Leita í fréttum mbl.is

Ađ loknum kosningum

Nýkominn frá Reykjavík fór ég á kjörstađ og kaus. Ţegar ég leit yfir kjörseđilinn fannst mér magniđ sem bođiđ var upp á miklu meira áberandi en gćđin. En ég kaus ţađ sem ég gat veriđ sáttur viđ og skilađi mínum seđli.

Ekki get ég neitađ ţví ađ nokkur uggur var í mér varđandi ţá hćttu ađ ţjóđarógćfuöfl sérhagsmunanna nćđu hér völdum aftur.  Ég vonađi ţví innilega ađ sem flestir kjósendur forđuđust ađ kjósa ţađ sem ég myndi aldrei kjósa undir nokkrum kringumstćđum.

En ţađ er margur úlfurinn í sauđargćru og margir brosa breitt á kjördag ţó ađ lítill trúverđugleiki fylgi ţeim brosum. Og ţađ eru svo oft óhreinu öflin sem hrósa sigri ţví tilgangurinn helgar međaliđ hjá ţeim og fjármagniđ ţar er oftast mikiđ og óspart notađ til ađ ná sínu fram. Ég orti á leiđ frá kjörstađ:

Lćđist yfir landiđ vá,

lítt ađ marka brosin.

En aldrei kýs ég andstyggđ ţá

sem aldrei skyldi kosin !

Í ţeim efnum vísa ég til ţess stjórnmála-afls sem ég tel hafa valdiđ hér mestri ţjóđarógćfu og skađađ ţúsundir landsmanna og heill ţeirra í víđtćkum skilningi.

Ţađ er hinsvegar mikiđ vafamál ađ Íslendingar hafi dregiđ einhvern bitastćđan lćrdóm af hruninu, sem vísađ gćti veginn til heilbrigđari stjórnarhátta.

Nú liggur ţađ til dćmis fyrir ađ Framsóknarflokkurinn hefur međ sínum stóru loforđum náđ ađ vinna drjúgt fylgi í ţessum nýafstöđnu kosningum og telst hann ţví fyrst og fremst sigurvegari ţeirra.

Ekki er ég búinn ađ gleyma ţví hvernig ţessi flokkur hegđađi sér gagnvart almannahagsmunum á árunum 1995 til 2007 ţegar hann gegndi ţví hlutverki ađ vera mesta hćkja sem íhaldiđ hefur nokkru sinni haft í sinni ţjónustu. Ég tel ţví útkomu Framsóknar hreint ekki verđskuldađa og býđ ekki í útkomu flokksins eftir ţetta kjörtímabil ţegar hann ţarf ađ svara til saka fyrir sín fjögur ár.

Ég tel nefnilega nćstum víst ađ hann muni falla á prófinu !

Sjálfstćđisflokkurinn náđi líklega ađeins ađ bćta stöđu sína miđađ viđ ţađ sem skođanakannanir höfđu sagt á síđustu vikum, en hann er langt fyrir neđan ţćr vćntingar sem flokksmenn ţar höfđu gert sér fyrir síđustu áramót og ţar fyrst á eftir.

3% aukning á fylgi miđađ viđ fyrri kosningar sem voru ţćr verstu í sögu flokksins er náttúrulega ekki mikiđ til ađ gleđjast yfir. Ţađ virđist ţó hafa haft mikil áhrif ţegar Bjarni formađur nánast grét í beinni og talađi um ađ ef til vill ćtti hann ađ hugleiđa ađ segja af sér. Ţá rann greinilega mörgum íhaldsblóđiđ til skyldunnar og tárin fóru ađ renna í takt viđ Bjarna.

Sumir flokksmenn sem höfđu veriđ eins og mannýgir bolar út í Bjarna, snerust  ţannig allt í einu til fylgis viđ hann og fóru ađ sleikja hann í rćđu og riti niđur á skósóla.

Sjálfstćđisflokkurinn nćr ţví ađ verđa stćrsti flokkur landsins aftur í atkvćđum og prósentum taliđ, en Framsókn nćr sömu ţingmannatölu og ţađ er náttúrulega ţađ sem mestu máli skiptir.  

Stjórnarflokkarnir tapa miklu sem var reyndar fyrirséđ, en tapiđ er líklega mun meira en búist var viđ og Össur Skarphéđinsson lýsir útkomu Samfylkingarinnar sem pólitískum hamförum. Vinstri grćn virđast sleppa eitthvađ betur en vafalaust má meta ţađ međ ýmsum hćtti.

Björt framtíđ og Píratar ná ţađ hátt ađ koma inn mönnum og flestir jöfnunarmennirnir koma í ţeirra hlut. Litlu munađi ţó ađ Píratar nćđu ekki mönnum inn.

Ég hygg samt ađ Björt framtíđ eigi sér ekki bjarta framtíđ í ţingsal ţví ađ málflutningur flokksins er ađ mínu mati ekki sérlega heilsteyptur og ţarf ţví eitthvađ meira til svo flokkurinn festist í sessi sem sćmilegur valkostur. Ekki  finnst mér ólíklegt ađ ţetta nýja afl muni smám saman fjara út og leifarnar ađ lokum skila sér heim til Framsóknar eđa Samfylkingar.

Píratar eru hinsvegar af nokkuđ öđru tagi og gćtu ţví haldiđ velli á sínum forsendum eitthvađ áfram ef forustan bilar ekki. Birgitta hefur hlotiđ vissa viđurkenningu sem baráttumanneskja og ţykir tala af einlćgni. Fróđlegt verđur ađ sjá hvernig henni og pírötum tekst til viđ ađ vinna úr ţeirri stöđu sem ţeir hafa hlotiđ nú um sinn.

Ég sem vinstri mađur og sósíalisti er auđvitađ ekki sáttur viđ ađ ţeir flokkar séu líklega komnir aftur til valda sem réđu hér á árunum frá 1995 til 2007.

Sporin hrćđa vissulega í ţeim efnum, en ţó verđur ađ hafa ţađ hugfast ađ ţessir flokkar standa í dag undir talsvert meira ađhaldi en var á ţeim árum. Ţeir vita nefnilega ađ fylgiđ mun ţurrkast af ţeim ef ţeir koma ekki til móts viđ fólkiđ í landinu.

Ţađ verđur ţví fylgst vel međ ţeim og sú reynd gćti sannast á Framsóknarflokknum áđur en langt um líđur sem vituđ er, ađ margir kunna ađ vinna sigra en ţeir eru miklu fćrri sem ná ţví ađ vinna vel úr ţeim og halda ţeim !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 199
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1004
  • Frá upphafi: 356900

Annađ

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 805
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband