2.2.2013 | 12:11
Lífskjör í lóðréttu falli !
Á Íslandi hækkar allt nema launin ! Verðbólgan og verðtryggingin sjá fyrir því að lánardrottnamafían þenst út og græðir á öllu, ekki síst eigin skammastrikum !
Unga kynslóðin er öll komin á ævilangan skuldaklafa vegna námslána og íbúðarkaupa og afgangurinn af þjóðinni er í svipuðum kröggum.
Stökkbreyttu lánin hafa séð fyrir því og marglofaðar úrbætur hafa að mestu verið í skötulíki ! Það er níðst á gamla fólkinu og þeim sem minnst mega sín ár eftir ár, þvert á það sem lofað hefur verið. Svikaferli ráðamanna er orðinn rótfastur liður í íslenskri pólitík og þar hefur líka stökkbreyting átt sér stað á seinni árum !
Atvinnurekenda-aðallinn og verkalýðssvikararnir standa stöðugt einhuga að loginni " þjóðarsátt " varðandi það að halda launum niðri. Þar eru aldrei neinir bjargvættir að verki, bara uppskrúfaðar, tilklipptar ímyndir, búnar til af keyptum fjölmiðlapennum ! Eftir að burgeisarnir lögðu undir sig yfirstjórn ASÍ er sama hugsunin beggja vegna hins uppsetta og yfirlýsta samningaborðs.
Í dag mætti halda að ASÍ stæði fyrir Atvinnurekendasamband Íslands, en þannig skila verkin sér á þeim bæ. Enda heitir svokallaður forseti þar nafni sem þýðir kóngur ! Fyrr á tíð voru kóngar hér og kóngar þar, að viðbættum aðli og klerkastétt, en hið almenna fólk átti sér enga málsvara.
Svo hófst baráttan mikla fyrir réttindum fólksins, alþýðunnar, verkalýðsins !
Þá voru afrekin stóru unnin og mörgu góðu komið til leiðar. En þegar miklir sigrar voru í höfn, hófst uppdráttarsýkin og fimmtuherdeildar vinnubrögðin innan verkalýðshreyfingarinnar. Spillingin komst inn fyrir véböndin með öll sín tækifærissinnuðu viðhorf og eituráhrif frá hægri !
Og nú eigum við nóg af verkalýðssvikurum sem maka krókinn á kostnað fólksins en gera ekkert að gagni fyrir það. Þar er um siðlausar afætur að ræða sem naga þjóðarmeiðinn og allt sem heilbrigt er ofan í rót. Og hreyfingin mikla, hreyfing fólksins, er löngu orðin svipur hjá sjón !
Þar er öllu spillt sem byggt var upp af fyrri kynslóðum við ærna erfiðleika á síðustu öld. Þar eru engin varnarþing lengur fyrir fólkið.
Þegar öll framfærsla og allt vöruverð hækkar en launin standa í stað, eru launin í raun og veru að lækka, og þau hafa lækkað mikið síðan ákveðið var með þegjandi samþykki allra í yfirmafíu kerfisins að afleiðingar hrunsins skyldu lenda á almenningi þessa lands. Ríki og sveitarfélög hækka stöðugt allar álögur á fólk og skeyta engu um hag þess og skuldir heimilanna vaxa dag frá degi vegna þess stjórnleysis og þeirrar kerfisbölvunar sem hlýtur að ríkja í landi þar sem yfirvöldin eru ekki að vinna fyrir fólkið - þjóðina !
Klíkur í ráðuneytum og sveitarstjórnum fara sínu fram í ósátt við alla grasrót !
Við almennir Íslendingar eigum enga forsvarsmenn, enga þjóðskörunga, enga sanna talsmenn fyrir þjóðarhagsmunum, enga sem tala fyrir hugsjón almennrar velferðar í þessu landi. Þessvegna er alltaf stagast á Jóni Sigurðssyni því eftir að hann hvarf úr þessum heimi hefur enginn komið fram sem hefur mælst eitthvað í þjóðlegri manndómsmælingu í líkingu við hann. Síðan höfum við bara átt nokkra skítsæmilega forustumenn, fjölmarga miðlunga og varla það, og helling af aumingjum !
Nú stefnir Stóri Þjóðarógæfuflokkurinn til valda aftur og sá litli er kokhraustur líka ! Ábyrgðarþungi hrunsins hefur aldrei fallið á þessa flokka og þeir hafa ekki axlað eitt eða neitt, bara gagnrýnt vægðarlaust hvernig þeir sem hafa verið að reyna að moka skítinn út eftir þá hafa staðið sig.
Og auðvitað hafa þeir aðilar ekkert staðið sig sérlega vel, enda skíturinn búinn að hlaðast upp í 18 ár og orðinn kerfisfastur út um allt. Og svo eru Þjóðarógæfuflokksmenn hér og þar í lykilstöðum, margir reiðubúnir til að bregða fæti fyrir þá sem eitthvað vilja reyna til að bæta braginn.
Og nú vildu forsvarsmenn þessara ógæfuflokka helst bera fram vantraust á sitjandi ríkisstjórn rétt fyrir kosningar í von um að drýgja sína stöðu !
Og það er talað um af hálfu liðsmanna þar um hyski í borgarstjórn og allir eru sekir nema sökudólgarnir !
Aldrei fæ ég skilið hversvegna Litli Þjóðarógæfuflokkurinn kastaði ekki gamla nafninu um leið og þáverandi forustulið hans varð að skammast frá stýrinu, það auma lið sem þjónaði alfarið undir Foringjann í Stóra flokknum og spilaði sig og þjóðina út á gaddinn ! Það nafn verður aldrei endurheimt að neinu gildi í líkingu við það sem það var áður en H Á - karlinn náði völdum í flokknum !
H Á - karlinn sá var náttúrulega með innviði sem smellpössuðu við Stóra Þjóðarógæfuflokkinn, enda slitnaði ekki slefan milli hans og Foringjans þar !
Allt þetta lið í Stóru og Litlu Þjóðarógæfunni var og er í raun á móti því að venjulegt fólk búi við sæmileg lífskjör. Það vill að fáir hafi allt og fjöldinn lítið sem ekkert. Það á enga samleið með almenningi í þessu landi !
Það vill lífskjör almennings niður, það vill koma fólkinu og hag þess á kné.
Þessvegna er verðtrygging við lýði í þessu landi, lagasetning sem snýr öfugt við öllu jafnræði, öllum mannrétti og öllu réttlæti. Lagasetning sem er til skammar og var einungis sett til að tryggja hag hinna ríku, tryggja hag blóðsuguliðsins í landinu, tryggja fjármálavaldið fyrir afleiðingum eigin glæpaverka, svo hægt væri að velta skuldum og skaða yfir á bök almennings !
Það er hinn gamli yfirdrottnunarandi sem þarna er að verki, hann býr í þessu stórauðuga arðránsliði og lifir með því, sá illi andi sem stefnir stöðugt að kúgun, mismunun og þrælahaldi í þessum heimi !
Það er treyst á að fólk sé búið að gleyma hamförum hrunsins, það er treyst á að menn muni ekki lengur hvernig þetta var og hverjir áttu og eiga skömmina !
Nú á allt að verða gott aftur ef hrunsarkitektarnir komast bara á ný til valda ?
Ef íslenska þjóðin leiðir slíka bölvalda aftur til valda í næstu kosningum er henni sannarlega ekki viðbjargandi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 124
- Sl. sólarhring: 264
- Sl. viku: 904
- Frá upphafi: 357085
Annað
- Innlit í dag: 112
- Innlit sl. viku: 720
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 111
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)