Leita í fréttum mbl.is

Ólánasýslan og skuldahrepparnir !

Íslenska ríkiđ er sannkölluđ ólánasýsla fyrir landsmenn. Ţar hafa algerlega óhćfir kerfiskarlar um langt árabil haft međ höndum efnahagsmál okkar og gert ţađ međ ţeim hćtti ađ yfirgengileg skömm er ađ ţví. 

Ég leyfi mér ađ fullyrđa, ađ ţó ýmislegt geti sjálfsagt veriđ ađ á hinum Norđurlöndunum, hafi međferđ opinberra fjármuna veriđ ţar međ miklu betri hćtti en hér hefur tíđkast.

Ţađ er svívirđileg lenska hér, ađ valdamiklir ađilar og hagsmunasamtök hafa alltaf fengiđ ađ blóđsjúga ríkiđ á forsendum sérhagsmuna og heildarhagsmunir aldrei veriđ sérlega mikils metnir.

Viđ slíkar ađstćđur verđur sérhver lánasýsla hins opinbera ađ ólánasýslu sem ţrýstir skuldaklöfum á herđar alls vinnandi fólks í landinu og ţurrkar upp allar skapađar forsendur fyrir velmegun.

Og ţađ gćti svo sannarlega ríkt velmegun hér. ţví ţjóđin er dugleg og vinnusöm ađ öllu jöfnu, en blóđsugurnar eru orđnar allt of margar sem sjúga linnulaust frá fólkinu mestan hluta af ţví sem ţađ aflar í sveita síns andlitis.

Ríkisađallinn er skelfilegt ógćfuliđ fyrir ţjóđina og  svipađa sögu er ađ segja af ráđsmennskunni á sveitarstjórnarstiginu. Ţar hafa víđast hvar hreiđrađ um sig kjötkatlaklíkur sem maka krókinn fyrir sig og sína á kostnađ almennings.

Ţar eru skuldahrepparnir í leiđandi stöđu !

Jafnvel ţó einhver sveitarfélög eigi peninga, sem helst er ţá vegna sölu eigna, er vandlega séđ til ţess ađ ţeir peningar fari ekki í ađ bćta ţjónustu viđ almenning. Ţćr krónur skulu sérmerktar gćđingunum viđ kjötkatlana međ einum eđa öđrum hćtti. Og allar álögur á fólkiđ eru hafđar sem hćstar, jafnvel hjá ţeim sveitarfélögum sem guma af góđri fjárhagsstöđu sinni og eiga einhverja peninga - oftast vegna seldra eigna !

En ţađ er alltaf sagt, af hálfu opinberra ađila, ađ ţađ verđi ađ hćkka ţjónustu -gjöld vegna erfiđra ađstćđna í ţjóđfélaginu og ţungrar stöđu ríkis og bćja !

En hvar eru ţćr erfiđu ađstćđur fyrst og fremst, sem veriđ er ađ vitna til, eru ţćr ekki hjá almenningi sem hefur orđiđ ađ bera drápsklyfjar syndagjaldanna alla tíđ og síđast hryllinginn eftir hruniđ og frjálshyggjufylleríiđ mikla ?

Og um leiđ og ólánasýslan og skuldahrepparnir hćkka gjöldin, hćkka skuldir almennings og skuldir heimilanna og verđtryggingardjöfullinn hlćr hástöfum !

Og međan heilbrigđisţjónustan er svelt og svikin um ćrlega međferđ fćr Harpan viđbótarfé ţvert ofan í gerđa samninga. Raunsćir menn vissu ađ ţar myndu hlutirnir aldrei standa undir sér, en menningarpostularnir ţóttust vita betur og fengu sitt fram. Og svo eru fasteignagjöld sem alltaf lá fyrir ađ ţyrfti ađ greiđa ekki borguđ og ţess í stađ grenjađ á meira fé.

Ábyrgđarleysiđ gagnvart almannahag sést vel í ţeim gjörningum :

Síst er landsins svelta ţjóđ

sátt viđ skammtinn smáa,

ţó Harpa syngi Hörpuljóđ

á Hörpulaufiđ gráa !

Og nú ćtla skilgetnir synir hrunsflokkanna ađ kippa öllu í lag ?

Nýafstađnar kosningar virđast fyrst og fremst endurspegla smekk kjósenda fyrir gálgahúmor !

Ég var spurđur ađ ţví eftir ađ úrslit lágu fyrir hvađ ég héldi ađ kćmi út úr málum ?

Svar mitt var eftirfarandi :

Sigmundur Davíđ međ Kögunarkjarna

mun koma sér saman viđ Valhallar-Bjarna,

ţó fortíđin hrćđi

og ferliđ ţar mćđi

og fráleitt sé yfir ţví hamingjustjarna !

Og ţeir félagarnir Sigmundur Davíđ og Bjarni, sem endurbornir Halldór og Davíđ, voru ekki búnir ađ rćđa mikiđ saman ţegar ţeir urđu sáttir á eitt atriđi, ţeir urđu strax sammála um ađ ţeir yrđu ađ vera góđir viđ LÍÚ, enda verđur óburđurinn sem settur verđur á laggirnar hreinrćktuđ LÍÚ-stjórn !

Loforđapostuli Framsóknarflokksins er samt ţegar byrjađur ađ grenja yfir ţví ađ stađa ríkisins sé miklu verri en hann hafđi haldiđ, sem virđist ávísun á ţađ ađ ekki sé inneign fyrir gullnu framtíđinni sem hann lofađi !

Bjóst ţessi lýđskrumari viđ ţví ađ stađa ríkissjóđs vćri góđ - fimm árum eftir hrun ?

Ef honum hrýs hugur viđ stöđu mála núna, hvernig hefđi honum ţá litist á ađ taka viđ áriđ 2009 ţegar allt var í rúst ?

Síđan ţá hefur hann samt alltaf ţóst hafa lausnir á öllum málum, standandi sem stjórnarandstöđuleiđtogi  í rćđustól í ţinginu, en hvar eru ţessar lausnir nú, ţegar hann er varla tekinn viđ - en samt byrjađur ađ barma sér ?

Megi Sigmundur Davíđ og Bjarni Benediktsson uppskera eins og ţeir hafa sáđ til. Ţeir sáu ráđ til alls međan ţeir voru í stjórnarandstöđu og ađrir ţurftu ađ glíma viđ efnahagsósköpin sem hćgri flokkarnir, flokkar ţeirra, sköpuđu međ ábyrgđarleysi sínu.

Nú tekur ábyrgđin viđ og uppfylling loforđanna sem gefin voru ! Og kannski er von ađ ţeir Sigmundur og Bjarni séu farnir ađ svitna svolítiđ og heykjast gagnvart ţví ađ standa viđ sitt !

Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig ţeir fara ađ ţví ađ stjórna og standa viđ heitin, hvernig ţau öfl ćtla ađ koma til liđs viđ almenning sem aldrei hafa gert ţađ fyrr, hrunsöflin sjálf  !

Ég yrđi ekki hissa ţó ríkiđ yrđi enn meiri ólánasýsla í gegnum valdaferil ţessara nýju topptvíbura og skuldahrepparnir nćđu nýjum hćđum í efnahagslegu öngţveiti ţví sannleikurinn er sá -

ađ lýđskrumarar reynast aldrei vel !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 99
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 399294

Annađ

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband