Leita í fréttum mbl.is

Um afslátt á Sannleika o.fl.

Stundum fer ég ađeins inn á helbláu stöđina hjá Ingva Hrafni, svona til ađ forvitnast um hvađ sé ţar á ferđinni. Oftast stoppa ég stutt viđ ţví bćđi er málflutningurinn á stöđinni  mér yfirleitt hvimleiđur og svo finnst mér Ingvi Hrafn afspyrnu leiđinlegur. Ég fékk mig strax fullsaddan af honum í kringum leiđtogafundinn hér um áriđ, en ţá held ég ađ aumingja mađurinn hafi fengiđ ţetta mikilmennskustand sem sýnilega er ekki runniđ af honum enn.

En ţađ er nú einu sinni eitt af ţví sérstćđa viđ mannlífiđ ađ menn eru međ ýmsu móti og allir eiga svo sem rétt á ţví ađ vera ţeir sjálfir - međan ţeir eru ekki beinlínis hćttulegir sjálfum sér og öđrum. Ég get ţví alveg viđurkennt ađ menn eins og Ingvi Hrafn eigi sinn tilverurétt ţó lífiđ verđi hinsvegar síđur en svo skemmtilegra fyrir vikiđ.

En víkjum ađeins ađ síbyljunni á sjallastöđinni bláu.

Um páskana var Ingvi Hrafn ađ rćđa viđ ţrjár konur um kristindóm og sennilega hafa ţessar konur veriđ fulltrúar frá kirkjunni eđa einhverjum hjálparstofnunum.

Ég hlustađi ţessvegna um stund á umrćđurnar. Ingvi Hrafn talađi eins og allt í sambandi viđ krossfestinguna og upprisuna vćri tilbúningur og ekkert vćri á ţví ađ byggja. Líklega var hann međ ţví ađ kynda undir sterk viđbrögđ viđmćlenda sinna. Konurnar reyndu ađ bregđast viđ ţessu međ ýmsum útskýringum. Ein ţeirra sagđi ađ Jesús hefđi veriđ yfirgefinn af lćrisveinunum og viđ krossinn hefđu stađiđ ţessar konur. Ţćr einar hefđu haft kjark til ađ vera ţar !

Viđ ţessa skýringu er ekki hćgt ađ una. Ţađ er auđvitađ ljóst ađ međ svonefndri kvennaguđfrćđi hefur komiđ inn í kirkjuna mikill áróđur fyrir ţví ađ auka hlut kvenna ţar sem mest, en ekki er gott ţegar veriđ er ađ gera slíkt á kostnađ Sannleikans. Jesús er nefnilega Sannleikurinn eins og Hann sjálfur undirstrikađi og ekkert sem innifelur afslátt á Sannleikanum getur tengst Honum á nokkurn hátt.

Lćrisveinarnir voru hrćddir eftir ađ Jesús hafđi veriđ handtekinn og ţeir höfđu ríka ástćđu til ţess. Ţeir voru hans ţekktustu fylgjendur og líklegt ađ reynt yrđi ađ kasta ţeim í dýflissur og ţagga niđur í ţeim. Ţeir gátu jafnvel átt ţađ á hćttu ađ vera teknir af lífi. En konurnar áttu miklu minna á hćttu og yfirlýsingin um kjark ţeirra er ţví alls óţörf.

Ţar ađ auki stóđ Jóhannes Zebedeusson lćrisveinn Krists viđ krossinn og hafđi ekki flúiđ eitt eđa neitt. Ţađ mćtti ţví álykta ađ kona sú sem viđhafđi ţessar skýringar á hlutunum í ţćttinum hjá Ingva Hrafni, ţyrfti ađ lesa sér betur til og reyna ađ tileinka sér efni Biblíunnar út frá trúarlegu viđhorfi en ekki feminisku.

Hver sem les Nýja Testamentiđ hlýtur ađ skilja ađ konur höfđu miklar skyldur í kristnum söfnuđum og ţćr munu međal annars hafa séđ um ćskulýđsstarfiđ ađ miklu leyti. Konur voru á engan hátt undirokađar eđa lítilsvirtar í frumkirkjunni. Móđir Tímóteusar og amma fá fagran vitnisburđ frá Páli postula og margar konur eru nefndar sem voru skínandi vottar Krists í söfnuđunum. Ţessi ađgreining ađ vera sífellt ađ tala um konur og karla og stilla ţeim upp sem andstćđum ađilum, er ekki kristinn háttur og ţjónar engum ţeim markmiđum sem trúin stendur fyrir. En feminisminn sem er farinn ađ setja brennimark sitt á kirkjuna telur ţađ bersýnilega ţjóna sínum hagsmunum ađ viđhafa ţennan ađgreiningaranda ţar og sumir kvenprestanna virđast svo gegnsýrđir af honum ađ kristindómurinn virđist orđiđ eitthvađ aukaatriđi í ţeirra hugsanagangi.

Á ţeim samsćriskenninga-tímum sem viđ lifum nú, gćti mađur hugsanlega spurt sjálfan sig eftirfarandi spurningar, er kannski veriđ ađ eyđileggja kirkjuna innanfrá og á hún kannski fyrir sér í framtíđinni ađ verđa einhverskonar dýrkunarstofnun Jessabel- andans í ţessu landi ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 994
  • Frá upphafi: 356890

Annađ

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 795
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband