Leita í fréttum mbl.is

Gagnabanki um glćpina gegn fólkinu

Ţađ er sennilega ađ verđa flestum ljóst, ađ yfirvöld ţessa lands hafa hvorki haft vilja né burđi til ađ takast á viđ ţá víđtćku spillingu sem ríkir í kerfinu, fjármálageiranum og stjórnmálunum og nánast hvar sem um einhver völd eđa peninga er ađ rćđa.

Rannsóknarskýrsla alţingis er ekki nefnd á nafn lengur og allra síst í ţinginu sem nú virđist á harđahlaupum frá öllu ţví sem ţađ lofađi fólki eftir hrun, međan mesti óttinn var í ţingmönnum gagnvart tunnubarsmíđ og búsáhalda-lamstri. Fólk hefđi ţurft ađ sýna einbeittari og úthaldsbetri viljafestu í ţeim mótmćlum sem viđhöfđ voru til ţess ađ knýja á um viđunandi lausnir mála.

Skollaleikurinn í kringum landsdómsmáliđ hefur líka veriđ slíkur ađ ţađ hefur veriđ međ eindćmum og ekki síst lokakaflinn. Í raun og veru hefur ţađ mál sýnt okkur skýrt og greinilega á hvađa spillingarstigi ráđamenn landsins eru.

Ţađ er  nefnilega kýrljóst af ţví máli, ađ stjórnmála-mafían í landinu telur sig hafna yfir lögin og slćr samtryggingar-skjaldborg um sína svörtu sauđi. Samfylkingin bjargađi sínum og leyfđi Árna Matt ađ fljóta međ og auđvitađ lá alltaf fyrir ađ píslarvotti Stóra Ţjóđarógćfuflokksins yrđi forđađ frá málinu međ einhverskonar lagatćknilegu frođuskúmi og furđulegheitum í málatilbúnađi.

Fjölmiđlar landsins sem flestir eru ađ meira eđa minna leyti reknir á forsendum fjármagnseigenda, greindu líka löngum frá landsdómsmálinu međ ţeim hćtti ađ ólíklegt er ađ ţar hafi ráđiđ óháđ fréttamennska. Svokallađir útrásarvíkingar hafa fengiđ geysilega mikil tćkifćri til ađ tjá sig í fjölmiđlum og oftast í  " drottningarviđtölum " í ţeim stíl sem tekinn var upp af Davíđ Oddssyni hér um áriđ. Ţađ er ólýđrćđislegt í alla stađi ţegar t.d. ríkissjónvarpiđ, gefur slíkum mönnum fćri á ađ nota heilu og hálfu tímana í útsendingu til ađ bera af sér sakir og  jafnvel úthúđa öđrum í leiđinni.

Ađ sjálfsögđu á ađ vera andmćlandi til stađar og ţađ á ađ gefa ţeim sem horfa og hlusta, fćri á ađ heyra málin frá fleiru en einu sjónarhorni. Ţarna er tvímćlalaust veriđ ađ gefa ţessum mjög svo umdeildu fjármagnseigendum fćri á ađ tala fyrir sínu máli langt umfram ţađ sem eđlilegt getur talist í fjölmiđli sem teljast á óháđur og í eigu ţjóđarinnar.

Drottningarviđtöl á ađ afnema í ríkissjónvarpinu, enda er slíkt fyrirbćri á engan hátt forsvaranlegt í ríki sem kennir sig viđ lýđrćđi. Hér á Íslandi eiga hvorki ađ vera kóngar eđa drottningar af neinu tagi. Ţađ á ađ vera liđin tíđ og löngu úrelt mismununar-fyrirkomulag stéttaskiptingar. Hér á bara ađ vera fólk sem á ađ búa viđ ţađ réttlćti ađ yfirvöld ţjóni velferđ ţess á jöfnum lagalegum grundvelli.

Međ tilliti til alls ţess sem gerđist í lífi fólks út af hruninu og afleiđingum ţess og ţeirri féflettingu sem landsmenn urđu fyrir af völdum sofandi ráđamanna og blóđsugubankanna sem komiđ var hér á fót, er mikil nauđsyn á ţví ađ byggja upp gagnabanka međ upplýsingum um ţađ sem gerđist. Ţar ţarf ađ safna saman vitnisburđum fólks um ţađ hvernig ţađ var leikiđ og hvílíkir glćpir voru drýgđir gegn ţví af ţessu margbölvađa frjálshyggjuliđi sem tók hér allt yfir.

Ţar ţarf ađ sýna svart á hvítu hvernig bankarnir komu fram gagnvart einstaklingum um allt land, hvernig fólk var svikiđ og talađ inn á ranga hluti viđvíkjandi ávöxtun á sparifé sínu og eignum, hvernig ţúsundir landsmanna glötuđu langtímasparnađi sínum og ótaldir aldrađir einstaklingar sínu öryggisfé vegna blekkingarleiđsagnar frá bönkunum, hvernig sérfrćđiađstođin skilađi sér gagnvart fólki sem átti ađ geta treyst á slíkar leiđbeiningar.

Ţessi gagnabanki ţarf ađ vera hafsjór af upplýsingum og fróđleik um mesta skítmennskuskeiđ Íslandssögunnar svo ódáđirnar sem framdar voru gleymist ekki og verđi ćvarandi víti til varnađar og sýni nakta skömm ţeirra sem skömmina eiga !

Viđ eigum ekki ađ treysta neinum manni í ţessu ráđamannaliđi sem er ađ hreykja sér  -  enn í dag  -  og hefur ekkert lćrt !

Ţađ ţarf ađ skipta um hvern einasta mann á ţingi sem tilheyrir fjórflokksmafíunni. Í ţeim samtryggingarhópi er enginn mađur sem á skiliđ traust ţjóđarinnar og stuđning. Ţađ er nú margsannađ mál !

Tíminn frá hruni hefur veriđ afgerandi próf fyrir manndóm ţeirra og getu og útkoman er eitt allsherjar NÚLL !

Líđum ekki óvćruna lengur !

Fáum nýtt fólk á ţing, í ríkisstjórn og á Bessastađi - heilbrigt fólk sem hefur eđlilegt jarđsamband viđ ţjóđina í landinu !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 841
  • Frá upphafi: 357022

Annađ

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 663
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband