Leita í fréttum mbl.is

Um dáđlaus ţing í fortíđ og nútíđ

 

Ţegar litiđ er til baka til ţeirra ára ţegar lýđveldi var stofnađ á Íslandi, fer ekki hjá ţví ađ margur Íslendingurinn spyrji sjálfan sig ţess hvort ţađ hafi í raun veriđ rétt og skynsamlegt ađ rjúfa sambandiđ viđ Dani ?

Sú spurning hlýtur ađ leita á marga nú ţegar fyrir liggur hvílíkir aumingjar hafa stjórnađ íslenska ríkinu síđustu tuttugu árin og jafnvel lengur. Reyndar er ţađ svo ađ viđ Íslendingur höfum ekki á öllum lýđveldistímanum eignast neinn leiđandi stjórnmálamann sem gćti flokkast undir ţađ sem Englendingar kölluđu statesman í eina tíđ.

Stjórnmálaleiđtogar Íslands hafa nánast allir veriđ frekar rýrir í rođinu og enginn ţeirra hefur náđ ađ vinna sér ţá hollustu ţjóđarinnar sem kallar á yfirgnćfandi stuđning međal hennar. Enginn ţeirra hefur náđ ađ byggja um sig traust sem nokkru hefur numiđ utan eigin flokks.

Íslenska ţjóđin hefur allan lýđveldistímann liđiđ fyrir forustuleysi !

Ţjóđarhagsmunir hafa nánast alla tíđ veriđ sem leikföng í höndum misviturra pólitíkusa, skopparakringlur skítmennskunnar í ţessu landi !

Hugsun fyrir velferđ almennings hefur aldrei veriđ í forgangi í málum og međferđ ţjóđarfjár í höndum stjórnar og ţings iđulega veriđ međ endemum.

Ţessvegna má alveg velta ţeirri spurningu fyrir sér - til hvers hefur allt sjálfstćđisbrölt ţjóđarinnar leitt, fyrst allur ávinningur af ţeirri baráttu, hefur alltaf veriđ látinn skila sér til sérgćđinga kerfisins í stađ alţjóđar ?

Ég er íslenskur sjálfstćđissinni og verđ ţađ sjálfsagt fyrir lífstíđ, en ég get ekki varist ţví ađ hugleiđa hverjir ávextirnir af langtíma baráttu séu í raun, ţegar pólitíkin í landinu elur stöđugt fimmtu herdeild Júdasarhyggjunnar á sérhverjum sigri sem viđ vinnum og rćnir hverjum ávinningi frá ţjóđinni !

Á árunum eftir stríđ, ţegar viđ Íslendingar börđumst í bökkum og unnum eins og skepnur myrkranna á milli, sigldu Danir blásandi byr til vaxandi velsćldar - og ţađ ekki bara velsćldar broddborgara heldur almenningsvelsćldar.

Hér var öllum ágóđa hinsvegar jafnóđum stýrt í sérhagsmunakerfiđ, en öllu tapi sturtađ niđur til almennings.

Ţađ er orđiđ langt síđan Jón Ólafsson orti Íslendingabrag og talađi um dáđlausu ţingin - dönsku Íslendingana ! En íslenskir forustumenn hafa - einkum á seinni árum - sýnt miklu verri birtingarmyndir mannlegs aumingjadóms en svokallađir danskir Íslendingar áttu ađ hafa sýnt á sínum tíma. Jón hefđi sennilega aldrei getađ ímyndađ sér, í ţjóđlegum uppreisnarhug sínum, ađ slík lágkúra vćri til.

Stjórnmálamennirnir höfđu reyndar ekki mikla tilfinningu fyrir grasrót ţjóđfélagsins hér áđur fyrr, en enn síđur hafa ţeir ţađ nú. Liđiđ sem situr á ţingi í dag er ađ mestu leyti lokađur saumaklúbbur sérgćskunnar. Ţjóđarhagsmunir eđa velferđ alţjóđar er ţar ekki neitt sem skiptir neinu höfuđmáli.

Biliđ milli Jóhönnu Sigurđardóttur og Bjarna Benediktssonar er ţví ekki svo mikiđ ţegar allt kemur til alls. Einnig má segja ađ munurinn á Steingrími J. og Geir Haarde sé talsvert meiri í orđi en á borđi.

Andstćđurnar milli hćgri stefnu og vinstri stefnu eru orđnar mjög mistri huldar og oft erfitt ađ greina ţar til vega. Hćgri mađurinn á ţađ til ađ sveigja talsvert til vinstri - í orđi - ţegar honum ţykir ţađ henta, og vinstri mađurinn getur orđiđ býsna hćgrisinnađur - á borđi - ţegar hann er kominn í stjórn !

En í Danmörku voru mál tekin allt öđrum tökum en hér. Ţar óx upp  verkalýđshreyfing sem tekiđ var mark á og hafđi oft góđum mönnum á ađ skipa.

Vinstri hreyfingin danska hélt mönnum viđ efniđ - stefnt skyldi ađ ţjóđfélagi velferđar - fyrir alla ! Hérlendis var hinsvegar í raun stefnt ađ ţjóđfélagi velsćldar fyrir fáa ! Og ţađ var sannarlega séđ til ţess ađ enginn óverđugur kćmist í allsnćgtabúriđ !

Ţegar viđ lítum yfir sviđiđ í ársbyrjun 2011, eftir hrun sem var miklu meira hrun fyrir Ísland en almennt er viđurkennt í dag, vitum viđ ađ ríkiskerfiđ međ allt sitt eftirlit, var ekki ađ ţjóna ţjóđarhagsmunum á sinni vakt, sérhver skuggabaldur ţess var ađ hygla sér og sínum - á kostnađ okkar hinna. Sama var ađ segja um bankakerfiđ, sem ţjónađi ekki ţjóđinni af neinum heilindum.

Ţví segi ég - íslenskur sjálfstćđissinni - áriđ 2011, hver skyldi nú stađa okkar sem ţjóđar vera í dag, ef viđ hefđum aldrei skiliđ viđ Dani ?

Kannski sćtum viđ í einhverjum dönskum stjórnmálaskít upp ađ hnjám, en dagleg lífskjör fólks yrđu ađ öllum líkindum umtalsvert betri.

Í dag sitjum viđ hinsvegar í íslenskum stjórnmálaskít upp fyrir haus og ekkert bendir til ađ ţar verđi mokađ frá okkur - nema til málamynda.

Lífskjörin eru sem fyrr í lóđréttu falli og ţjóđin hefur veriđ rćnd af bönkum og stjórnvöldum stórum hluta eigna sinna. Lögreglan er enn sem fyrr notuđ sem varnarliđ sérhagsmunaveldisins og enn er ađ vísu sagt - međ lögum skal land byggja - , en sú umsögn er orđin ađ algjörri efnisleysu og orđskrípi í dag.

Ţađ virđist ţví sem stjórnmálamenn Íslands stefni í ţjóđvillu sinni ađ ţví ađ gera 17. júní 1944 ađ sögulegum upphafsdegi ógćfu lands og ţjóđar !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 806
  • Frá upphafi: 356702

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 633
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband