Leita í fréttum mbl.is

HVAÐ VARÐAR MIG

Hvað varðar mig um þjóðfélag sem þrífst á eignaránum

og þreifar sig í blindni að myndinni á skjánum.

Sem siðleysinu fylgir á sviðum öllum núna

og svívirðir það góða og einkum kristnu trúna ?

 

Hvað varðar mig um hrokann sem stjórnvöld stöðugt sýna

og stefnu þá sem þætti ekki bjóðandi í Kína.

Um spillinguna miklu í feitum skálka skrokkum,

um skítmennskunnar eðli í pólitískum flokkum ?

 

Hvað varðar mig um lífið í landi sem er dáið

og liggur úti á klaka sem fölnað sinustráið.

Um glæpina sem lögðu hér hverja von að velli,

um vítissprengju bankanna sem sprakk með háum hvelli ?

 

Hvað varðar mig um allt það sem eitt sinn var til prýði

fyrst endalokin sjást nú í þjóðar minnar stríði.

Fyrst allt er bundið dauða og öllu rænt og stolið

og ekkert lengur til sem í mönnum styrkir þolið ?

 

Hvað varðar mig um kosningar kringum lygi tóma

og klækjarefaspilið sem snýst um falska dóma.

Þá skítalykt sem angar af öllum landsins flokkum

og yfirráðafrekju í spilltum drullusokkum ?

 

Hvað varðar mig um allt það sem eyðilagði ríkið

og óþverrann sem fyllir nú kerfis-syndadíkið.

Það niðurbrot á öllu sem alið var á hreinu

fyrst yfirvöldin sýna ekki bótavilja í neinu ?

 

Ég þjóð og land hef elskað af öllu mínu skyni,

af alúð þeirri er skapast í ræktarfullum syni.

Og þó ég yrki svona ég syrgi og andinn grætur

og sálin í mér þjáist og tregar horfnar rætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 376073

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 676
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband