21.2.2010 | 16:45
TVÖ ÞÚSUND OG TÍU ?
Tvö þúsund og tíu ! Er það ár hinnar miklu aðkallandi spurningar ?
Hvað verður um framtíð hins almenna íslenska samfélags ?
Hvar lendum við og hvar endum við á því ári - við Íslendingar, við sem höfum gengið á vit frjálshyggjugerninga og horft eins og hlutlausir áhorfendur á siðlausa menn spila rússneska rúllettu með öryggismál okkar og almannahag að veði ?
Við sem höfum allt of mörg látið glepjast af tálsýnum græðgisvæðingar og gjörspillts tíðaranda, gengið í bláhallarbjörg ágirndar og gróðafíkni og skilið með því framferði skynsemi okkar eftir á hundavaði heimskunnar.
Við, við, við , þessir græningjar hinnar bláu ómennsku við ysta haf !
Og enn, enn í dag, eftir hrun og hrylling, arðrán og svívirðu ríkisráns og einkavæddrar bankastarfsemi, eru menn að binda trúss við Þjóðarógæfuflokkinn, telja hann líklegastan til að koma öllu í gang aftur !
Flokkinn sem stjórnaði hér og réði öllu í 18 ár og kallaði þetta allt yfir okkur !
Er það furða þó ýmsir líti svo á að Íslendingar séu nú mestu vitleysingar í Evrópu og sé þó vissulega mikils til jafnað. Hefur ekki framferði forustumanna hér síðustu 10-15 árin fyrst og fremst undirstrikað stórmennskubrjálæði og vitleysisgang ?
Enginn var sjáanlega að hugsa um heildarhag þjóðarinnar, allir voru að hugsa um sig sjálfa, eigin græðgi og gróðasjónarmið. Og þannig var þjóðin keyrð niður á kolsvart núllið !
Innherjar af öllu tagi virðast hafa nýtt sér stöðu sína til að tryggja sig og sína og selt þannig eigin verðbréf í tíma fyrir hrunið. Margur skuggabaldur kerfisins hefur sýnilega farið þar með himinskautum í hræðslu sinni við persónulegt peningalegt tap.
Allt miðaðist þar við einn tilgang - að bjarga eigin skinni !
Hvernig er hægt að reka þjóðfélag með heilbrigðum hætti þegar eigingirni og sjálfselska ráða ríkjum með svo afgerandi hætti ? Svari því hver fyrir sig !
Þegar ranghugmyndir kvótakerfismafíunnar fóru að setja sitt illa mark, já, sitt bölvaða brennimark, á þjóðfélagsgerðina, voru öll eðlileg siðalögmál í raun og veru sett úr sambandi. Illa fengnir peningar urðu að fullu gjaldgengir í viðskiptum landsmanna og það í stórum stíl. Fjöldi manns virtist ekki gera sér neina grein fyrir því að þeir peningar sem kvótagreifarnir borguðu þeim með fyrir vörur og viðskipti, voru í raun teknir úr þeirra eigin vösum. Ráðamenn stóra og litla Þjóðarógæfuflokksins hygluðu þar ógeðslegustu sérréttindaklíku þjóðarsögunnar á kostnað alþjóðar. Í sumum tilfellum voru þeir persónulega sjálfir inn í myndinni og spillingin algjör. Siðleysið fór að fara hamförum um öll svið samfélagsins.
Og brátt var ranghugmynda-sería hinna pólitísku jólasveina og kvótaliðsins orðin svo mikil að blekkingamagni í þjóðfélaginu, að fæstir gerðu sér grein fyrir að réttlætið hafði verið sent út í hafsauga - á sextugt djúp !
Ísland var orðið að spillingarakri viðbjóðslegra glæframanna sem svifust einskis í því að maka króka sína á kostnað þjóðarinnar. Þar var þeim - af samviskulausu liði í stjórnkerfinu - gefið ótakmarkað krókaleyfi til lands og sjávar !
Í dag virðast skilanefndir og nýjar/gamlar bankastjórnir vera að sinna því fyrst og fremst að afskrifa í óðaönn glæpagjöld útrásarvíkinga og annarra viðskiptalífskónga. Almenningi eru ekki boðin slík vildarkjör.
Í bönkunum ræður enn að mestu sama liðið og sat þar fyrir hrun, og allt sem gert er miðast sjáanlega við það eitt, fyrst og fremst, að bjarga brennuvörgum og brotamönnum efnahags-hrunsins frá afleiðingum verka sinna, en láta almenning sitja eftir í rústum samfélagsins með alla reikninga uppkeyrða með margföldum kostnaði.
Fæst af því sem fólki var áður sagt í bönkunum varðandi lán og kjör hefur staðist og enginn virðist ábyrgur fyrir svikamyllunni. Eftir virðist samt sitja að það eigi að blóðmjólka alþýðu manna og hirða allt af venjulegu fólki sem það hefur eignast með súrum sveita í áranna rás.
En það var ekki almenningur sem olli ósköpunum og almenningur á ekki að greiða glæpagjöld kerfis og kvótamafíu þessa lands. Nýtt Ísland verður ekki endurreist með slíkum hætti. Það þarf algera uppstokkun í kerfinu og stjórnmálaflokkunum - öllum !
Þeir eru hreint ekki svo fáir í dag sem geta sagt eins og ég : " Ég var stoltur af því að vera Íslendingur hér á árum áður og taldi okkur sem þjóð hafa margt til brunns að bera. En nú stend ég í þeim sporum að bera ekkert traust til framkvæmdavaldsins í landinu og þaðan af síður treysti ég löggjafarvaldinu - þinginu - og virðing mín fyrir dómsvaldinu er farin lóðbeint niður á ónefndan stað.................. ! "
- Og hvað er þá eftir ?
Stjórnvöld Íslands síðustu árin brugðust gjörsamlega sem heilbrigður varnarskjöldur fyrir land og þjóð. Nærri átján ára samfelld valdatíð stóra Þjóðarógæfuflokksins hefur skilið við land og þjóð í rústum, efnahagslega, réttlætislega og siðferðilega. Þar er ekkert eftir sem hægt er að vera stoltur yfir. Og í dag virðist það helst blasa við að enginn ráði við ástandið og að spillingin sé orðin allsráðandi og yfirgnæfandi í öllu, ekki bara í bankakerfinu og viðskiptalífinu, heldur öllu ríkiskerfinu eins og það leggur sig.
Og mörgum finnst það blóðugra en nokkur bylting gæti orðið, að horfa upp á sömu skíthælana og gerðu sig breiða fyrir hrun, sömu svínin, sömu blóðsugurnar, sömu alikálfana, ganga um fatta og feita, í sama hrokanum og viðbjóðnum og áður.
Þeir eru skammarblettur á öllu því sem gott getur fundist og heiðarlegt meðal fólksins í landinu og meðan þeir eru ekki þvegnir burt úr ásýnd þjóðarinnar, verður fáu stýrt til betri vegar á Íslandi. Það eitt er víst og satt.
Spillingarkerfið sem vaxið hefur í kringum kvótahryllinginn og þjóðar-afæturnar þar, á enga samleið með heilbrigðu þjóðfélagi. Það verður að hreinsa þann smánarblett burt úr þjóðlífinu og því fyrr því betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)