Leita í fréttum mbl.is

Hvar er hćstiréttur Íslands staddur ?

Sú var tíđin ađ hćstiréttur var nokkuđ fastur í sessi í vitund ţjóđarinnar sem slíkur. Efasemdir um hćfni og heilindi ţeirra sem ţar sátu virtust ekki miklar og stađa dómstólsins virkađi nokkuđ traust í augum almennra borgara.

En ţetta breyttist mikiđ á Davíđstímanum. Fjöldi manna fór ţá ađ fá miklar efasemdir um hćstarétt ţví margir litu svo á ađ innsetning nýrra manna í dómstólinn hefđi veriđ gerđ međ ţađ fyrir augum ađ tryggja ţađ ađ rétturinn " mćldi rétt " eins og eitt sinn var sagt af yfirvaldi viđ drenginn Skúla Magnússon !

Og ţegar fjöldi manns fer ađ líta svo á ađ menn sem settir hafa veriđ inn í hćstarétt séu ţar til ađ gćta ákveđinna sérhagsmuna, ţá er ákaflega líklegt ađ traustiđ sé á förum og fjandinn laus !

Nýuppkveđinn dómur hćstaréttar varđandi greiđsluađlögun, ađ bjargarráđ til handa illa stöddum einstaklingum í almennri stöđu séu andstćđ stjórnarskráratriđum, ýtir enn undir vaxandi grunsemdir manna um ađ rétturinn ţjóni í rauninni öđru en hagsmunum alţjóđar. Mennirnir sem nú sitja í hćstarétti minna óneitanlega í verkum sínum allnokkuđ á suma hćstaréttardómarana sem vildu halda ţví fram á sínum tíma (1937), ađ veigamikil atriđi í New Deal stefnu Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta vćru ekki í takt viđ stjórnarskrána.

Ţar reyndi afturhaldsfrosinn hćstiréttur ađ bregđa fćti fyrir framgang einnar bestu framfarastefnu sem komiđ hefur fram í Bandaríkjunum.

Roosevelt sagđi um ţessa menn ađ ţeir lifđu enn á tímum hestvagnanna.

Hann sagđi líka ađ framkvćmdavaldiđ og löggjafarvaldiđ vćru eins og tveir hestar sem vćru ađ berjast viđ ţađ ađ draga ţjóđina upp úr kreppufarinu, en ţriđji hesturinn, hćstaréttur, streittist á móti.

Ennfremur sagđi Roosevelt : " Hćstiréttur er orđinn ţriđja deildin í ţinginu !

Hann er yfirlöggjafarvald eins og einn af dómurunum sjálfum hefur komist ađ orđi. Hann les úr stjórnarskránni ţađ sem ekki stendur ţar og hefur aldrei átt ađ standa ţar. Sem ţjóđ erum viđ ţví komin í ţá ađstöđu, ađ viđ verđum ađ ađhafast eitthvađ til ađ bjarga stjórnarskránni frá hćstarétti og bjarga hćstarétti frá sjálfum sér........Viđ ţörfnumst hćstaréttar, sem lćtur stjórnarskrána ráđa, en reynir ekki ađ ráđa yfir stjórnarskránni. "

Jafnframt undirstrikađi Roosevelt ţađ, ađ erfiđleikarnir í sambandi viđ hćstarétt stöfuđu ekki af réttinum sem stofnun, heldur af ţeim mönnum sem skipuđu hann.

Roosevelt skrifađi síđar um ţetta deilumál er hann leit yfir farinn veg :

" Kjarni deilunnar áriđ 1937 var ţessi. Átti hćstiréttur ađ vera yfirlöggjafi eđa ekki ? Ef honum átti ađ leyfast ţađ, var fólkiđ áhrifalaust og gat ekki krafist ţess af ţinginu ađ ţađ leysti vandamál ţjóđarinnar. Áttu örfáir menn í krafti virđingar sinnar ađ geta komiđ í veg fyrir allt ţađ, sem stjórnin vildi gera fyrir verkalýđinn, fyrir atvinnuleysingjana, fyrir hina sjúku, fyrir gamla fólkiđ og börnin og fyrir atvinnuvegi landsmanna ? "

Ţetta sagđi Franklin D. Roosevelt fyrir um 70 árum og ég spyr:

Sjá menn ekki samlíkinguna ?

Sjá menn ekki hverjir eru ađ gćta sérhagsmuna í nafni almannahagsmuna ?

Hverskonar hćstarétt erum viđ međ ađ störfum í ţessu landi ?

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband