Leita í fréttum mbl.is

Yfirvöld arđráns og sérhagsmuna viljum viđ ekki !

Líklega má segja međ nokkrum sanni, ađ viđ Íslendingar séum staddir á sérstökum tímamótum í sögu okkar einmitt núna. Viđ höfum haft einstakt tćkifćri til ađ kryfja ţjóđmálin og komast ađ ţví hvernig í raun og veru hefur veriđ fariđ međ okkur - almenning ţessa lands. Hruniđ var endanleg stađfesting á mörgu sem ţjóđinni hafđi veriđ misbođiđ međ lengi, en margir höfđu neitađ ađ trúa eđa viđurkenna !

Skyndilega afhjúpađist svikamylla fjármagnsaflanna međ svo hrikalegum hćtti ađ jafnvel einstaklingar međal hinna heilaţvegnu fóru ađ skilja hlutina !

Nú ţegar liggja fyrir fjölmargar stađreyndir eftir hruniđ, sem ekki voru jafn ljósar fyrst í stađ, en ćttu nú ađ blasa viđ hverjum manni sem vill í alvöru horfast í augu viđ ţađ sem gerđist og draga lćrdóm af ţví, og er ekki haldinn af pólitískri blindu og blekkingaröflum samtíđar og fortíđar.

Ţjóđfélagiđ er fyrirtćki sem viđ öll erum hluthafar í. Ţegar vel gengur eigum viđ öll ađ njóta ţess og ţegar illa árar eigum viđ öll ađ bera byrđarnar.

Verđtrygging skulda var til ţess sett af pólitískri samtryggingarmafíu ađ losa fjármagnseigendur frá ţví ađ bera sinn hluta af byrđunum og honum var velt á ađra, einkum ţá sem höfđu nóg ađ bera fyrir !

Ţetta var gert ţrátt fyrir ţađ ađ ţađ séu nú yfirleitt afleiđingar verka fjármagnseigenda sem leiđa til skuldaskelfingar eins og hruniđ sannar best.

Ţar var ţađ ábyrgđarlaus stefna einkavćddra banka og fjármagnseigenda, í skjóli međvirks ríkisvalds, sem keyrđi allt í kaf !

Verđtrygging skulda sá til ţess ađ ţessir ađilar voru leystir frá allri ábyrgđ og öllu svikasullinu velt yfir á almenning. Fjármagnseigendur eru nefnilega bara međ í ţessu ţjóđfélagi ţegar vel gengur og deila á út arđi !

Ég ćtla ađ hafa ţennan pistil stuttan og ljúka honum međ ţví ađ setja hér fram 12 stađhćfingar sem ég tel ađ liggi nú ţegar fyrir sem sögulegar stađreyndir :

1.

Sjálfstćđisflokkurinn brást algerlega almennum ţjóđarhagsmunum á árunum      fyrir hruniđ, vegna yfirgengilegrar sérhagsmunagćslu sinnar !

2.

Ţađ gerđu líka samstarfsflokkar í ríkisstjórnum undir forustu hans frá 1991, Alţýđuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin  !

3.

Ţessir samstarfsflokkar tryggđu á ţessum tíma Sjálfstćđisflokknum ţingmeirihluta til óhćfuverka gagnvart ţjóđarhag. Einkum á ţađ viđ um Framsóknarflokkinn !     

4.

Framkvćmdavaldiđ var hvorki ţjóđlegt né réttsýnt á ţessum tíma, heldur spillt og ranglátt mismununarvald !

5.

Einkavćđingarstefna Sjálfstćđisflokksins var andstćđ almannahagsmunum !

6.

Alţingi brást  hlutverki sínu sem löggjafi og ţjóđţing !

7.

Stjórnunin á Seđlabankanum var međ öllu óskiljanleg á ţessum tíma. Ţjóđhagsstofnun hafđi veriđ lögđ niđur og raunveruleg efnahagsstjórnun á grundvelli ţjóđhagslegra gilda var ekki til !

8.

Ríkiskerfiđ var meira en nokkru sinni fyrr sniđiđ ađ ţörfum fjársterkra          

sérhagsmunahópa, pólitískra flokksgćđinga og vildarvina valdaklíkunnar !

9.

Eftirlitskerfiđ var gegnrotiđ og svikult og ţjóđleg öryggisgćsla ţess lítil sem engin. Ţađ brást nánast allt !

10.

Greiningardeildir bankanna skiluđu sér eins og innistćđulausar ávísanir !

11.

Dómskerfiđ var gert ţannig úr garđi á ţessum tíma ađ ţađ er ekki lengur traustvekjandi sem vettvangur réttlćtis !

12.

Kvótakerfiđ og ţjóđspilling ţess skapađi forsendurnar sem leiddu til efnahagshrunsins !

 

Ţetta tel ég stađhćfingar sem hver kjósandi ćtti alvarlega ađ velta fyrir sér áđur en hann tekur afstöđu til ţess hvernig hann ver atkvćđi sínu í komandi kosningum. Eđa dettur nokkrum heilvita manni í hug ađ hátt í tveggja áratuga samfellt valdaskeiđ Sjálfstćđisflokksins, sem endađi međ efnahagslegu hruni, hafi veriđ ávaxtaríkur tími fyrir velferđ íslensku ţjóđarinnar ?

Nei, ţvert á móti, sá tími fćddi af sér alvarlegasta tilrćđiđ sem sjálfstćđi okkar  hefur veriđ sýnt síđan viđ fengum fullveldi !

Lćrum af reynslunni og kjósum ekki fulltrúa arđráns og sérhagsmuna í valdastóla hérlendis !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 780
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband