Leita í fréttum mbl.is

Hvernig viljum við að Ísland barna okkar verði ?

Reykvíkingar hafa löngum verið ánægðir með sinn Elliðaárdal, enda hafa þeir mátt vera það, því dalurinn sá hefur verið mörgum til yndisauka og talinn sérstök náttúruperla sem beri að varðveita sem friðarreit til framtíðar í þágu borgarbúa.

Spurningin er hinsvegar kannski sú hvort svo verði áfram eða hvort eitthvað komi til sem kunni að breyta aðstæðum í dalnum svo að hann verði ekki samur á eftir ?

Það getur margt gerst sem tekur lítið mið af almannahagsmunum og ekki er langt síðan fram kom beiðni til borgaryfirvalda af hálfu félags múslima hérlendis, þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja mosku í Elliðaárdal.

Sú beiðni var studd frösum fjölmenningarhyggju og trúfrelsis og í umræðu var látið í það skína að ef beiðnin yrði ekki samþykkt væri það að sjálfsögðu aðför að frjálsræði og jafnstöðu trúflokka.

Nú er það svo að Ísland er yfirlýst kristið land en jafnframt hefur það verið talið sjálfsagt að menn verði hér ekki fyrir aðkasti vegna trúar sinnar. Ég hygg að kjör kristinna manna í Saudi Arabíu, Pakistan og fleiri múslimaríkjum séu miklum mun ótryggari en kjör múslima hér, svo ég veit ekki til þess að þeir hafi yfir miklu að kvarta. En það er nú svo að það er hægt að misnota trúfrelsi eins og annað og um alla Evrópu standa menn frammi fyrir þeim vanda, að innflytjendur með aðra trú og aðra siði eru sífellt að ganga á lagið með ýmsum hætti.

Og hingað til hefur undanlátssemin verið vægast sagt heimskuleg.

Íslenska samfélagið er til dæmis enn sem fyrr grundvallað á þeim orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða við kristnitökuna, að einn verði siðurinn að vera sem haldi þjóðfélaginu saman, því ef menn sameinist ekki um að halda þann sið muni friðurinn brátt verða úti.

Múslimar sem flust hafa til Íslands hafa vitað frá öndverðu að hér væri kristið samfélag og enginn hefur neytt þá til að ganga  að þeim kostum sem fyrir hendi hafa verið. En svo virðist sem þeir færi sig stöðugt upp á skaftið og vilji breyta því sem fyrir er og gera íslenskt samfélag að einhverju útibúi frá heimalöndum sínum.

Í slíku framferði felst lítil hollusta gagnvart því landi sem tekið hefur á móti þeim með þeirri vinsemd sem kristnir menn mæta sannarlega ekki af hálfu múslima í þeim löndum þar sem þeir síðarnefndu eru í meirihluta.

Það er eins og yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum séu gjörsamlega blind gagnvart þeim hættum sem geta falist í vaxandi uppivöðslusemi og borgaralegu áreiti af hálfu hávaðasamra minnihlutahópa, sem vilja að allt fari eftir þeirra forskriftum.

Hefði Elliðaárdalurinn t.d. haldið áfram að vera það sama í augum Reykvíkinga, ef þar hefði risið moska með hátalarakerfi sem glumið hefði um nágrennið og kallað hina trúuðu til bæna fimm sinnum á dag ?

Hefði fólk unað sér þar áfram við þær aðstæður og kyrrðin og náttúrufriðurinn verið þar áfram fyrir hendi þegar svo hefði verið komið ?

Ég leyfi mér að efast um það og tel að nóg sé komið af undirlægjuhætti yfirvalda gagnvart svokallaðri fjölmenningu og niðurrifi þjóðlegra gilda, bæði hérlendis og erlendis.

Nú hefur, eftir því sem ég hef fregnað, verið hætt við að veita lóð undir moskuna í Elliðaárdalnum, og í staðinn hefur heyrst að hún eigi að rísa einhversstaðar við Rauðavatn. En við stöndum áfram og engu síður frammi fyrir ákveðnum hlutum sem taka verður afstöðu til og því fyrr því betra.

Spursmálið er einfaldlega þetta :

Ætlum við Íslendingar, - í okkar eigin landi - að láta aðra hafa fullt frjálsræði til að skapa hér þjóðfélagsaðstæður sem við sannarlega munum ekki vilja, þegar það fer að opnast fyrir okkur hvernig þær eigi að verða  - eða ætlum við að vera vakandi, allsgáðir og ábyrgir fyrir framvindu mála ?

Hvernig sjáum við þá framtíð fyrir okkur sem við viljum að börnin okkar erfi ?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 1203
  • Frá upphafi: 316802

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 890
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband