Leita í fréttum mbl.is

" Örlćtisgjörningur ? "

Fyrir nokkru horfđi ég á fréttir í sjónvarpi og var ţar kynnt niđurstađa úr svonefndum Baugsmálum og ósköp fannst mér nú afraksturinn lítill eftir allt stappiđ árum saman. Ţađ er augljóst mál ađ ţjóđin hefur ekki grćtt neitt á ţessum miklu málaferlum en fróđlegt vćri ađ vita heildar launasummu lögfrćđinga eftir ţetta fargan ţví hún hlýtur ađ vera stjarnfrćđileg !

En ţar sem ég sat og hlustađi á ţessar fréttir, heyrđi ég orđ sem ég hafđi ekki heyrt áđur, en ţađ var „ örlćtisgjörningur " !

Ţađ kom fljótt í ljós ađ ţetta var einskonar lagatćknilegt orđ yfir ţjófnađ !

Og eins og skilja má, er ţetta orđ bara notađ ţegar „fínir ađilar"  brjóta lög og reglur. Ţeir stela nefnilega ekki ţessir menn, ónei, ţeir ganga bara fram í örlćtisgjörningum gagnvart sjálfum sér og öđrum !

Ţetta ţykja víst oft svo kurteisir og flottir menn, ađ allt réttarkerfiđ liggur eiginlega hundflatt fyrir ţeim og virđist dást ađ ţeim í bak og fyrir, enda eru lögfrćđingar ţeirra ekkert slor !

En ţessi glansmynd er ekki ekta og veruleikinn er allur annar, hvađ sem reynt er til ađ „hagrćđa"  sannleikanum, enda eiga svikahugtök aldrei samleiđ međ ţví sem satt er og rétt.

Huliđsblćja hrćsninnar dugir oftast skammt gagnvart ţeim sem vilja sjá og skilja hvađ er í gangi og neita ađ beygja sig fyrir blekkingum og svínaríi.

Ţađ er rangt ađ loka augunum fyrir ţví sem sjáandi fólki ber ađ sjá !

Ţegar eignum almennings eđa ţjóđar er stoliđ er ţađ kallađ ađ  „einkavćđa"   og ţegar stoliđ er innan úr fyrirtćkjum sem eru í raun gjaldţrota, til ađ hygla vinum og vandamönnum er ţađ sem sagt kallađ „ örlćtisgjörningur" og ţá er örlćtiđ auđvitađ á annarra kostnađ, yfirleitt lands og ţjóđar !

Ţetta er ekkert nýtt í sögunni. Ţađ hafa alltaf veriđ til menn sem hafa taliđ ţađ sjálfsagđan hlut ađ fara frjálslega međ almannafé. Cató gamli sem uppi var um 200 árum fyrir Krist og var međ kostum og göllum nokkuđ samkvćmur sjálfum sér, sagđi um samtíđ sína „ ţegar einhver stelur frá nágranna sínum fer hann í fangelsi og hlýtur refsingu, en sá sem stelur af almannafé er klćddur purpura og gulli !"

Á ţessu sjá menn kannski hvađ mađurinn hefur ţroskast mikiđ á ţessum 2200 árum sem liđiđ hafa frá ţessum ummćlum Catós um samtíđ sína !

Ţađ er gamalt áróđursbragđ ađ búa til hugguleg hugtök yfir vonda hluti. Eitt sinn var talađ um extermination ţegar átt var viđ ákveđinn verknađ, en ţađ ţótti ekki nógu gott orđ og minna óţćgilega á hugtök eins og extermination camps, svo tekiđ var upp hugtakiđ termination, en ţađ ónáđađi líka samvisku einhverra, svo tekiđ var upp hugtakiđ abortion en međ ţví ţóttust menn ná niđurstöđu sem truflađi engan !

Viđ Íslendingar féllum svo í nokkuđ sambćrilega gryfju og fórum ađ tala um fóstureyđingu, svona í svipuđum dúr og talađ er um sorpeyđingu.

En rétta orđiđ er auđvitađ fósturdeyđing ţví ţađ er verknađurinn sem hér um rćđir. Ţađ er nefnilega ekki veriđ ađ losa sig viđ eitthvađ rusl eđa fjarlćgja eitthvađ slíkt, ţađ er veriđ ađ deyđa saklausasta líf sem til er !

Eins er ţađ ţegar talađ er um örlćtisgjörning ţegar menn eru einfaldlega ađ fremja ţjófnađ !

Af hverju er ekki talađ um hlutina á einfaldan og ćrlegan hátt ?

Hverjir hafa svona mikinn hag af ţví ađ umvelta slíkum og ţvílíkum hugtökum og gera ţau hlutlaus, ópersónuleg, flöt og ósönn ?

Ţađ skiptir miklu ađ fólk sé vakandi fyrir ţví hvernig hugtök eru notuđ og geri sér grein fyrir ţeim blekkingabrögđum sem viđhöfđ eru hverju sinni.

Ţađ virđist alltaf vera nóg til af ađilum sem kjósa ađ ţrífast á ţví öllu öđru fremur ađ beita blekkingum og svikrćđi í samfélagslegri framgöngu sinni.

Slíka ađila ber ađ varast, og ţeir sem tala um örlćtisgjörninga í stađinn fyrir ţjófnađ eđa fjalla um hluti međ sambćrilegum hćtti, eru ađ mínu mati í hópi ţeirra sem standa falskt og rangt ađ málum.

 

Auđga sig á illu stigi

ýmsir menn á hverjum degi.

En ţjóđfélag sem ţrífst á lygi

ţađ er ekki á góđum vegi !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband