á öfugum nótum !
Við stofnuðum líka nýlega til sérstaks innviðaráðuneytis, sennilega vegna þess að helstu innviðir okkar voru þá að hrynja og eru það enn. Vegakerfið er gatslitið vegna ofkeyrslu, heilbrigðiskerfið á hliðinni og alls staðar vantar peninga til að berja í brestina. Þar að auki er Nató skattheimtan orðin nokkuð íþyngjandi fyrir ríkishaginn, jafnvel fyrir örþjóðar-stórveldi af okkar einstöku gerð. En íslenskur mikilleikur er auðvitað sem fyrr verulega afstæður og að auki stærð-fræðilega óútreiknanlegur !
Eftir nokkra daga tekur Donald Trump við völdum í Bandaríkjunum og fyrirrennarinn fer líklega á elliheimilið þar sem hann hefði átt að vera síðustu árin, ef allt hefði verið samkvæmt náttúrulegum niður-stöðum. En hvað kemur til með að gerast við þessi merkilegu tímamót ? Þeir sem hafa trúað því statt og stöðugt allt fram að þessu, að Trump væri ofurmenni, verða fljótt fyrir herfilegum vonbrigðum og Ísland verður líklega að senda sérsveitarlegan viðreisnar-herafla til Úkraínu !
Norðurlöndin, sem virðast öll komin í hamslausan hergír, þurfa sennilega þegar á heildina er litið, að vígbúa þegar í stað 75 - 100 fullmannaðar herdeildir, og senda þær sömu nauðbjargarleiðina til frelsunar lýðræðinu, í hinni lýðræðislausu Úkraínu. Þar með getur Nató trúlega andað léttar, vitandi að hörðustu mál dagsins, stríðsmálin sjálf, eru komin í sterkari hendur. Kalmarsamband nútímans virðist nefnilega gengið til öruggrar forustu til varnar allri hinni gífurlegu stjórnmála-spillingu í Vestur-Evrópu, jafnt í Úkraínu sem Brussel !
Sennilega á svo að taka norræna sigurstefnu, beint frá Kursk inn á mitt Rauða torgið í Moskvu, þar sem Selenski verður líkast til hylltur af nýja Kalmarsambandinu, í svipuðum stíl og þær Kata og Kolla hylltu hann í Kiyv fyrir ekki svo löngu. Eða er ekki svo ?
Nei, því miður, það gerist víst ekki, draumsýnir eiga ekki samleið með neinum veruleika, jafnvel ekki norrænar draum-sýnir. Og auðvitað er það alfarið bölvuðum Rússunum að kenna eins og allt annað. Jafnvel nýja Kalmarsambandið er - satt best að segja skelfilega hrætt við mannætur Moskvuvaldsins, og þá svakalegu hervæðingu sem sögð er komin á fullt í Rússlandi á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn !
Hernaðaruppfærslutíðindin að austan geta þannig jafnvel hrist móðinn úr voldugustu smáþjóð í heimi, sem ætlaði sér víst fyrir tiltölulega skömmu að trekkja upp gangverkið í Bandera-klúbbnum í Kiyv. Já, og það bara fyrir atbeina funandi forseta-faðmlaga tveggja topp-píu-glansnúmera frá örþjóðar-eyríki norðurhjarans. Og nýlega hefur enn ein topp-pían frá Íslandi og líklega ein af nákvæmlega sama tagi, flogið út til að endurnýja faðmlögin við hina lýðræðislausu ráðamenn í Kiyv !
Og í ljósi allrar þeirrar vitleysu sem í gangi er og illrar meðferðar á íslenskum þjóðarfjármunum, er skiljanlega hreint ekki svo galið af einföldum Íslendingi að spyrja :
Erum við Íslendingar ekki farnir að spila okkur á öfugum nótum út úr allri lifandi músík heimsbyggðarinnar, og farnir að þrautspila þungarokks fantasíuna sem kann að vera undanfari endanlegrar brot-lendingar íslensku þjóðarinnar og íslenskra þjóðarhagsmuna, í gegnum brunandi hraðferð, niður á við, beint á ónefndan ógæfustað ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook
6.1.2025 | 16:56
Litlar, leiðitamar þjóðir !
Bretar þóttu eiginlega lengi vel allra þjóða útsmognastir í því að draga nýlenduþjóðir á asnaeyrunum með loforðum og gylliboðum sem sjaldnast náðu til veruleikans. Síðasta mannsaldurinn hefur þó komið mjög afgerandi í ljós, eins og í flestu af því sem til vansa er, að þar hafa Bandaríkin farið langt fram úr þeim, og ólíklegt er að nokkur þjóð eigi nokkurntíma eftir að sækja lengra í óheiðarlegra og svívirðilegra framferði gagnvart öðrum þjóðum en einmitt þessir ,,Lærisveinar Breta númer 1 !
Bandarísk alríkisstjórnvöld hafa mjög ástundað það í áratugi að taka yfir sjálfstæði smáþjóða með þeim hætti að forustumenn þeirra gera sér í fæstum tilfellum grein fyrir því að sjálfstæði þeirra og þjóðlegt frelsi er farið. Það virðist orðið svo eðlilegt framhald mála í augum slíkra minileiðtoga að koma fram sem viðhengi Bandaríkjanna, að það telst víst engin þörf að láta slík mál fara fyrir utanríkismálanefnd eða jafnvel sjálft þjóðþingið !
En smáríkjaforustumenn belgja sig oft allra manna mest út af þjóðernishroka og þúfnakóngadrambi og þykjast jafnan tala fyrir hönd sjálfstæðustu þjóða í öllum heiminum. Minnimáttarkennd þeirra hefur þá iðulega snúist upp í stórmennsku-brjálæði og íslenskir forustumenn hafa sumir hverjir fengið alvarlegan snert af slíkri sýkingu eins og slepjuleg ummæli þeirra á upptrekktum hátíðastundum hafa oft og tíðum borið með sér !
Íslendingar hafa svo sem vitað er, stundum fengið hástemmt hrós frá bandarískum stjórnvöldum fyrir afskap-lega mikla þægð. Við erum sagðir vera vinaþjóð, jafnvel staðföst vinaþjóð, og það hefur komið fyrir að sjálfur Bandaríkjaforseti hafi tekið á móti íslenskum ráðamönnum með brosi á vör, um leið og hann hefur viðrað hundana sína. Það er líklega ekki ónýtt að fá að njóta slíkrar náðar, svo maður tali nú ekki um viðurkenninguna sem í henni felst, hjá heimsdrottnum hinnar algóðu forsjónar, sem situr að mati heilaþveginna þægðarskinna í Hvíta húsinu í Washington !
Allar þjóðir eru jafnan metnar af öðrum þjóðum á grundvelli dyggða sinna og þeirrar kröfu sem þær dyggðir geta gert til virðingar. Það er hinsvegar ljóst að sú innistæða okkar erlendis hefur rýrnað umtalsvert í seinni tíð, vegna þess sem kalla mætti að sé okkar eigin gildis-felling á dyggðum okkar og sjálfstæðis-legri reisn. Menn geta nefnilega ekki hegðað sér eins og þeir séu einir í heiminum og geti gefið skít í álit annarra, hvernig svo sem þeir hlynna að sínum heimagarði og bregðast eigin dyggðastefnu !
Allt hefur nefnilega sitt andstæða mat og tvennt er jafnan til þegar mál eru skoðuð og gerð upp. Stundum er því talað um sumar þjóðir sem alveg heilalausar tagl-hnýtingadruslur bandarískrar heimsvalda-stefnu. Þá er líka vísað til slíkra sem lítilla, leiðitamra þjóða, sem eigi sínar viðkomumála skúffur í einhverjum skáp í bandaríska alríkis stjórnkerfinu, undir tilvísunarorðum sem kunna að vera eitthvað í líkingu við skammstöfunina CPU, sem stendur þá fyrir eitthvað sambærilegt við Complete Property of USA !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook
3.1.2025 | 21:42
Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Íslenskar samsteypustjórnir hafa löngum fengið það orð á sig, að þar hafi einhver aðilinn að samstarfinu verið svona fyrst og fremst til uppfyllingar varðandi þing-mannatölu og meirihlutatryggingu á alþingi. Menn geta velt því fyrir sér hver kunni að vera í því hlutverki í þeirri ríkisstjórn sem nú hefur sest í valda-stólana ?
Fyrr á árum var sjálfstæðisflokkurinn, í krafti stærðar sinnar, eins og eitruð planta fyrir alla samstarfsflokka. Hann bólgnaði út við að hafa ríkisstjórnar-valdið en samstarfsflokkarnir minnkuðu að sama skapi. Þeir urðu yfirleitt alltaf ósköp leiðitamir við íhaldið og urðu svo að gjalda fyrir það. En nú er margt breytt í pólitískum efnum og flestar fyrri stefnufestustoðir orðnar í lausara lagi og undirstöðujarðvegurinn lítið annað en sandur !
Hið fasta flokksfylgi fyrri ára er liðin tíð og nú virðist nánast allt kjörfylgi vera á fleygiferð í samfélaginu, líklega eftir því hver er talinn bjóða best. Þjóðin virðist að margra mati verða stöðugt tækifæris-sinnaðri og opnari fyrir markaðslegum tilboðum. Gamli Framsóknarflokkurinn virðist til dæmis ekki sérlega markaðshæfur tilboðsgjafi lengur. Hann er orðinn litli flokkurinn á þingi og líklegur til að verða það áfram uns hann dettur þar út endanlega sem leifar frá liðinni tíð !
Íhaldið í landinu er hinsvegar orðið þrískipt fyrirbæri. Það er hið ættar-tengda, bláa íhald í gamla sjálf-stæðisflokknum sem svo lengi réð þar öllu, en nú er flokkurinn varla lengur helmingur þess sem hann var og íhaldið þar því svipur hjá sjón !
Svo er verslunar og Brusselþjónkunar-íhaldið, sem virðist mjög sérhagsmuna-drifið klofningslið úr sjálfstæðisflokknum og talið raungerast í óþjóðleika sínum í öfugmælinu viðreisn, og svo virðist nýtt, sennilega nokkuð þjóðlegt íhald í gömlu gervi, vera að rísa á legg og vinna sér stöðu, í svonefndum Miðflokki !
Í samanlagðri þingmannatölu þessara flokka felst svo nærri því meirihluti á þingi í þrískiptu íhaldsfylgi og kannski gætum við átt eftir í náinni framtíð að sjá slíka samstjórn sem hægrisinnað bölvunarvald gagnvart almannaheillum í þessu landi ?
Vinstri grænir voru síðasta samstarfslið sjálfstæðisflokksins, sem var líklega að flestra mati, herleitt af honum til óhæfuverka gegn almennum þjóðar-hagsmunum. Íhaldið fékk sýnilega í gegnum þá samninga þá stöðu, að margra hyggju, að fá að rótast um í ríkisfjármálum að vild, gegn því að tiltekin manneskja fengi að vera forsætisráðherra. Sú pólitíska herleiðing stóð að mestu í sjö ár og henni lauk með því að Vond og glórulaus íhaldsundirlægja þurrkaðist út af þingi, vegna þjóðlegrar andstöðu, og það - að nánast almennu áliti - með skömm !
Flokkur fólksins þarf að vera vel á verði. Hann má ekki láta nota sig til neinna ranglætisverka gegn fólkinu í landinu. Ef hann ætlar að vera varnarvirki fyrir almannahagsmuni, verður hann í það minnsta að gera sér grein fyrir að hann er kominn í stjórnarsamstarf sem býður ýmsum hættum heim og það er staðreynd !
Einkum vegna þess að félagsskapurinn hlýtur að teljast vafasamur, svo ekki sé meira sagt. Stefnulegur ágreiningur getur auðveldlega komið upp og þá líklega helst milli Flokks fólksins og hinna tveggja. Og það er söguleg staðreynd að þegar valkyrjur fara í hár saman er sjaldnast von á góðu. Vond og glórulaus örlög ættu vissulega að geta hrætt í hverju því samstarfi sem er kannski ekki að fullu byggt á þeim heilindum sem þyrftu að búa að baki, svo vel fari !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook
31.12.2024 | 11:50
Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
Forustulið í stjórnmálum hefur undanfarin ár sýnt það í nokkuð drjúgum mæli, að það er mjög fljótt til að nýta sér allskonar uppákomur til að fresta lýðræðislegum skylduverkum, fresta kosningum og nánast öllu sem rétt er að gera, til að geta hangið í völdum lengur, annaðhvort í flokki sínum eða í ríkisstjórn !
Segja má, að þannig hafi allmargar ríkisstjórnir á heimsvísu farið að hegða sér sem herstjórnir, þó þær þykist samt vera lýðræðislegar. Selensky-stjórnin í Úkraínu notar til dæmis stríðið þar til að fresta öllum eðlilegum lýðræðis-kosningum. Meira að segja situr Selenski sjálfur ólöglega sem forseti, en kjörtímabil hans rann út snemma á árinu sem er að líða. Það framferði sem hann hefur sýnt hefði einhverntíma þótt vægast sagt mjög aðfinnsluvert, en nú þykja fasistastjórnir víst fínar á Vesturlöndum, en lýðræðið virðist langt frá því að vera þar í sama uppáhaldi, hvort sem talað er um Hvíta húsið, Pentagon eða Brussel !
Það er líklega engin ríkisstjórn á Vesturlöndum tilbúin að þjóna lýðræðinu með því að láta af völdum á réttum tíma, ef hún getur fundið sér átyllu til að framlengja valdsumboð sitt, jafnvel þó með svikum og blekkingum sé. Valdafólk sem missir umboð sitt í kosningum lýsir því gjarnan yfir núorðið, að kosningar sem það hefur beðið ósigur í, hafi verið falskar og ólöglegar og aðeins það sé með rétt umboð frá þjóðinni, samanber hegðun Trumps eftir kosningarnar 2021 !
Svo illa virðist nú komið fyrir ærlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum í okkar ,,háþróaða vestræna heimshluta. Nægir þar alveg í sjálfu sér að benda á hvað forsetakosningar í Bandaríkjunum hafa verið dregnar niður gildislega og virðingarlega á allra síðustu árum af þeim sem síst skyldu ástunda slíkt. Og þegar fulltrúar stórveldanna niðurlægja lýðræðið með slíkum hætti, finnst öðrum valdamönnum líklega að þeir megi til með að gera það líka. Benda má á nýlegar yfirlýsingar fráfarandi forseta Georgíu sem sagðist nánast ein vera handhafi lýðræðis í sínu landi. Svona er hrokinn víða orðinn hjá upptrekktum elítusinnum !
Þannig er hið ofurmenntaða forustulið umheimsins stöðugt að stíga fleiri glópskuskref frá þeim gildum sem samfélagssáttmálar liðinna áratuga hafa yfirleitt gengið út frá. Með því fylgja svo afleiðingar sem enginn veit kannski sem stendur hverjar kunna að verða fyrir almenna lífshagsmuni í nútíð og framtíð, og þar getur öryggismálum heilu þjóðanna oft verið stefnt í vísan voða, ekki síst inn á við. Er kannski með slíku verið að safna saman fóðri fyrir komandi borgara-styrjaldir hér og þar ?
Jafnvel íslenski sjálfstæðisflokkurinn, svo lítill sem hann er nú orðinn og bókaður með litlum staf, virðist í gegnum forustu sína vilja draga dám af þessum nýju vinnubrögðum og fresta landsfundi þangað til betur árar, hvað svo sem það á að merkja. Það sýnir að einnig hérlendis er sú andlýðræðislega tilhneiging til staðar, að velta til stefnuskrám og starfsreglum, eftir því sem þurfa þykir, líklega fyrir hagsmuni þeirrar ráðamanna-klíku sem reynir að hanga sem lengst við völd. Allt framferði af slíku tagi er hinsvegar einkum fallið til að ýta undir stjórnleysi og draga úr virðingu fyrir lögum og reglum !
Erfitt er að skilja hvað liggur til grundvallar því að menn fari að hörfa með slíkum hætti frá því sem verið hefur kjölfesta í löggiltu skipulagi mála. Virðist þó nokkuð augljóst að um sé að ræða tímanlega tilfærslu á valdi og þá er ljóst að hún er hugsuð í þágu einhverra afla sem vilja ekki una þeim reglum sem hafa gilt og ber að vinna eftir. Líklega má þá ætla að eitthvað það sé í gangi sem fara á leynt og þjóna á sínum tilgangi varðandi yfirráð og völd !
Óhreinleiki hefur löngum verið fastlímd fylgja í pólitískum leikbrögðum. Orðspor manna sem stunda pólitíska loftfimleika hefur löngum þótt vafasamt og fæstir ætla slíkum mikla fylgispekt við ærlegar leikreglur. Drjúgur fjöldi stjórnmála-flokka á Vesturlöndum gengur núorðið undir svo jákvæðum og lýðskrumslegum nöfnum að þeir standa enganveginn undir þeim !
Að ákveðinni hyggju þess sem þetta skrifar, er litli sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi afgerandi staðsettur í þeim hópi. Sjálfstæðisleg og þjóðfrelsisleg tenging þess flokks við mannfélagslega íslenska heildarhagsmuni hefur aldrei verið sönn og sérhagsmunir valdaætta og ýmissa fjármála-afla hafa alltaf ráðið þar ferðinni. Stundum hefur það orðið Íslandi og íslenskri þjóð til hinnar mestu ógæfu, ekki síst í þeim málum sem varðað hafa sjálfstæði og þjóðlegt frelsi okkar Íslendinga, sem fyrr segir !
Fróðlegt verður að vita og sjá hvernig hin nýkoppsetta Kristrúnar-stjórn kemur til með að vinna úr málum fyrir þjóðina ? Sýnilegt virðist þó þegar, að Flokkur fólksins eigi að vera litla hjólið í því gangverki. Ekki myndi það koma á óvart að samkomulagið innan þess flokks muni láta á sjá á kjörtímabilinu, vegna vaxandi innri ágreinings og ekki síður vegna ágangs samstarfsflokkanna. Flokkur sem er - samkvæmt ummælum eigin formanns, ,, stofnaður við eldhúsborðið heima hjá henni hlýtur að vera með nokkuð margar lausar skrúfur, sem ekki hefur gefist tími til að festa almennilega, þó hátt hafi verið talað !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook
28.12.2024 | 13:44
Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
Sumir sem fjalla um stríðið í Úkraínu, tala um að semja þurfi um frið með þeim hætti að Rússar komi aftur inn í samfélag Evrópuþjóða og verði meðteknir sem slíkir. Það er hinsvegar ólíklegt að svo verði og er varla til umræðu. Það er ekkert traust eftir til að byggja á fyrir slík samskipti !
Það er því skynsamlegast fyrir Rússa, sjálfs sín vegna, að segja alveg skilið við Vestur-Evrópuríkin og einbeita sér að viðskipta-samböndum við ríki í Asíu og ríki í öðrum heimshlutum. Rússar hafa, eins og margsannast hefur, ekkert að sækja til Vestur-Evrópu nema svikræði og pretta-pólitík, samningarof og trúnaðarbresti. Þeir eiga því að loka vestur-glugganum alfarið !
Tilraunir Vesturveldanna til að brjóta Rússland á bak aftur, með víðtækum viðskiptaþvingunum og allra handa kúgunar-ferli, þjófnaði á rússnesku fé í bönkum og misbeitingu alþjóðastofnana gagnvart rússneskum þjóðarhagsmunum, hljóta að vera búnar að sýna Rússum það margfaldlega svart á hvítu hvernig innrætið er gagnvart þeim. Það er falskt, lygið og svikult og þannig hefur það alla tíð verið. Öfund og hatur hefur alltaf ríkt gagnvart Rússum hjá stjórnvöldum í Vestur-Evrópu. Sú staða var fyrir hendi löngu áður en Bandaríkin fóru að einbeita sér að því að eitra þau samskipti, enn frekar með ógeðslegri sérhæfni sinni í slíkum efnum !
Það voru Rússar sem stöðvuðu sigurgöngu Napóleons á sínum tíma og það voru einnig þeir sem stöðvuðu Hitler og nasismann fyrst og fremst. Það kostaði líka sitt. Þeir áttu líka sterkan þátt í því að tryggja hlutleysi annarra ríkja gagnvart stríðinu í Norður Ameríku þegar amerísku nýlendurnar voru að berjast fyrir sjálf-stæði sínu. Þeir björguðu málum 1952 fyrir Íslendinga þegar ,,bresku vinirnir ætluðu að brjóta okkur á bak aftur með löndunar-banni. Þeir keyptu af okkur allan fiskinn. Þá gerðu Natóvinirnir ekki neitt okkur til hjálpar, enda Bretinn að þeirra mati ólíkt mikilvægari bandalags-þjóð en við, þessar fáu hræður hér út í ballarhafi !
Nei, það er augljóst mál, að Rússar ættu hér eftir að skipta fyrst og fremst við heiðarlegar þjóðir, þjóðir utan Evrópu. Þjóðir sem eru miklu betri og áreiðanlegri aðilar í viðskiptum. Það eiga þeir alfarið að gera, hagsmuna sinna vegna, því vestræna auðvaldið mun aldrei reynast þeim ærlegur og sómakær viðskiptafélagi í einu eða neinu. Það er rökrétt niðurstaða fyrir þá að loka á næstu árum á öll viðskipti við Vesturlönd, sem eru sýnilega að verða úrkynjuð afgangsstærð í heiminum, sem enginn virðist lengur geta treyst í einu eða neinu !
Rússar eiga ekki að fara í fjárfrekar leiðslulagnir í samvinnu við vestræn ríki, ríki sem eru í Nató, til að tryggja þeim ódýra orku, og verða svo að horfa upp á að önnur Natóríki sprengi og skemmi þær sömu leiðslur, þvert á öll orð í sjálfum stofnsáttmála hins afhjúpaða árásar-bandalags. Slíkar þjóðir eiga Rússar algerlega að segja skilið við og þó fyrr hefði verið. Þær eru ekki viðskiptahæfar, sýna sig helst sem pólitísk viðrini, eru ekki verðar nokkurs trausts eða samstarfs og það er algjörlega fullreynt !
Nató gerir sýnilega samninga við Rússa sem og aðra með það fyrir augum að svíkja þá við hentugleika. Nató byggir ekki sam-skipti sín við aðra á neinskonar trausti, heldur á yfirgangi og kúgun. Nató er kapitalískt hagsmunabandalag en ekki lýðræðislegt frelsisbandalag. Samtrygging auðvaldsins ræður þar öllu !
Nató hefur étið upp alla frjálsa hugsun á Norðurlöndum og herstöðvar bandalagsins spretta þar upp eins og gorkúlur á daunillum mykjuhaug. Þeim hefur líklega fjölgað um á annan tug í Noregi á síðustu árum, enda er Noregur talinn 99,5% heilaþvegið Natóland. Það þýðir þá líklega að það sé ekki meira en 0,5% heilbrigð hugsun í Noregi og margir álíta að það láti nærri !
Menn eins og Fritjov Nansen fæðast ekki lengur í Noregi. Frjálshuga, ærlegir og góðir menn geta víst ekki þrifist þar öllu lengur. Þar virðast nú allir eiga að hugsa eftir fyrirskipuðum kennisetningum sem koma í massavís yfir um hafið frá Pentagon eða frá yfirvaldselítunni í Brussel og fylgja allar stríðsæsandi harð-línustefnu auðvalds og yfirgangs !
Nýja nýlendustefnan er alfarið hugarfóstur Natóvalds sem virðist orðið í fullri alvöru fasistasinnað og þar með virkilega heimshættulegt og í öllu styrjaldar-hvetjandi fyrirbæri. Hið marg-nefnda Nató varnarbandalag virðist gjörsamlega horfið og árásarsinnað bandalag komið í staðinn sem ógnar öllum heiminum. Styrjöld í líkingu við þá ógn sem nú virðist eiga að vekja upp til veruleikans, hefur aldrei áður ógnað mannkyninu, enda getur hún orðið til þess að drepa allt líf niður í þessari veröld okkar að fullu og öllu !
Hvar er Evrópufriðurinn sem Nató átti að tryggja ? Hvar er öryggið og allt það góða sem átti að koma með tilkomu Nató ? Hvað varð um öll þau miklu hamingju-loforð sem gefin voru ? Hafa þjóðir í þessum heimi nokkurntíma verið dregnar eins áfram á asnaeyrum, eins og þjóðir Vesturlanda á þessum síðustu og verstu tímum - af Natóvaldinu ? Og nú virðist helsta jólagjöfin frá Nató til aðildarþjóðanna, vera miklu meiri kröfur um fjárhagslegan stuðning og stóraukna skattheimtu, líklega fyrir hina komandi lokastórstyrjöld mannkynsins, sem virðist heillum horfið ?
Sú virðist eiga að vera niðurstaðan eftir nærri áttatíu ára samfelldar blekkingar og linnulausan heilaþvott í nafni hinna almáttugu Nató-máttarvalda. Þau virðast líka stefna að því að koma upp risavaxinni herstöð í Rúmeníu og þessvegna eru yfirgangs-vinnubrögðin gagnvart því ríki orðin eins ógeðsleg og þau eru. Það er sannkallað stríðsæsingaskrímsli risið upp enn á ný í þessum heimi okkar, skrímsli sem virðist horfa með köldum augum til allsherjar tortímingar alls þess sem lífið stendur fyrir !
Vesturlönd eru nú undir hættulegustu valdstjórn sem þar hefur þekkst frá upphafi og árásarbandalagið Nató er prímus mótor í því ferli öllu. Hitler sjálfur myndi líklega fagna manna mest ef hann gæti séð stöðu mála í dag. Sú staða er eins og nýr turn nasisma og mannhaturs sem kallar eftir yfirgengilegri slátrunar-hátíð á vegum djöfulsins. Á viðbjóðurinn aldrei að eiga sér nein takmörk í þessum gjörspillta, vestræna heimi okkar ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.12.2024 kl. 00:05 | Slóð | Facebook
19.12.2024 | 17:26
Athyglisverð orð :
Óróleiki er í Þýskalandi vegna
stjórnarstefnu sem er ekki
vinsæl !
Gerd Schultze-Rhonhof hershöfðingi f.1939, talar:
Góðan dag, kæru áheyrendur!
Ég starfaði ekki sem hermaður í 37 ár til að tryggja frið í Þýskalandi, til þess að horfa nú aðgerðalaus á, á meðan Þýskaland smám saman innleiðir þátttöku í óþarfa erlendu stríði !
Spekingarnir okkar þrír, Scholz kanslari, ráðherrarnir Lindner og Dr. Habeck, neituðu allir herþjónustu á yngri árum sínum til varnar stjórnarskrár, frelsi og lýðræði Þýskalands. Þeir verja nú meira en 10 milljörðum evra á ári af skattfé í frelsi, lýðræði og vestræn gildi í erlendu ríki sem hvorki er lýðræðislegt né stendur fyrir vestrænum gildum. Þeir nota skattfé okkar og til að draga á langinn stríð sem er nú orðið tilgangslaust.
Úkraína er á engan hátt lýðræðisríki og gildi þess eru ekki okkar gildi. Ellefu stjórnarandstöðuflokkar eru bannaðir í Úkraínu. Zelensky hefur bannað forseta-kosningarnar sem áttu að fara fram í mars 2024. Í Úkraínu eru allir fjölmiðlar samstilltir. Engar gagnrýnar fréttir frá úkraínskum blaðamönnum um Úkraínu eru leyfðar. Í Úkraínu eru pólitísk morð algeng. Úkraína er eitt af spilltustu ríkjum í Evrópu (samkvæmt Transparency International). Það er algengt í Úkraínu að kaupa sig undan herþjónustu. Úkraína skartar löngum lista yfir brot á alþjóðasamningum og brot á sáttmálum og alþjóðlegum samþykktum. Tegund og tíðni stríðsglæpa Úkraínu er einnig mjög há. (samkvæmt skýrslu ÖSE frá 29. júní 2022) !
Þessi Úkraína er hvorki lýðræðisríki né stendur fyrir okkar gildum, eins og þýskir fjölmiðlar og meirihluti stjórnmálaflokka reyna að láta okkur trúa. Túlkunin sem okkur er boðið upp á af opinberum aðilum að Úkraína hjálpi við að verja okkar gildi, er jafn fáránleg og varnir Þýskalands í Hindú Kúsh sem Struck talaði um.
Hugmyndin um hugsanlega sameiningu tveggja stríðandi hluta þessarar þjóðar, austur og vestur er draumkennd heimska !
Ákafi meirihluta þýsku flokkanna til að hjálpa Úkraínu til sigurs með fjár- og vopnaaðstoð minnir mig á yfirlýsingu rússneska hershöfðingjans Alexander Lebed, sem sagði á meðan fyrsta Tsjetsjena-stríðinu stóð: Leyfið mér að kalla til eina deild af sonum elítunnar og stríðinu lýkur daginn eftir. (Lebed var misheppnaður forsetaframbjóðandi í Rússlandi árið 1996.)
Önnur spurning sem hér kemur til umræðu er hvort Rússneska sambands-ríkið hafi í raun ógnað Vestur-löndum síðan það dró sig til baka frá Mið-Evrópu, eða jafnvel einhverju einu NATO-landi eða öðru nágrannaríki eftir upplausn Sovétríkjanna ?
Þannig eru viðvörunarorð þessa gamla þýska hershöfðingja sem ofbýður hvernig haldið er á málum í dag.
Athyglisverð ábending frá manni sem þekkir til hlutanna.
Efni gripið upp af blogginu sem full þörf er að endurvarpa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 23
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 592
- Frá upphafi: 365490
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)