16.7.2010 | 19:15
Hvað eru almannahagsmunir ?
Það er full ástæða til að varpa ofangreindri spurningu fram, hvað eru almannahagsmunir ?
Það hugtak virðist nefnilega mjög teygjanlegt og sveigjanlegt að áliti margra.
Ég hef áður nefnt það að einkunnarorð Missouri-ríkis eru orð frá Cicero " Salus Populi Suprema Lex Esto " = velferð fólksins eru æðstu lögin. Það eru og ættu að vera orð að sönnu.
En á Íslandi er það ekki þannig né hefur verið. Hérlendis virðist það nánast íþróttagrein fjölmargra að plokka pyngju almennings - annaðhvort í gegnum ríkið eða sveitarfélögin eða þá hvorttveggja.
Sérhagsmunatilhneigingin og eigingirnin er alveg svakaleg í okkar litla þjóðfélagi. Þeir eru hreint ekki svo fáir sem virðast sækjast eftir stöðum hjá ríki og sveitarfélögum til þess eins að geta komist í kjötkatlaklíkuna og geta haft þar veitingavald bitlinganna.
Á seinni árum hefur mér virst það færast mjög í vöxt að starfsmenn bæjarfélaga sækist eftir því að sitja í hreppsnefndum og bæjarstjórnum. Það þýðir að menn eru í raun að koma málum svo fyrir að þeir séu sínir eigin yfirmenn. Ég tel að það hafi mikið með eiginhagsmuni að gera en lítið almannahagsmuni.
Menn virðast þar vera að tryggja sig og sína afkomu í bak og fyrir. Ef allt þetta fólk sem segist vera að bjóða sig fram til að láta gott af sér leiða fyrir heildina væri virkilega að meina eitthvað með því sem það segir, ætti það fyrir löngu að vera búið að sanna betri almannahag - en því er sannarlega ekki að heilsa, raunveruleikinn er allur annar.
Og þá leitar sá grunur á að þetta allt að því framboðssjúka fólk sé að leita eftir völdum og áhrifum fyrir sig, fyrir eigið sjálf. Að það vilji geta notað almannafé til að hygla sjálfu sér og sínum fylgifiskum. Markmiðin eru þá ekki göfugri en það !
Ég er ekki að segja að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Síður en svo. En það hefur meiri áhrif til spillingar hérlendis en víða annars staðar vegna smæðar þjóðfélagsins.
Það er margt sagt og gert í blekkingarskyni. Ég hef t.d. oft undrast það þegar ungir hægri menn lýsa yfir vanþóknun sinni á því hvernig farið sé með skattpening landsmanna. Það er þá oftast út af einhverri félagslegri aðstoð eða hjálp við lítilmagnann eða þegar á heildina er litið - almenning þessa lands.
En ég hef aldrei heyrt þá kvarta yfir allri þjónustunni við fyrirtækin og sérhagsmunaliðið. Í þá hluti má endalaust dæla fjármagni frá ríki og sveitarfélögum án þess að þessir sérgöfugu frjálshyggjudelar sjái nokkra ástæðu til að gagnrýna það. Þeir þykjast bera almenningshagsmunina fyrir brjósti en breytnin sýnir hvað að baki liggur.
Þeir sjá nefnilega eftir hverri krónu sem fer í það að mæta þörfum venjulegs fólks eða létta því lífið, en skattafríðindi fyrirtækja og endalaus undanskot láta þeir sér í léttu rúmi liggja svo ekki sé talað um kvótakerfið - viðbjóðinn versta.
Eins og hugtökin frelsi og lýðræði er hugtakið almannahagsmunir hræðilega misnotað. Sumir menn eru svo siðvilltir að þeim virðist gjörsamlega fyrirmunað að skilja að almenningur sem heild eigi einhvern rétt.
Þar er oft um að ræða arf ómennskunnar frá afætuhyski liðins tíma. Slík fylgja þvæst ekki úr fólki við hundahreinsun einnar kynslóðar. Það þarf að skrúbba slíkar hrokasálir upp úr klósettskálum almenningssalerna, svo að þær skilji að þær eigi ekki að njóta neinna réttinda umfram aðra.
Almannahagsmunir eru sameiginlegir hagsmunir allra - velferð heildarinnar, og þar verður að byggja á jöfnuði því misrétti kallar alltaf fyrr eða síðar á uppgjör. Slíkt uppgjör verður oft harkalegt og krefst sinna fórna.
Við Íslendingar verðum að standa saman um að byggja hér upp heilbrigt þjóðfélag. Til þess þarf að ryðja burt rústum frjálshyggjukerfisins og segja skilið við Mammonsdýrkun liðinna ára. Almannahagsmunir eiga hvergi heima í myrkviðum misréttis og sérgæðingsháttar.
Lög sem hafa verið knúin í gegn á þingi af útsendurum sérhagsmuna-aflanna og ganga gegn hagsmunum almennings á að afnema sem fyrst. Þau eru afskræming alls þess sem þarf að stefna að og eru í raun tilræði við líf lands og þjóðar.
Munum að velferð fólksins eru æðstu lögin !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
- Afneitun á íslenskum fjölbreytileika !
- Nokkur orð um ,,fallega ævikvöldið !
- Sól tér sortna !
- Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !
- ,,Nú verða allir góðir menn að standa saman !
- Gegn aftökugleði tíðarandans !
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 28
- Sl. sólarhring: 333
- Sl. viku: 1097
- Frá upphafi: 393852
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 956
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)