8.12.2012 | 11:01
Yfirtaka skoðanamyndunar í Evrópu, - í krafti olíuauðs !
Sú var tíðin að engin stjórnvöld í Evrópu voru í því hlutverki að enduróma skoðanir stjórnvalda í Arabaheiminum. Sennilega var hið gagnstæða öllu heldur uppi á teningnum. En eftir síðari heimsstyrjöldina fóru ýmis valdahlutföll að breytast Evrópu í óhag. Það var auðvitað olían sem setti stóra strikið í reikninginn.
Og upp úr 1970 þegar olíukreppan ógnaði evrópsku iðnríkjunum fyrir alvöru, fóru ráðamenn þar að hugsa æ meira um það hvernig væri hægt að gera arabísku olíuríkjunum til hæfis, svo olían héldi áfram að renna ljúflega til Vesturlanda. Og þá komst á þessi staða í stóraukinni mynd sem síðan hefur ráðið svo miklu, að olían streymdi til Vesturlanda en peningarnir til Arabaríkjanna.
En það sem gleymdist að reikna með, var að Arabar gátu svo lítið notað peningana heima fyrir. Þeir fóru því að fjárfesta út um alla Evrópu. Þeir keyptu allskonar fyrirtæki, banka og blöð, sjónvarpsstöðvar og bókstaflega allt sem gat aukið völd þeirra og áhrif.
Þetta byrjaði líklega í talsverðum mæli um og upp úr 1960, en eftir 1970 var farið að iðka þetta í verulega stórum stíl. Og fjölmiðlarnir sem Arabar keyptu víðsvegar um Evrópu fóru náttúrulega fljótlega að þjóna sjónarmiðum eigenda sinna. Fjárfestingar Araba í Evrópu, ekki síst í Bretlandi og Frakklandi, eru fyrir löngu orðnar svo miklar að vald þeirra í fjármálaheimi viðkomandi landa, svo og atvinnulífi og öðru, er með þeim hætti að ógnvænlegt er.
Ég starfaði í Englandi í nokkurn tíma árið 1976. Þá vann ég hjá tveim fyrirtækjum í plastiðnaði og þau voru bæði í eigu arabískra aðila. Seinna fyrirtækið hafði verið byggt upp frá grunni af manni sem hét Bennett. Hann var orðinn gamall á þessum tíma, en vann samt sem einhverskonar ráðgjafi við fyrirtækið. Ég fann ekki annað en hann væri ágætur maður.
Við sátum einu sinni eftir vinnudag og spjölluðum saman, uppi í fallegri skútu sem hann átti og geymdi við verksmiðjuna.
Þá sagði hann mér að hann hefði áhyggjur af framtíð lands síns og nefndi í því sambandi að fjárfestingar Araba fyrir olíupeninga væru að verða svo miklar í landinu. Ég sagðist undrast þessi orð hans þar sem hann hefði nú einmitt selt arabískum aðilum eigið fyrirtæki. Þá sagði Bennett :
" Já, þeir buðu mér svo miklu hærra verð fyrir verksmiðjuna en mér bauðst frá öðrum. Ég þurfti á peningunum að halda, því ég vildi tryggja að barnabörnin mín gætu menntað sig sem best og þetta var nú ævistarfið mitt sem ég var að selja ! " Ég sagði við hann : " Herra Bennett, þú getur ekki bæði haft áhyggjur af landinu þínu út af því hvert stefnir og jafnframt lagt sjálfur þitt til þeirrar stefnu. Þá ertu enganveginn sjálfum þér samkvæmur. Það er í sjálfu sér gott að barnabörnin þín geti menntað sig, en hvaða framtíð og hverskonar land eiga þau að erfa ? Eiga þau kannski að búa í Englandi sem er í eigu Araba ? "
Bennett gamli stundi við og tók höndum um höfuð sitt og sagði :
" Já, þetta er náttúrulega rétt athugað hjá þér, en ég féll fyrir þessu háa tilboði sem mér var gert. Ég hef samt spurt sjálfan mig að því æ síðan hvort ég hafi þarna gert nokkuð sem ég hefði aldrei átt að gera ? "
Ég lagði höndina á öxl gamla mannsins og við sátum þarna hljóðir um stund. Ég fann gjörla að honum leið ekki vel út af þessu. Og þetta var sumarið 1976 !
Það hafa áreiðanlega býsna margir selt Aröbum íhlutunarrétt í vestrænum samfélögum síðan þá og kannski hafa fæstir þeirra haft áhyggjur af því eins og Bennett gamli. Mörgum hefur vafalaust þótt allt fengið með því að vera með fullar hendur af arabísku olíugulli. En fyrir það hefur verið keypt miklu meira en menn hafa almennt gert sér í hugarlund.
Jafnvel í Þýskalandi hafa slík viðskipti farið langt fram úr því sem ætti að vera og hafa þó Þjóðverjar yfirleitt verið betur á verði fyrir sínum hag en flestir aðrir. En fjárstraumurinn getur orðið svo mikill að jafnvel þýskir Bennettar standist hann ekki !
Og hvar skyldi Evrópa vera stödd núna í þessum efnum og að hve miklu leyti skyldi hún í raun vera komin í eigu Araba ? Við erum vitni að síharðnandi afstöðu fjölmiðlanna í álfunni í garð Ísraels og það ætti líklega að geta sagt okkur eitthvað um eignarréttinn á þeim fréttaveitum sem þar marka línuna.
Það er margt sem hrærist undir yfirborðinu og sjaldan er allt sem sýnist !
Meginhluti íbúa Evrópu virðist ekki hafa hugmynd um hvernig í málum liggur og sá mikli fjöldi lætur sig litlu skipta - að því er best verður séð, hvernig fréttaefnið er matreitt ofan í hann dags daglega.
En þó að áróðurinn fyrir því að fólk hafi " rétta afstöðu " til mála, sé orðinn gífurlega mikill og krafan um það sé í raun orðin beintengd við ýmsar hótanir, fjárhagslega og efnahagslega séð, eigum við sem viljum ekki gleypa við slíku umhugsunarlaust, að geta leitað okkur upplýsinga og líklega er netið traustast nú til dags varðandi það. Að minnsta kosti veit ég ekki til þess að einhver einstakur valda-aðili hafi getað yfirtekið það til þessa, hvað sem verður.
Ég er samt fullviss um það, að margir valda-aðilar myndu glaðir gefa mikið fyrir að geta þaggað niður í ýmsum röddum sem heyrast á netinu, því sú árátta er alltaf fylgifiskur valdsins, að kæfa verði allar raddir sem vilja tala frjálsum munni. Að ýmsu leyti má því segja að netið sé í almennum skilningi lýðræðislegasta verkfærið sem við eigum nú á dögum. Og einmitt þessvegna þurfum við að standa dyggan vörð um það.
Við þurfum að nota netið til að fræðast um málin og rannsaka hvernig í þeim liggur, svo við verðum ekki heilaþvegin án þess að hafa hugmynd um það sjálf !
Og það er hægt að spyrja margs :
Af hverju eru fjármálaleg og efnahagsleg völd og ítök arabískra olíuríkja í Evrópu ekki rannsökuð og staðan skoðuð með hliðsjón af öryggishagsmunum þeirra þjóða sem í álfunni búa ?
Af hverju skyldu engin stjórnvöld í álfunni hafa séð ástæðu til að fara yfir þá stöðu ? Er það ekki löngu tímabært og hvaða tregðulögmál er þar í gangi ?
Mín skýring er ósköp einföld hvað það snertir. Ég lít svo á að helstu valda-aðilar í álfunni viti svo mikið um þá stöðu, að þeim sé miklu frekar umhugað um það eitt - að koma í veg fyrir að evrópskur almenningur viti hið rétta í málunum !
Og það er - að völd og áhrif arabísku olíuríkjanna í Evrópu eru löngu orðin það mikil og víðtæk, að það fer eiginlega að verða spurning hver ráði þar í raun og veru ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 48
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 853
- Frá upphafi: 356749
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 672
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)