3.11.2012 | 11:03
Um sanna Guðsmenn og " sjálfstæða guðsmenn " !
Þegar William Marrion Branham, hinn víðkunni bandaríski lækningaprédikari slasaðist illa í bílslysi í Texas 18. desember 1965 og lést síðan þann 24. sama mánaðar, barst fréttin með eldingarhraða um öll Bandaríkin og síðan til annarra landa. Það var ekkert undarlegt því William Branham var vissulega maður með einstakan orðstír sem Guðs þjónn og margir töldu hann spámann 20. aldarinnar. Mörgu hefur verið haldið fram sem ólíklegra er !
Margir spurðu : " Hvernig gat Guð látið þetta viðgangast ? Og sumir þóttust svo sem vita svarið við því, einkum kirkjuleiðtogar sem höfðu aldrei verið Branham velviljaðir og þóttust sjá í þessu einhverskonar refsingu af hálfu Guðs gagnvart þjóni sem hefði brotið af sér !
En hver hefur verið saga sannra Guðs manna í þessum heimi ? Sagði ekki Kristur sjálfur : " Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður !"
Og hvað segir Hebreabréfið í 11. kaflanum um spámenn Guðs og sendiboða, að þeir hafi verið kvaldir og píndir, ofsóttir á alla vegu og líflátnir og að heimurinn hafi ekki átt þá skilið !
Og hvernig var það, var Jóhannes skírari ekki hálshöggvinn ? Fyrir hvað skyldi Guð hafa verið að refsa honum ? Voru ekki postular Krists, þeir sem prédikuðu boðskap hans fyrstir manna, teknir af lífi með einum eða öðrum hætti, allir nema Jóhannes ?
Hvað var undarlegt við það að William Branham skyldi deyja ? Var hann ekki bara búinn að skila sinni þjónustu og hans tími kominn ?
Var dauði hans eitthvað frábrugðinn dauða svo margra annarra Guðs manna ?
Átti hann kannski að deyja háaldraður á sóttarsæng, umvafinn kærleika afkomenda og vina ? Er það hugmyndin sem sumir menn hafa um örlög og endalok Guðs manna í þessum heimi ? Því miður þá hefur það sjaldnast verið svo og skýringin er einföld ef menn hafa fyrir því að lesa Guðs Orð með opnum huga. Menn himinsins hafa aldrei átt vinsældum að fagna til lengdar á syndum spilltri jörðinni. Allra síst þegar þeir fara að flytja þann boðskap sem felst í því að menn taki sinnaskiptum, að menn breyti háttum sínum og snúi sér til Guðs í iðrun og auðmýkt hjartans. Þá er bara sagt að menn séu orðnir leiðinlegir, sama hvað mikil tákn og undur hafa átt sér stað í kringum þá !
Hvað segja menn um örlög annars mikils Guðs þjóns, David Wilkersons, sem lést í bílslysi í apríl 2011 og það líka í Texas ? Var líka verið að refsa honum ?
Af hverju deyja þessir tveir miklu prédikarar Guðs Orðs á sama hátt, og í sama fylki, sama lands ? Var dauði Wilkersons í fyrra kannski ábending til þeirra sem sáu dauða Branhams sem refsingu frá Guði, að fara sér hægt og vera ekki að dæma um það sem þeir hefðu ekki hugmynd um ?
Og hver var William Branham og hversvegna var hann og er svo alkunnur og umdeildur sem raun ber vitni ?
Branham var ómenntaður alþýðumaður og ekkert af þessum heimi mælti með því að ferill hans yrði slíkur sem hann varð. Þegar hann taldi sig hafa fengið vitrun um það að hann ætti að fara með gjöf guðlegrar lækningar til þjóða heimsins, fór hann og ræddi málið við yfirmann sinn í Baptistakirkjunni, dr. Roy Davis, mann sem hann taldi sig geta borið óskorað traust til.
En dr. Davis brást þannig við, að hann gerði bara grín að menntunarleysi hans og spurði hæðnislega : " Hvernig heldur þú að þú getir staðið í slíkum sporum, algerlega ómenntaður maðurinn ? Heldur þú að þú getir mætt menntuðum heimi með slíka guðfræði um guðlega lækningu ? Þetta er bara rugl og vitleysa í þér, farðu heim og leggðu þig. Kannski verðurðu skynsamari þegar þú vaknar ! "
Þetta voru viðtökurnar sem Branham fékk hjá þessum " upplýsta manni ! "
En hvar var þessi hámenntaði prestur staddur þarna í sinni hugsun ? Vissi hann ekki að lærisveinar Krists sem síðar urðu postular hans, voru aðeins óbrotnir fiskimenn ? Sá eini þeirra sem talið er með vissu að hafi verið menntamaður var Judas Ish-Kariot, sá þeirra sem sveik hann ?
Hvaða máli skiptir jarðneskt menntunarstig þegar Guð tekur mann í sína þjónustu ? Er ekki öll viska hjá Guði ?
Af hverju hefur Guð nánast aldrei getað notað leiðandi menn og menntaða innan kirkjudeilda sem sína talsmenn ?
Af því að menntun þeirra hefur staðið þar í vegi, heimsleg sannfæring þeirra um eigið ágæti ! Slíkir menn bera yfirleitt ekki í sér auðmjúkan anda, þeir eru orðnir allt of miklir sjálfshyggjumenn - eða í stuttu máli sagt - Farísear !
Þannig hefur það alltaf verið frá upphafi kirkjualdanna og kannski lengur. Ekkert fjarlægir lifandi mann jafnmikið Guði og sjálfselska og hroki !
En sumir menn sjá að lokum yfirsjónir sínar, iðrast og bæta fyrir ranga hluti og það er skylt að geta þess að fimm árum eftir samtal þeirra Branhams, sendi dr. Davis frá sér bréf sem hann óskaði eftir að birt yrði opinberlega í tímaritinu The Voice of Healing. Þar baðst hann afsökunar á framkomu sinni gagnvart Branham og sagði: " Ef ég hefði verið einlægari og rannsakað Biblíuna mína með nákvæmari hætti, hefði ég skilið meira varðandi sýnir og kraft Guðs !"
Dr. Davis var maður að meiri að viðurkenna að hann hefði haft rangt fyrir sér varðandi William Branham. En margir hafa haldið áfram þar sem hann hætti.
Ýmsir kirkjuleiðtogar, og það jafnvel forustumenn innan hreyfingar hvítasunnu-manna, hafa gagnrýnt Branham harðlega og talað um kenningavillur sem hann hafi gert sig sekan um, o.s.frv.
En meðan undur og stórmerki gerðust á samkomum Branhams og Guðs Andi starfaði þar með þvílíkum krafti að annað eins hafði ekki gerst síðan á dögum frumkirkjunnar, höfðu þessir menn ekki hátt og ýmsir þeirra störfuðu meira að segja um tíma með Branham. En síðan sneru þeir sumir við honum baki og fóru að tala um kenningavillur hjá honum. Þá kom andi Faríseans upp í þeim !
Skýringin er aðallega sú, að þegar Branham fór að koma með boðskap til kirkjunnar á síðustu árum sínum, þoldu þessir menn ekki ádeiluna sem kom fram í máli hans. Þeir vildu hafa sínar skipulögðu kirkjur áfram og enga breytingu á þeim. Þeir gátu þegið lækningu fyrir sig og sína í gegnum mann sem þeir viðurkenndu að gengi fram í Guðs krafti, en hann átti ekkert að vera að angra þá með því að prédika um þörfina á breyttu hugarfari gagnvart Almættinu.
Þá hlupu þeir í vörn fyrir sín heimagerðu kirkjukerfi og vildu bara fá að hafa sínar kirkjur áfram í friði á sínum einkaforsendum. Ekki er hægt annað en að álykta að sumir þessara manna hafi beinlínis öfundað William Branham af smurningu hans og því hvað Guð gat notað hann kröftuglega í sinni þjónustu.
Af þeim sökum fóru þeir kannski í þessar skotgrafir ósæmilegrar breytni gagnvart honum og byrjuðu að baknaga hann og grafa undan trausti fólks á honum sem Guðs þjóni. Þá byrjaði umræðan um kenningavillur Branhams því eitthvað urðu þessir aumingja menn að finna sér til, því þeim var ómögulegt að taka við því sem hann boðaði.
Boðskapur hans gekk nefnilega þvert á tíðarandann, og þar sem þeir voru flestir á höttunum eftir vinsældum og hylli og vildu byggja musteri utan um eigið ágæti sem prestar og trúboðar, hugnaðist þeim enganveginn hvernig hann talaði.
Þeir sáu í boðskap hans einhverja ógn sem raskaði þægilegheitum þeirra og gullinni framtíðarsýn um stöðuga uppbyggingu. Þeir komu því fram við Branham eins og Hananja kom fram við Jeremía !
Og aðrir hafa síðan fylgt í fótspor þessara sjálfhverfu Farísea kirkjudeildanna sem hafa étið upp eftir þeim gagnrýnina á Branham án þess jafnvel að vita í hverju hún felst. Ég hef sjálfur kynnst mönnum í kristnum söfnuðum sem hafa verið mjög andsnúnir Branham en hafa þó ekki getað með nokkru móti útskýrt hversvegna. Það virðist bara sem einhverju hafi verið spýtt í þá sem þeir gleyptu við hugsunarlaust !
Jafnvel Benny Hinn, sem er að margra mati Guðs þjónn og álitinn undir smurningu sem slíkur, hefur fallið í þá gryfju að gera lítið úr William Branham. Ég veit ekki almennilega hvað ég á að halda um Benny Hinn, en ég er viss um það, að þegar hann var að tala dómsorð sín um feril Branhams var hann bara að tala fyrir eigin munn en ekki á Drottins vegum.
Benny Hinn ætti að geta haft um nóg að tala sem þjónn Guðs þó hann sleppi því að hnýta í William Branham. Skyldi hann hafa gert það sökum persónulegrar öfundar eða vegna einhvers sem hefur verið spýtt í hann ?
Roberts Liardon fjallar um marga merka þjóna á akrinum í bókum sínum " God´s Generals ", og gerir það að mörgu leyti vel, en kafli hans um William Branham er illa saminn. Þar koma fram ádeiluskrif sem byggjast á trúarlegum fordómum og því er kaflinn höfundi sínum ekki til sæmdar.
Kannski hefur Roberts Liardon líka reynt það síðan á eigin skinni að það er auðveldara að leggja dóm á feril annarra en gæta að eigin málum ?
William Branham var slíkur Guðs þjónn að þar komast ekki aðrir í neinn samjöfnuð á síðustu tímum. Og ég spyr hversvegna var hann það ?
Hversvegna hafa þessir menn sem hafa verið að níða hann niður, ekki getað gengið fram í þeim krafti sem var yfir honum ? Svarið hlýtur að vera, að Guð gat ekki notað þá á sambærilegan hátt því þeir voru ekki þannig menn.
Menntunargráður þeirra margra hverra og háar hugmyndir um eigið sjálf, stóðu þar kannski fyrst og fremst í veginum. Guð getur ekki notað menn sem eru orðnir hrokafullir, hann vill auðmjúkan anda sem gengur fram í hlýðni.
William Branham var ómenntaður maður. Hann var auðmjúkur Drottins þjónn og vissi að hann hafði ekki af neinu að státa í eigin mætti. Hann var eins og fiskimennirnir sem Drottinn valdi, óbrotinn alþýðumaður. Guð gat því mótað hann og notað hann með voldugum hætti.
Frá því á dögum frumkirkjunnar hefur líklega enginn maður gengið fram í trú og fyrirbæn á þessari jörð með sambærilegum kraftaverka-árangri og William Marrion Branham. Saga hans er slík að hver maður þyrfti að heyra hana !
Benny Hinn hefur ekki haft smurningu í neinni líkingu við William Branham og það hafa heldur ekki haft neinir þeirra prédikara og kirkjuleiðtoga sem hafa síðustu áratugina verið að gera lítið úr þessum óvenjulega Guðs manni.
Ég held að þeim væri nær að huga að raunverulegum skyldum sínum, ef þeir eru þá þeir Drottins þjónar sem þeir væntanlega telja sig vera !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2012 kl. 17:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 22
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 356673
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 656
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)