Leita í fréttum mbl.is

Međ lögum skal land byggja en međ ólögum eyđa

 

Íslenska lögreglan, og ţá sér í lagi lögreglan á höfuđborgarsvćđinu, hefur löngum fengiđ orđ fyrir ţađ ađ vera mjög hćgrisinnađ fyrirbćri og mjög fylgispakt ríkisvaldinu ţegar ţegnarnir hafa sýnt óánćgju međ kjör sín og ađbúnađ. Nú er ţađ auđvitađ svo ađ skylda lögreglunnar er ađ halda uppi lögum og reglu í ţjóđfélaginu, samanber einkunnarorđin " međ lögum skal land byggja ", svo lengi er nú hćgt ađ halda ţví fram ađ lögreglan sé bara ađ gera skyldu sína, hvernig sem hún annars hegđar sér. Ţađ eru alltaf til menn sem bera slíku viđ og afsaka harkalegt framferđi og oft er býsna auđvelt ađ sjá hversvegna.

En allt hefur nú sín takmörk og stundum hefur nú blessuđ lögreglan gengiđ allmiklu harđar fram en nokkru hófi gegnir.

En ţar fyrir utan er ţađ vafalaust svo, ađ ţjóđin mun almennt vera samhuga ţví fornkveđna, ađ međ lögum skuli land byggja, en ţar segir líka " en međ ólögum eyđa !"

Ţjóđarógćfuflokkurinn stóri vann ađ ţví í valdastöđu sinni um mörg undanfarin ár, ađ setja hér lög sem tryggđu ýmum hagsmunahópum sérréttindi sem voru yfirleitt veitt ţeim á kostnađ heildarhagsmuna og almannaheilla.

Slíkt var stundum gert ţvert ofan í fyrri lög og náttúrulega gegn öllum siđlegum viđmiđunum. Í ţví sambandi má t.d. nefna kvótakerfiđ og ehf svikakerfiđ.

Ţegar ţannig er stađiđ ađ málum af stjórnmálalegum mafíum og ríkisvaldiđ notađ purkunarlaust til ađ mismuna ţegnunum, ţá er klárlega um ólög ađ rćđa.

Ţá er veriđ ađ setja lög sem engum ber ađ hlýđa og ţá er sjálfsagt ađ mótmćla slíku til hins ítrasta.

Búsáhaldabyltingin svokallađa og önnur mótmćli almennings hafa ekki komiđ til af engu. Ástćđan fyrir ţví ađ fólk rís upp er alltaf sú sama, ađ ţađ er veriđ ađ brjóta á rétti ţess, ađ ţađ er veriđ ađ rćna fólk réttmćtum ávinningi af striti sínu og lífsbaráttu. Og ţegar stjórnvöld gera slíkt eru ţau bara ţjófar gagnvart almenningi og svikarar viđ skyldur sínar, hvađ sem líđur ţeim lögum sem ţau ţykjast vera ađ setja. Ćđstu lög hvers heilbrigđs ţjóđfélags byggjast á ţví ađ standa vörđ um velferđ fólksins.

Stjórnvöld sem hegđa sér ţvert gegn ţeim lögum eiga ađ sjá sóma sinn í ađ fara frá. Ţađ er engin furđa ţótt fólk sé óánćgt međ kjör sín, ţegar alikálfa-óreiđunni frá fyrri árum hefur veriđ hellt yfir landslýđinn ; ţegar honum er ćtlađ ađ borga syndagjöldin, ţegar búiđ er ađ afskrifa allt hjá skíthćlunum sem ollu hruninu og endurreisa bölvađa bankana til sömu óţverraverka og áđur.

Ţegar stjórnvöld hafa brugđist skyldum sínum, hefur venjan veriđ sú, ađ ţau ćtla lögreglunni ađ verja ţau fyrir réttmćtri reiđi borgaranna.

En nú ber svo viđ ađ stjórnvöld eru orđin svo naum í útlátum viđ lögreglumennina sjálfa, sem af mörgum eru kallađir varđhundar kerfisins eđa valdsins, ađ ţeir eru farnir ađ finna til svipađrar óánćgju međ kjör sín og almenningur.

Lögreglumenn, sem sjálfir eru ađ reka heimili og eiga fjölskyldur, spyrja ţví sjálfa sig ţessa dagana: " Af hverju eigum viđ ađ standa í ţessu og hćtta jafnvel lífi okkar og limum, fyrir valdaelítu sem stendur sig ekki betur !"

Og er ţađ ekki kjarni málsins - af hverju á ađ halda hendi yfir hyski sem er búiđ ađ spila sitt hlutverk og ţađ mjög illa fyrir ţegna ţessa lands ?

Lögreglumenn segjast nú ekki lengur geta búiđ viđ ofríki yfirvalda gagnvart launamálum sínum og almenningur hefur einmitt veriđ ađ krefjast leiđréttinga af yfirvöldum gagnvart reikningslegum glćpagjöldum hrunsins sem öllum hefur veriđ hrúgađ á hann. Hagsmunir lögreglunnar og fólksins í landinu fara ţví saman - báđir ađilar ţurfa ađ verjast ofríki yfirvalda sem halda ţrjóskufullan vörđ um sérréttindapakkiđ og fjármálamafíuna og skella skollaeyrunum viđ ađdynjandi sterkviđri !

Og gegn hverjum skyldi lögreglan eiga ađ verja yfirvöld, ríkisstjórn og ţing ţessa lands ? Hver er óvinurinn, er ţađ ţjóđin sem hefur veriđ svikin og arđrćnd af ţeim sem áttu ađ gćta fjöreggs hennar og voru til ţess kjörnir ?

Ríkisstjórn landsins, sem gćti ţessvegna heitir Hörpuútgáfan, virđist eiga til nóga peninga ţegar um menningartengd gćluverkefni er ađ rćđa, en varđandi ţađ ađ hjálpa fólki út úr svikagildrunni sem ţađ var hneppt í af stórspilltu og glćpsamlegu fjármálakerfi, međ fullri blessun yfirvalda, er hún búin ađ sýna sig ónýta međ öllu. Hún er ekki ađ laga neitt fyrir almenning í landinu !

Steingrímur J. Sigfússon sem einu sinni var hrópandinn í eyđimörkinni gegn öllu ţví fargani sem fylgdi frjálshyggjunni í valdastólana, hegđar sér nú eins og pólitískur umskiptingur og kapitalisminn virđist runninn honum í merg og bein.

Jóhanna Sigurđardóttir sem einu sinni barđist öđrum stjórnmálamönnum fremur fyrir hagsmunum almennings og virtist ţá vilja vekja fólk til vitundar um kjör sín og réttindi, er nú forsćtisráđherra vinstri stjórnar sem gerir allt sem hćgri stjórn myndi hafa gert - skeinir fjárfesta og alikálfa hrunsins af mikilli natni og sýnilegri velţóknun. Ţetta fólk virđist beinlínis vera ađ hrćkja á allan sinn fyrri feril og hafi ţađ skömm fyrir !

Og lögreglan - hvađ međ hana, hvort er hún í ţjónustu fólksins í landinu eđa óhćfra stjórnvalda sem hafa gert sig ber ađ ţví ađ vinna gegn velferđ og hagsmunum ţjóđarinnar ?

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband