28.4.2013 | 13:58
Að loknum kosningum
Nýkominn frá Reykjavík fór ég á kjörstað og kaus. Þegar ég leit yfir kjörseðilinn fannst mér magnið sem boðið var upp á miklu meira áberandi en gæðin. En ég kaus það sem ég gat verið sáttur við og skilaði mínum seðli.
Ekki get ég neitað því að nokkur uggur var í mér varðandi þá hættu að þjóðarógæfuöfl sérhagsmunanna næðu hér völdum aftur. Ég vonaði því innilega að sem flestir kjósendur forðuðust að kjósa það sem ég myndi aldrei kjósa undir nokkrum kringumstæðum.
En það er margur úlfurinn í sauðargæru og margir brosa breitt á kjördag þó að lítill trúverðugleiki fylgi þeim brosum. Og það eru svo oft óhreinu öflin sem hrósa sigri því tilgangurinn helgar meðalið hjá þeim og fjármagnið þar er oftast mikið og óspart notað til að ná sínu fram. Ég orti á leið frá kjörstað:
Læðist yfir landið vá,
lítt að marka brosin.
En aldrei kýs ég andstyggð þá
sem aldrei skyldi kosin !
Í þeim efnum vísa ég til þess stjórnmála-afls sem ég tel hafa valdið hér mestri þjóðarógæfu og skaðað þúsundir landsmanna og heill þeirra í víðtækum skilningi.
Það er hinsvegar mikið vafamál að Íslendingar hafi dregið einhvern bitastæðan lærdóm af hruninu, sem vísað gæti veginn til heilbrigðari stjórnarhátta.
Nú liggur það til dæmis fyrir að Framsóknarflokkurinn hefur með sínum stóru loforðum náð að vinna drjúgt fylgi í þessum nýafstöðnu kosningum og telst hann því fyrst og fremst sigurvegari þeirra.
Ekki er ég búinn að gleyma því hvernig þessi flokkur hegðaði sér gagnvart almannahagsmunum á árunum 1995 til 2007 þegar hann gegndi því hlutverki að vera mesta hækja sem íhaldið hefur nokkru sinni haft í sinni þjónustu. Ég tel því útkomu Framsóknar hreint ekki verðskuldaða og býð ekki í útkomu flokksins eftir þetta kjörtímabil þegar hann þarf að svara til saka fyrir sín fjögur ár.
Ég tel nefnilega næstum víst að hann muni falla á prófinu !
Sjálfstæðisflokkurinn náði líklega aðeins að bæta stöðu sína miðað við það sem skoðanakannanir höfðu sagt á síðustu vikum, en hann er langt fyrir neðan þær væntingar sem flokksmenn þar höfðu gert sér fyrir síðustu áramót og þar fyrst á eftir.
3% aukning á fylgi miðað við fyrri kosningar sem voru þær verstu í sögu flokksins er náttúrulega ekki mikið til að gleðjast yfir. Það virðist þó hafa haft mikil áhrif þegar Bjarni formaður nánast grét í beinni og talaði um að ef til vill ætti hann að hugleiða að segja af sér. Þá rann greinilega mörgum íhaldsblóðið til skyldunnar og tárin fóru að renna í takt við Bjarna.
Sumir flokksmenn sem höfðu verið eins og mannýgir bolar út í Bjarna, snerust þannig allt í einu til fylgis við hann og fóru að sleikja hann í ræðu og riti niður á skósóla.
Sjálfstæðisflokkurinn nær því að verða stærsti flokkur landsins aftur í atkvæðum og prósentum talið, en Framsókn nær sömu þingmannatölu og það er náttúrulega það sem mestu máli skiptir.
Stjórnarflokkarnir tapa miklu sem var reyndar fyrirséð, en tapið er líklega mun meira en búist var við og Össur Skarphéðinsson lýsir útkomu Samfylkingarinnar sem pólitískum hamförum. Vinstri græn virðast sleppa eitthvað betur en vafalaust má meta það með ýmsum hætti.
Björt framtíð og Píratar ná það hátt að koma inn mönnum og flestir jöfnunarmennirnir koma í þeirra hlut. Litlu munaði þó að Píratar næðu ekki mönnum inn.
Ég hygg samt að Björt framtíð eigi sér ekki bjarta framtíð í þingsal því að málflutningur flokksins er að mínu mati ekki sérlega heilsteyptur og þarf því eitthvað meira til svo flokkurinn festist í sessi sem sæmilegur valkostur. Ekki finnst mér ólíklegt að þetta nýja afl muni smám saman fjara út og leifarnar að lokum skila sér heim til Framsóknar eða Samfylkingar.
Píratar eru hinsvegar af nokkuð öðru tagi og gætu því haldið velli á sínum forsendum eitthvað áfram ef forustan bilar ekki. Birgitta hefur hlotið vissa viðurkenningu sem baráttumanneskja og þykir tala af einlægni. Fróðlegt verður að sjá hvernig henni og pírötum tekst til við að vinna úr þeirri stöðu sem þeir hafa hlotið nú um sinn.
Ég sem vinstri maður og sósíalisti er auðvitað ekki sáttur við að þeir flokkar séu líklega komnir aftur til valda sem réðu hér á árunum frá 1995 til 2007.
Sporin hræða vissulega í þeim efnum, en þó verður að hafa það hugfast að þessir flokkar standa í dag undir talsvert meira aðhaldi en var á þeim árum. Þeir vita nefnilega að fylgið mun þurrkast af þeim ef þeir koma ekki til móts við fólkið í landinu.
Það verður því fylgst vel með þeim og sú reynd gæti sannast á Framsóknarflokknum áður en langt um líður sem vituð er, að margir kunna að vinna sigra en þeir eru miklu færri sem ná því að vinna vel úr þeim og halda þeim !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
- Afneitun á íslenskum fjölbreytileika !
- Nokkur orð um ,,fallega ævikvöldið !
- Sól tér sortna !
- Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !
- ,,Nú verða allir góðir menn að standa saman !
- Gegn aftökugleði tíðarandans !
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 179
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 1248
- Frá upphafi: 394003
Annað
- Innlit í dag: 156
- Innlit sl. viku: 1092
- Gestir í dag: 155
- IP-tölur í dag: 151
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)