Leita í fréttum mbl.is

Kveđiđ gegn kúgun og stríđi

 

Mitt fólk er fólk sem fćr ei neins ađ njóta,

sem níđingar og valdsmenn pynta og skjóta.

Ţađ fólk sem berst viđ kúgun allra alda

og alla ţá sem ljúga sig til valda.

 

Mitt fólk er gott og frelsi er ţess krafa

ţó fjöldann af ţví búiđ sé ađ grafa,

er böđlar höfđu blóđ úr ćđum sogiđ

og brytjađ ţađ viđ stćrsta sláturtrogiđ.

 

Ţví böđlar slíkir birtast víđa á jörđu

sem bera í sér vítis meinin hörđu.

Ţeir hatursfrćjum sá um lönd og lýđi

og lúta anda ţeim sem veldur stríđi.

 

Svo vígbúnađ og vopnaskak ţeir hylla

og vilja sátt og friđi í heimi spilla.

Af ţeirra völdum ţjóđir frelsi glata,

í ţeirra veröld býđst ţađ eitt - ađ hata.

 

Svo öll viđ berjast gegn ţví valdi verđum

sem vill ađ ţessi heimur bregđi sverđum.

Sem keđjuverkun ofbeldis vill efla

og alla leiki á dauđans borđi tefla.

 

Viđ megum ekki götur ţeirra ganga

sem gera ađra réttlausa og svanga,

sem fólkiđ vilja fá ađ kúga og meiđa

og fjöldann inn í sláturhúsin leiđa.

 

Á öllum tímum - eftir sönnum rökum,

er okkur ţörf ađ snúa saman bökum.

Ţví fórnarlömbin eru alltaf tekin

úr okkar hópi og beint í dauđann rekin.

 

Viđ megum ekki lúta sálar syfju

og síđan falla blinduđ í ţá gryfju,

ađ hugsa ekki og sýna breytni bráđa

ţví blóđhundarnir fá ţá öllu ađ ráđa.

 

Og veröld okkar verđur öll ađ skilja

ađ verksummerkin hvergi er hćgt ađ dylja,

ţví kynslóđanna reynsla er rauđ í sáriđ

og raunasagan lengist viđ hvert áriđ.

 

Ýtum ţví ei undir ranga siđi,

eitt er best - ađ stuđla ađ sátt og friđi.

Stríđsleikina stundum ekki í neinu,

stefnum burt frá ţeim ađ marki hreinu.

 

Látum sverđin liggja kyrr í haugum,

leiđum ţau ei framar sólgnum augum.

Drápsvopn öll međ réttu ber ađ banna,

bölvun eru ţau í heimi manna.

 

Stöndum saman - stríđi gegn og vopnum,

stöndum saman - höldum vegum opnum.

Mćtum hvergi í myrkur fylltu gjárnar,

munum hvernig ófrelsiđ ţar járnar.

 

Samstađa er sverđ í okkar höndum,

sigur vinnst ef hvergi deig viđ stöndum.

Ţannig vopni á lofti hátt skal halda,

horfa fram - til nýrra og betri alda.

 

                  (RK- 2012)

 

                oooooOooooo

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 243
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1048
  • Frá upphafi: 356944

Annađ

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 844
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband