5.4.2010 | 15:40
ANDLEGUR ÚTBRUNI - EÐA UPPFYLLT LÍF ?
( Malcolm Smith )
Við sátum á kaffihúsi í Mayfair-hverfinu í London. Fyrir utan var þokan að þétta sig á þessu áliðna nóvember síðdegi.
Dimman úti fyrir var hliðstæð hinni myrku örvæntingu sem setti mark sitt á andlit vinar míns handan við borðið. Ég hafði sest niður til að ræða við Jack um allt það sem gerst hafði í sambandi við nýlegt starf okkar í Afríku, en ég hætti því brátt er ég sá algert áhugaleysi hans og þá lægð sem hann var í.
Jack hafði verið forstöðumaður í vaxandi söfnuði í Skotlandi og var velþekktur ræðumaður á samkomum. Ég þekkti hann sem mann, geislandi af krafti og hugsjón, mann sem alltaf var að tala um síðasta viðfangsefni sitt varðandi kirkjulegan vöxt eða eitthvað nýtt sem hann hafði séð í ritningunum. Það hafði komið mér á óvart þegar hann hringdi í mig nokkrum mánuðum áður og sagði mér að hann hefði sagt upp þjónustustarfi sínu og væri nú í því að selja tryggingar. Hann sagði að hann hefði þurft að komast úr forstöðumanns-starfinu til þess að hann gæti orðið sá eiginmaður og faðir sem hann hefði vanrækt að vera .
Og nú þegar ég horfði yfir borðið á Jack, sá ég þreyttan mann, mann sem var þreyttur á lífinu og eins og á stóð, í djúpri örvæntingu. Kyrrlátlega sagði hann : " Þetta er ástæðan fyrir því að ég hætti, Malcolm. Ég hefði getað haft endaskipti á verkefnaskránni minni til að fá meiri tíma með fjölskyldunni. En ég var aðeins að leita að góðri afsökun. Raunverulega ástæðan fyrir því að ég hætti er....... " Hann þagnaði og starði ólundarlega í vaxandi þokuna fyrir utan. " Raunverulega ástæðan er ...... að þetta gengur ekki. Allt þetta tal og trúarlega tilstand skilar ekki neinu, enginn breytist, allir standa í stað.
AÐ HNÍGA NIÐUR VIÐ VEGARBRÚNINA
Jack er enn eitt dæmi um mann sem hefur bæst í hóp þess vaxandi fjölda er hefur hnigið niður við vegarbrúnina, uppgefinn á sál og líkama - andlega útbrunninn !
Andlegur útbruni er ekki eitthvað sem aðeins kemur fyrir presta.
Í dag erum við að sjá faraldur í gangi varðandi fráfall í kirkjusöfnuðum. Þar eiga ekki í hlut páska og jóla meðlimirnir, heldur hinir dæmigerðu, áhugasömu kirkjustarfsmenn. Af hverju er fólk að brenna út, falla út eða sætta sig við leiðindi þess fyrirbæris sem kallað er " kirkja " í dag ?
Sumir segja að við ættum að biðja meira. Ég geri ekki lítið úr bæninni, en ég hef samt komist að raun um að margir af þeim sem biðja mikið eru sjálfir helstu dæmin um andlega uppgjöf !
Hvað sem það er sem orsakar andlegan útbruna, er skýringin dýpri en skortur á bæn. Aðrir segja að við þjáumst vegna trúarvöntunar.
" Við verðum að byggja trú okkar, fæða anda okkar á Orðinu ... og þá verðum við ósigrandi. " Ég er sammála því að kirkjan er í hættu stödd vegna trúarskorts og í örvæntingarfullri þörf fyrir að snúa inn í lífið sem felst í Orði Guðs. Samt sem áður hafa sum sorglegustu dæmin sem ég þekki um útbruna orðið hjá mönnum sem töldu sig skilja inntak trúarinnar mjög vel !
Andlegur útbruni þróast á sama hátt og það sem er að gerast í hinum veraldlega heimi. Þar hefur hugtakið " útbruni " verið sett til að lýsa ástandi persónu sem hefur orðið andlega og tilfinningalega uppgefin í sókn sinni til metorða á sínu sviði. Dr. Herbert Freudenberger lýsir manneskju sem er útbrunnin á þessa leið : " Einhver sem er í ásigkomulagi þreytu og vonleysis, sem skapast hefur vegna hollustu við málstað, lífshætti eða samband sem skilar ekki tilvonandi ávöxtum . " Andlegur útbruni á sér því aðeins stað, að það sé annaðhvort fyrir hendi grundvallar-misskilningur varðandi eðli fagnaðarerindisins eða mistök í því að fella það að lífi okkar og þjónustu.
Manneskja sem fallið hefur í uppgjöf, lendir í slíku vegna þess að hún hefur trúað á rangfærða mynd af fagnaðar-erindinu eða gleymt eðli þess og því sem hún áður trúði á og þannig leiðst afvega.
SÚRDEIG FARÍSEANNA
Hvaða trúarsiðakerfi kallaði fram hörðustu og reiðustu orð Jesú ?
Það var boðskapurinn um viðtöku fyrir verk ! Farísearnir lýstu því yfir að fólk þyrfti að sækja eftir viðtöku af Guðs hálfu fyrir sín eigin góðu verk ! Það er þessi boðskapur sem er innsti kjarni allra trúarbragða og einmitt hann skilur fólk eftir uppgefið í viðleitni sinni að þóknast Guði - að verða frambærilegt fyrir Honum . Jesús afhjúpaði anda Farísea-stefnunnar sem fjandsamlegan hjarta Föður síns og fagnaðarerindinu.
Hann varaði lærisveina sína við : " Verið á verði ! Varist súrdeig Faríseanna !" ( Markús ( 8:l5 ) . Og síðar í Lúkasi l5: ll-32 kynnir Jesús persónu eldri bróðurins í dæmisögunni um glataða soninn, til að sýna hið sanna eðli þessa trúarsiðakerfis Faríseanna.
Bróðirinn hafði verið í vinnu á ökrunum allan daginn og er hann kom heim heyrði hann háværa tónlist og dans. Truflaður út af því spurði hann þjón hvað væri um að vera ? Ákafur sagði þjónninn honum að bróðir hans væri kominn aftur heim og verið væri að fagna honum með veislu ! Augu eldri bróðurins urðu dökk af reiði og hann sneri aftur út á akrana, neitaði að koma inn. Innra með sér var hann reiður út í föður sinn. Er faðir hans heyrði að hann væri ekki fús að bjóða bróður sinn velkominn heim, kom hann út og bað hann að ganga inn . Fýlulega neitaði hann og svo hellti hann gremju sinni yfir föður sinn : "
Heyrðu, nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann ." ( Lúkas l5 : 29,30 )
Í reiði sinni sýndi hann eðli hjarta síns eins og það hafði verið öll þessi ár. Hann sagði : " Ég hef þjónað þér og ég hef aldrei vanrækt skipun þína ." Gríska orðið yfir - að þjóna - er - " að þræla " ! Nýja Enska Biblían þýðir þetta þannig : " Öll þessi ár hef ég þrælað fyrir þig ( vers 29 ) . Hann hafði alið með sér óánægju út af því sem hann tók sem reglur, lagðar fyrir hann af þrælahaldssinnuðum föður. Hann sá sjálfan sig sem þræl, fljótan til að gera allt sem honum var skipað.
Vegna þessarar öfugsnúnu hugmyndar tók hann við orðum föður síns í gegnum eyru þrælsins. Þegar faðir hans sagði við hann : " Girðingarnar þarfnast endurbóta " , þá var hann að tala til sonar síns og sameiganda að búinu. Hann var í raun og veru að segja : " Það væri skynsamleg fjárfesting varðandi eign okkar að við gerðum við girðingarnar í dag ." En í gegnum eyru eldri bróðurins skilaði þetta sér þannig: " Gerðu við girðingarnar, strákur !"
Hann hafði alltaf gert eins og honum var sagt - jafnvel þótt honum líkaði það ekki alltaf eða væri sammála því . En hann hafði aldrei náð að skilja hugmyndina um kærleiks-sambandið sem fólst í því að sem sonur væri hann meðtekinn og elskaður fyrir það sem hann var ! Hann þekkti heldur ekki gleðina sem fólst í því að elska föður sinn og bróður í þeim kærleika. Það hafði aldrei komið dagur sem hann hafði unnið eingöngu vegna kærleikans til föður síns. Og nú hafði yngri bróðirinn, sem hafði svívirðilega óhlýðnast og smáð föður sinn, snúið aftur heim, og faðir hans var að halda honum veislu !
Það gátu engin orð túlkað höfnunar-tilfinningar eldri bróðurins. Honum fannst faðir hans stórlega ósanngjarn. Hann kvartaði í gremju sinni : " Þetta er ekki sanngjarnt, hann hefur ekki gert það sem ég hef gert, hann hefur ekki þrælað og hlýtt þér í öllu eins og ég.... hvenær get ég gert eitthvað svo þér líki ! Það sem hann og Farísearnir sem hann stendur fyrir, voru blindir á, var sú staðreynd, að viðtaka hefur ekkert að gera með verk eða hegðun. Hún hefur allt að gera með kærleika Föðurins og í tilfelli yngri bróðurins, trú á þann ótrúlega kærleika. Viðtaka byggðist á því hver faðirinn var - ekki á því hvað sonurinn hafði gert .
AÐ BREYTA HJARTANU
Trúarkerfi Faríseans - að sækja um viðtöku hjá Guði með því að breyta um hegðun, dregur kristindóminn niður í regluboð í stað þess kraftmikla sambands við Guð sem Jesús kom til að innleiða. Því meira sem manneskjan reynir að laga sig að trúarbrögðunum, því lengra vex hún frá Guði. Með aukinni aðhyllingu kemur aukin tilfinning tómleika. Það að halda allar reglurnar fullnægir ekki hungrinu sem inni fyrir býr !
Við áttum einu sinni hund sem nefndur var Fred. Fred var fjörug, lítil skepna, en hann hafði þann afleita vana að leika sér að því að glefsa í fótleggina á öllum sem gengu um heimreiðina hjá okkur.
Sérstaklega bitnaði þetta á póstmanninum. Við tókum það því til bragðs að setja munnkörfu á seppa. Póstmanninum til mikils léttis, sat Fred nú með körfuna yfir munninn, fólk gat gengið um stéttina í friði. En samt hafði ekkert breyst innra með Fred. Hvern dag sat hann og horfði hungruðum augum á alla fótleggina sem framhjá fóru. Við höfðum breytt hegðun hans, en ekki tilhneigingum !
Trúarbrögð breyta hegðun - en ekki hjartanu ! Með því að fylgja öllum reglunum getur sá trúaði forðast það sem er bannað, en hjarta hans hungrar samt eftir því. Og þar sem hann berst við að ná andlegum þroska innan siðaboða kirkju sinnar, verður hann smám saman ruglaður, raunamæddur og vonsvikinn. Áhugi hans fjarar út og hann gerir sér ljóst, að hann er aðeins að ganga í gegnum ferli tilfinninga. Að lokum dregur hann sig í hlé.
FYRSTI HJÁLPRÆÐIS - FÖGNUÐURINN
Hvílík andstæða er þarna á ferð miðað við fyrstu mánuðina á göngu okkar með Jesú. Munið þið daginn þegar þið fyrst upplifðuð náð Guð ?
Þið glöddust í Jesú og yfir því sem Hann hafði gert í lífi ykkar. Barnslegur fögnuður gaf ykkur þvílíka útgeislun gleðinnar, að jafnvel kaldhæðnir vinir urðu að viðurkenna það.
Þið urðuð furðu lostin yfir því hvernig sumir gömlu siðirnir hurfu frá ykkur og nýir lífshættir byrjuðu að brjótast fram frá ykkar innri manni. Og umfram allt annað, þið áttuð í ykkur óseðjandi hungur eftir Guði. Þið vilduð þekkja Sannleika Hans og þess vegna sóttuð þið í Orð Hans með áfergju. Það er á þessu stigi, í hinu kristna lífi, sem mörg manneskjan lendir í því að vera leidd afvega af trúuðum Farísea. Röksemdirnar eru þær, að ef viðkomandi er fylltur af Andanum hljóti allt að vera rétt sem hann segir.
Þar af leiðandi meðtakið þið skilaboðin um að þið verðið að hlýða siðareglum og kennisetningum, ef þið ætlið að þroskast í trú !
Skilaboðin verða skiljanleg hvað holdið varðar, svo frelsið í Kristi er yfirgefið fyrir fjötra Farísea-hyggjunnar. Undir oki þeirra fjötra verður hið sjálfvakta líf Krists hið innra með ykkur smám saman að minningunni einni og gleðin í Guði hverfur !
JESÚS GEGN TRÚARBRÖGÐUM
En Jesús á ekkert sameiginlegt með trúarbrögðum, ekki fremur en hirðirinn með sauðaþjófnum. Hann kom ekki til að gefa okkur styrk til að halda Boðorðin tíu og Hann gaf okkur heldur ekki nýja útgáfu af þeim í Fjallræðunni. Jesús var í andstöðu við sérhvert kerfi sem segir manninum að breyta hegðun sinni í því skyni að verða viðtökuhæfur af Guði. Hann kom ekki til að stofna ný trúarbrögð ! Sú kirkja sem hann færði inn í tilvist með því að deyja fyrir hana og rísa upp aftur, kemur trúarbrögðum ekkert við. Hann lýsir sjálfum sér og köllun sinni með því að segja : " Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð ." ( Jóh. 10:10 )
Við munum finna kraftinn í því sem Hann segir hér, með því að skilja meiningu orðsins sem Hann notar fyrir líf. Í gríska málinu er orðið " Zoe " . Zoe er Líf Guðs og er þess vegna ekki skiljanlegt aðeins sem framlenging daga og athafna, heldur einnig sem gæði og kraftur lífs. Fyrir tvö þúsund árum kom Líf Guðs ( Zoe ) til að lifa á meðal okkar í Jesú. Frá upphafi þjónustu Hans, var það augljóst að Hann var að segja eitthvað sem var afgerandi frábrugðið öllu sem áður hafði þekkst. Jesús kom ekki aðeins til að fyrirgefa okkur og senda okkur áfram veginn, til að við gerðum okkar besta í því að vera góð. Að kalla menn til þátttöku í lífi Guðs og kærleika færði málið ofar öllu sem menn höfðu getað gert á grundvelli athafna. Ekkert magn hollustu gat framkallað í manni eðli Guðs. Jesús kom til að skapa nýtt mannkyn, sem deildi með Honum lífi Hans ( Zoe ). Það var afgerandi einstakt mál og er það ennþá.
KRISTUR HIÐ INNRA
Hvernig verður þetta Zoe, Líf Krists sjálfs, raunverulega sýnilegt í okkar lífi ? Vitum að það er algjörlega gagnslaust að reyna að sýna það og opinbera það í eigin mætti. En þá er spurningin, hvernig fer Hann að því að lifa í gegnum okkur ? Einn dag, fyrir mörgum árum, sat ég á matsölustað og velti fyrir mér þessum miklu sannindum. Ég spurði sjálfan mig : " Hvernig getur Kristur, Lífskærleikur Guðs ( ZOE AGAPE ) lifað í mér ? " Í sömu andrá færði þjónustustúlkan mér bolla af heitu vatni með tepoka á hliðinni.
Ég byrjaði að dýfa tepokanum í vatnið og fylgdist með þegar það breytti um lit við tilkomu tesins. Allt í einu skýrðist það fyrir mér, að ég hafði blandað teinu í vatnið. Styrkur og bragð tesins hafði verið leyst frá laufunum í litlaust, bragðlaust vatnið. Það eitt að leggja tepokann hjá bollanum hefði ekki áorkað neinu - það varð að eiga sér stað íblöndun !
Ég skildi þá, að ég var algjörlega ófær um að framkalla Líf Krists hið innra með mér, á sama hátt og vatnið var ófært um að breyta sér í te. Ef ég átti að lifa Hans Lífi þá varð Hann að koma og lifa því inn í mér. Líf Hans varð að blandast inn í anda minn !
Eins og postulinn Páll segir í Filippíbréfinu : " Ég hef styrk til allra hluta í Kristi sem uppfyllir mig krafti. Ég er viðbúinn öllu og jafn í öllu fyrir Hann sem hellir innri styrk í mig " ( Fil.4:l3,AMP. sérþýðing.). Ef hinn upprisni Jesús á að vera þekktur og bragðaður af heiminum í dag, þá verður það ekki fyrir árangur manna sem reyna að líkjast Honum, heldur fyrir það að Hann er opinberaður í gegnum veikleika okkar. Teið verður alltaf bundið í pokanum þar til það er leyst fyrir tilstilli vatnsins. Blöndun tesins og vatnsins er svo algjör að við tölum ekki lengur um vatn - heldur te !
Samt er teið ennþá í pokanum. Kristur er í okkur - líf okkar er Hans Líf - samt hefur Hann ekki orðið að okkur og við ekki orðið að Honum. Við erum alfarið sitt í hvoru lagi og alfarið eitt. Í því felst kraftaverkið sem á sér stað þegar manneskja kemur til Krists .
AÐ HAFNA UPPSPRETTU LÍFSINS
En hvernig fáum við þetta líf inn í veikburða líf okkar ? Svarið sem trúarbrögðin gefa við þessu er alltaf með þeim skilmálum að það felist í einhverju sem við gerum. Í æsku minni spurði ég marga forstöðumenn að þessu og alltaf var svarið einhver samsetningur af sömu rótum. Til að öðlast flæði Guðs Lífs, verður maður að taka frá tíma til bæna og að lesa Orðið með reglubundnum hætti .....
Að segja að Líf Krists flæði inn og gegnum líf okkar vegna þess að við eyðum daglegri stund í trúar-iðkanir og bænalestur er að snúa bæn og Biblíulestri í verk hins holdlega.
Það er að stilla verki okkar upp eins og einni tröppu til viðbótar í stigann til Guðs . Hve helguð þarf manneskja að vera áður en lífið byrjar að flæða ? Á hvaða stigi þess " að vera seld út fyrir Guð "
þurfum við að vera áður en fyrsta bunan af Zoe-lífinu kemur upp í okkur ? Farísearnir sveittu sig yfir ritningunum og fóru í sífellu með bænir, í þeirri trú að þeir myndu einhvernveginn geta rutt sér leið inn í Guðs Líf , en Jesús sagði þeim hreint út að með þeim tiltektum væru þeir að glata einu uppsprettu lífsins - Kristi sjálfum.
" Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær sem vitna um mig, en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið." ( Jóh. 5: 39,40 )
HVÍLD TRÚARINNAR
Þetta atriði færir okkur beint inn að kjarna hjartans í Fagnaðarerindinu - það er trú en ekki verk !
Í Nýja Testamentinu var það að taka við Guðspjallinu séð sem hlýðni í trú . " Megi Kristur fyrir trúna raunverulega dvelja - setjast að, búa og gjöra varanlegt heimkynni sitt - í hjörtum yðar. "
( Ef. 3:l7.AMP. sérþýðing ) .
Það er á þessu stigi skilningsins, sem trúaður maður sem er að brenna út í viðleitni sinni að þóknast Guði, færist úr stöðu hins úttaugaða yfir í hvíld. Þreyttur og útkeyrður eftir baráttuna við að reynast verðugur fyrir Guði í gegnum reglufestu og siðaboð trúarbragða, heyrir hann um náð Guðs og Hinn Heilagi Andi gera hana lifandi í hjarta hans. Eins og endurheimti sonurinn í dæmisögu Jesú hafa flest okkar séð lítið af því sem Guð vill gefa okkur. Við erum fullkomlega ánægð með að fá að koma heim á kjörum launaðs þjóns, með því hugarfari að þrælsstaðan sé einmitt það sem við eigum skilið. Það er aðeins eftir að við komum heim, sem við uppgötvum að Náð Föðurins er óendanlega miklu meiri en okkur hafði nokkru sinni dreymt um. Við gerum okkur að lokum ljóst, að kristin trú er ekki formúla - heldur persónan Jesús Kristur sjálf.
Þegar við höfum skilið hver Hann er, fellur allt í sitt rétta gróp.
Við reynum ekki lengur að lifa fyrir Guð, við lifum út frá Honum
sem er uppspretta alls lífs. Opinberun Krists lifandi hið innra hefur bjargað okkur frá trúarlegu tröppuklifri.
HIÐ UMBREYTTA LÍF
Á síðustu árum hef ég rætt við hundruð af útbrunnu, blekktu fólki, sem hefur legið á bæn og þráð breytingu í lífi sínu. Samt sem áður er áhersla Ritningarinnar ekki svo mjög á breytingu - heldur umbreytingu eða skiptum.
Þegar trúaður maður brennur út, eru það hans eigin mannlegu orkulindir sem hafa tæmst. Hið óendanlega Líf Guðs ( Zoe ) getur aldrei gengið til þurrðar. Ef Hann lifir í sérhverju okkar og er okkar líf, þá er andlegur útbruni orsakaður af vanhæfni hins trúaða til að hvíla í og taka við stöðugu flæði Lífs Hans.
Þegar grein brennur, nærast logarnir á gasinu sem er bundið í viðnum. Þegar það gas er uppurið hefur viðurinn eyðst og orðið að ösku og þá daprast logarnir og deyja út. En það var einu sinni runni sem stóð í ljósum logum og hann var ekki uppétinn af eldinum.
Meðan hann logaði voru eldtungurnar ekki nærðar af efni hans, hann var aðeins hluturinn sem innihélt og sýndi eldinn.
Loginn og hið geislandi ljós sem kom frá runnanum var hið óskapaða Líf , Guðs eigið ZOE - sem er ljós !
Þegar návist Guðs hvarf frá runnanum voru laufin græn og greinarnar eins rakar og þær höfðu áður verið. Runninn hafði staðið í ljósum logum, en ekkert af efni hans hafði eyðst upp. Hið kristna líf er ekki að lifa í okkar eigin styrk og orkulindum, heldur í hinum óforgengilega Kristi sem lifir innra með þeim sem trúa.
Allur mannlegur máttur mun eiga sín endalok, fyrr eða síðar, og skilja við okkur hvert og eitt með kulnað, útbrunnið líf. En máttur Hans þekkir hinsvegar engin takmörk.
" Hvern á ég annars að á himnum ? Og hafi ég Þig, hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. Því sjá, þeir sem fjarlægjast Þig farast, Þú afmáir alla þá sem eru Þér ótrúir. En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég hefi gjört Drottin að athvarfi mínu............
( Sálmur 73: 25-28 ) .
Eftirmáli: Malcolm Smith hefur leitt eigið trúboð til fjölda ára og er sérstaklega með kennslu í þeim efnum að hjálpa kristnum einstaklingum til að fela líf sitt á öllum sviðum leiðsögn Drottins Jesú.
Þessi grein er úrdráttur úr bók hans " Andlegur útbruni " sem gefin var út l988. Undirritaður hefur þýtt greinina og megi hún verða þeim til blessunar sem hana lesa.
(RK)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 32
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 601
- Frá upphafi: 365499
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)