27.3.2010 | 20:07
LÍÚ er ekki þjóðin
Jóhanna Sigurðardóttir sagði fyrir skömmu, að það væri ekki hægt að stjórna landinu og fara jafnframt eftir duttlungum LÍÚ. Þetta er athyglisverð umsögn frá forsætisráðherra Íslands. Ef horft er til baka, fer ekki hjá því að maður sér að sagan kennir, að forsætisráðherrar landsins hafa býsna lengi farið eftir duttlungum LÍÚ og þá yfirleitt á kostnað þjóðarinnar.
LÍÚ, stjórnarmiðstöð kvótakerfisins eða hvað við köllum þessa kaldhömruðu sérhagsmunaklíku, er fyrir löngu orðið að átumeini í íslensku samfélagi.
Býsna margir muna sjálfsagt grátklökka rödd Kristjáns Ragnarssonar hér á árum áður, þegar hann var að kvarta og kveina yfir því hvað illa væri farið með útgerðarmenn. Friðrik Arngrímsson er arftaki hans á því sviði og ekki er eftirmaðurinn betri í sínum siðum. Þessir hagsmunagæslumenn hafa báðir, að mínu mati, þjónað valdi sem innifelur í sér einhverja hættulegustu sérhagsmuni sem komið hafa fram hérlendis og ég tel þá sérhagsmuni tvímælalaust standa gegn þjóðarvelferð.
Það er löngu orðið tímabært að þjóðin taki til sinna ráða gegn þessu sérhagsmunaveldi LÍÚ. Kvótakerfið er og hefur virkað til margra ára sem óþverralegt krabbamein sem hefur tært íslensku þjóðarsálina og skapað sundrungu og ófrið þar sem þörf er samstöðu og friðar. Örfámenn klíka hefur fyrir atbeina pólitískra hyglingarvina fengið auðlind þjóðarinnar í sínar hendur til að arðræna fólkið í landinu. Sú sjötíumenninga siðleysa verður að taka enda ef íslensk þjóð á að hafa eðlilegar forsendur til að lifa og fá að ávaxta sitt náttúrulega pund.
Gífurlegir fjármunir hafa verið teknir út úr sjávarútvegnum á undanförnum árum til einkaneyslu og fjárfestinga á öðrum sviðum. Á sama tíma og sumir þingmenn kvótaflokkanna halda því fram og það í fjölmiðlum, að íslenska kvótakerfið sé besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims, tala forsvarsmenn LÍÚ fyrir því að afskrifa þurfi þar 100 milljarða skuldir !
Eru það rökin fyrir því að við séum með besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims, að afskrifa þurfi 100 milljarða skuldir eftir aldarfjórðungs reynslu af þessu kerfi ?
Og í heild munu skuldirnar af rekstri þessa yfirlýsta afburðakerfis vera taldar á sjötta hundrað milljarða króna. En einstakir útgerðarmenn eiga stórfé og til dæmis er kona ein í Vestmannaeyjum talin eiga í það minnsta 10 milljarða prívat og persónulega. Hvaðan skyldi það fé vera fengið ?
Varla úr svo skuldugri atvinnugrein ?
Og í framhaldi mætti spyrja, ef kvótasinnar og LÍÚ klíkan hafa raunverulega sannfæringu fyrir gæðum og gildi þessa kerfis, af hverju vill þetta lið þá ekki láta reyna á fylgi fólksins í landinu við þetta meinta hágæðakerfi með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu ?
Er þetta fólk ekki lýðræðislega sinnað eða skyldi það vera á móti lýðræði ?
Sagan kennir okkur að þeir sem njóta sérréttinda eru yfirleitt andvígir lýðræði og það virðist sannast á kvótasinnum og LÍÚ.
Aðallinn í gamla daga út um allan heim var ekki spenntur fyrir almennum mannréttindum, enda fór fljótt að draga úr óhófslífi hans þegar kröfur almennings um mannsæmandi líf fóru að vaxa með auknu lýðræði.
Það þurfti baráttu til að afnema yfirganginn og viðbjóðinn sem tíðkast hafði svo lengi, en bastillur blóðsugukerfisins voru þó víða rifnar niður með sameiginlegu átaki þjóða sem voru búnar að fá miklu meira en nóg af misrétti og kúgun.
Það er í beintengingu við forréttindastéttir liðinna tíma sem talað er um þá aðila hérlendis sem kvótagreifa og kvótaaðal sem hafa fengið að valsa um með auðlind þjóðarinnar í einkaneyslu ofgnóttanna og sú samlíking á sér fullar stoðir í veruleikanum. Mál er að linni.
Kvótakerfið er ekki til að styrkja íslenskt samfélag og ef það á að verða friður á Íslandi verður að senda þetta djöfullega sérhagsmunakerfi sem fyrst beint ofan í helvíti, því þaðan var hugsunin fengin sem kom því á.
LÍU er ekki þjóðin og hagsmunir þjóðarinnar fara sannarlega ekki saman við hagsmuni eða duttlunga LÍÚ - það er margreynt mál.
Sýnum lýðræðið í verki og göngum til þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2010 kl. 10:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 25
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 1025
- Frá upphafi: 377539
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)