Leita í fréttum mbl.is

Reiknađ međ Valhallaralgebru !

Jón Magnússon heitir mađur sem á nokkuđ litríkan feril ađ baki eins og flestir vita. Hann virđist ţó helst telja sér ţađ til gildis sjálfur ađ vera hćstaréttarlögmađur og  hafa í eina tíđ veriđ  alţingismađur " Sjálfstćđisflokksins " !

Ekki sé ég ađ ţetta tvennt ţurfi eitthvađ sérstaklega ađ vera til ađ auka manngildi ef ekki kemur meira til, en ţađ er önnur saga.

En Jón ţessi virđist líka vera mikill reiknimeistari og nú nýveriđ reiknađi hann út hvađ Steingrímur J. Sigfússon vćri búinn ađ kosta ţjóđina sem forsvarsmađur í ríkisfjármálum og fékk ţađ út ađ ţađ vćru um 80 milljarđar króna !

Ţetta birti Jón svo á bloggi sínu ásamt ţví ađ tala ţar um meint afglöp Steingríms, svo sem varđandi Icesave-málin, Sjóvá, BYR, VBS, Saga Capital, Askar Capital o.s.frv.o.s.frv, og telur hann hagsmuni Íslands hafa veriđ stórlega fyrir borđ borna í afskiptum ráđherrans af öllum ţessum málum ?

En bíđum viđ, af hverju beinast hinir óviđjafnanlegu reikningshćfileikar Jóns eingöngu ađ ţví ađ afhjúpa Steingrím J. Sigfússon sem einhvern böđul íslenskra ţjóđarhagsmuna ? Er dćmiđ ekki miklu stćrra og ţarf ekki svona töluglöggur mađur ađ fara dýpra í saumana á ţessu ?

Er ţá ekki rétt ađ skođa bakgrunn allra sem ađ ţjóđar misferlismálunum hafa komiđ og finna til dćmis út hvar ţeir hafa lengstum veriđ til húsa í pólitískum skilningi ? Hver er t.d. ferill hinna alrćmdu útrásarvíkinga og voru ţeir kannski allir meira og minna innvígđir og innmúrađir flokksmenn í VG - eđa kannski annarsstađar ? Hverjir voru forsvarsmenn ţessara fyrirtćkja sem Jón áfellist Steingrím svona mikiđ fyrir ađ vera ađ endurreisa eđa leggja til fé vegna ţess ađ ţau voru orđin félaus og af hverju voru ţau orđin félaus ? Hvađ var gert viđ fjármagniđ sem í ţeim var ?

Hverjir stjórnuđu Sjóvá, BYR, VBS, Saga Capital og Askar Capital og öllum ţessum nornakötlum, voru ţađ kannski allt einhverjir fjárglćframenn úr VG - eđa ef til vill annarsstađar frá ?

Ţarna er verđugt verkefni fyrir reikningsheila á borđ viđ hinn litríka mann Jón Magnússon, ţetta á hann allt ađ geta kannađ og reiknađ svo út hvađ hver og einn í ţessum hópi hefur kostađ íslensku ţjóđina og hagsmuni hennar !

En kannski vill Jón Magnússon ekki kanna ţetta neitt frekar, og satt ađ segja er ţađ grunur minn ađ áhuginn á ţví viđfangsefni sé hverfandi lítill í hans huga ?

Mér finnst meira ađ segja ekkert ósennilegt ađ hann vilji bara ađ tiltekinn mađur sé ljóti karlinn í spilinu, og ţó ađ spiliđ hafi veriđ ţreytt án ţátttöku hans, fyrir og í Hrunadansinum, skuli hann fá skömmina af ţví og ţađ fullútreiknađa !

Ţađ virđist vera međ Jón Magnússon eins og svo marga ađra hćgri menn, ađ ţađ fer svo mikiđ fyrir " sjálfstćđismanninum " í ţeim, ađ mađur sér varla bóla á Íslendingnum ! Og vissulega er ţađ dapurlegt mál, ţví einu sinni var sagt " Íslendingar viljum viđ allir vera !¨

Ég hygg líka, ađ Jón yrđi betri reikningsmađur ef hann reiknađi meira á ţjóđlega vísu, út frá réttum ţjóđarhagsmunum, en minna á flokkslega vísu út frá flokkshagsmunum !

Sum valdaöfl í ţessu landi hafa haft hátt ađ undanförnu varđandi niđurstöđuna í Icesave- málinu og taliđ sér sigurinn í ţví máli mjög til tekna og jafnframt reynt ađ sýna fram á hvađ ađrir hafi reynst Íslandi illa í ţví máli !

Ţví er til ađ svara, ađ hefđi samstjórn afturhalds og Framsóknar ekki knúiđ fram einkavćđingu bankanna á sínum tíma, bankanna sem aldrei voru borgađir en bara afhentir auđvaldi ţessara flokka til afnota, hefđi auđvitađ aldrei orđiđ um neitt Icesave mál ađ rćđa !

Í ţeim gjörningi liggur allt Isesave-farganiđ og ţessir flokkar geta aldrei svariđ ţađ af sér, ađ ţeir sköpuđu forsendur Icesavemálsins ásamt margskonar fjármála-spillingu í ţessu landi, međ ábyrgđarlausri ţjónustu sinni viđ sérútvalda alikálfa sína ! Tólf ára samfelld stjórn ţeirra á ţjóđarbúinu var meginástćđa efnahagshrunsins ! Sennilega fćru reikningar yfir ţjóđarkostnađ ţess tímabils hćrra en í 80 milljarđa ef rétt vćri ađ slíku uppgjöri stađiđ !

Ef Framsóknarflokkurinn er t.d. ađ fá einhvern uppslátt út á Icesavemáliđ núna, ţykir mér týra, ţví hann átti fullan ţátt í ađ koma ţeim umskiptingum á koppinn í upphafi sem stóđu ađ ţeim gjörningi og ţeirri ţjóđhćttulegu stöđu sem skapađist í kjölfariđ. Ţví má ekki gleyma og rétt skal vera rétt !

Formađur flokksins talar nú um hefja sókn, en hann var í svo mikilli vörn fyrir skömmu ađ hann flýđi úr sínu kjördćmi og bauđ sig fram annarsstađar til ţess ađ geta veriđ nokkurn veginn viss um ađ komast inn á ţing !

Ţađ skyldi ţó aldrei vera, ađ ţeir flokkar sem skiptu bönkunum á milli sín hér um áriđ, međ tilheyrandi heljarafleiđingum fyrir land og ţjóđ, yrđu verđlaunađir af kjósendum í vor ?

Ţá fćri Valhallaralgebra og ađrar reikningskúnstir hćgri manna vafalaust á hćsta stig aftur, ţar til dćmiđ endađi síđan međ öđru syndafalli sem yrđi verra ţví fyrra !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1165
  • Frá upphafi: 316851

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 867
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband