8.10.2011 | 18:07
" Menntuð og upplýst umræða ! "
Það er nokkuð fróðlegt að hugleiða hver hafa oft orðið hin ráðandi rök í svokallaðri " menntaðri og upplýstri umræðu " á hinum ýmsu sviðum hin seinni ár. Við sem erum nú komin á miðjan aldur og þar yfir, munum vel eftir því hvað íslenskt mannlíf gat verið fjölbreytt og gróskumikið að mannlegum litbrigðum hér á árum áður.
Þá þorðu menn ennþá að vera þeir sjálfir og sumir rúmlega það. Þá þótti það enginn löstur á manni að hann byndi ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Það var almennt litið svo á að það væri viðurkenndur réttur hvers manns að fá að haga lífi sínu eftir eigin vilja, svo framarlega sem það bryti ekki gegn mannréttindum annarra einstaklinga eða eðlilegu samfélagslegu umhverfi. Menn máttu sem sagt fá að vera í friði með sín persónueinkenni og framsetningu sinna lífshátta - sína sérvisku - eins og sumir kölluðu það, tilbrigði sem gerðu lífið vissulega oft skemmtilegra og meira spennandi í annarra augum.
En svo kom eitt fyrsta frumhlaupið af hinni " menntuðu og upplýstu umræðu " ! Samkvæmt fræðilegum niðurstöðum þess þurfti að þvo sérviskuna úr þjóðinni, samræma þjóðlegt uppeldisferli og ala alla upp nákvæmlega eftir sama viðmiðunarstrikinu.
" Þeir sem skera sig úr verða fyrir allskonar einelti " var sagt og það verður að koma í veg fyrir það. Það verður að breyta, bæta og laga.
Og hið menntaða og upplýsta regluverk virtist ganga út frá því framtíðar viðmiði - að ef allir yrðu eins yrði ekkert til meins !
Svo ólum við upp eina kynslóð með þessum hætti !
Það var reynt að steypa hana úr sama mótinu, að hafa hana svo einsleita sem frekast var unnt. Og svo að segja allt uppfræðslulið landsins lagði sína dýrmætu fagþekkingu í verkefnið og blessaði viðleitnina í bak og fyrir.
En einhvernveginn fór allt þetta háleita uppeldisstarf í allt aðra farvegi en búist hafði verið við. Uppeldislegar meinsemdir héldu áfram að koma fram og vera til, og að því er virtist, síður en svo í minni mæli en áður, þar á meðal eineltið sem virtist dafna vel við hinar nýju uppeldisaðstæður.
Eitthvað virtist því heldur betur hafa farið úrskeiðis !
Það tók nokkur ár fyrir hinn vísindalega uppeldismálafaghóp að viðurkenna hinar framkomnu niðurstöður sem alltaf sýndu sig þó skýrar og skýrar.
Að lokum var svo komið að dæminu var snúið algerlega við. Allt fagfólkið og sérþekkingarliðið fór hundrað og áttatíu gráðu sveiflu í menningarlegum loftköstum og fór skyndilega að grenja yfir því að samfélagið væri orðið allt of einsleitt !
Það þyrfti nýtt blóð inn í þjóðlífið ! Íslenskt mannlíf væri orðið svo daufingjalegt og bragðlítið að það horfði til menningarlegrar eymdar.
Það þyrfti því innflytjendur í landið, helst sem víðast að - það þyrfti í stuttu máli sagt - fjölmenningu !!!
Og hið nýja lausnarorð, hið nýja frelsunarhugtak - fjölmenning - fór síðan sigurför um menningarheim hinnar menntuðu og upplýstu umræðu.
Þegar búið var að ganga svo í skrokk á hinni innlendu mannlífs fjölbreytni að hún var nánast í andarslitrunum, fundu hinir innvígðu og sérfróðu postular fagfræðanna það út af gráðum prýddu hyggjuviti sínu, að einsleitnin sem þeir höfðu hamast við að skapa til margra ára, væri í rauninni rót alls ills............!
Því þyrfti að bregðast við vondum aðstæðum sem væru farnar að skapa verulega hættu á þjóðlegum aumingjadómi, og sækja til annarra landa efnivið í nýja og ferska fjölbreytni. Og nú ættu menn líklega að vera farnir að sjá ávextina af frumhlaupi nr. 2 í þessum efnum.
Það er oft erfitt að rækta heimagarðinn rétt og oft virðist svo fara að því faglegri sem vinnubrögðin eiga að verða, því meira verður um illgresi í garðinum - en það sem ætti að fá að spretta þar í friði er reytt upp í staðinn á þeim forsendum að það sé illgresi !
Hin " menntaða og upplýsta umræða " um þessi mál var á hreinum villugötum og skaðaði íslenskt mannlíf á margan hátt með þeirri stýringu sem viðhöfð var í málunum og margt er þar enn í vondum farvegi.
En það er eins og aldrei sé hægt að læra af reynslunni. Enginn vill bera ábyrgð á mistökum og svo er anað áfram úr einni vitleysunni í aðra.
Íslenskt mannlíf er nógu fjölbreytt í sjálfu sér og þarf enga utanaðkomandi strengi í gangverkið, ef það fær bara að vera í friði og vaxa óáreitt fyrir faglegri vanþekkingu, sem kemur oftast fram í því fyrirbæri sem kallast af innvígðum og sérfróðum - " menntuð og upplýst umræða ! "
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)