Leita í fréttum mbl.is

Um sveiflumeistara hins stórpólitíska hringleikasviđs !

Ekki kom ţađ mér á óvart ađ Ólafur Ragnar skyldi ákveđa ađ stađfesta lögin um breytingar á veiđigjaldinu ţrátt fyrir fjöldaáskorun um ađ gera ţađ ekki. Hann hefur ađ minni hyggju aldrei veriđ fastmótađur meginstefnumađur heldur fyrst og fremst hentistefnumađur. Allt sem hann gerir tel ég ađ taki fyrst og fremst miđ af ţví hvađ geti frekast orđiđ einstaklingnum Ólafi Ragnari Grímssyni og ferilskrá hans til framdráttar.

Ţađ er margt athugunarvert í íslenskri sögu og ţađ hefur oft vakiđ furđu mína hvađ margir Íslendingar hafa í gegnum embćttisstörf orđiđ svo miklir aristókratar ađ ţađ mćtti halda ađ á bak viđ ţá vćru ţrjátíu ćttliđir baróna og forréttindamanna, ţó ađ fyrir liggi kannski ađ fađirinn hafi veriđ óbreyttur bóndi, bakari eđa ţá rakari !

Ţađ sýnir sig líka jafnan hvar sem lög eru sveigđ og beygđ til svo ađ toppmenn geti haft sína hentisemi, ađ sumir menn eru í raun ţannig gerđir ađ ţeir telja ađ ţeir eigi ađ njóta sérkjara. Ađ ţeir eigi og megi vera yfir lögin hafnir ţegar ţeim finnst stađa mála útheimta ţađ. Og hvort sem um er ađ rćđa smátt eđa stórt í ţeim efnum, sést ađ gjörđir manna eiga oft ekki mikla samleiđ međ lýđrćđislegu málskrúđi ţeirra.

Forsetaheimiliđ í landinu á auđvitađ ađ vera fyrirmynd varđandi eđlilega heimilisfestu hjóna og engar undanţágur eđa sveigjur og beygjur frá lögum um ţá hluti eiga ađ líđast.  Slíkt grefur bara undan ţeirri virđingu sem ćtlast er til ađ menn beri fyrir lögum og verđur ţannig allri ţjóđfélagsheildinni til skađa !

Ţađ ćtti ađ vera samíslensk erfđ okkar allra ađ heiđra réttindalega jafnstöđu manna og samfélagsleg friđarstađa er ađ miklu leyti undir ţví komin ađ ţađ sé gert á sem sannastan hátt.

Ólafur Ragnar Grímsson er vissulega mikill hćfileikamađur, en ţađ er skođun mín ađ hann hafi alla tíđ notađ hćfileika sína nánast eingöngu sem tćki til ađ koma sér áfram vegna mikils persónulegs metnađar, en ţeir hafi aldrei veriđ nýttir sem frumkraftar í ţágu hugsjóna eđa einhverrar sérstakrar réttlćtisbaráttu.

Ţegar menn skođa framsetningu Ólafs Ragnars og röksemdir í pólitískum álitamálum og hvađ beri ađ gera viđ ţessar og hinar ađstćđurnar, virđist augljóst ađ forsetinn sé alls ekki sjálfum sér samkvćmur og ţađ er sem hann fari eftir einhverjum einkastöđlum sem virđast alfariđ ráđa ríkjum í hans sjálfhverfa sálarlífi.

Ţađ sýnir ef til vill fátt betur sveiflukenndan málflutning forsetans en ţađ, ađ jafnframt ţví sem hann hunsar undirskriftavilja 35.000 íslenskra kjósenda, segist hann vilja undirstrika nauđsyn á sátt varđandi veiđigjaldsmáliđ og talar um siđferđilega skyldu okkar allra í ţeim efnum ?

Ég held ađ ţađ leiki ekki nokkur vafi á ţví ađ ţađ situr mjög pólitískur sjónhverfingamađur á Bessastöđum og ađ ţessu sinni hefur hann ákveđiđ ađ leggja sitt af mörkum í ţágu pólitískra stjórnvalda hvađ sem ţjóđarviljanum líđur. Hann veit líka eflaust ađ menn verđa ađ borga sínar kosningaskuldir, og ţví fyrr ţví betra, og vill greinilega ekki gera viđkomandi skuldurum ţá skyldu erfiđa.

Smárćđi eins og lausnir á skuldavanda heimilanna verđa ađ bíđa á međan svo mikilvćg mál eru afgreidd. Ólafur Ragnar hefur veriđ fjármálaráđherra og veit međ sínum hćtti hvađ á ađ hafa forgang og hvađ ekki !

Ţađ vćri svo líklega frekar óţćgilegt fyrir hann og illt afspurnar í ađals og broddborgara-samkvćmum í London, ef ţađ bćrist út í slíkum gullklíkum ađ hann hefđi sett fótinn fyrir hagsmuni hins íslenska stórútgerđarvalds sem er trúlega andlega skyldast ţví hyski sem sćkir og heldur slík samkvćmi. Ólafur vill vafalítiđ vera vel séđur međal ţeirra sem völd og auđ hafa í ómćldu magni enda eru líklega ekki svo fáir vinir eđa ćttingjar frúarinnar í ţeim hópi.

Ţegar svo ríkir hagsmunir álits og virđingar úti í hinum stóra heimi eru annarsvegar, vega 35.000 undirskriftir venjulegra íslenskra borgara auđvitađ ekki mikiđ. En Ólafur Ragnar veit ţađ líka, alveg eins og Magnús landshöfđingi vissi ţađ á sínum tíma, ađ ţađ getur veriđ klókt ađ vera alúđlegur viđ plebbana, ţó menn séu ekkert nema aristókratar inn viđ beiniđ og ţrái ekkert meira en ađ vera taldir og skilgreindir sem höfđingjar međal höfđingja !

Svo hreina lýđrćđiđ og beina lýđrćđiđ má ekki reyna viđ yfirstandandi ađstćđur. Ţađ eru dómsorđ forsetans, manns sem margir eiga ć erfiđara međ ađ skilja, enda má segja ađ gjörđir hans í ţessu máli sýni breytta viljaafstöđu hans međ eftirfarandi hćtti :

Fölnar bragur fyrri slóđar,

forsetinn í hringi gengur.

Gjána milli ţings og ţjóđar

ţarf víst ekki ađ brúa lengur !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband