5.11.2011 | 15:55
Markaðssetning á kynferðisglæpum ?
Á undanförnum árum höfum við sem búum í þessu landi, verið upplýst um margt misjafnt sem hefur mikið að gera með uppgjör fólks við hryllilega fortíð. Allskyns afhjúpun á margskonar misnotkun og ofbeldi virðist benda til þess að hræðilegt framferði hafi átt sér stað víða, þar sem níðst hefur verið á börnum og lítilmögnum og oftar en ekki tengist slíkt kynferðislegum afbrigðilegheitum. Flest rök benda til þess að enn sé ýmislegt af þessu tagi í gangi í samfélaginu og er illt til þess að vita.
Við höfum kynnst sögu Thelmu Ásdísardóttur, þar sem voðaleg atburðarás átti sér stað nánast við þær aðstæður að allir vissu en enginn sagði neitt. Og enn er þjóðin að glíma við martröðina varðandi mál Ólafs Skúlasonar, sem virðast lengi geta vafið upp á sig með frekari viðbjóð. Allt er þetta ömurlegra en hægt er að hugsa sér og sýnir raunar skýrt hvað maðurinn getur sokkið djúpt þegar hann fjarlægist Guð sinn með breytni sinni og vill ekkert með hann hafa í lífi sínu.
Öll erum við breysk og brothætt og þurfum á því að halda að leiðast af ljósinu sem kemur að ofan, því ef við neitum þeirri forsjá er stutt í að myrkrið sem kemur að neðan hellist yfir sálina með þeim vítisafleiðingum sem því fylgja.
Menn sem hafa ánetjast illu andavaldi vegna holdlegs veikleika síns eru sjúkir og ráða sér ekki sjálfir. Þeir eru sjálfum sér og öðrum hættulegir og gera sér enga grein fyrir því hvað framferði þeirra hefur mikla samfélagslega sýkingu í för með sér. Fyrir sjúkum einstaklingi af þessu tagi verða ranghugmyndir að réttum hlutum og öll skynjun afbrigðileg og brengluð.
Raunmynd veruleikans er hafnað og búin til ný veruleikamynd sem samræmist þeim villuhugmyndum sem ráða. Fórnarlömb þeirra sem eru sjúkir að þessu leyti geta verið mörg og átt geysilega erfitt með að vinna úr sínum vandamálum. Ranghugmyndir gerenda virðast einnig oft geta merkt fórnarlömbin svo að það verður í sumum tilfellum ekki minna um ranghugmyndir hjá þeim og tortryggni og efasemdir um heilindi annarra langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
Misnotkunarmál virðast þannig geta ruglað þolendur svo í ríminu að þeir haldi fram minningum sem eiga sér stundum ekki stoð í öðru en sálarlegum sársauka þeirra. Þegar sú staða kemur upp eru vandfundnar leiðir til lausna.
Þessi mál eru öll hryggilegri en orð fá lýst og margt ljótt hefur gerst í þessum efnum. Það er þó með því verra, að mínu áliti, þegar hryllilegar reynslusögur af þessu tagi virðast vera gerðar að hörku-markaðsátaki, þar sem sölumennskan fer að yfirskyggja allt annað.
Mér er raun að því hvernig þannig virðist farið með bók Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og hvernig menn geta hamast þar í auglýsingaáróðri og markaðssetningu til að reyna að hala sem mesta peninga inn á allan þann viðbjóð sem ég býst við að þar sé verið að lýsa að einhverju marki.
Og mér skilst að höfundur sé að lesa úr bókinni hér og þar !
Er þessi saga og óhugnaður hennar virkilega svona spennandi ?
Ég er nú einu sinni þannig gerður, að ég er aldrei hrifinn af því þegar þess er nánast krafist að einhliða frásögn einnar manneskju sé látin gilda sem 100% sannleikur í málum. Þar geta ranghugmyndir haft sitt að segja og þegar við höfum ekki neinar upplýsingar frá öðrum aðilum sem málum tengjast, geta einhliða lýsingar af því sem gerst hefur, seint orðið fullkomlega áreiðanlegar.
Þar hljóta efasemdir að vera til staðar og sakfelling annarra á grundvelli einhliða vitnisburðar getur því aldrei talist réttlætanleg framvinda í málum.
Peningalegt skaðabótamat á kynferðisglæpum hlýtur líka að vera mjög hæpin leið til að gera hreint fyrir dyrum og græða sár. En það er eins og sumum finnist allt í lagi að slíkt sé virt til fjár. Eins að fórnarlömb kynferðisglæpa markaðssetji reynslu sína til að þéna sem mesta peninga á svívirðu hins liðna !
Fyrir nokkru var lokað á mann í innhringingarþætti í útvarpi þegar hann minntist á að konur þær sem báru sakir á Ólaf Skúlason fyrir kynferðislegt áreiti, hefðu látið lítið í sér heyra eftir að þær hefðu fengið bætur í formi peningagreiðslu.
Viðkomandi maður var sagður hafa farið yfir strikið, en alveg eins má ætla að hann hafi viðrað skoðanir sem hafi ekki fallið vel að þeim rétttrúnaðar-sjónarmiðum sem er greinilega reynt að halda uppi í þessum efnum.
Mér finnst það afar ógeðfellt umhugsunarefni að til þess geti komið, að einhver tiltekin greiðsla í peningum verði á komandi árum skilgreind sem kvittun fyrir nauðgun !
Kynferðisbrotamál eru vandmeðfarin og þau vilja oft vekja gífurlega miklar tilfinningaöldur í þjóðfélaginu og í slíkum stórsjó reiðinnar verður réttlætis-hugsunin oft eins og sökkvandi skip.
Við skulum varast að falla niður í myrkur múgsefjunar og sleggjudóma og reyna að halda sönsum. Og við skulum jafnan reyna að vera vel á verði svo við séum þeim mun færari að greina kjarna hvers máls sem upp kemur frá öllu slúðrinu sem þyrlað er upp um leið.
Sú samfélagslega skylda hvílir á okkur að við eigum að vera ábyrg gerða okkar.
Látum því ekki rugla okkur svo í ríminu, að afleiðingar mála verði í engu réttlætanlegu samhengi við orsakir þeirra !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 696
- Frá upphafi: 366163
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 635
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)