14.9.2010 | 20:15
Landsdómur - um ábyrgð stjórnmálamanna !
Ömurlegt hefur verið að fylgjast með því að undanförnu hvernig pólitískir samtryggingarsinnar allra flokka virðast hafa tekið höndum saman til að forða því að fyrrverandi valdamenn úr þeirra röðum verði að bera einhverja ábyrgð vegna efnahagshruns landsins.
Alræmd urðu á sínum tíma þau orð Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra, að ekki mætti persónugera vandann. Þar var nánast reynt að skipa efnahagshruninu í flokk með náttúruhamförum. Það mátti kannski jafna því við jarðskjálfta eða eldgos miðað við skaðann sem það olli á þjóðarbúinu, stöðu heimilanna í landinu og allri afkomu venjulegs fólks, en að öllu öðru leyti er það ósambærilegt við hamfarir höfuðskepnanna. Enginn deilir við náttúruna eða krefur hana ábyrgðar.
Hinsvegar er hægt að krefjast þess að þeir sem áttu að standa á öryggisvaktinni fyrir þjóðina og brugðust þar algerlega, beri ábyrgð á því hvernig öllu var klúðrað. Hrunið var nefnilega alfarið af mannavöldum !
Þjóðarógæfuflokkarnir vilja silkihanskameðferð á sínum mönnum og fallast ekki á að þeir eigi að bera ábyrgð, en sú afstaða er ekkert annað en búast mátti við af forhertum aðilum sem iðrast ekki neins.
Samfylkingin reynir að standa vörð um sitt fyrrverandi höfuðgoð Ingibjörgu Sólrúnu og Atli Gíslason ber kápuna á báðum öxlum eins og venjulega. Mér er ómögulegt að skilja hvað maður af hans tagi er að gera í flokki Vinstri grænna ?
Margrét Frímannsdóttir er látin koma fram í fréttum sjónvarps og fordæma það sem helst ber að skilja á hennar orðum að séu ofsóknir gegn fyrrverandi ráðamönnum! En finna mátti að henni var náttúrulega mest í mun að verja Ingibjörgu Sólrúnu. Það vantar ekki að það eru alltaf nógir í helfarar hersingunni til að verja samtryggingarmálin. Þingmenn lágkúrunnar eru á fullu í fjölmiðlum að reyna að hækka pólitíska inneign sína í bankakerfi flokkshollustunnar.
En er einhver að verja þjóðina, er einhver að verja almenning og hagsmuni hans fyrir afleiðingum afglapa fyrrverandi stjórnvalda ?
Nei, ekki er hægt að sjá að svo sé og þingið er sem fyrr vanburða væfla.
Því er borið við að lagaákvæðin um landsdóm séu úrelt, en af hverju var þá ekki löngu búið að endurnýja þau ?
Ástæðan fyrir því er líkast til ósköp einföld. Það var aldrei búist við því að það ætti eftir að reyna á þau. Það var aldrei gert ráð fyrir því að hin pólitíska kerfisklíka þyrfti að axla ábyrgð með nokkrum hætti.
En nú þýðir ekki að segja þjóðinni að enginn sé ábyrgur. Allar svikamyllur hins einkavædda bankakerfis áttu upphaf sitt hjá mönnum sem þjónuðu undir það illa frjálshyggjukerfi í stöðum sínum hjá ríkinu. Ráðherrar og þingmenn brugðust þjóðinni !
Að embættisafglöp ráðherra fyrnist eftir þrjú ár er líka út í hött. Nær væri að miða þar við 10 ár, enda vita allir að forsendur hrunsins liggja að mestu í ákvörðunum stjórnvalda frá því um og upp úr síðustu aldamótum.
Þingið emjar nú og vælir yfir því að þurfa að taka á málum og stinga á kýlum. Það er talað um Geir, Árna, Ingibjörgu og Björgvin eins og píslarvotta.
Það er í raun lítill vilji til þess á alþingi að láta þau eða aðra bera einhverja ábyrgð á því hvernig fór. Það eitt sýnir ljóslega að alþingi veldur ekki hlutverki sínu og er samansafn meðalmennskuskussa sem almenningur getur ekki borið virðingu fyrir.
Vigdís Hauksdóttir talaði um það í útvarpi um daginn að fá þyrfti sérfræðinga frá hinum Norðurlöndunum til að koma með ráð og benda á leiðir til að endurreisa virðingu alþingis ! Hafa menn heyrt aðra eins vitleysu ?
Ragnheiður Ríkarðsdóttir er nýbúin að tala af mikilli vandlætingu í útvarpið um bankaræningja sem hefðu keyrt hér allt á kaf og hún sagði meira að segja " sem keyrðu okkur á kaf ! " Aumingja manneskjan virtist ekki hafa hugmynd um hvaða afl það var sem gerði þessa bankaræningja út og minntist auðvitað ekki á neitt slíkt. Ég efast líka um að Ragnheiður sé komin mjög mikið á kaf þó almennt fólk í landinu sé það að stórum hluta.
Virðing alþingis hefur fallið meðal þjóðarinnar vegna þess að framferði þingsins hefur ekki kallað á annað. Sérfræðingar erlendis frá brúa ekki þá gjá sem myndast hefur milli fólksins í landinu og Marsbúanna sem sitja á alþingi.
Sú gjá stækkar stöðugt því nánast hver ný frétt leggur sitt til þess.
Nú hefur t.d. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir aftur tekið sæti á þingi !!!
Landsdómur verður að fjalla um ábyrgðarmál hrunsins því þjóðin veit að hrunið varð vegna vanhæfra stjórnvalda sem knúðu fram siðlausa einkavæðingu bankanna á kostnað þjóðarheilla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 143
- Sl. sólarhring: 189
- Sl. viku: 712
- Frá upphafi: 365610
Annað
- Innlit í dag: 138
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 136
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)