Leita í fréttum mbl.is

Markađssetning á kynferđisglćpum ?

Á undanförnum árum höfum viđ sem búum í ţessu landi, veriđ upplýst um margt misjafnt sem hefur mikiđ ađ gera međ uppgjör fólks viđ hryllilega fortíđ. Allskyns afhjúpun á margskonar misnotkun og ofbeldi virđist benda til ţess ađ hrćđilegt framferđi hafi átt sér stađ víđa, ţar sem níđst hefur veriđ á börnum og lítilmögnum og oftar en ekki tengist slíkt kynferđislegum afbrigđilegheitum. Flest rök benda til ţess ađ enn sé ýmislegt af ţessu tagi í gangi í samfélaginu og er illt til ţess ađ vita.

Viđ höfum kynnst sögu Thelmu Ásdísardóttur, ţar sem vođaleg atburđarás átti sér stađ nánast viđ ţćr ađstćđur ađ allir vissu en enginn sagđi neitt. Og enn er ţjóđin ađ glíma viđ martröđina varđandi mál Ólafs Skúlasonar, sem virđast lengi geta vafiđ upp á sig međ frekari viđbjóđ. Allt er ţetta ömurlegra en hćgt er ađ hugsa sér og sýnir raunar skýrt hvađ mađurinn getur sokkiđ djúpt ţegar hann fjarlćgist Guđ sinn međ breytni sinni og vill ekkert međ hann hafa í lífi sínu.

Öll erum viđ breysk og brothćtt og ţurfum á ţví ađ halda ađ leiđast af ljósinu sem kemur ađ ofan, ţví ef viđ neitum ţeirri forsjá er stutt í ađ myrkriđ sem kemur ađ neđan hellist yfir sálina međ ţeim vítisafleiđingum sem ţví fylgja.

Menn sem hafa ánetjast illu andavaldi vegna holdlegs veikleika síns eru sjúkir og ráđa sér ekki sjálfir. Ţeir eru sjálfum sér og öđrum hćttulegir og gera sér enga grein fyrir ţví hvađ framferđi ţeirra hefur mikla samfélagslega sýkingu í för međ sér. Fyrir sjúkum einstaklingi af ţessu tagi verđa ranghugmyndir ađ réttum hlutum og öll skynjun afbrigđileg og brengluđ.

Raunmynd veruleikans er hafnađ og búin til ný veruleikamynd sem samrćmist ţeim villuhugmyndum sem ráđa. Fórnarlömb ţeirra sem eru sjúkir ađ ţessu leyti geta veriđ mörg og átt geysilega erfitt međ ađ vinna úr sínum vandamálum. Ranghugmyndir gerenda virđast einnig oft geta merkt fórnarlömbin svo ađ ţađ verđur í sumum tilfellum ekki minna um ranghugmyndir hjá ţeim og tortryggni og efasemdir um heilindi annarra langt umfram ţađ sem eđlilegt getur talist.

Misnotkunarmál virđast ţannig geta ruglađ ţolendur svo í ríminu ađ ţeir haldi fram minningum sem eiga sér stundum ekki stođ í öđru en sálarlegum sársauka ţeirra. Ţegar sú stađa kemur upp eru vandfundnar leiđir til lausna.

Ţessi mál eru öll hryggilegri en orđ fá lýst og margt ljótt hefur gerst í ţessum efnum. Ţađ er ţó međ ţví verra, ađ mínu áliti, ţegar hryllilegar reynslusögur af ţessu tagi virđast vera gerđar ađ hörku-markađsátaki, ţar sem sölumennskan fer ađ yfirskyggja allt annađ.

Mér er raun ađ ţví hvernig ţannig virđist fariđ međ bók Guđrúnar Ebbu Ólafsdóttur og hvernig menn geta hamast ţar í auglýsingaáróđri og markađssetningu til ađ reyna ađ hala sem mesta peninga inn á allan ţann viđbjóđ sem ég býst viđ ađ ţar sé veriđ ađ lýsa ađ einhverju marki.

Og mér skilst ađ höfundur sé ađ lesa úr bókinni hér og ţar !

Er ţessi saga og óhugnađur hennar virkilega svona spennandi ?

Ég er nú einu sinni ţannig gerđur, ađ ég er aldrei hrifinn af ţví ţegar ţess er nánast krafist ađ einhliđa frásögn einnar manneskju sé látin gilda sem 100% sannleikur í málum. Ţar geta ranghugmyndir haft sitt ađ segja og ţegar viđ höfum ekki neinar upplýsingar frá öđrum ađilum sem málum tengjast, geta einhliđa lýsingar af ţví sem gerst hefur, seint orđiđ fullkomlega áreiđanlegar.

Ţar hljóta efasemdir ađ vera til stađar og sakfelling annarra á grundvelli einhliđa vitnisburđar getur ţví aldrei talist réttlćtanleg framvinda í málum.

Peningalegt skađabótamat á kynferđisglćpum hlýtur líka ađ vera mjög hćpin leiđ til ađ gera hreint fyrir dyrum og grćđa sár. En ţađ er eins og sumum finnist allt í lagi ađ slíkt sé virt til fjár. Eins ađ fórnarlömb kynferđisglćpa markađssetji reynslu sína til ađ ţéna sem mesta peninga á svívirđu hins liđna !

Fyrir nokkru var lokađ á mann í innhringingarţćtti í útvarpi ţegar hann minntist á ađ konur ţćr sem báru sakir á Ólaf Skúlason fyrir kynferđislegt áreiti, hefđu  látiđ lítiđ í sér heyra eftir ađ ţćr hefđu fengiđ bćtur í formi peningagreiđslu.

Viđkomandi mađur var sagđur hafa fariđ yfir strikiđ, en alveg eins má ćtla ađ hann hafi viđrađ skođanir sem hafi ekki falliđ vel ađ ţeim rétttrúnađar-sjónarmiđum sem er greinilega reynt ađ halda uppi í ţessum efnum.

Mér finnst ţađ afar ógeđfellt umhugsunarefni ađ til ţess geti komiđ, ađ einhver tiltekin greiđsla í peningum verđi á komandi árum skilgreind sem kvittun fyrir nauđgun !

Kynferđisbrotamál eru vandmeđfarin og ţau vilja oft vekja gífurlega miklar tilfinningaöldur í ţjóđfélaginu og í slíkum stórsjó reiđinnar verđur réttlćtis-hugsunin oft eins og sökkvandi skip.

Viđ skulum varast ađ falla niđur í myrkur múgsefjunar og sleggjudóma og reyna ađ halda sönsum. Og viđ skulum jafnan reyna ađ vera vel á verđi svo viđ séum ţeim mun fćrari ađ greina kjarna hvers máls sem upp kemur frá öllu slúđrinu sem ţyrlađ er upp um leiđ.

Sú samfélagslega skylda hvílir á okkur ađ viđ eigum ađ vera ábyrg gerđa okkar.

Látum ţví ekki rugla okkur svo í ríminu, ađ afleiđingar mála verđi í engu réttlćtanlegu samhengi viđ orsakir ţeirra !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 10
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 399205

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband